Pressan


Pressan - 04.06.1992, Qupperneq 41

Pressan - 04.06.1992, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 41 $ Norrænir leiklistardagar verða haldnir í Reykja- vík frá 4. til 9. júní og teljast hluti af Listahá- tíð. Hingað koma af þessu tilefni fimm leik- sýningar frá hinum Norðurlöndunum: Fritj- of Fomlesen frá Noregi; barnasýningin Aben frá Danmörku; Draumleikur og Hamlet — en stand- up frá Svíþjóð; og Ballet Pathetique frá Finn- landi. Einnig verða áfram á fjölunum ís- lenskar sýningar: Þrúg- ur reiðinnar; Ég heiti ís- björg, ég er ljón; Elín, Helga, Guðríður; Kæra Jelena; auk þess sem frumsýnd verður Bandamannasaga í leik- gerð Sveins Einarsson- ar. SVANUR FRÁTSJERNÓBYL URNIR SHAKE- SPEARE Braðumir Shakespeare teljast höfundar gamansorgleiksins , Jlamlet — en stand up“ frá Te- ater Pero í Svíþjóð. Leikurinn er í fimm þáttum og vísast er verk meistara Shakespeares talsvert einfaldað og skrumskælt, því í öllum hlutverkum er sami mað- urinn, leikarinn Roger Wester- berg. Ef svo ber undir lætur hann sig heldur ekki muna um að leika tvö hlutverk samtímis, Ballett fyrirsjö karldansara og konu eftir Finnann Jorma Uotinen sem erstjórnandi flokksins og einn helst- ur danshöfundur þarlendis. Söguþráður sýningarinnar er fenginn að láni úr Svanavatni Tsjækovskís og þaðan kemur tónlistin líka, en efnið vísar til nútímans og þeirra skelfingaratburða sem fylgdu í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernóbyl. Borgarleikhús, Stóra svið, 8. og 9. júní kl. 20. enda fer það orð af sýningunni að hún sé býsna hlægileg. Borg- arleikhús, Litla svið, 6. og 8.júní kl. 20. NORSKUR BUSTER KEATON Fritjof Fomlesen heitir þessi einleikur Grenland Friteater frá Noregi. Hetja leiksins er mis- heppnaður lögfræðingur sem rekur ráðgjafarskrifstofu í sjálfs- hjálp og veitir ráðgjöfina í gegn- um síma — með dyggri aðstoð áhorfenda. Fritjof Fomlesen er leikinn af Lars Vik, þekktum gamanleikara sem í kynningu er sagður vera „svar Norðmanna við Buster Keaton". Sýningin er fyrir alla aldurshópa en einn helsti kostur hennar er sagður vera hvemig leikarinn virkjar böm til þátttöku í sýningunni — hún er síbreytileg, allt eftir því hvað þau leggja til málanna. Borgarleikhús, Litla svid, 4.júní kl. 20, 5. júní kl. 18, Hótel Borg ó.júní kl. 18. ERFIÐ- LEIKAR APALÍFS- INS Ein söguhetja Franz Kafka vaknaði og hafði breyst í risa- stórt skorkvikindi. Drengurinn í danska bamaleikritinu „Aberi‘ vaknar einn morguninn og hefur breyst í apa. Síðan er ekki annað að gera fýrir hann, foreldra hans, vini og skólafélaga en að reyna að venjast þessari afdrifaríku breytingu. Sýningin kemur hing- að á vegum danska bamaleik- hússins Artibus; þama er í aðra röndina fjallað um kynþáttafor- dóma, hlutskipti jseina sem em „öðruvísi". íþróttahús Kennara- háskólans 6. og 8.júní kl. 15. 