Pressan - 08.10.1992, Side 16

Pressan - 08.10.1992, Side 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 íslendingar skila auðu í Mikson-málinu Gagna og vitna var ekki leitað Svíar ráku Evald Mikson úr landi. Bandaríkjamenn neituðu honum um vegabréfsáritun og bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hann nú á sérstökum lista yfir stríðsglæpamenn. íslenska ríkisstjórnin segir að ekki sé nóg vitað til að réttlæta frekari athugun og hefur tekið málið af dagskrá. „Evald Mikson tók virkan þátt í ofsóknum á hendur saklausum borgurum undir stjórn nasista í Eistlandi á stríðsárunum.“ Þetta var opinber niðurstaða banda- ríska dómsmálaráðuneytisins síð- astliðið vor þegar Evald Miksoti (þekktur á íslandi sem Eðvald Hinriksson) var settur á lista yfir stríðsglæpamenn sem meinað er að koma til Bandaríkjanna. Þá hafði ráðuneytið rannsakað sömu gögn og Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson höfðu til hliðsjónar í nýlegri skýrslu sinni um mál Miksons. Eins og kunnugt er komast þeir Eiríkur og Stefán að þeirri niður- stöðu að hvorki sé rétt né skylt að hefja opinbera rannsókn í málinu. Það er stutt þrenns konar rökum í meginatriðum: a) að hugsanleg brot séu fyrnd, öll nema manndráp, sem er eitt af því sem Mikson hefur verið sak- aður um, b) að mikilvæg sönnunargögn séu líklega týnd, c) að vitni séu flest látin og þótt þau kunni að vera á lífi, þá muni þau ekki það sem máli skipti. Fyrsta atriðið er óumdeilt, að ofsóknir, barsmíðar, nauðgun og önnur meint voðaverk Miksons séu fyrnd að íslenskum lögum. Seinni atriðin tvö orka mjög tví- mælis, enda segjast lögfræðing- arnir í skýrslunni ekki hafa haft umboð til að kanna þann þátt málsins. GÖGNIN ERU TIL Sönnunargögnin, sem lögfræð- ingarnir skoðuðu, eru að uppi- stöðu til handtökuskipanir á hendur gyðingum með undirritun Miksons, listi eistnesku öryggis- lögreglunnar yfir gyðinga sem taka átti af lífi, gögn sem sýna að Mikson var foringi í „Omakaitse" (vopnuðum sveitum þjóðernis- sinna), finnsk lögregluskýrsla frá október 1941 og yfirheyrslur frá sænskum réttarhöldum árið 1946. Aðeins hluti þessara gagna var meðal þess sem Efraitn Zuroff, forstjóri Wiesenthal-stofnunar- innar, afhenti Davíð Oddssyni í febrúar síðastliðnum. Þór Jóns- syni, fréttamanni Stöðvar 2 í Sví- þjóð, tókst með eftirgangsmunum að fá afhentar sænsku vitnaleiðsl- urnar og blaðamaður PRESS- UNNAR komst að tilvist finnsku lögregluskýrslunnar fyrir tilviljun og fann hana hjá sagnfræðipró- fessor í Helsinki. Þar stærir Mik- son sig af áhrifaríkum pyntingum þeirra Eistlendinga og lýsir fjölda- aftöku á gyðingum á skurðar- barmi yfir utan Tallinn. Sagnfræð- ingar, sem rannsakað hafa sögu Eistlands á þessum tíma, hafa einnig í fórum sínum skjöl sem tengjast máli Miksons beint og óbeint. Engin skipuleg leit hefur farið fram að öðrum gögnum í málinu. í Ríkisskjalasafninu í Eistlandi og/eða skjalasafni KGB má vænta að til séu öll gögn sem fram komu við réttarhöld í Tallinn árið 1961. Skýrt hefur verið frá þeim í bók- um og fáein frumgagnanna eru fundin, en alls ekki öfi. Efraim Zu- roff fór fram á það við Davíð Oddsson af íslensk stjórnvöld hefðu samvinnu við eistnesk stjórnvöld um að finna þessi gögn, enda hefðu opinberir aðilar mun betri aðgang að slíku en einkafyrirtæki á borð við fjölmiðla og Wiesenthal-stofnunina sjálfa. Þeirri bón hefur ekki verið svarað. VITNIN ERU Á LÍFI Talið er að innan við tugur eist- neskra gyðinga hafi lifað af of- sóknir Þjóðverja og eistneskra samverkamanna þeirra. Meðal þeirra eru því væntanlega ekki