Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 Skoðanakönnun Skáls fyrir PRESSUNA Ihaldið tapar en heldur meirihluta Samhliða skoðanakönnun um landsmálin voru þeir þátttak- endur í könnun Skáís fyrir PRESSUNA sem bjuggu í Reykjavík spurðir um hvað þeir mundu kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú. Miðað við niðurstöður úr þess- ari spumingu stendur meirihluti sjálfstæðismanna í borginni tæpt. Og sviptingarnar innan stjórnarandstöðunnar eru um- talsverðar. Nýr vettvangur er að mestu horfinn úr huga kjósenda. Fleiri sögðust ætla að kjósa Al- þýðuflokkinn en Nýjan vett- vang. Þótt þessum bræðraflokk- um væri steypt saman í einn yrði hann minnsti flokkurinn í borgarstjóm. Framsóknarflokk- urinn yrði hins vegar stærsti vettvang, sem þó er næststærsti flokkurinn í borgarstjóm. Fleiri nefndu Alþýðuflokkinn sem valkost en Nýjan vettvang. Ef þessum bræðraflokkum væri steypt saman í einn fengi sá 9,5 prósent samkvæmt könnuninni. Slík samsuða er ekki fjarri lagi, þar sem fáir utan Alþýðuflokks studdu Nýjan vettvang í síðustu kosningum og báðir borgarfull- trúar hans em flokksbundnir al- þýðuflokksmenn. 9,5 prósenta fylgi gæfi Alþýðuflokknum einn mann eða einum færri en Nýr vettvangur fékk 1990. FRAMSÓKN TVÖFALDAR FYLGIÐ Framsóknarflokkurinn tæki við sem stærsti stjórnarand- Hlutföll í borgarstjórn Að ofan sést hvernig sæti í borgarstjórn skiptust milli flokkanna miðað við $ NIÐURSTÖÐU SKOÐANAKÖNNUNARINNAR. INNAN SVIGANS ER RAUNVERULEG TALA JQ BORGARFULLTRÚA, en fyrir innan gefur að líta stuðninginn, sem að baki liggur. 9 stjómarandstöðuflokkurinn. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN FENGIÁTTA í STAÐ TÍU BORGARFULLTRÚA Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 49,7 prósent ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. í kosningunum 1990 fékk flokk- urinn 60,4 prósent atkvæða og 10 menn kjöma. 49,7 prósenta fylgi mundi tryggja flokknum 8 menn í borgarstjóm og þar með meirihluta. En sá meirihluti stæði tæpt og ekki þarf mikið frávik í niðurstöðurnar til að hann falli. NÝR VETTVANGUR EKKI STÆRSTIANDSTÖÐU- FLOKKURINN HELDUR MINNSTUR Einungis fáeinir þátttakenda sögðust ætla að kjósa Nýjan stöðuflokkurinn. Samkvæmt könnuninni fengi hann 16,8 pró- senta fylgi og 2 til 3 menn kjörna. í kosningunum 1990 fékk Framsókn 8,3 prósent at- kvæða og einn mann kjörinn. Frá kosningum hefur flokkurinn því tvöfaldað fylgi sitt. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ OG KVENNALISTINN BÆTA SIG LÍKA Og bæði Alþýðubandalagið og Kvennalistinn bæta við sig. Alþýðubandalagið mælist nú með 11,2 prósenta fylgi en fékk aðeins 8,4 prósent í kosningun- um 1990. 11,2 prósenta fylgi telst reyndar ekki ýkja gott fyrir Alþýðubandalagið í Reykjavík, en flokkurinn var lengst af með um og yfir 20 prósent. Fylgið samkvæmt könnuninni gæfi flokknum 1 til 2 menn kjöma, %il "" Ólína Þorvarðardóttir. Nýr vettvangur er horfinn úr huga kjósenda og fáir mundu kjósa krata. Sigrún Magnúsdóttir. Fram- sókn tekur stökk I könnuninni og yrði stærsti andstöðu- flokkurinn ef kosið væri nú. Nýr vettvangur horfinn úr huga kjósenda. Framsóknarflokkur- inn yrði stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn en Alþýðuflokkurinn sá