Pressan - 04.06.1992, Page 15

Pressan - 04.06.1992, Page 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 15 Skoðanakönnun Skáfs fyrir PRESSUNA FIMMTUNGUR VILL DAUBAREFSINGII Öxin og höggstokkurinn sem notuð voru við síðustu aftöku á íslandi. í skoðanakönnun Skáls fyrir PRESSUNA um afstöðu fólks til refsinga var einnig spurt hvort viðkomandi teldi að dauðarefs- ing væri réttlætanleg í einhveij- um tilfellum.Af rúmlega fimm hundruð manns sem tóku af- stöðu til þessarar spurningar svaraði rúmlega 21 prósent ját- andi, en tæp 79 prósent neitandi. Það er alls ekki Ijóst ná- kvæmlega hvað býr að baki svörun sem þessari, enda var ekki spurt frekar um hvers kon- ar glæpi ætti að hegna fyrir með lífláti. Af öðrum svörum í könn- uninni má þó ráða að tilfinning- ar fólks séu hvað heitastar í garð þeirra sem fremja kynferðisbrot gagnvart bömum og þeirra sem gerast sekir um manndráp af ráðnum hug. I fyrra tilfellinu vildu níu prósent aðspurðra beita dauðarefsingu, en fjögur prósent í því síðara. Dauðarefsing var afnumin á íslandi árið 1928, eftir að Sig- urður Eggerz lagði fram þing- mannaffumvarp þess efnis. Is- land var eitt af fyrstu löndum heims til að nema dauðarefs- ingu úr lögum, en hún tíðkast nú ekki á Vesturlöndum nema í sumúm fylkjum Bandarikjanna, svo og í herlögum nokkurra landa. „Með sjötta viðbótar- samningi við Evrópuráðssamn- inginn um vemdun mannrétt- inda og mannfrelsis frá 1983 var líflátsrefsing á friðammum afnumin. Samningurinn öðlað- ist gildi 1. júní 1987 að því er ís- land varðar,“ segir í bók Jónat- ans Þórmundssonar lagapró- fessors um refsingar á Islandi sem væntanleg er í haust. Dauðarefsingu var síðast beitt á íslandi árið 1830, þegar Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir vom dæmd til að hafa fyrirgert lífi sínu með morðinu á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni á Illugastöðum á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Þau skyldu hálshöggvast með öxi, þar eftir leggjast á steglur og hjól, en höfuðin setjast á Telur þú að dauðarefsing sé réttlætanleg í einhverjum tilfellum? Óákveðnir stjaka. Það var gert á Vatnsdals- hólum 12. janúar 1830 og tókst vel, að því er segir í árbókum Jóns Espólín. skilorðsbundnir dómar algeng- astir, en í stærri málum getur raunvemleg fangelsisvist numið nokkmm mánuðum. Nýlegt dæmi er af konu sem dró sér rúmlega sjö milljónir króna úr sjóðum Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði. Hún endurgreiddi féð og hlaut tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu skilorðsbundna. Þá hlaut maður dóm í Kópavogi snemma á árinu fyrir að hafa svikið út átta milljónir með fölsuðum undir- skriftum ættingja sinna og vina. Hann fékk átta mánuði í fang- elsi, þaraf fimm skilorðsbundna. Kona í Reykjavík var fundin sek um svipað afbrot síðasta haust, en hafði áður fengið tvo skil- orðsbundna dóma fyrir skjalafals og fjársvik. Fyrir síðasta brotið hlaut hún tuttugu mánaða fang- elsi, allt óskilorðsbundið. Hér virðist niðurstaðan því vera hin sama og í skattsvika- málunum; almenningur vill að meðaltali um þriggja ára óskil- orðsbundna fangelsisvist fyrir slík brot, en dómskerfið kveður ekki upp viðlíka dóma nema um sé að ræða ítrekuð og alvarleg brot. ER ALMENNINGUR REF- SIGLAÐUR? Hvaða ályktun má draga af því misræmi sem birtist í skoð- unum almennings og dómum sem kveðnir em upp í dómsölum landsins? Viðmælendur PRESS- UNNAR vom flestir þeirrar skoðunar að í könnun sem þess- ari væm svör fólks líklega illa ígmnduð og ekki lægi að baki þeim mikill skilningur á