margir sem geta borið vitni um það sem gerðist. En aðrir eru til og hefur PRESSAN birt fleiri en eitt viðtal við þá. Þeirra á meðal eru Martin Jensen, Eistlendingur búsettur í Kanada, sem starfaði með Mikson í öryggislögreglunni. Undirskrift hans er á ofangreindum „dauða- lista“ yfir gyðinga sem búið var að handtaka og átti að drepa. Jensen er nú rúmlega sjötugur og blaða- maður PRESSUNNAR getur bor- ið að hann er ágætlega em og við- ræðugóður, þótt hann yrði æ fá- málli sem meira var spurt út í of- sóknir gegn gyðingum. Hann get- ur í það minnsta skýrt fyrir ís- lenskum stjórnvöldum hvaða hlutverki Mikson gegndi í örygg- islögreglunni, en um það telja lög- fræðingarnir margt á huldu. Annar samstarfsmaður Mik- sons úr öryggislögreglunni er Harry Mánnil, hagfræðingur sem rekinn var úr landi í Svíþjóð á svipuðum tíma og Mikson og býr nú í Venesúela. Mikson gaf í skyn í vor að ásakanir á hendur honum væru frá Mannil komnar, en í við- tali við PRESSUNA neitaði Mannil því, bar Mikson yfirleitt vel söguna og sagði hann hafa ver- ið duglegan við að handtaka kommúnista í Eistlandi. Mannil er líka málhress og skýr og ferðast reglulega heimshoma á milli. Þriðju má nefna dóttur Unger- mann-hjónanna, sem handtekin var ásamt hinni fjórtán ára görrdu Ruth Rubin, en Ruth hafði leitað á náðir herra Ungermanns, sem var starfsmaður í skartgripaversl- un Alexanders Rubins, þegar Ru- bin-hjónin voru handtekin. Skjöl bera með sér að Mikson hafi sjálf- ur handtekið Ruth (og nauðgað henni og drepið síðan) og krafið herra Ungermann um verðmæti úr verslun Rubins. Ungfrú Unger- mann er á sjötugsaldri og býr enn í sama húsi og fyrir fimmtíu ár- um, en hefur ekki viljað tala við fjölmiðla um neitt sem tengist Mikson. Náðst hefur í fleiri sem urðu vitni að störfum Miksons, til dæmis Ericu Schein og Ninu Po- om, en Mikson lýsir því í ævisögu sinni þegar herra og frú Poom voru handtekin, þótt þau séu ekki nafngreind. Fastlega má gera ráð fyrir að fleiri séu innan seilingar, þótt íslenskir fjölmiðlar hafi ekki rætt við þá. Ekki er ástæða til að ætla að minni þeirra sé brigðulla en Miksons sjálfs. ÓSANNINDIMIKSONS Skýrsla þeirra Eiríks og Stefáns er engin yfirlýsing um sakleysi Miksons, eins og gefið hefur verið í skyn. Þvert á móti staðfestir hún margt af því sem haldið hefiir ver- ið ffam, til dæmis að Mikson hafi verið vísað úr landi í Svíþjóð. Mik- son hefur ítrekað sagst hafa kom- ist ffá Svíþjóð fyrir heppni eftir að hafa verið sýknaður („hreinsað- ur“ eða „hvítþveginn") í réttar- höldum þar. Mikson hefur reyndar ítrekað orðið uppvís að ósannindum eða í það minnsta ónákvæmum full- yrðingum í málinu. f viðtali við Morgunblaðið í febrúar sagðist hann einungis hafa „skráð“ hand- tökur og aðeins einu sinni hafa tekið þátt í handtöku vegna sér- stakra aðstæðna. Nú liggur fyrir fjöldi handtökuskipana sem Mik- son undirritaði og við réttarhöld í Svíþjóð viðurkenndi hann að hafa tekið þátt í „rassíum“. I’ viðtölum í febrúar segir hann engar gyðingaofsóknir hafa verið í Eistlandi fyrr en hann var hættur í lögreglunni. Nú er vitað að búið var að myrða flesta gyðinga um það leyti sem hann var sjálfur fangelsaður, ásakaður um að hafa stolið eigum fanga. f ævisögu sinni segir Mikson einnig að hann hafi notfært sér vitneskju sína úr lögreglustarfinu til að aðstoða gyðinga við að komast undan of- sóknum. Hann nafngreinir sér- staklega Miriam Lepp, en við rétt- arhöldin í Svíþjóð kvaðst hann hins vegar ekki hafa vitað að hún væri gyðingur. Mótsagnirnar eru margar, sumar smáar, aðrar alvarlegar, en