Pressan - 08.10.1992, Side 27

Pressan - 08.10.1992, Side 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 27 FORELDRARNIR BREGÐAST „Yfirleitt virðist mér sem for- eldrar hafa brugðist börnum sín- um í þessum efnum,“ segir Þor- valdur. „I stað þess að taka upp hanskann fyrir börnm reyna þeir að brjóta þau niður, til dæmis með því að þrástágast á lækningu. Þeir senda þau tíl sálfræðinga. Að- ur fyrr var það mjög vont hlut- skipti, því sálffæðingar höfðu eng- an skilning á þessum málum. f dag er það aftur mjög gott hlut- skipti, jjvj' yfirleitt snýst það upp í það að sálfræðingurinn tekur for- eldrana í viðtal og lítur á þá sem vandamálið.11 í atvinnumálum telur Þorvald- ur það eilíff vandamái að hin eig- inlega ástæða fyrir uppsögn er sjaldan gefin. „Við komumst að henni eftir krókaleiðum. Einn vin- ur minn byijaði að vinna í bakaríi. Það mun hafa frést eftir krókaleið- um að hann væri hommi, enda er það ekkert launungarmál. Honum er sagt upp að viku liðinni á þeim forsendum að maður sem áður hafði unnið í bakaríinu hafi ákveðið að koma aftur. Daginn eftir er staðan auglýst á ný, óskað er eftir starfskrafti í hans stað. Ástæðan fyrir uppsögninni var aldrei gefin upp, en það kom að- eins eitt til greina. Hann missti vinnuna af því hann var hommi og það á tímum alnæmis." En hvert stefhir í baráttunni við fordóma og misrétti í þjóðfélag- inu? Þorvaldur segir það stórkost- „Ég var að læra til þjóns og var í verklegri þjálfun á stórum veit- ingastað í Reykjavík. Forsvars- menn Samtakanna 78 komu að máli við mig og báðu mig að vera fyrirsætu á auglýsingu um öruggt kynlíf í desember 1987 sem birtist í dagblöðum á alþjóðaalnæmis- daginn. Mér fannst þetta sjálfgefið mál þar sem ég hafði verið mjög virkur í félaginu um árabil. Text- inn á auglýsinguni, sem sýndi tvo karlmenn, var þessi: „Þeir óttast ekki alnæmi, þeir vita hvað hættu- iaust kynlíf merkir og lifa sam- kvæmt því. Lifir þú ábyrgu kyn- lífi?“ Mér fannst rétt að standa heiðarlega að málunum og sagði framkvæmdastjóra veitingahúss- ins frá þessu. Hann hafði ekkert við það að athuga, spurði hvort þetta væri nektarmynd, en ég kvað nei við. Síðan birtist auglýs- ingin í Morgunblaðinu 2-3 mán- uðum síðar. Þegar ég kem í vinnuna þann dag er ég kallaður á fund yfirþjóns og veitingastjóra (en margir salir legt hversu gríðarlega margir ung- ir og gamlir hafa komið úr felum á síðustu fimm árum. • SÝWILEIKINN STERK- ASTAVOPNIÐ „Sýnileikinn er okkar sterkasta vopn. Um leið veit ég að það eru þúsundir manna í felum á íslandi í dag og við breytum seint lífi þeirra. Við getum að vísu verið þeim ofurlítil fyrirmynd, hvatn- ing, við sem erum sýnileg. Þá á ég ekki endilega við þá sem eru sýni- legir í fjölmiðlum heldur ekki síð- ur við þá sem eru sýniiegir í dag- legu lífi. Tveir karlmenn sem leið- ast á götu og búa saman eru jafn- sterk staðfesting á lífsstíl okkar og maður sem kemur fram í viðtali í blaði." Þorvaldur varar við öllum písl- arvættistóni. „Við erum ekki að biðja um vorkunn enda vorkenn- um við okkur ekki nokkum skap- aðan hlut. Við erum þakklátir íýr- ir þá náttúru sem okkur var gefin og viljum rækta hana. Við biðjum ekki um forréttindi heldur sama rétt og aðrir. Ég verð þreyttur á fólki sem segir; aumingja þið, ósköp er þetta erfitt. Mínir vinir teija sig ekki hafa dregið vondan hiut í lífinu. Þeir telja sig meira að segja hafa dregið svo góðan hlut að það sé þess virði að slást fyrir honum. Engum er greiði gerður með aumingjagæsku, en réttlæti skal vera réttíæti og jafnrétti í orði sem á borði.