Pressan - 04.06.1992, Side 38

Pressan - 04.06.1992, Side 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 jr Þá er Listahátið komin. Fastir liðir eins og venjutega. Háaldraður pianóvirtúós. Sýn- ing á minniháttar verkum eins af meiriháttar málurum tutt- ugustu atdarinnar. Nokkrir ung- ir og efnilegir einleikarar og - söngvarar. Einn aldraður djass/blúsari — að þessu sinni söngkona. Og gomma af skandinavísku leikhúsi. Og síð- an Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar, einn nútimaiistar-gúrú og sittlítið af hverju af innlendri list. Það eina sem er alveg nýtt á Listahátíð er kjóla- og gólf- efnasýningin i Listasafni Is- lands. Ekkert þessiegt hefur áður ratað á Listahátið. Þótt Listahátið sé ekki göm- ul er hún orðin nokkuð stöðluð. Það er því ekki að undra að æ erfiðtegar gangi að búa til stemmningu i kringum hana. Aðstandendur þessarar hátíðar virðast að minnsta kosti hafa gefist upp við það. Kynningarþátturinn i Ríkis- sjónvarpinu á sunnudagskvöld barþvi vitni. Sigrún Valbergsdóttir var látin kynna norrænu leik- verkin. I gegnum árin hefur henni tekist að verða nokk- urs konar persónugervingur minnimáttar-leikhúss. Hún hefur þrætt litlu leikhópana og einhvern veginn aldrei verið til staðar þegar þeir hafa unnið sigra. Bera Nordal var látin kynna kjóla- og góifefnasýn- inguna á Listasafninu og virt- ist hálfskammast sin fyrir. Reyndar er Bera best til þessa verks fallin, enda flokkast sýn- ingin undir þjóðhátta-list- fræði, svipaða þeirri sem Bera er menntuð í. Sjálf var Bera ekki i kjól heldur dragt og er það hér með iagt til að á næstu Listahátíð verði hald- in sýning i Listasafninu á drögtum hennar og Vigdísar og Salóme. Yfirskriftin gæti verið „Klæðnaður islenskra embættiskvenna á tuttug- ustu öld". Hinn myndlistarstjórinn, Gunnar Kvaran, kynnti siðan sinn part. Gunnar er mun viö- kunnanlegri sem verk eftir Yoko Ono en sem sjónvarp- skynnir. Hann naut þess hins vegar að hafa mun betri texta og innihald en Bera. Það var siðan Atli Heimir Sveinsson sem sá um kynn- inguna á tóniistinni. Sjálfsagt væri hægt að tæma Laugar- dalshöll og láta iron Maiden spila fyrir tómu húsi með því að láta Atla Heimi halda þvi fram að þar væru á ferðinni athyglisverðir listamenn. Það eru orðin ein tuttugu til þrjátiu ár siðan viðskilnaður varð með þjóðinni og Atla Heimi. Hún eltir ekki smekk hans á tónlist. Hún trúir ekki orði af þvi sem hann segir. Það vita allir nema alþýðu- flokksmenn i Reykjavik, sem stilla honum alltaf upp á lista til að krækja i atkvæði hans. En ef til vill er þetta allt saman fint. Ef til vill er ágætt að Listahátið gleypi ekki huga of margra. Ef til vill fer best á því að hafa hátið- ina eins og leiða skyldu nefndarfólksins sem stendur að henni. Ef svo er ætti nefndin að fá Svein Einarsson til að kynna dagskrána á svipaðan hátt og hann afgreiddi bæk- urnar fyrir jólin. MN6NINN KlÚftRA PENINGUN . líka sínum eigin ar niður í kjölfar fangelsisdóms yfir honum. Ólafur Þ. Þórðar- son hefur verið með fiðurfjár- rækt í Borgarfirði, en þurfti að skera allt niður vegna