Pressan - 04.06.1992, Síða 32

Pressan - 04.06.1992, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR PKESSAN 4. JÚNÍ 1992 „Það er ekkert leyndannál að ljóðin í Steinfuglum eru uppgjör til ákveðins karlmanns. Það var sárt að birta þau og hluti af sárs- aukanum var að hann er eini maðurinn sem hefur séð mig al- veg eins og ég er. Kannski þoldi ég það ekki. Að einhver skyldi sjá mig alveg. Ég hef miðað til- veru mína við að vera elskuð en er jafnsannfærð um að ef einhver mundi sjá hvernig ég er væri honum fyrirmunað að elska mig. Þetta er auðvitað vítahringur, mótsögn. Þess vegna hef ég byggt heim umhverfis mig og fundist ég örugg þar. Fannstu ekki feluleikinn í ljóðabókinni? En ég verð að geta sýnt mig öðr- um ef ég ætla að nota það sem í mér býr. Ég finn líka togstreitu milli kynverunnar og vitsmunaver- unnar. Ef ég leyfi mér að vera kvenleg er ég hrædd um að verða ómarktæk. Og hætta að vera til. Það sjónarmið ríkir í samfélaginu: Ef kona lítur vel út, til hvers þarf hún að hafa heila?“ Friðrika Benónýs hefur gef- ið út fyrstu Ijóðabók sína, Steinfugla. Hún er hingað til betur þekkt sem skeleggur bók- menntagagnrýnandi, fyrir vandaða en oft óvœgna gagn- rýni. Ljóð hennar túlka sárs- auka sem kemur eins og úr banvœnu sári, byrjar sem níst- andi tónn en fyllir svo út í und- arlegt rými. Ljóðin eru lokuð og því dettur mérfyrst í hug að ekkifáist orð upp úr henni. En Friðriku liggur mikið á hjarta og hvernig sem það getur nú passað minnir hún á dádýr og sígaunastelpu. GRJÓT, ÞÖGN OG MYRKUR „Ég er alin upp í sveit, á Hömrum í Reykjadal, í stórum systkinahópi. I rrúnni sveit var náttúran til að lifa á, ekki til að horfa á. Ég held að þessi náttúm- dýrkun sé komin úr firrtum Reykvíkingum. Það sem hreif mig mest var grjótið sem var uppi í urð. Þar gat ég unað tím- unum saman. Gijótið snart mig, ekki græna grasið, blómin, lækj- amiðurinn. Ég gæti aldrei hugs- að mér að búa í sveit eða úti á landi. Ég bjó átta ár á fsafirði og var búin að fá fullkomlega nóg þegar ég kom í bæinn fyrir tíu ár- um. Lagið hans Megasar, Björt ljós - borgarljós, var eins og sungið út úr mínu hjarta. Ekki þetta helvítis sveitakjafitæði. En auðvitað þekkir maður ekki ann- að en það sem maður elst upp við og ég veit ekki hvort það er betra að alast upp í borg. Þama ríkti nítjánda öldin; afi og amma, við systkinin sjö og maður stóð í þeirri trú frameftir aldri að Davíð væri eina skáldið sem ort hefði á íslensku. En það er gott að heim- sækja sveitina og líklega arfur frá ísafjarðarárunum að mér finnst náttúran best nálægt sjó. Ræktaðar sveitir með kúahópum minna mig bara á hvað var leið- inlegt í fjósinu. Ég þoli ekki sveitalífið sem borgarbúar dá- sama. Þetta eru iðnaðarsvæði þótt kolareykinn vanti. En það er tvennt sem hafði sterk áhrif á mig í sveitinni og ég sækist eftir enn. Það er þögnin — og myrkr- ið. Þögnin þrengir sér að, leggst að mér, og sveitamyrkrið svona ofboðslega svart.