Pressan - 04.06.1992, Page 27

Pressan - 04.06.1992, Page 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNf 1992 27 F Ó T B O L T I MIKILVÆGI ÞESS AÐ HALDA MEÐ RÉTTULIÐI Það getur hreint varla verið gaman að fara á völlinn og vera sama um það hver vinnur. Ekki nema kannski á Italíu, en þar er fótbolti líka list. Hér er hann áhugamennska og stundum dálítið óburðug- ur. Það er ekkert gaman að horfa á íslenskan fótbolta án þess að geta öskrað sig hásan, rifist við dómarann, gargað af hrifningu — eða rifið í hár sér — þegar mark er skorað. Þess vegna er líka svo mikilvægt að halda með sínu liði og fylgja því í gegnum þykkt og þunnt. Það lið er líka best. Alltaf. Hvað sem hver segir. VALSARINN „Kvislingur hefði ég farið ÍKR" „Þetla kom með móður- mjólkinni, pabbi var fyrirliði Vals í mörg ár og spilaði tölu- vert marga landsleiki og þó að við byggjum vestan Lækjar kom aldrei annað til greina. Það var þó oft á tíðum skrýtið að vera í skóla með tómum KR- ingum og þurfa svo að taka strætó alla leið uppeftir. En öll familían hélt með Val þannig að maður hefði verið mikill kvisl- ingur hefði maður svikið lit þarna,“ segir Halldór Einars- son, forstjóri Henson og Valsari mikill. „Eg er nokkuð duglegur að mæta á leiki og reyni að sleppa ekki úr leik, hvorki hér í bænum né úti á Iandi,“ svarar Halldór aðspurður. Útrásin sem menn fá á vellinum getur verið gífurleg. VALSARAR Valur hefur unnið marga frækna sigra á knattspymuvellinum í gegnum tíö- ina og mun reyndar vera eina fólagið í fyrstu deildinni sem aldrei hefur fallið — þótt litlu hafi reyndar munað á stundum. Valsarar spila í rauðum búningi og hvort sem það er vegna þess eða einhvers annars er áber- andi hve margir stuðningsmenn Vals halda með Liverpool í ensku knatt- spymunni. En það er með Val eins og alla aðra klúbba; stuðningsmenn eiga þeir ákafa og nokkrir þeirra eru neð- antaldir: Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Össur Skarphéöinsson alþingismað- ur. Pétur Sveinbjamarson framkvæmda- stjóri. Kristinn Hallsson sóngvari. Jón G. Zoéga lögfræðingur. Helgi Magnússon endurskoðandi. Birgir Andrésson myndlistarmaöur. Ólafur Lárusson myndlistarmaður. Hróðmar I. Sigurbjömsson tónskáld. Hilmar Oddsson kvikmyndagerðar- maður. Helgi fíúnar Magnússon lögfræðing- ur. Sigurður G. Guðjónsson lögfræðing- ur. Ólafur Gústafsson lögfræðingur. Grímur Sæmundsen læknir. Dýri Guðmundsson endurskoöandi. Viðar Elísson endurskoðandi. Halldór Einarsson forstjóri. Bergsteinn Georgsson lögfræðingur. Friðjón Ó. Friðjónsson lögfræðingur. Sumir virðast haldnir ógurlegri hvöt til að skammast út í allt og alla og þá sérstaklega aumingja dómarann. Orðbragðið er oft á tíðum svakalegt og mönnum úl minnkunar. „Það er alveg klárt að menn sem em í erfiðu hjóna- bandi og eitthvað bældir fá meiri útrás þarna en aðrir, — geta þá breytt dómaranum í eig- inkonuna eða tengdamömmu eða hvem þann sem þeir þuifa að rasa út yfir! Það er auðvitað ekki normalt hvurslags svívirð- ingar ganga yfir aumingjans dómarann, því hann er að khkka á báða bóga,“ segir Halldór um Jtetta atriði. „Það er þó auðvitað allt í lagi að benda dómaranum á það ef hann er eitthvað að vit- leysast inni á velli. Sérstaklega ef það er húmor í því,“ heldur Halldór áfram. „Ég hef alltaf haldið því ffam að leikdagur sé ákveðinn hátíð- isdagur, hvort sem það er lands- leikur eða leikur hjá þínu liði. Þá er mikið að gerast og menn eiga að krydda þetta dálítið með því að klæða sig upp og taka þetta svolítið föstum tökum. Mér líst betur á Valsliðið núna en síðastliðin þrjú ár, ég held að liðið sé sterkara. Það er að minnsta kosti meiri breidd í því og ég lít mjög jákvæðum augum á þetta." Sérðu íslandsmeistaratitilinn jafnvel enda hjá Val? ,Já, mér finnst Valsarar koma sterklega til greina," svarar Valsarinn Henson. KR-INGURINN „ÆTTI KANNSKI AÐ SPÁ KR-ING- UM FALU" Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarps, er gallharður stuðn- ingsmaður KR-inga frá bams- aldri. „Frá sjö ára aldri og þang- að til ég var tíu ára bjó ég í mið- bænum og æfði þá með Víking- um. Það bjuggu tveir aðrir strák- ar í miðbænum, Ólafur Kvaran og Ólafur Þorsteinsson. Þeir vom með Víkingum svo ég fór líka þangað. En ég flutti aftur í vesturbæinn þegar ég var tíu ára og fór þá aftur til KR.