réttar- kerfinu, tilgangi refsinga eða eðli refsivistar. í svömnum fælist líka sú tegund af ábyrgðarleysi sem gerði fólki kleift að taka afstöðu úr fjarlægð án þess að þurfa að sjá fyrir afleiðingar svara sinna. Niðurstöður könnunarinnar virðast þó svo afgerandi að erfitt er að afgreiða þær sem hvala- blásmr illa upplýsts almennings. Sérstaklega á þetta við um kyn- ferðisbrot gegn bömum og nauðganir, þar sem refsiramm- inn, sem löggjafinn ákveður, virðist endurspegla ágætlega skoðanir almennings, en dómar sem kveðnir em upp ganga al- gerlega á skjön við þær. Dómar- Meiriháttar skattsvik Algeng refsing Meðaltal svarenda ar telja sig eflaust hafa gildar ástæður fyrir þessu, en lögffóðir viðmælendur PRESSUNNAR telja sig merkja tilhneigingu til vægari dóma á síðustu ámm sem eigi sér ekki samsvömn í al- menningsáliti. Það em einkum héraðsdómar- ar og saksóknarar sem þykir dómar vera orðnir vægari hin seinni ár og yfirleitt í neðri kant- inum á því sem refsiramminn heimilar. Er þá vísað í dæmin sem nefnd vom hér að ofan og því haldið ffam að meira tillit sé nú tekið til aðstæðna sakbom- ingsins en áður tíðkaðist, en ekki jafnmikið hugað að fómarlamb- inu og þeim vamaðaráhrifum sem í refsingum felast. Það er reyndar ekki óumdeilt, hversu mikil vamaðar- eða fæ- lingaráhrif þungar refsingar hafa, og sérfræðingar víða um lönd komast enn að misvísandi niðurstöðum varðandi það atriði. Þó er almennt samkomulag um að vamaðaráhrif séu meiri í hin- um veigaminni brotaflokkum, svo sem auðgunarbrotum, skatt- svikum og umferðarlagabrotum. Það er alls óvíst hvaða áhrif, ef þá nokkur, hættan á þungri refs- ingu hefúr á þann sem á annað borð hneigist til að beita böm og konur kynferðislegu ofbeldi, hvað þá þann sem í ölæði eða U'mabundnu brjálæði verður öðr- um að bana. Refsingar á fslandi em al- mennt í samræmi við það sem gerist á Norðurlöndum, en þau aftur U'ðka yfirleitt vægari refs- ingar en þekkjast annars staðar í Evrópu. Þó er refsistefha í ein- stökum málaflokkum misjöfn milli landa og virðist ganga í nokkmm sveiflum þar eins og hér hvað dómendur telja réttláta eða skynsamlega refsingu miðað við aðsueður á hveijum tíma. Karl Th. Birgisson „Aðrar leiðir til en fangelsisvist“ segir Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun „Ég les fyrst og ffemst út úr þessum tölum fyrirlitningu fólks á þessum alvarlegri glæpum; manndrápum, nauðgun og kyn- ferðislegri misnotkun á börn- um,“ sagði Erlendur Baldurs- son, deildarstjóri hjá Fangelsis- málastofnun. „Það er skiljanlegt að fólk láti í ljósi andúð sína á þeim með því að vilja strangar refsingar gagnvart þeim sem ffemja slíka glæpi, en ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hvað um er að ræða þegar talað er um fangelsisvist. Það er óvíst hvaða munur er á því í huga fólks að sitja inni í eitt ár eða tíu ár. Það má ekki gleyma því að fangelsisvistin fylgir mönnum lengi eftir losun og kemur einnig yfirleitt niður á aðstandendum, sem ekkert hafa til saka unnið. Af um eitt hundrað fangelsis- plássum á landinu fara nú um sjötíu undir fanga sem eru að af- plána refsingu fyrir umferðar- lagabrot eða auðgunarbrot. Ef fólk vill þyngri refsingar fyrir hin alvarlegri brot má spyrja hvort það vilji vægari dóma fyrir önnur brot og nota fangelsisrým- ið frekar undir þá sem framið hafa alvarlegri brot. I mínum huga er það líka spuming hvort við notum ekki fangelsisrefsingu of mikið. Það má hugsa sér margar aðrar teg- undir af refsingu en þá að setja fólk í fangelsi eða láta það greiða sektir. Einnig gefur augaleið að sá sem gerist sekur um