“ ÆTLAÐIAÐ BREYTA MÉR TIL AÐ KOMAST í HÓLFIÐ „í æsku var ég upptekin af mér og mínum heimi. Ég man voða lítið hvað var að gerast ffá degi til dags en man draumana mína í smáatriðum. Það var lífið. Mig dreymdi ég væri greifadóttir í Frakklandi, ég bjó á herragarði með hirð, þjón á hvetjum fingri, dansandi á endalausum böllum, ók í hestvögnum og kristals- ljósakrónumar dingluðu fyrir of- an. Ég held ég hafi fæðst á vit- lausum tíma eða stað. En það fylgir því að alast upp í sveit að maður les allt sem fýrir verður. Ég las Laxness, íslend- ingasögur, ástarsögur og allt þar á milli. En égfékk hugljómun tíu ára gömul. Ég fann bók uppi á háalofti með nýrómantísku skáldunum; Jóhanni Siguijóns- syni, Jóhanni Gunnari Sigurðs- syni, Sigurði frá Amarholti og Jónasi Guðlaugssyni. Bókin hitti mig í hjartað. Það opnaðist eitt- hvað stórkostlegt. Ljóðin opin- bemðu svo ofboðslegar þjáning- ar, svo sterkar tilfinningar. Þján- ingin og sársaukinn hafa alltaf snortið mig mest. S vo er reynt að telja mér trú um að það sé bara alkinn í mér sem hrífst svona af þjáningunni. Ég get ómögulega sætt mig við það. Það er öllu troðið í hólf, rétt ejns og það sé hamingjan: Að vera eins og allir aðrir. AA-fræðin em góð og gild en maður hlýtur að hafa rétt til að skoða þau út frá eigin forsend- um. Stundum finnst mér sem maður hafi enga tilveru þar fyrir utan. Bæði þar og í þjóðfélaginu er tabú á svokallaðar neikvæðar tilfinningar. Bannað að vera reiður, neikvæður, bannað að vera í þunglyndi. Ég trúi að mað- ur geti ekki fundið hamingju nema hafa upplifað þjáningu eða óhamingju. Éftir seinni meðferð- ina ákvað ég að verða bara venjuleg manneskja. Ég ætlaði að þurrka út þessa nýrómantísku dýrkun á sársaukanum. En það gekk ekki. Ég gat ekki sætt mig við hlutskipti mitt. Ef allir hefðu sætt sig við hlutskipti sitt hefði aldrei neitt gerst í mannkynssög- unni. Svo er einblínt á sjálfan sig. Skítt með hina. Sumir alkar koma úr meðferð, fjölskylda þeirra búin að þjást ámm saman og þeir tilkynna kokhraustir að nú loksins ætli þeir að fara að hugsa um sjálfa sig! Ég hef líka kynnst mér gegn- um samskiptin við dætur mínar. Ég var 21 árs þegar ég eignaðist þá eldri en 29 ára er sú yngri fæddist. Ég var tilbúnari þá, til- finningar mínar hafa dýpkað og þroskast. Böm gefa svo mikið. Yngri dóttir mín er kannski að elta og skoða fugl heilan klukku- tíma.“ LIFIEKKIDAGINN AF NEMALESA - Hvemig vildi það til að þú fórst í bókmenntafrœði ? ,Ég fór sautján ára í Mennta- skólann á Isafirði hjá Bryndísi minni elskulegri. Ég væri ekki það sem ég er hefði hennar ekki notið við. Svo giftist ég, var sjó- mannskona í átta ár. Lifði því lífi sem tilheyrði: Utanlandsferðir og hreingemingar. Ég gafst upp og ákvað að ljúka stúdentspróf- inu fyrir vestan. Þá vildi svo til að ritgerðir mínar fengu hljóm- gmnn og enskukennarinn spurði mig hvort ég hefði aldrei hugsað mér að læra bókmenntafræði. Ég hafði aldrei pælt í að ég gæti haft lifibrauð af að lesa bækur, en fannst hugmyndin bráðsnjöll. Ég hef alltaf verið lestrarsjúklingur. Ég lifi ekki daginn af nema lesa. Nú hafði ég tækifæri til að lesa bestu bækur sem skrifaðar höfðu verið í heiminum. En ég vildi fá að upplifa, njóta. Ekki skil- greina. Ég held að það sé frjó- samari leið til að skilja sjálfan sig og heiminn að lesa bókmenntir frekar en sálarfræði, félagsfræði og allar þær aðferðir sem em í tísku. Mér er stundum legið á hálsi fyrir að vera vemleikafmt og er spurð: Hvemig geturðu skilið bókmenntir þegar þú skil- ur ekki vemleikann?“ Skilurþú ekki veruleikann? „Ég er eitthvert furðueintak, held ég. Ég hef hugsjónir og prinsip. Það passar ekki ef mað- ur ætlar að „komast áfram í heiminum". Það er reyndar hug- tak sem er ofvaxið rm'num skiln- ingi og mér sýnist snúast um að safna völdum og eignum. Ég upplifi fólk og atburði eins og ég þekki það úr bókum og get ekki séð að menn hafi breyst nokkuð síðan á tímum Fom-Grikkja.