“ Ferðu mikið á leikina? „Ég geri glettilega mikið af því. Fer á alla leiki sem ég kemst á, en þó ekki út fyrir bæ- inn.“ Hvað færðu út úr því að fara á völlinn? „Það er ánægjan af leiknum, þótt hún geti stundum verið blendin. KR-ingar hafa ekki unnið almennilegan titil frá 1968. Við teljum Reykjavíkur- titilinn ekki með. Ánægjan fæst líka af því að hitta menn og vera utanhúss, líka í roki og rignmgu. Svo fer strákurinn ntinn mikið með mér. Og eldri dóttir mi'n, sem er 5 ára, er búin að koma með á nokkra leiki og hafa gam- KR-INGAR Knattspymufélag Reykjavfkur er stórt nafn í íslenskum fótbolta. Káerringar er þó orðnir langeygir eftir titli, en síð- asti íslandsmeistaratitill vannst árið 1968. Þeir urðu að vísu Reykjavíkur- meistarar nokkur ár í röð nú síðustu ár og voru famir aö trúa því að þeir yrðu það einu sinni enn í ár, en Frammarar komu í veg fyrir það. Þeir eru engu að síöur margir sem halda með KR í gegnum súrt og sætt (mest súrt segja sumir) og hvað sem titlum líöur þá eru eftirtaldir brjálaðir KR-ingar: Mörður Árnason málfræðingur. Ámi Snævarr fréttamaður. Guðmundur Jóhannesson Ijósmynd- ari. Haukur Gunnarsson endurskoðandi. Steinþór Guðbjartsson blaðamaður. Björgólfur Guðmundsson, forstjóri Gosan. Leó Löve, lögfræðingur og bókLútgef- andi. Tryggvi Hafstein viðskiptafræðingur. Birgir Árnason hagfræöingur. Geir H. Haarde alþingismaöur. Páll Guðjónsson útvarpsmaður. Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar. Björgvin Schram stórkaupmaður. Skúli Hansen matreiöslumeistari. Gunnar Guðmundsson lögfræðingur. Ingólfur Hannesson, forstöðumaður íþróttadeildar RÚV. Bogi Ágústsson fréttastjóri. fíeynir Jónsson tannlæknir. Jón Ásgeirsson verktaki. an af.“ Þú hefur ekki haldið áfram að spila sjálfúr? „Nei, því þegar ég var ung- Iingur var ég til sjós á sumrin og hætti þá að æfa fótbolta." En hefur þér aldrei dottið í hug að gerast stuðningsmaður annars liðs vegna valts gengis KR-liðsins? „Nei, því þetta eru trúarbrögð og við höldum trúnni þótt liðið sé ekki alltaf að vinna.“ Hvemig líst þér á sumarið? „Þrátt fyrir trúarbrögðin þá óttast ég nú um KR. Nema þeir bæti sig verulega. Ég er hrædd- ur um að Frammarar, sem ég hata, verði nálægt titlinum. Þeir sýndu algera yfirburði í leiknum við KR um daginn.“ Hvað með botninn? „Ég hef ekki mikla trú á Breiðabliki í sumar. Það er reyndar tæpt að spá falli og vont að einhver skuli þurfa að falla. Stundum eflast menn líka allir við það þegar þeim er spáð illu gengi. Þeir tvfellast, samanber Þórsara. Ég ætú kannski að spá KR-ingum falli!?“ EYJAMAÐURINN „ÞETTA VERÐ- UR ERFITT" Adolf Óskarsson pípulagn- ingameistari býr í Hafnarfirðin- um en heldur nú samt með ÍBV. Það er varla nema von, maður- inn er úr Eyjum. „Ég var sjálfur reyndar mest í frjálsum, en sá um yngri flokkana í 20 ár.“ Þá voru menn á borð við Ásgeir Sigurvinsson að bytja með bolt- ann. „Ég var með Ásgeir sem smápatta. Hann var j miklu uppáhaldi hjá mér. Ég fékk skyrtuna þegar hann vann þýska meistaratitiiinn." Þú hefur vamtanlega farið d allaleiki liðsins? ,Ég elti þá um allt, enda var ég fararstjóri og nuddari hjá lið- inu.“

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.