minnsti. en hann hefur 1 borgarfulltrúa í dag. Kvennalistinn fengi 11,7 pró- senta fylgi samkvæmt könnun- inni en fékk 6,0 í kosningunum. Listinn bætir því umtalsvert við sig og mundi það nægja til að bæta öðrum borgarfulltrúa við þann eina sem flokkurinn hefur í dag. HVERJIR KÆMUINN OG HVERJIR FÉLLU ÚT? Samkvæmt þessu yrði borg- arstjóm þannig skipuð ef niður- stöður könnunarinnar gengju eftir: Sjálfstæðismenn ættu átta fulltrúa, Alþýðuflokkur einn, Kvennalisti tvo, Framsókn tvo og Alþýðubandalag einn. Fimmtándi borgarfulltrúinn yrði síðan annaðhvort framsóknar- maður eða alþýðubandalags- maður. Og ef miðað er við lista flokkanna fyrir síðustu kosning- ar yrðu breytingamar þessar: Sveinn Andri Sveinsson og Guð- rún Zoéga frá Sjálfstæðisflokki Sigurjón Pétursson. Alþýöu- bandalagið bætir stöðu sína í könnuninni en er langt frá sínu besta. dyttu út og sömuleiðis Kristín Olafsdóttir ffá Nýjum vettvangi. I fjeirra stað kæmu Alfreð Þor- steinsson ffá Framsókn og Guð- rún Ögmundsdóttir ffá Kvenna- lista og síðan annaðhvort Hallur Magnússon frá Framsókn eða Guðrún Agústsdóttir frá Al- þýðubandalagi. Gunnar Smárí Egilsson Elín Ólafsdóttir. Kvenna- listinn fær meira fylgi en allaballar I könnuninni; öfugt við síðustu kosningar. Einkunnabók Markúsar Arnar Antonssonar Aðeins Heilög Jóhanna er vinsælli Markús Örn fékk góða einkunn hjá þátt- takendum í skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA. Hann er vinsælli en allir verkalýðsfrömuðimir og ráðherrarnir, að Jóhönnu Sigurðardóttur einni frátalinni. Þátttakendur í skoðana- könnun Skáfs fyrir PRESS- UNA gáfu Markúsi Erni An- tonssyni 6,6 í meðaleinkunn fyrir störf hans sem borgar- stjóra. Þótt þessi einkunn kall- ist ekki ágætiseinkunn í skól- um þá er hún meira en ágæt í samanburði við einkunnabæk- ur ráðherra ríkisstjómarinnar og forsvarsmanna verkalýðs og atvinnurekenda. Af þeim 21 manni í opinberu lífi sem PRESSAN hefitr látið fólk gefa einkunnir hefur aðeins Jó- hanna Sigurðardóttir fengið hærri meðaleinkunn, en hún fékk7,l. Til samanburðar fékk næst- hæsti ráðherrann, Þorsteinn Pólsson, 6,0 í meðaleinkunn og hæstu verkalýðsrekendum- ir, þeir Asmundur Stefánsson og Ögmundur Jónasson, 6,1 í meðaleinkunn. Aðeins 2 prósent þátttak- enda gáfu Markúsi núll fyrir frammistöðuna. Enginn hefur fengið færri núll — nema Jó- hanna. Markús fékk falleinkunn, það er 4 eða minna, ffá 13 pró- sentum þátttakenda. Jóhanna fékk að sjálfsögðu færri fall- einkunnir en líka Ásmundur Stefánsson, sem fékk fallein- kunn ffá 11 prósentum þátttak- enda. Markús fékk 10 í einkunn frá 13 prósentum þátttakenda eða jafnoft og Jóhanna og reyndar Einar Oddur Krist- jánsson líka. Ögmundur Jón- asson er hins vegar sá sem hef- ur fengið oftast 10 í könnunum PRESSUNNAR eða frá 17 prósentum þátttakenda. Samkvæmt þessu er Markús Öm meðal vinsælustu embætt- is- og stjómmálamanna á ís- landi. Þótt ýmsir kunni að segja að embætti borgarstjór- ans í Reykjavík sé auðvelt til vinsælda má Markús eftir sem áður sjálfsagt vel una við þess- ar niðurstöður. Hann fær til dæmis 6,6 í meðaleinkunn sem borgarstjóri á meðan for- veri hans í starfi, Davíð Odds- son, fær ekki nema 5,1 sem borgarstjóri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.