kynferð- isafbrot gegn bami er yfirleitt ekki andlega heill og því má segja að hann eigi ífekar heima á stofhun sem er líkari sjúkrahúsi en venjulegu fangelsi. Könnunin bendir líka til þess að fólk vilji þyngri refsingar til dæmis fyrir skattsvik, en spyija má hver sé bættari með því að láta skattsvikara sitja lengi í fangelsi. Það virðist vera vísasta leiðin til að tryggja að viðkom- andi greiði ekíd aftur til samfé- lagsins það sem ffá því var tekið. Ég bendi hér enn á nýjar leiðir, þó svo að fangelsi verði enn not- að sem refsiúrræði næstu hundr- að árin eða svo. Svömnin við spumingu um dauðarefsingu gefur einnig til kynna að fólk geri sér ekki grein fyrir aðstæðum sem ráðið geta í tilteknum málum. Þannig er erf- itt að ímynda sér hvort bam, sem misnotað hefur verið kynferðis- lega af föður sínum, er betur sett ef hann er tekinn af lífi vegna brotsins. Það gildir líka um dauðarefsinguna, að fólk lýsir sig kannski fylgjandi henni þeg- ar spurt er á svona almennan hátt, en verður svo hugmyndinni fráhverft til dæmis þegar spurt er nákvæmlega hvemig aftakan ætti að fara fram. Á að skjóta fólk, hengja það eða gefa því sprautu? Það sama á við þegar fólk stendur frammi fyrir einstökum málum, tilteknum einstaklingum sem eiga að þola refsinguna sem fólk er að lýsa stuðningi sínum við.“ ÓLI Kr. Sigurðsson er auðvitað góðmenni vikunnar eftir að hann ákvað að kasta 10 millj- ónum á ári yfir eyðisanda landsins. Oli erreyndarorð- inn allur annar maður, heyrir vorið koma, fuglana kvaka og svo er Ómar Ragnarsson orðinn einkavinur hans. Menn hafa verið úrskurðaðir ruglaðir af minna tilefni. Og talandi um mglanda þá skrif- aði IngólfurSveinsson geð- læknir grein í Morgunblaðið um Fæðingarheintilið þar sem hann benti á að aðeins þau böm sem væm í sjúkra- samlagi ættu að fæðast þar. En óhugnanlegasta tillegg vikunnar er frá EINARI Þorsteini Asgeirssyni hönn- uði sem lýsti eftir stjómmála- manni! Því miður lét hann ekki mynd fylgja þannig að við vitum ekki hver er efitir- lýstur. I sömu andrá sprettur fram Gunnar Tóinasson hag- fræðingur og spyr alþjóð hvað sé hér að gerast? Við sem treystum einmitt á að menn eins og Gunnar viti það. En Helgi Pétursson benti á þetta sama vandamál þegar hann sagði að ekki væri nóg að vera Islendingur og tala íslensku ef ekkert kæmi út úr því af viti. Það skiptir því ekki máli hve mörg þ, ð, eða y em f því— það er hvort eð er bull. En skýjaglópur vikunnar er GIJÐNI Þórðarson. I skemmtilegu viðtali í DV kemur fram að hann hefur mikla innsýn í landbúnaðar- og sjávarút- vegsmál af því hann var bæði í sveit og til sjós þegar hann var lítill. Þá átti hann að verða prestur en varð blaða- maður. Ætli megi ekki segja að hann hafi lent þar mitt á milli úr því hann endaði í fluginu. Og annar garpur á flugi í sama blaði er Ossur Skarphéðinsson, sem upp- lýsti að hann ætti sinn eigin hulduher og vildi gjaman verða foringi í stjómmála- flokki. En það var JÓHANNA Sigurðardóttir sem fékk skrítnustu úllögu vikunnar. Það var nefnilega stuðning- súllagan frá þingi Sambands ungrajafnaðarmanna. Þar vom einhveijir góðviljaðir piltar sem vildu lýsa yfir stuðningi við Jóhönnu. For- maðurinn, Sigurður Péturs- son, stöðvaði tillöguna hins vegar vegna þess að hana mætti auðvitað túlka sem vantraust á Jón Baldvin Hannibalsson og hina strák- ana. Um leið opnaði Eiður Guðnason munninn efúr að vera nýbúinn að gleypa ofan í sig sorpbrennsluna á Skarfa- skeri. Éiður hleypti fúla loft- inu út yfir Jóhönnu og flaug svo með frúna úl Ríó.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.