salmon- ellusmits. Vilhjálmur Egilsson er stjómarformaður Skjaldar á Sauðárkróki og gengur sá rekst- ur ágætlega eftir því sem næst verður komist. Hann mun hins vegar hafa rekið fískréttaverk- smiðju fyrir norðan, sem fór á hausinn. Einar Kr. Guðfinnsson var útgerðarstjóri hins mikla ættaríyrirtækis Einars Guðfinns- sonar hf. á Bolungarvík, en það fyrirtæki er orðið eitt hið skuld- ugasta og verst stæða á landinu. Kristinn Pétursson rak eigin út- gerð og síðar Útver hf. á Bakka- ftrði við ágætan orðstír. Sömu- leiðis Skúli Alexandersson í Jökli. Helsta tóm- stundagaman þingmanna er að komast í sjóði og útdeila pening- um skattborgar- anna. En þeir hafa líka margir reynt að gera það gott með eig- in peningum. Ár- angurinn er væg- ast sagt misjafn. Það vita allir að þingmenn og ráðherrar kunna ekki að fara með almannafé. Þeir rífa af fólki peninga þess, setja þá í ríkissjóð og þaðan í hina ólíklegustu sjóði aðra og spreða síðan hver um annan þveran. Við þekkjum söguna; loðdýrin eru eitt dæmið, fiskeldið annað, uppihald von- lausra útvegsfyrirtækja þriðja. En hvað gera þessir menn þegar þeirra eigin peningar em annars vegar? EYKON MISSTILAXINN OG FANN EKKIGULLIÐ Undanfarið hefur fiskeldisfyr- irtækið — nú þrotabúið — ISNO verið í sviðsljósinu. Þar er fremstur meðal jafningja Eyjólf- ur Konráð Jónsson. Kröfur í bú- ið eru eitthvað nálægt 400 millj- ónum króna. Eyjólfur og aðrir fyrrum eigendur vildu ólmir kaupa eignir búsins, en urðu frá að hverfa vegna andstöðu ,Jieimamanna“. ÍSNÓ er stórt, óuppgert dæmi og ekki fyrsta áfallið hjá Eykon í viðskiptum. Allir muna eftir Gullskips-ævintýrinu, sem hefur enn engar lyktir hlotið. Gull- skipið er raunar grátbroslegt æv- intýri manna, sem gefast ekki upp þrátt fyrir 12 vindstiga mót- byr. Bergur Lárusson hóf leitina að hollenska gullskipinu Het Wapen von Amsterdam 1960, en 1971 bættust í hópinn Eyjólf- ur Konráð, Kristinn Guðbrands- son og fleiri. í júlí 1982 „fannst skipið" loks, samkvæmt Birgi Isleifi Gunnarssyni, þegar hann mælti fyrir ríkisábyrgð á láni til Gullskips hf. Áður hafði Eyjólf- ur Konráð flutt tillögu sama efn- is, sem ekki náði ffam að ganga. Rfldsábyrgð var samþykkt árið eftir og náði hún til allt að 250 milljóna króna að núvirði. Svo hátt lán var þó aldrei tekið, en 1990 féll á ríkissjóð að borga 60 milljónir vegna lántöku Gull- skipsins. greininni hafa verið búnar, eru hins vegar þannig að engin at- vinnugrein myndi standa undir slíku nema eiturlyfjasala. Hluta- fé í ísþóri upp á 140 milljónir eru að verða að engu og ætli ég tapi ekki sjálfur um 30 milljón- um á ævintýrinu ef illa fer... ég er enn í ábyrgðum fyrir sex eða sjö milljónum sem ég gæti hæg- lega tapað ef illa færi, en þá dugar litla íbúðin mín fyrir því.