þær athyglisverðustu snerta þó Alexander Rubin og dóttur hans Ruth. í blaðaviðtölum í febrúar kvaðst Mikson aldrei hafa heyrt á þetta fólk minnst nema í Þjóðvilj- anum árið 1961. Við yfirheyrsl- urnar í Svíþjóð kom hins vegar fram að Mikson þekkti Alexander Rubin ágætiega, heimsótti hann í verslunina í miðbæ Tallinn og fékk meira að segja fjárframlög hjá honum vegna fótboltaliðs sem Mikson lék með. PRESSAN hefur áður rakið at- burðarás sem virðist hafa leitt til þess að Mikson komst yfir gull úr skartgripaverslun Rubins, þegar Rubin-hjónin höfðu verið hand- tekin. Gullið var gert upptækt þegar Mikson kom til Svíþjóðar árið 1944, en hann kvaðst hafa keypt það hjá Nicolai Rosenberg. Rosenberg þessi var starfsmaður Rubins og benti lögreglunni með- al annars á hvar Ruth Rubin var í felum þegar foreldrar hennar höfðu verið handtekin. Skjöl benda til þess að Mikson og félagar hans hafi viljað komast yfir auðæfi Rubin-fjölskyldunnar og tekist það á endanum með hót- unum og ofbeldi. fslensku lög- fræðingarnir höfðu aðgang að flestum skjölum sem þetta varða, en meint brot eru fymd. Litlar heimildir liggja fyrir um meinta nauðgun og morð Mik- sons á Ruth Rubin, en fleiri gögn er væntanlega að finna í skjala- söfhum í Tallinn og Moskvu. ZUROFF HELDUR ÁFRAM Það eru engan veginn öll kurl komin til grafar í þessari sögu, enda mörg gögn ekki enn komin fram í dagsljósið. Miðað við hversu miklar upplýsingar fást úr þeim skjölum, sem þegar hafa fundist, má búast við að málið skýrist enn þegar og ef fleiri ff um- gögn koma í leitimar. Efraim Zu- roff sagðist í samtali við PRESS- UNA myndu halda áfram leit að sönnunargögnum, að því marki sem einkaaðilar hafa aðgang að þeim. Hann íhugar fleiri leiðir til að knýja fram niðurstöðu í mál- inu, en engar aðrar ákvarðanir hafaveriðteknar. Að öilu óbreyttu má búast við að málinu sé lokið af hálfu ríkis- stjórnarinnar, nema eitthvað nýtt komi fram sem kallar á upptöku málsins. Karl Th. Birgisson „Tilhæfulausar ásakanir“ segir Atli Eðvaldsson „Skýrslan staðfestir að þetta eru tilhæfulausar ásakanir og ekkert annað en kom ffarn í áróðri KGB árið 1961,“ sagði Atli Eðvaldssson, sonur Eðvalds Hinrikssonar, í samtali við PRESSUNA. „Ég átti alltaf von á þessari niðurstöðu. Þeir hafa ekki neitt annað til að byggja ásakanir sínar á.“ Þér þykir þetta þá sýna að ásakanirnar séu úr lausu lofti gripnar? „Já, já. Skýrslan sýnir að þetta er nákvæmlega það sama og kom ffam 1961. Nú er enn lengra um liðið og það er ekkert nýtt sem getur komið fr am.“ Sumt í skýrslunni virðist þó vera í mótsögn við það sem haldið hefur veriðfram, til dœtnis aðföður þínum hafi verið vísað úr landi í Svíþjóð og hann hafi verið á leið til Suður-Ameríku. „Ævisögur eru sambland af sögu og tilbúningi rithöfundar og bókaforlags, sem æflað er til þess að gera söguna lystugri fyrir lesendur. Þessi bók er frekar skrifuð sem heimildabók, sem saga Eistlands ffemur en hreint og beint saga hans. Það er ýmislegt sem sleppt er úr sögunni, til dæmis ýmislegt sem dreif á daga hans hér á landi.“ Þetta geturþá verið rétt niðurstaða hjá þeitn, að honum hafi verið vísað úr landi? „Eins og kemur ffam í bókinni fékk hann leyfi til að fara úr landi, fyrir tilstilli lögffæðings síns, Schar- tau.“ Verður eitthvert framhald á málinu af ykkarhálfu? „Ég held að því miður sé ekkert hægt að gera. Það virðist hver sem er geta borið ff am svona ásakanir á hendur einhverjum og hann verð- ur bara að sitja undir því. Þegar það er búið er það bara búið.“

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.