6LÍMAN Vlf> STRIND- BERC Það er erfitt að vera Svíi og þurfa að komast til botns í Strindberg, sem gnæfir yfir sænskar bókmenntir, rétt eins og Halldór Laxness yfir hinar ís- lensku. Sænskt leikhús hefur út- gangspunkt í Strindberg og því ætti að vera allforvitnilegt að sjá hvemig leikstjóranum Lars Rud- olfsson og leikhópi hans, Ori- onteatem, reiðir af í glímunni við Draumleik, jsetta furðulega leik- rit Strindbergs, sem á köflum er nánast óskiljanlegt — það verð- ur að segjast eins og er. Þetta er sýning sem hefur fengið verð- laun, í henni taka þátt um tuttugu manns, leikarar og músíkantar, svo hún er býsna viðamikil. Þjóðleikhúsið 5. og ó.júní kl. 20. BIOIN MAMBO-KÓNGARNIR The Mambo Kings SÖGUBÍÓI Þaö er í raun óskiljanlegt hvernig hún hefur vilist hingaö þessi mynd sem er augljóslega gerö fyrir þann aragrúa af Bandaríkjamönnum sem eiga ættir aö rekja til Suöur-Ameríku. Armand Assante leikur aöalhlutverk. Þaö er orðið langt síöan hefur sést jafnóþolandi söguhetja í kvikmynd. ★ ÓSÝNILEGI MAÐURINN Memoirs of an Invisible Man BÍÓHÖLLINNI Þaö finnst manni handritshöfundurinn William Goldman vera nokkuö djúpt sokkinn aö taka þátt í þessari kvik- mynd og eins hin íöilfagra Daryl Hannah. Hins vegar sómir Chevy Chase sér prýöilega í allri meöalmennskunni sem einkennir þessa mynd, allt nema tæknibrellurnar, sem eru góöar. ★★ Kannski ekki ókeypis, en ódýrt ef bíil- inn eyðir ekki miklu. • Hippaherbergið. Við mælum meö hippaherberginu í Árbæjarsafni, eink- um og sérílagi fyrir þá sem telja sig vera af '68-kynslóðinni. Þangað geta þeir fariö og reynt að rifja upp hvort þessi tími var í rauninni jafnskemmti- legur og hann virðist í endurminning- unni. Tíminn þegar á fjólubláum vegg hékk plakat af Che Guevara, allir sátu á pullum á gólfinu, þömbuðu te, hlust- uðu á ofboðslega þunglyndisleg Leon- ard Cohen-lög, fýruðu kannski í pípu og töluöu um hvað ísland væri ömur- lega leiðinlegt land. SJÓNVARP • Baráttan við meindýrin. Allir, já all- ir, sem eru komnir til vits og ára hafa séö að minnsta kosti þúsund sjón- varpsþætti byggða á þeirri kenningu að skordýr séu fullkomnustu kvikindi jaröarinnar, þeim sé í lófa lagið að taka yfir heiminn. Þetta er svoleiðis mynd, en þama er líka kennt hvemig hægt er að klekkja á pödduskaranum. Sjón- varpiö fim. kl. 20.35. • Forsjá tímans. Við vitum svosem ekkert um þessa mynd, nema hvað plottið gæti lofaö góðu. Þetta er njósnamynd, um leyniþjónustumann sem ásamt fyrrum málaliða ætlar aö gefa út bók um hryðjuverkastarfsemi. Það gengur ekki þrautalaust, því leigu- morðingjar sitja um líf þeirra. Myndin er bresk, sagan eftir Eric Ambler, svo þetta gæti veriö í lagi. Sjónvarpiö lös. kl. 22.25. • Magnús. f flokki íslenskra kvik- mynda er Magnús fyrir ofan meðallag. Svosem ekkert stórbrotið listaverk, en ágætlega mannleg og notaleg mynd um fólk sem hlýtur aö teljast allhvers- dagslegt. Þráni Bertelssyni hefur ekki tekist betur upp. Sjónvarpiö mán. kl. 21. • Töfrar jarðar. Upptaka frá tónleik- um sem haldnir eai á vegum Samein- uðu þjóðanna í tilefni af umhverfisráð- stefnunni