“ Það fór, því miður, illa. Isþór fór á hausinn og kröfurnar hrönnuðust upp. Stærsti kröfu- hafinn reyndist Landsbankinn og var Guðmundur skömmu síðar ráðinn í sérverkefni fyrir Landsbankann og fékk aðstöðu í deild bankans sem heitir Útlána- stýring. ALBERT SLAPP EN HAF- SKIP OG BANKDMN RÚLL- UÐU Albert Guðmundsson, fymim ráðherra og þingmaður, var í af- ar umdeildri stöðu. Albert var mundssonar verkalýðsforingja til Frakklands. Guðmundur sagði reyndar síðar að hann hefði bara tekið við 100 þúsund- um og enn í dag veit enginn h.vað af mismuninum varð. Eimskip fékk eignir (og við- skipti) Hafskips og Albert slapp áfallalítið út úr þessu. Hann seldi Inga Birni syni sínum heildsölu sína og var sjálfur gerður að sendiherra í París. STUTT VEISLA HJÁ JÚLÍ- USI í STÁLVÍK OG ÞOR- STEINIIENTEK Júlíus Sólnes, fyrrum um- hverfismálaráðherra, var hlut- hafi og um skeið í stjóm Stál- víkur, hvers þrotabú var nýverið gert upp. Hann var nánar tiltekið stjómarformaður Stálvíkur frá desember 1988 til nóvember 1989. Ári síðar vom eignir fé- lagsins slegnar Iðnlánasjóði og Framkvæmdasjóði og í ágúst 1990 var félagið tekið til gjald- þrotaskipta, sem enduðu með steinn var að sönnu ekki stór hluthafi, með 1 prósent hluta- ljár, en það var að núvirði alls 19,4 milljónir við stofnun. Allt um það var fyrirtækið úrskurðað til gjaldþrotaskipta í október 1990 og nema kröfur í búið alls 100 milljónum króna, en Iðn- lánasjóður, Byggðastofnun og Búnaðarbankinn hirtu eignir Enteks. MENNTAMÁLARÁÐ- HERRA FÉKK SKELL VEGNA OLÍUMALAR HF. Og ráðherra menntamála, Ól- afur G. Einarsson, er ekki alveg laus við áföll í viðskiptum. Hann var frá 1970 og allan átt- unda áratuginn stjómarformaður Olíumalar hf., fyrirtækis sveitar- félaga í Reykjaneskjördæmi. Olíumöl átti að sjá um gatna- gerð og aðrar slíkar fram- kvæmdir sveitarfélaganna, en smám saman grófst undan und- irstöðunum. Fjármálin klúðmð- ust og sveitarfélögin ákváðu að gekk ekki vel, frekar en annað á Svalbarðseyri; fyrirtækið liðað- ist í sundur. Valgerður rekur nú með öðrum félagsbú um loð- dýrarækt á Lómatjörn fyrir norðan og herma fregnir að það gangi með ágætum. Stefán Val- geirsson er enn uppistandandi með fjölskyldufyrirtæki sitt í fiskeldi fyrir norðan, þótt slík fyrirtæki hafi hrunið um allt land. Hann fékk enda góða fyr- irgreiðslu. Og Össur Skarphéð- insson stundar fiskeldi af hæfi- legri stærð og gengur að sögn vel. Hann er meira að segja að þreifa fyrir sér í Portúgal. Þá má heita að þokkalega hafi gengið hjá bændaliðinu á þingi, mönnum eins og Agli Jónssyni, Jóni Helgasyni, Eggerti Hauk- dal, Pálma Jónssyni og Páli Péturssyni. Nefna má að Sig- björn Gunnarsson hefur rekið sportvöruverslun á Akureyri við ágætan orðstír og Salóme Þor- kelsdóttir og eiginmaður reka garðyrkjustöð í Mosfellsbæ ... EN ÞESSI PLUMA SIG vegum; Verkfræðistofa Suður- lands og Fjölhönnun. Þegar Qara tók undan Guðmundi í pól- itíkinni og í fiskeldinu kom Guðmundur fram í Mannlífsvið- tali, nánar tiltekið í mars á síð- asta ári, og þar sagði hann; „Kjörin og aðstæðurnar, sem málaferlum sem upp komu vegna gjaldþrots skipafélagsins. En ekki mátti miklu muna. Er þar einkum átt við tiltekna 120 þúsund króna upphæð sem Al- bert tók við ífá Hafskip og Eim- skip til að standa undir heilsu- bótarferð Guðmundar J. Guð- síðar forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokks og núverandi sjávarútvegs-, dóms- og