“ voru í húsinu). Þeir sögðu að ég hefði farið illa að ráði mínu og þeir sæju sig tilneydda að senda mig í launalaust frí „meðan kúnn- arnir eru að gleyma andlitinu“. Aðaláhyggjuefni þeirra var að gestir staðarins héldu að ég væri smitaður af alnæmi. Ég reiddist fyrst óskaplega, en fór svo í algjöra panik og gat ekkert sagt. Síðan kom sjokkið á leiðinni heim og ég féli saman og grét. Ég hafði skilið þá svo að ég væri rekinn og þar sem ég hafði komið hreint til dyr- anna gagnvart ffamkvæmdastjór- anum fannst mér sem öll sund værumérlokuð. Meðan ég hugsaði mín mál og ráðgaðist við félagana hringdi einn þeirra á útvarpsstöðina Bylgjuna og sagði frá atvikinu. Fréttamaður Bylgjunnar hafði beint samband við mig, úríarpaði símtalinu og spurði um atvikið. Einkum hafði hann áhuga á staðnum. Ég sagðist fátt geta sagt um málið fýrr en ég væri búinn að ráðfæra mig við lögfræðing, en ég ALNÆMI í ALGLEYM- INGI Alnæmisvandinn hefur s^tt strik í reikninginn fyrir homma. Réttindabarátta þeirra varð að víkja fyrir nýrri baráttu gegn for- dómum og hræðslu þeirra sem litu á homma sem pestargemlinga og töldu þá alla smitaða. Með til- komu alnæmis kom upp nýtt vandamál meðal hommanna sjálfra; hræðsla þeirra hvers við annan. „Spenna og flokkadrættir hafa fylgt samféiagi okkar á slík- um tímum, stundum segi ég að hommarnir hafi tekið að líta á smitaða vini sína sem annars flokks homma. Þetta er skelfilegt og gegn því verður að berjast. í ástum hlýtur hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér og ekki er við neinn að sakast,“ segir Þorvaldur. Samtökin 78 upplýstu sitt fólk um smitleiðir og síðan hefur bar- áttan færst mikið úr höndum samtakanna. Þau vinna engu að síður að áróðursefni regiulega til að styrkja sjálfsvitund félaganna. Jákvæði hópurinn svokallaði hitt- ist á sínum tíma á vettvangi félags- ins og vann að því að styrkja sjálfsvitund þeirra smituðu. Nú starfar hann innan vébanda félags áhugafólks um alnæmisvandann. I honum eru ekki bara hommar heldur líka gagnkynhneigt fólk. FORDÓMAR HÆTTU- LEGIR ALNÆMI- SUMRÆ9UNNI Árni Kristjánsson er einn þeirra homma sem hafa verið mjög virk- hafði ekki haft ráðrúm til þess. Þegar þetta kvisaðist á veitinga- staðnum og ljóst varð að sagan hafði borist um allt varð eigand- inn alveg vitlaus; hann hafði verið lepdur þessu, kaliaði til sín yfir- þjóninn og veitingastjórann sem sendu mig heim. Kom þá í ljós að þetta var einkaframtak þeirra. Eigandinn skipaði þeim að senda mér skeyti og boða mig í vinnu, ég man að þetta var formlegt skeyti sem ég var látinn kvitta fýrir; ég mætti án þess að' segja orð og byrjaði að vinna. Þá voru tvær vikur iiðnar frá því að ég var send- ur heim. Fastakúnnar óskuðu mér til hamingju með að vera kominn aftur á minn stað. Þeir vissu greinilega um hvað málið snerist og kipptu sér ekkert upp við þetta. Ég hafði síðan samband við Félag framreiðslunema, sem tók mér vel og sagði menn mega vera í öðrum störfum meðfram þjónsstarfinu í námi, m.a. fyrirsætustörfum, og báðu mig að kæra staðinn því hann væri margbrotlegur gagn- ir í félagi áhugafólks um alnæmis- vandann og segir samtökin finna mikinn meðbyr í baráttunni við alnæmi. „Þó mynduðust margir veggir á sínum tíma á milli hópa innan hommahreyfingarinnar," segir Árni. „En um leið hafa litlu hóparnir þjappast mjög mikið saman. Tilfinningalega verða hóp- arnir tengdari. Margir jákvæðir hafa fiindið fýrir mestum fordóm- um hjá hommunum sjálfum en okkur er að takast að mylja niður þessa veggi, enda eru þeir hættu- legir alnæmisumræðunni. Við höfum þurff að horfast í augu við það hvernig lífsstíl margir okkar kusu, ekki allir, og mikil endur- skoðun hefur átt sér stað. Við leggjum meiri rækt við sambönd, við ástina, og gefumst ekki svo auðveldlega upp.