Pressan - 08.10.1992, Page 40
ýir eigendur eru nú að Jöfri hf. Á
hluthafafundi um helgina var tilkynnt að
þar væri nú kominn inn nýr meirihluti
sem hefði lagt inn 100 milljónir króna.
Um leið hafa eldri hluthafar fært niður
hlutafé sitt þannig að þessir nýju aðilar
hafa meirihluta. Ekki liggur enn fyrir
hverjir þetta eru, en í forsvari fyrir þá er
Guðjón Ármann Jónsson, einhver
þekktasti innheimtulögmaður landsins...
i tengslurti við málareksturinn vegna
rifturtar Skandia í Svíþjóð á kaupunum á
verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins
er Leif Passmark,
framkvæmdastjóri
ScandiaLink, nýkom-
inn til landsins. Hann
er þungaviktarmaður í
sænska fyrirtækinu og
heyrum við að hann
ætli ekki bara að skoða
hugsanlegar blekkingar Fjárfestingarfé-
lagsmanna, heldur einnig frammistöðu
Gísla Arnar Lárussonar forstjóra og
Ragnars Aðalsteinssonar stjórnarfor-
manns Skandia íslands. Verði Leif annað
en ánægður má búast við að verulega fari
að hitna undir þeim Gísla og Ragnari...
D
-L Váðherrar ríkisstjórnarinnar stæra
sig af því að lækka ríkisútgjöldin að raun-
gildi um þijá milljarða. Ráðherramir gera
sér um leið flestir far
um að sýna sem mesta
lækkun á útgjöldum
eigin skrifstofa. f krón-
um talið ætlar Jón
Baldvin Hannibals-
son að skera mest á
sinni skrifstofu eða um
67 milljónir og í dómsmálaráðuneytinu
ætlar Þorsteinn Pálsson að skera niður
um 61 milljón. Þar býður Þorsteinn einn-
ig Wutfallslega best, eða 33 prósenta nið-
urskurð á skrifstofunni, en Jón Baldvin
kemur næstur með 17 prósent...
iðleitni ráðherranna til að skera
niður hjá sér og herða þannig eigin sulta-
ról er þó ekki öll þar sem hún er séð.
Þannig hafa þeir tilkynnt 4 prósenta nið-
urskurð á dagpeningum ráðherra erlend-
is, að raungildi. En miðað við heildar-
notkunina á dagpeningunum samsvarar
þetta ekki nema 800 króna kjararýrnun
ráðherranna...
ppsagnir hafa dunið yfir þjóðfélag-
ið að undanfömu og stéttarfélögin orðað
áhyggjur sínar. En stéttarfélög geta líka
sagt upp fólki. Þannig fengu fjórar starts-
konur heilsuræktarinnar í höfuðstöðvum
Starfsmannafélagsins Sóknar uppsagnar-
bréf nýverið og var skipulagsbreytingum
borið við. Við heyrum að ýmislegt hafí
StjörnusnakK
unn Sveinbjamardóttir tók við af Að-
alheiði Bjarnfreðsdóttur og að þær
breytingar valdi óánægju. Nefnt er að
eldri Sólcnarkonur, sem hættar era störf-
um, hafi fengið afslátt vegna notkunar á
heilsuræktinni þótt þær greiddu ekki
lengur félagsgjöld, en nú sé Þórunn búin
að taka fyrir slíkt...
Ársskráning kostar
aöeins kr. 5.150,- eöa
kr. 429,- á mánuöií
Ert þú búinn aö skrá þitt fyrirtæki?
Síminn er (91) 68-28-86
ANDHÆGAR
*L ÝSINGAR
VIÐSKIPTI
ÞJÓNUSTU
Bókinni verður dreift ókeypis
í 50.000 eintökum, m.a. í öll
fyrirtæki landsins, á
bensínstöðvar, pósthús, í
bókabúðir og stórmarkaði,
þar sem almenningur á kost á
að nálgast hana.
Viðskipta- og þjónustuskráin
verður einföld í notkun,
eingöngu upptalning
fyrirtækja undir u.þ.b. 500
þjónustuflokkum. í henni
verður jafnframt
umboöaskrá.
Viöskipta- og þjónustuskráin
verður götuð sérstaklega og
getur því nýst sem fylling í
allar gerðir skipuleggjara,
s.s. Filofax, Time Manager og
Námuna frá Landsbanka
íslands. Gera má ráð fyrir að
um 35.000 slíkir
skipuleggjarar séu í notkun
hér á landi.
Hámarksfjöldi skráninga í
hverjum flokki er 15. Það
tryggir þeim sem vilja koma
þjónustu sinni áframfæri
betri svörun en ef fjöldinn
væri meiri.
------------i-
VIÐSKIPTAOG
ÞJÓNUSTUSKRÁIN
IA9 a9 a3
Handhægar upplýsingar
um fyrirtæki og
þ j ó n u s t u þ e i r r a
íslensk útgafa hf.
Yellow Pages - Gelbe Seiten - Page joune
Hér er bókin I réttri stærO. Handhæg og auöveld i meöförum.
Ný og öflug viðskipta- og
þjónustuskrá í vasabókarbroti
sem hentar öllum, hvar sem er
- hvenær sem erl