“ HRÆÐSLA VIÐ VERU- LEIKANN, KONUR OG SKÖPUNARKRAFTTNN - Hvað er veruleiki? „Draumar mínir og ímyndanir em alltjent sterkari en sá vem- leiki sem ég held að margir séu að tala um. Ég hef aldrei þorað að pæla í dulrænum málum, held ég færi alveg yfir um. ímynda mér að þar sé heill og ókunnur heimur. En allar hugsanir og upplifanir em negldar í jrennan svokallaða vemleika. Ég held það sé hræðsla. Ég held það sé líka hræðsla sem fær karlmenn til að kúga konur. Eini karlmað- urinn sem hefur skrifað hrein- skilnislega um konur er Strind- berg, — svo er hamrað á að hann sé kvenhatari. En konumar hans eru forynjur, sterkar, hann er hræddur við það kynferðislega vald sem þær hafa yfir honum. þær hafa hann fullkomlega á valdi sínu. Auðvitað er hann hræddur. Ég las nýlega í Spiegel um nýstofnaða karlffelsishreyf- ingu sem er búin að fá leið á ffamakonum og jaffirétti. Ég hélt ég væri orðin galin þegar ég las þetta. Ég veit ekki hvenær kven- ffelsi og jafhrétti var gert svona hlægilegt og hallærislegt. Fyrir fáeinum ámm flutti ég fyrirlestur í sjónvaipi um kúgun karlveldis á listakonum og ég vissi ekki fyrri til en tæknimenn vom famir að gantast með álíka gáfuleg komment og: „Hvasegiru Nonni,heldumakonurhafisál?“ Það er tvískinnungur í gangi víðar. Það er ótrúlega auðvelt að telja fólki trú um að einhver sé listamaður án tillits til verðleika. Hins vegar er góðlátleg samúð með listamönnum, ,Jiann er nú bara listamaður greyið". Fólk er hrætt við sköpunarkraftinn og því er reynt að gera hann hlægi- legan, eins og þegar sagt er: „þetta er nú meiri dellan". Stund- um held ég að mesta bölvun þessarar þjóðar sé það sem kall- að er bamabækur. Hvemig væri ef maður hefði aldrei lesið neitt annað? Ég er að lesa um Inka og Fom-Grikki fyrir sex ára dóttur mína og hún fylgist áfjáð með. Eg veit ekki hver fann það upp að böm væm fávitar. Það spegl- ast í skólanum, ekki er hægt að lesa Gísla sögu Súrssonar nema horfa á Útlagann." ÓHUGGULEG KVIKA OG ÓUNNIÐ MÚRVERK - Var ekki áður troðið í böm- in? ,Ég held að ítroðsluhugtakið sé skandinavískur frasi. Ég er hlynnt því að bömin myndi sér eigin skoðun, en páfagaukalær- dómur er góður til að þjálfa minnið. Þannig lærði ég marg- földunartöfluna. Það er grátlegt að sex ára böm, sem em opin og næm, skuli föndra, dúlla og læra nokkra stafi heilan vetur. Það vantar heildarstefnu í skólana og ég get verið svo íhaldssöm að stundum vil ég að allir læri grísku og latínu. Svo em hér valdaöfl sem hafa tekið þá afstöðu að reyna að halda fólki eins heimsku og mögulegt er. Sagt er blákalt með nýjum lögum um námslán að best sé að hafa skrílinn ómennt- aðan, þá sé hann ekki með upp- steyt.“ - Af hverju eru Ijóðin þín svona lokuð? ,Ég vildi ekki vera of tilfinn- ingasöm. Ég hef svo gamaldags viðhorf til ljóða. Ég fæ velgju þegar ort er: „Þegar þú fórst glitraði tárið á diskinum." Ég skynjaði ekki sársauka þegar ég var að yrkja ljóðin en sé það núna. Ljóðin hjálpuðu mér að gera upp samband en þau gerðu það ekki meðan þau lágu ofan í skúffu. Flest komu óvart, byij- uðu sem setning í dagbókinni. Ég hef verið sfskrifandi ffá því fyrir fermingu en haldið því leyndu, sannfærð um að það væri ekki nógu gott. En það er átak að vera ég sjálf á bak við ljóðin. Og skrítið að skoða sig svona utan ffá.“ -Hvað sérðu þá? ,Ég sé óhuggulega kviku sem ég hélt ég hefði múrað svo vel yfir.“ Elisabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.