“ Árni kom úr felum fýrir fimm- tán árum, þá sextán ára. „Það var fyrir slysni að þetta kom fram þegar ég og mágkona mín vorum að gantast. Þetta hafði mikil áhrif á fjölskylduna og pabbi, sem fékk að vita þetta síðastur, spurði mig hvort þetta væri á háu stigi. Ég sagði honum að það væru engin stig, það væri bara annaðhvort eða. Eg var sendur til sálfræðings í framhaldi af þessu en tók því ekki vel í byrjun, var aiveg brjálaður, skellti hurðum og sagði að þau gætu sjálf farið til sálfræðings. Strákarnir í Samtökunum 78 sögðu mér að fara og leyna engu. Sálfræðingurinn hlustaði á mig og sagði síðan: „Þú virðist ekki eiga við neitt vandamál að stríða vart nemum. Það gerði ég og veit- ingastaðurinn var settur á bann- iista af félaginu. Auglýsingin birtist svo nokkr- um mánuðum síðar og þá hreyfði enginn legg né lið. Það sem skipti sköpum fýrir mig var auðvitað að séð var til þess að málið komst í hámæli. Þeir sem fordómana hafa óttast ekkert eins mikið og umtal annarra. Þeir bjuggust við að ég þegði — eins og hommar hafa lengst af gert. Ég hafði lært það að eina vopn okkar homma er að þegja ekki.“ en ert velkominn aftur hvenær sem þú vilt.“ Hann bætti því við að það gæti verið gott fýrir fólkið sem sendi mig að koma. Þetta var gífurlega mikill sigur fyrir mig.“ STUNDUM ÖGRANDI AF EINSKÆRUM KVIKINDISSKAP Árni starfar sem hárgreiðslu- maður og er því í stöðugu sam- bandi við fólk. Hann segist ekki komast hjá því að finna fýrir for- dómum í sinn garð í daglegu lífi. „Það er mjög erfitt að lifa undir þessari pressu. Ég hef oft verið að því kominn að flytja af landinu, beinlínis til að flýja. Skilaboðin eru til staðar allan daginn. Það er kannski ekki alltaf hægt að benda á fordómana en þeir liggja í þögn- inni. Oftast tek ég þátt í leiknum en leyfi mér stundum að ögra fólki með því að tala um að ég sé hommi. Stundum geri ég það af einskærum kvikindisskap. Það fer mjög mikil orka í að eiga við þennan kraft sem er í andrúmsloftinu. Það er á vissan hátt einfaldara að fýlgja þögninni þó svo maður græði alltaf meira á hinu og komi alltaf sterkar út með því að koma fram eins og maður er.“ Árni segir að skilaboðin frá þjóðfélaginu séu og hafi alitaf ver- ið tii staðar. „Lítum bara á lögin. Þú átt ekki að vera eins og þú ert. Kirkjan tekur ekki afstöðu, Al- þingi tekur ekki afstöðu. Þú ert bara næstum því ólöglegur. Þetta er það sem maður fær á tilfinning- una. Þegar þjóðfélagið vill mann ekki þá snýst maður öndverður og tekur ekki þátt í því. Sumir kalla það að gefa skít í það. Það getur komið út alla vega. Sumir leggjast í drykkju, en alkóhólismi er í mjög háu hlutfalli hjá samkynhneigð- um.“ AUÐVELDAST AÐ VERA JÓKERINN Árni var til skamms tíma áber- andi í skemmtanalífinu. „Það var auðveldasti lífsmátinn,“ segir hann, „að vera jókerinn, að vera vel liðinn." Hann fór ekki varhluta af andófi á skemmtistöðunum og telur sig hafa lent í vandræðum á svo til öllum skemmtistöðum fýrir það eitt að vera hommi og vera áberandi klæddur. „Nú er það „in“ að vera á undan í klæðaburði og ég er orðinn gamaldags," segir hann og hlær. Árni hefur nú snúið við blaðinu, „búinn að taka mig í gegn og hef ræktað sjálfan mig í því hlutskipti sem mér ber. Ég hef lært að hlusta á þarfir mínar“. Árni er mjög virkur innan hreyfingarinnar og það er eld- móður í honum. Hann gengur svo langt að ásaka Samtökin 78 um að hjálpa fólki að vera í felum. „Við viðhöldum feluleiknum og erum búin að gera í tíu ár. Við verðum að ögra meira; vera einu skrefi á undan. Stundum langar mig í kröfugöngur og gera allt vit- laust.