Pressan - 08.10.1992, Síða 15
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 8. OKTÓBER 1992
15
„Samhengislausaru stuðningsaðgerðir við ein-
stæða foreldra hafa leitt til mikils ávinnings af
því að misnota velferðarkerfið. Málamynda-
skilnaður hjóna getur aukið ráðstöfunartekjur
þeirra um tugi þúsunda á mánuði
eftir því hve börnin eru mörg.
Meðalmeðlag með einu barni
er nú aðeins fimm til tíu
prósent af ráðstöfunartekjum
einstaklings með
miðlungstekjur.
næðiskerfinu með lágum vöxtum,
hærri vaxtabætur en ella og hærri
námslán þegar því er að skipta.
SKILNAÐUR GEFUR MEIRA
EN ÁSMUNDUR OG ÞÓRAR-
INN V.
Samkvæmt gögnum Þjóðhags-
stofnunar getur málamyndaskiln-
aður falið í sér umtalsverða
skattalega hagræðingu fyrir hjón
og er þá aðeins litið til barnabóta,
barnabótaauka og vaxtabóta. Svo
tekið sé dæmi: Hjón eiga tvö börn,
annað eldra en sjö ára, hitt yngra
og hafa til samans 160 þúsund
krónur á mánuði. Útreikningar
stofrmnarinnar sýna að eftir skiln-
að geti ráðstöfunartekjur slíkra
hjóna hækkað úr 155.200 krónum
í 179.400 krónur á mánuði, um
24.200 krónur eða 15,6 prósent. Ef
sömu hjón með sömu tekjur eiga
hins vegar þrjú börn, öll eldri en
sjö ára, geta ráðstöfimartekjurnar
aukist að sama skapi úr 159.400
krónum í 211.100 krónur, um
51.700 krónur eða 32,4 prósent.
Það munar um slíka hreina búbót
-— hún er áþreifanlegri en kjara-
samningar á „þjóðarsáttartím-
um“. Ekki einasta færir mála-
myndaskilnaðurinn þannig 25 til
50 þúsund krónur beint í vasann,
heldur er enn ótalinn annar
ávinningur; lækkun dagvistar-
gjalda, mæðra- eða feðralaun og
fleira.
Ef um er að ræða einstæða
tveggja barna móður í Reykjavík,
þar sem annað barnið er eldra en
sjö ára en hitt yngra, og hún fær
60 þúsund krónur í tekjur á mán-
uði, getur stuðningskerfið allt að
tvöfaldað ráðstöfunartekjurnar.
LEIKSKÓLAFORRÉTTINDIN
GETA GEFIÐ TUGIÞÚS-
UNDA Á MÁNUÐI
Hún nýtur síðan forgangs að
leikskólaplássi og niðurgreiddrar
dagvistar. Það er staðreynd, að
hjón eða sambýlisfólk hafa ekki
aðgang að leikskólaplássum og
verða að kaupa þjónustu dag-
mæðra fýrir 25 til 30 þúsund
krónur á mánuði á barn, ætli þau
sér á annað borð að vinna bæði
úti. Einstæða foreldrið í Reykjavík
fær hins vegar öruggt heilsdags-
pláss og greiðir fyrir það 8.600
krónur á barn. Einstæð móðir
með tvö börn greiðir þannig
17.200 krónur á mánuði en hjón
eða sambýlisfólk með tvö börn 50
til 60 þúsund krónur. Mismunur-
inn er 33 til 43 þúsund krónur
sem hiklaust má reikna einstæða
foreldrinu til tekna. Færi einstæða
móðirin í sambúð og missti leik-
skólapláss bama sinna þyrftu hún
og nýi makinn að greiða sem því
nemur hærri dagvistargjöld. Ef
hún héldi hins vegar plássunum
mundu gjöldin samt hækka; úr
samtals 17.200 krónum í 28.800 í
Reykjavík, en t.d. í Kópavogi úr 18
þúsundum í 38 þúsund krónur.
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR íhuga mörg sveitarfélög
breytingar. Er ýmist rætt um að
afnema forgang einstæðra for-
eldra og/eða tekjutengja dagvist-
argjöldin.
Tökum annað dæmi; Annars
vegar höfum við hjón með sam-
tals 200 þúsund króna mánaðar-
tekjur, hins vegar.einstætt foreldri
með 90 þúsund krónur á mánuði.
f báðum tilfellum er sem fyrr um
tvö börn að ræða, annað eldra en
sjö ára, hitt yngra. Hjónin í þessu
dæmi fá 6.738 krónur á mánuði í
barnabætur og barnabótaauka.
Einstæða foreldrið fær hins vegar
13.882 króna barnabætur, 11.110
króna barnabótaauka og 12.399
króna mæðra/feðralaun, samfals
37.391 krónu á mánuði. Munur-
inn þarna á milli er 30.653 krónur
eða hátt í sexfaldur. Ofan á þetta
fær einstæða foreldrið síðan
15.100 krónur í meðlag. Með því
að tvöfalda meðlagið væri hægt að
minnka þennan rúmlega 30 þús-
unda króna mismun um helming.
