Pressan - 08.10.1992, Side 35
FIMMTUDAGUR PRMSSAN 8. OKTÓBER 1992
35
Það kemur engum mjög á
óvart að Madonna skuli vera að
gefa út bók þar sem hún opinber-
ar leyndustu kynóra sína. Það
kemur heldur engum lengur neitt
á óvart þótt hin ítalska klám-
drottning Cicciolina sýni aðra
rasskinnina á almannafæri. Karla-
fatafelluflokkurinn Chippendale’s
Hin virðulega
verslun Blooming-
dale’s erfarin að
leggja nafn sitt við
auglýsingar sem
þessa.
fyllir hverja sýningarhöllina af
annarri, hvert „virðulega“
kvennablaðið af öðru er með kyn-
líf á heilanum, blaðamenn eru
farnir að skrifa lífsreynslugreinar
um hvernig sé að gera það í hin-
um og þessum bílum (til dæmis
fint í Range Rover), stórverslunin
Bloomingdale’s leggur nafn sitt
við djarfar auglýsingar og myndir
eins og Veggfóður, erótísk ástar-
saga og Ógnareðli slá í gegn.
Það hefur margt breyst frá því
Harry Belafonte þótti djarfur -
hreint og beint dónalegur í augum
heldra fólksins — þegar hann
hafði skyrtuna ffáhneppta á tón-
leikum. Það sást í bringuhárin
(vúh) og svitadropamir perluðust
niður eftir bringunni fyrir allra
augum. Getur nokkur ímyndað
Ungstirnið
Drew
Barrymore
er til dœmis
ekki alls-
nakin eins
og halda
mœtti. Hún
er með
tattó!
í
Pils, hálsband,
hanskar og bert
hold.
Takiði bara
eftir henni,
— eða vekja
skórnir meiri
athygli?
sér hvernig rassinn á John Wayne
h'tur út? Hefði hann nokkurn tíma
leyft að láta mynda á sér rassinn
eins og kollegar hans í dag gera
óspart, menn eins og Mel Gibson,
Michael Douglas og Kevin Costn-
er? Þeir selja ekki eingöngu sál
sína, þeir eru líka farnir að selja
kroppinn!
Nýr áratugur er runninn upp,
kynorkan svífur yfir vötnum,
náttúruleysi er úti. Það þykir til
dæmis ekki lengur búa yfir kyn-
þokka að hafa aðra öxlina bera.
Þykk, þvingandi leðurbelti um
miðjuna eru hreint og beint hall-
ærisleg og það þykja einnig stór
og þrýstin sílíkonbrjóst. Að sveifla
mjöðmunum er heldur gamall
taktur til að heiila og túperað
ónáttúrulegt hár fær mann til
að kasta upp.
f auglýsingum og
kvikmyndum er Evu-
klæðnaður, í orðs-
ins fyllstu merk-
ingu, mest ögrandi,
þar sem athyglin er
dregin að „laufblað-
inu“. Það er ekkert töff
að vera allsnakinn, heldur
til dæmis eingöngu í skóm,
eða með brjóstin ber og í pilsi og
með uppháa hanska, að vísu ekki
enn opinberlega en hver veit
nema það verði næsta skrefið.
Á almannafæri keppast konur
hins vegar við að sýna sem mest af
brjóstunum, hafi þær einhver á
annað borð. Klæðnaður sem ís-
lenskur fatahönnuður kallar Mad-
onnu-hórustílinn á upp á pall-
borðið meðal almennings, að
minnsta kosti meðal þeirra sem
þora, konur og karlar eiga að sýna
það besta sem þau hafa. Hafi þau
til dæmis fallegan botn eru afar
þröngar, en þó ekki óþægilegar,
buxur mest ögrandi.
Sumsé að
" ögra hinu kyninu, eða
bara sínu eigin, eftir því
hvemig á það er litið, er
eins mikið inni og hugs-
ast getur. Það eru allir að
reyna ganga einu kynferðis-
legu skrefi lengra en sá næsti.
Samkvæmt því sem haldið er
fr am um bókina sem væntanleg er
með kynómm Madonnu er hálf-
óhugnanlegt til þess að hugsa
hvað gæti komið næst frá popp-
goðinu, eða næsta poppgoði?
Mörk þess hvað er sexí og hvað
ekki fara stighækkandi. Það sem
er töff og ögrandi í dag verður
hlægilegt á morgun.
Karlmennirnir í Veggfóðri sýndu nœrri
allir á sér rassinn og tippið ogþessir tveir
fóru meira að segja í sleik. Haldiði til
dœmis að John Wayne hefði nokkurn
tímafengið annað afsér en að sýna nátt-
úrulausa karlmennsku?
B I O B O R G I N
i"L
Hinir vægðarlausu Unforgiven
★★★ Clint Eastwood er verndari
hins vestræna heims — að
minnsta kosti þess villta. Þegar
engum dettur lengur I hug að
bjóða upp á vestra kemur hann
með þetta meistarastykki. Rawhide
veröursífellt betri.
Seinn í mat Late Dinner ★★ Þetta
er nokkuð skemmtileg lítil mynd
lengi framan af. Hins vegar eru síð
ustu tuttugu minúturnar nánast
óbærilega væmnar.
Veggfóður ★★★ Fjörug og
skemmtileg mynd úr Reykjavík;
þeirri Reykjavík sem við lifum í
akkúrat i dag.