“ Hér fer baráttumaður, honum liggur á, enda berst hann fyrir málstað sem _á í stöðugu stríði innan þjóðfélagsins. Það eru ekki bara hommar, það er alnæmi líka. Þorvaldur er sannfærður um að hér sé langtímaverkefni á ferð. „Sá sýnileiki sem ég talaði um er stór- kostleg staðreynd, en hann giidir því miður fyrir sáralítinn hóp þeirra þúsunda samkynhneigðra sem búa á Islandi. Því þarf að breyta ef ísland á að geta kallað sig ríki jafnréttis. Ég vara við því að blanda saman ffamförum og sigr- um. Baráttan stendur nefniiega eins lengi og þjóðfélagsgerð okkar er við lýði.“ Anna H. Hamar Reynsla 25 ára karlmanns veturinn 1987-1988 Eina vopnið er að tala aa rið Það er ekki fyrr en maður les fjárlagafrum varpið að maður áttar sig á hversu margt gott verður úr þeim fáu aurum sem ríkið tekur af manni skatt. Ef taka á aðeins eitt dæmi má benda á að skipulagsnefnd fólks flutninga fær 3,4 milljónir sam kvæmt frumvarpinu. Reynið að ímynda ykkur hvernig hér væri umhorfs ef þessarar nefndar nyti ekki við. Fólk væri flutt fram og aftur í algjöru skipulagsleysi. Sá sem ætlaði til Akureyr- ar mundi lenda á Tálkna- firði, sá sem ætlaði til Reykjavíkur færi kannski líka á Tálknafjörð og sá sem ætlaði hreint ekki neitt mundi sjálfsagt líka enda þar. Nei, þá er betra að greiða sitt í ríkissjóð og hafa lágmarksskipulagningu á fólks flutningunum. Annað dæmi er liður- inn rekstrarhagræð- ing í umhverfís- ráðuneytinu sem fær 4 milljónir. Ein- hverjir gárungar kynnu að segja að besta hagræðingin væri að skila þessum 4 milljónum; en það er aldrei neitt að marka gár- ungana. Umhverfisráðuneytið hefur verið starfrækt í ein þrjú ár og því kominn tími til að stokka upp spil- in og það kostar sitt. 4 milljónir eru sístof mikið. Þriðja dæmið er Icepro- nefndin sem fær 2,1 milljón. Það er óþarfi að útskýra þörfina á því. Fjórða dæmið er verkstjórnar- fræðsla sem fær 1,5 milljónir. Ef enginn er til að fræða verkstjórana; hvernig eiga þeir þá að geta stjórnað? Sá sem reynir að svara þessari spurn- ingu sér í hendi sér að þessum fjár- munum er vel varið. Eða hver er færari um að fræða verkstjórana en ríkið og þeir sem stýra því? Það eru vanir menn. Fimmta dæmið er áfengisvarnar- ráð sem fær 8,5 milljónir. Hvernig væri umhorfs hér ef við legð- um ekki sameiginlega til þessa ráðs? Það rynni ekki af nokkr- um einasta manni. Við yrðum fylli- byttuþjóð. Sjötta dæmið er síðan ár íjölskyldunnar sem fær aðeins 3 milljónir. Er einhver til að mótmæla því? Er ekki kominn tími til að sjálf fjölskyldan fái sitt ár eins og tréð, söngurinn og allt það dót? Og hvað er eðli- legra en að kostnaðurinn við þetta ár sé greiddur af skattinum sem fjöl- skyldurnar borga? Sjöunda dæmið er söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar sem fær aðeins 15,5 milljónir. Fyrir þá peninga getum við farið í kirkju hvenær sem okkur lystir og hlýtt á söng: Ef enginn einn hefði yfirumsjón með öll- um þeim söng yrði hann ósamstilltur og eflaust falskur. Áttunda og síðasta dæmið er námsleyfi lögfræðinga, en til þeirra renna 2,6 milljónir. Það væri vond þjóð sem ekki vildi hleypa lögfræð- ingunum sínum í frí annað slagið.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.