MILLJARÐUR Á ÁRIFÆST
MEÐ LÁGMARKSMEÐLAGI
Samkvæmt upplýsingum
Tryggingastofnunar og Inn-
heimtustofnunar sveitarfélaga var
á síðasta ári greiddur liðlega einn
milljarður króna í barnsmeðlög.
Um nærri 13.000 börn er að ræða
hjá nálægt 9.800 einstæðum for-
eldrum og meðaltalsmeðlagið er
7.551 króna. Einstæðum foreldr-
um hefur fjölgað um 900 á aðeins
þremur árum eða um 10,1 pró-
sent, sem er verulega langt um-
fram fjölgun þjóðarinnar.
Ekkert er í lögum því til fýrir-
stöðu að úrskurða hærra meðlag
ef tekjur greiðandans leyfa það.
Samkvæmt því sem fram kemur í
niðurstöðum nefndarinnar hefur
lágmarksmeðlag þó almennt verið
úrskurðað.
Innheimtustofnun sveitarfélaga
hefur gengið sæmilega að inn-
heimta meðlagsgreiðslurnar frá
skuldurunum; á móti milljarðin-
um áðurnefnda rukkaði stofnunin
inn 915 milljónir en Jöfnunarsjóð-
ur sveitarfélaga varð að standa
MARGFALDUR STUDNINGUR VIB
TEKJULÁGA EINSTÆDA FORELDRA
Ef tillit er tekið til niðurgreiddrar dagvistar fær tekjulág einstæð
móðir milli íjórfalt og fimmfalt nteiri stuðning en tekjulág hjón/sam-
býiisfólk. f þessu dæmi fær hún 74 þúsund án meðlagsins en yfir 89
þúsund að því meðtöldu.
Einstæðmóðir meðtvöbörn kr.ámánuði Hjón/sambýlisfólk meðtvöbörn kr.ámánuði
Barnabætur 13.900 5.450
Barnabótaauki 14.900 14.900
Mæðralaun 12.400 0
Meðlag 15.100
Niðurgreidd dagvist 32.800 0
Samtals 89.100 20.350
Forsendun Vínnulaun hinnar eínstæðu móður undir 61 þúsundt króna á mánuöi og hjðnanna/sambýlisfölksins
undir 92 þúsundum j mánuði. Einstæða móðirin hefur öruggt og niðurgreitt heilsdagspláss á leikskóla, en hjón-
in/sambýlisfólkið greiða dagmóður 25 þúsund fýrir hvort barn á mánuði. Annaö barna yngra en sjö ára, hitt eldra.
Hafa ber I huga aó meölög eru ekki félagslegar bætur og i dálki hjónanna/sambýlisfólksins aeflu auðvitaö að vera
einhver framfærsluútgjöld gagnvart meðlögum einstæðu móðurinnar.
straum af 156 milljónum króna.
Af 915 milljónunum frá meðlags-
greiðendum má gera ráð fýrir að
nær fjórðungur sé vegna dráttar-
vaxta eða nálægt 230 milljónum.
Það eru því tæplega 700 milljónir
sem rukkast beint inn.
HÆRRA MEÐLAG GÆTI
SPARAÐ RÍKINU
MÆÐRA/FEÐRALAUNIN
Ef meðlagið væri að meðaltali
tvöfaldað, það er upp í 15.100
krónur á mánuði fýrir hvert barn,
sem varla telst ýkja há upphæð,
jafnframt því sem innheimtan
væri hert, gætu skilað sér inn frá
mökum hinna einstæðu foreldra á
bilinu 700 til 1.000 milljónir króna
á ári. Til samanburðar má nefna
að mæðra- og feðralaun voru 767
milljónir í fýrra og eru áætluð 804
milljónir í ár. Þetta er sú upphæð
sem ríkið gæti með öðrum orðum
sparað sér með því að leggja
auknar byrðar á maka hinna ein-
stæðu foreldra.
Meðlagsgreiðslur frá forræðis-
lausum foreldrum er einnig unnt
að tekjutengja, eins og gert er í
Svíþjóð. Einstaklingur með 120
þúsund á mánuði hefur til ráð-
stöfunar eftir skatta og launatengd
gjöld um 90 þúsund krónur.
Greiði hann meðlag með einu
barni lækka ráðstöfunartekjur
hans nú í um 82.500 krónur. Með
því að tvöfalda meðlagið færi sú
tala niður í um 75 þúsund krónur.
Þá yrði meðlagið sem nemur 16,7
prósentum af ráðstöfunartekjum
hans, en þriðjungur ef börnin
væru tvö. Maður með 240 þúsund
króna tekjur hefur eftir skatta og
launatengd gjöid nálægt 135 þús-
undum króna. Sé barnið eitt er
núverandi meðlag aðeins 7.550
krónur, 5,6 prósent af ráðstöfun-
artekjum hans. Tvöföldun með-
lagsins mundi hækka það hlutfall
upp í 11,2 prósent. Ef hlutfallið
ætti að vera t.d. 16,7 prósent yfir
línuna ætti þessi maður að greiða
22.545 krónur með barninu en
ekki 7.550 krónur._____________
Friðrik Þór Guðmundsson