B I O H O L L I N
Kaliforníu-maðurinn California
Man ★ Að stilla saman steinaldar-
manni og unglingum í Kaliforníu
er ef til vill frumlegt, en Ringo Starr
var betri án stuðnings ungling
anna í The Caveman.
Hvítir geta ekki troðið White
Men Cant Jump ★ ★★ Bara nokk-
uð glúrin mynd. Oft fyndin og
aldrei leiðinleg.
Ferðin til vesturheims Far and
Away ★★★ Mynd fyrir þá sem
elska stórar epískar myndir.
Beethoven ★★ Góð mynd fyrir
fjölskyldur þar sem börnin eru ekki
komin með unglingaveikina.
Á hálum ís The Cutting Edge ★★
Haldið þið að skötuhjúunum takist
að vinna gullið? Eða þau nái sam-
an?
Tveir á toppnum Lethal Weapon
3 ★★ Því miður er mestur glans-
inn farinn af þeim félögum. Þeir
eru ekki eins fyndnir oq ekki eins
harðir. En þeir eru miklu tilfinn-
ingasamari. Það eru léleg býti.
Burknagil - síðasti regnskógur-
inn ★★ Mynd fyrir umhverfis-
væna aðdáendur teiknimynda á
öllum aldri.
HASKOLABIO
Háskaleikur Patriot Games ★★
Stærstu vonbrigðin við þessa
mynd er hversu venjuleg hún er.
Fagmannlega unnin, vel leikin og
vef gerð hasaratriði. En ekkert
meira.
Svo á jörðu sem á himni Glæsiieg
mynd og átakamikil. Álfrún Örn-
ólfsdóttir vinnur leiksigur. Felix
handa henni.
Veröld Waynes Wayne’s World
★ ★ ökuferð drengjanna undir
glymjandi tónum Bohemian
Rhapsody fær báðar stjörnurnar.
Stciktir grænir tómatar Fried
Green Tomatoes ★★★ Hugljúf
mynd um konur og fyrir konur.
Góðir eiginmenn láta undan og
fara með.
Hefndarþorsti Renegades ★
Hvorki Kiefer Sutherland né Lou
Diamond Philips ná að gera daufa
og klisjukennda mynd betri.
Gott kvöld herra Wallenberg
God afton, Herr Wallenberg ★★★
Með skárri sendingum frá Svlþjóð
þrátt fyrir þunglamalegheitin.
ITOMiligiMUUfc]
Töffarinn Cool as lce ★ Finnst
einhverjum gaman að Vanilla lce?
Ef svo er getur hann farið í bíó. Við
hin sitjum heima.
Ferðin til Vesturheims Far and
Away ★★★ Kidman stelur sen-
unni af maka sínum; honum Tom
Cruise. Hreimurinn hjá honum er
stærsti galli myndarinnar.
Kristófer Kóíumbus Christopher
Columbus — The Discovery ★
Brando vildi láta má nafn sitt af list-
anum yfir þá sem unnu að gerð
myndarinnar. Það er skiljanlegt.
REGNBOGINN
Hvítir sandar White Sands ★ Mic-
key Rourke er orðinn vörumerki á
vondum myndum. Nokkrir listræn-
ir tilburðir ná ekki að draga fjöður
yfir kjánalegt plott og holar per-
sónur.
Prinsessan og durtarnir ★★★
Enn talsett mynd frá Jóni Ólafssyni
fyrir börnin. Ef hann græddi ekki á
þessu gæti maður trúað að mað-
urinn væri engill!
Varnarlaus Defenseless ★★★
Ágæt spennumynd þótt áhorfend-
ur séu stundum á undan sögu-
þræðinum.
Lostœti Delicatessen ★★★★
Hugguleg mynd um mannát.
Kálum þeim gömlu H Ægilega
vond mynd. Þeir sem eru ekki
fyndnir eiga ekki að búa til gaman-
myndir frekar en laglausir að
svngja.
Ognareðli Basic lnstinct ★★
Markaðsfræðingarnir fá báðar
stjörnurnar.
STJORNUBIO
Ruby ★ Mynd fyrir þá sem enn
eru ekki búnir að fá sig fullsadda af
samsæriskenningum um Kenne-
dy-morðið. Danny Aiello fær hins
vegar stjörnu fyrir góðan leik.
Queen’s Logic ★★ Enn kemur
vinahópur saman á hvíta tjaldinu
eftir áralanqan viðskilnað. Brokk-
geng mynd og misskýrt dregnar
persónur.
Ofursveitin Universal Soldier ★★
Bang, bang, bang og engin mis-
kunn.
S O G U B
Rush ★★ Mynd um fyrsta þrep
alkóhólistans; um vanmáttinn
gagnvart áfenginu (dópinu) og
stjórnleysið. Stundum jafnraunaleg
og alvörualkar og alltaf jafnniður-
drepandi.
Alien 3 ★★★★ Meistarlegur loka-
þáttur í þessari ódauðlegu trllógíu.
Gerir Batman-veröldina að hálf-
gerðu Lególandi.
Mjallhvít og dvergarnir sjö ★★★
Nornin hefur valdið mörgum börn-
um andvökunóttum, en líklega
bara þeim kynslóöum sem ólust
upp fyrir tlma He-man og félaga.