Pressan - 04.06.1992, Page 12

Pressan - 04.06.1992, Page 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 i blaðinu í dag er sagt frá sérkenni- legum lánveitingum Bjarna Magnús- sonar, útibússtjóra Landsbankans f Mjódd, til Grétars Hanssonar, rútu- bflaútgerðarmanns á Blikastöðum í Mosfellsbæ. Jörðina Blikastaði reyndi Reykjavíkurborg sem kunnugt er að kaupa fyrir rúmu ári og lá fyrir samn- ingur upp á 245 milljónir, þar af 45 milljónir á borðið. Salan var ekki síst til komin vegna fjárhagslegra byrða af at- vinnurekstri Grétars. En ekkert varð 'af sölunni og örfáum vikum síðar var hluti fasteigna á jörðinni sleginn Landsbank- anum og Grétar kominn í persónulegt gjaldþrotamál... s V.J iðanefnd Blaðamannafélags Is- lands hefur beðið forláts á mistökum í vinnubrögðum þegar Haukur Hólm, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, var dæmdur brotlegur við siðareglur blaðamanna vegna fréttar af barna- vemdarmálum. Siðanefndin kærði fyrst Sigun’eigu Jónsdóu- ur fréttastjóra og fékk frá henni greinargerð. Skyndilega söðlaði nefndin um og allt í einu var Haukur hinn kærði, en ekki þótti ástæða til að fá grein- argerð frá honum eða skýra honum frá þeirri breytingu að nú væri það hann sem væri kærður. Páll Magnússon og félagar í íslenska útvarpsfélaginu kvört- uðu yfir þessu við stjóm Blaðamanna- félagsins, sem ritaði siðanefndinni bréf. Siðanefndin ritaði síðan bréf til stjóm- arinnar, þar sem Halldór Halldórsson, varaformaður nefndarinnar, sagði að nelndin stæði við dóm sinn, en baðst forláts á ofangreindum mistökum. Siðanefndin braut sem sé siðareglur... "var einhver að tala um á útimálningu og viðarvörn?" VERÐDÆMI SADOLIN sterk múrmálning 9 L verð frá 3.705,- HORPU SILKI 10 L verdfrá 4.390,' HÖRPU þAKVARI 20 L verð frá 8.903,- Komdu og kynntu þér málin og gerðu OÓUKAUP GrtntAsvvgi 11 • Raykjavtk • Slrru 63500 M METRÓ mögnuð verslun f mjódd Álfabakka 16 @670050 G.Á. Böðvarsson hf. SELFOSSI malnint jar L inösian hf akranesi ■3 F -1- yrir skömmu var haldin vegleg ráðstefna í Hafnarfirði um ferlimál fatl- aðra og þar var að sjálfsögðu fjallað um ýmislegt sem betur mætti fara og bent á leiðir til úrbóta. Hafnfirsk yfirvöld ætl- uðu ekki heldur að láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Nú hefúr hins vegar verið skrifað undir samning milli íjármála- ráðhcrra, dómsmálaráðherra og bæjar- stjómar Hafnarfjarðar um að Hafnar- Ijarðarbær leigi rikinu húsnæði til fimm ára undir Héraðsdómstól Reykjaness. Húsnæðið er á efstu hæð svokallaðs Dvergshúss við Brekkugötu. Sá galli er á gjöf Njarðar að húsið er lyftulaust og verður því erfitt fyrir fatlaða að komast í dómstólinn. Þessi ráðstöfun er sögð til bráðabirgða og er stefnt að nýbygg- ingu, en það er iðulega sagt og eins og allir vita er ríkissjóður blankur... ^^)pinber heimsókn forseta Þýska- lands, Richards von Weizsácker, til landsins er fyrirhuguð í sumar. Fyrir skömmu kom hingað til lands nefnd skipuð Þjóðverjum til að ferðast um landið og leggja blessun sína yfir þá staði sem til greina kemur að forsetinn LAUSN Á KROSSGÁTU Á BLS. 40 heimsæki á ferð sinni. Endanleg dag- skrá heimsóknarinnar hefur þó ekki ennþá verið ákveðin... s VsJ kattskráin hefur oftsinnis verið uppspretta áhugaverðra upplýsinga. Þannig segir í skattskránni frá árinu 1990 að hinn fjársterki íslenski vopna- sali, Loftur Jóhannesson, beri 97.096 króna skatt af tekjum sínum og greiði 108.374 í útsvar. Hann hlýtur einnig samtals 64.051 krónu í bamabótaauka og húsnæðisbætur. Loftur greiðir að sjálfsögðu líka kirkjugarðsgjald og em það einar 7 krónur sem ríkissjóður inn- heimtir af honum... I_T -1. Aafnar eru æfingar á tveimur verkum sem Þjóðleikhúsið tekur til sýn- ingar á komandi leikári. Annað þeirra er ,.Hafið“, nýtt verk eft- ir Ólaf Hauk Símon- arson sem Þórhallur Sigurðsson leikstýrir. Leikritið er nútímalegt raunsæisverk og gerist í sjávarplássi úti á landi þar sem kvótinn er horfinn og atvinna af skornum skammti. Hlutverk em þrettán og er það landslið Þjóðleikhússins sem þau skip- ar. í smíðaverkstæðinu er í startholun- um margverðlaunað breskt leikrit sem heitir á fmmmálinu „Road“ og er eftir Jim Cartwright. Þetta verk hefúr sópað að sér verðlaunum erlendis og þykir hafa yfir sér afar ferskan blæ. Verkið gerist í litlu samfélagi á Englandi, er skemmtilega laust í sér og berst leikur- inn því víða; fram í anddyri og út á götu. Ingvar E. Sigurðsson er í aðal- hlutverki, en auk hans koma fram sex aðrir gæðaleikarar... I 10 DAGA fl^BRflUflOST í kílóapakkningum ► Áðiir 87 2 kr. ►Nú 690 kr. Þú sparar 122 kr.á kíló!

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.