kirkju- málaráðherra. Entek-menn áttu sér stóra iðnaðardrauma; að framleiða og flytja út „lekar slöngur" til að græða upp eyði- merkur Arabíuskagans. Þor- EN Á MEÐALFÚXANNA ERU LÍKA ÁGÆTIR DÚX- AR... Valgerður Sverrisdóttir var að vísu ásamt Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni í stjóm grænmet- is- og ávaxtafyrirtækisins Kjör- lands hf. á Svalbarðseyri, en það Eykon og félagar þraukuðu lengi í fiskeldinu, en að lokum fór ÍSNÓ á hausinn. Eykon fann ekki heldur Gullskipið og ríkið borgaði 60 milljónir. Guðmundur G. Þórarinsson tapar persónulega 30 milljónum króna á gjaldþroti ísþórs. Albert Guðmunds- son slapp í Hafskipsmálinu þótt ekki mætti miklu muna. Skipafélagið og Útvegsbankinn rúlluðu. Júlíus Sólnes gerðist stjórn- arformaður Stálvíkur í eitt ár og ári síðar rúllaði fyrirtækið. Þorsteinn Pálsson var einn stofnenda Enteks, sem fór í þrot með yfir 100 milljóna króna skelli. Ólafur G. Einarsson lenti í ógöngum með fyrirtækið Olíumöl hf. ÞESSIR LENTU í ÓGÖNGUM... Kristinn Pétursson rak eigin útgerð og nú Útver hf. á Bakkafirði og mun vel ganga. Skúli Alexandersson 1 Skildi á Ólafsvík er annað dæmi um útgerðarþingmann sem hefur plumað sig. Valgerður Sverrisdóttir og fjölskylda reka félagsbú um loðdýrarækt á Lómatjörn og eru þau uppistandandi. Stefán Valgeirsson og fjölskylda eru meðal fárra sem enn fást við fiskeldi. Stefán hafði fyrirgreiðsluna sín megin. Össur Skarphéðinsson er líka í fiskeldi og ber sig vel. Salóme Þorkelsdóttir þótti góður kaupmaður og hún og maður hennar reka garðyrkjustöð í Mosfellsbæ við góðan orðstír. GUÐMUNDUR G. TAPAR 30 MILLJÓNUM Á ÍSÞÓRI Guðmundur G. Þórarinsson er nýlega hættur á þingi, þvert gegn eigin væntingum. Hann var og er áhugamaður um fisk- eldi eins og Eykon. Guðmundur var sjálfur á meðal stofnenda fiskeldisfyrirtækisins ísþórs í Þorlákshöfn og meðal stórra hluthafa voru fyrirtæki á hans stjómarformaður Hafskips 1978 til 1983 og bankaráðsformaður Útvegsbankans 1980 til 1983, en Hafskip átti viðskipti sín í téðum banka. Hafskip fór, eins og allir muna, á hausinn 1985.1 kjölfarið komst bankinn í heljar- innar vandræði og var seld- ur/leystur upp. Það fór aldrei svo, að Albert þyrfti að svara til saka í þeim flóknu og dýru 400 milljóna króna skelli. Þá hefur hann m.a. verið formaður stjómar Útvarpsfélags Seltjam- arness hf. Enginn hefur heyrt í þeirri útvarpsstöð. Talandi um ráðherra. I ágúst- lok 1983 var fyrirtækið Entek á Islandi hf. stofnað og á meðal þeirra átta sem stofnuðu félagið var enginn annar en Þorsteinn Pálsson, þáverandi þingmaður, taka á sig skellinn og slíta fyrir- tækinu íjanúar 1981. Fleiri þingmenn hafa komið nálægt viðskiptum. Ásgeir Hannes Eiríksson hefur reynt ýmislegt, en árangurinn verið brokkgengur. Árni R. Ámason rak umfangsmikla bókhalds- og endurskoðunarstofu á að minnsta kosti þremur stöðum á landinu, en stofumar vom lagð- áfallalaust. Það em því dúxar innan um fúxa í viðskiptum meðal þing- manna þjóðarinnar. Þeir eru, þrátt fyrir allt, mannlegir. Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.