í Ríó. Meðal snillinga sem koma fram eru óperusöngvarinn Plac- ido Domingo, djassarinn Wynton Marsalis og sambakallinn Antonio Carios Jobim. Kynnir er leikarinn Jer- VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1. Harley Davidson and the Marlboro Man 2. Doc Hollywood 3. Jungle Fever 4. Mortal Thoughts 5. Regarding Henry 6. Suburban Commando 7. Not without my Daughter 8. Soapdish 9. Toy Soldiers 10. Shattered emy Irons. Mörgum konum þykir hann sætur og sjarmerandi. Stöö 2 sun. kl. 20. LÍKA í BÍÓ • BÍÓBORGIN Höndin sem vöggunni ruggar"* [ klóm arnarins" Leitin mikla" Svellkalda klíkan* Læknirinn** • BÍÓHÖLLIN Ósýnilegi maðurinn" Skellum skuldinni á vikapiltinn" Út í bláinn* Víghöfði"" Leitin mikla" Hug- arbrellur* • HÁSKÓLABIÓ Lukku-Láki** Kona slátrarans" Refskák** Steiktir grænir tómatar*** Litli sniilingurinn*** Frankie & Johnny" • LAUGARÁSBÍÓ Fólkið undir stigan- um* Mitt eigið Idaho**** Náttfatapartí* • REGNBOGINN Ógnareöli" Lost- æti**** Hr. og frú Bridge*** Freejack* BÓKIN VORHEFTI SKÍRNIS Vorið er einmitt rétti timinn til að lesa vor- hefti Skirnis — nema hvað? Samkvæmt venju er timaritið fullt afgáfulegum skrifum og sériega heppilegt að lesa efnisyfirlitið til að taka skemmri skirn. Þó ekki væri nema til að geta slegið um sig í ein- hverri afþeim fjöl- mörgu opnunum sem nú eru framundan á Listahátíð. Heftið er 264 bls. og fær 8 i skyn- sama flokknum. Kolstakkur*"* Léttlynda Rósa*" Homo Faber**** • STJÖRNUBÍÓ Óöur til hafsins"* Hook" Strákarnir í hverfinu" Börn náttúrunnar*** • SÖGUBÍÓ Grunaöur um sekt"* Mambo-kóngamir* ... fœrÞorleifurEinarsson jarðfrœðingur fyrir að finna bœ Ingðlfs í hvert sinn sem grafin er hola í Kvosinni. VISSIRÞÚ ... að útbreiddasta blað Bandaríkjanna, The Wall Street Joumal, selst í um 1.930.000 eintökum daglega? Það er um 35-föld útbreiðsla Morgunblaðs- ins. Bandaríkjamenn eru hins vegar 1.000 sinnum fleiri en fs- lendingar. Ef útbreiðsla The Wall Street Joumal í Bandaríkj- unum er heimfærð á ísland þá jafngildir hún því að blaðið seld- ist í um 1.930 eintökum á dag hérlendis. Það er álíka útbreiðsla og hjá Alþýðublaðinu á góðurn degi. Ef TTte Wall Street Joumal ætlaði að jafna útbreiðslu Morg- unblaðsins miðað við höfðatölu yrði það að seljast í um 54 millj- ónum eintaka. ... að íslendingar eru álíka fjölmennir og íbúar í hverri ein- stakri af eftirtöldum borgum í Bandaríkjunum; Anaheim í Kalifomfu, Corpus Cristi og Arlington í Texas, Baton Rouge í Louisiana, Birmingham í Alab- ama, Mesa í Arizona og St. Paul í Minnesota? ... að Pillsbury-fyrirtækið, sem fslendingar þekkja af vítam- ínbætta hveitinu, veltir meim en samanlögð þjóðarframleiðsla ís- lendinga? Sömu sögu er að segja af tannkremsframleiðandanum Colgate. FRÍAR HEIMSENDINQAR ALLAN SÖLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Qrsnsásvsgi 10 hlXnar LX. - ■« . XI-.1 ■ - pjonar per aiian aoiimrtnginn

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.