Pressan - 26.11.1992, Qupperneq 6

Pressan - 26.11.1992, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMKBER 1992 Jl að getur oft verið gaman að glugga í smáauglýsingar blaða og auglýsingarnar geta oft á tíðum verið hreint bráðfyndnar þótt það hafi kannski alls ekki verið ætl- unin. Ein góð birtist í fsafjarðarblaðinu Bcejarins besta í síðustu viku, hún hefst á þessa leið: Óska eftirþvottavél fýrir körfú- boltaþjálfara... s * i Vestfirska fréttablaðinu er greint ffá því að félagsmálaráðuneytið hafi dæmt ráðningu skólabílstjóra Broddanesskóla á Ströndum ógilda. Forsagan er sú að Sig- urkarli Ásmundssyni, er séð hafði um akstur skólabarna á farsælan hátt í 20 ár, var sagt upp störfum og staðan auglýst laus til umsóknar. Sigurkarl sótti um en Jón Hákonarson var ráðinn og réð þar úrslitum atkvæði tengdaföður hans, Ein- ars Magnússonar í Hvítuhlíð, sem sæti á í hreppsnefnd. Sigurkarl kærði til félags- málaráðuneytisins á þeirri forsendu að Einar væri vanhæfur til að fjalla um ráðn- inguna þar sem tengdasonur hans væri meðal umsækjanda.' Félagsmálaráðuneyt- ið telur Einar hafa verið vanhæfan og því eigi hreppsnefndin að ákveða á ný hver skuli fá stöðuna. Uppsögn Sigurkarls og síðar ráðning Jóns var mikið hitamál í hreppnum á sínum tíma og var Einar sak- aður um að beita óheiðarlegum vinnu- brögðum til að hygla fjölskyldu sinni... P JL yrir um þremur vikum var krafta- kappinn Hjalti Úrsus Ámason í keppn- isferð í Japan. Þetta var keppni skipulögð af japanskri sjónvarps- stöð. Hjalti lenti í þriðja sæti á eftir breska risan- um Mark Higgins og kanadískum keppanda. Mikið umstang var í kringum keppnina, en Japanir hafa löngum haft áhuga á íturvöxnum kraftamönnum. Japanski sumo- glímumaðurinn Kyta var kynniríkeppninni... Nú mun vera unnið að einkavæð- ingu Rafmagnseftirlits ríkisins og er það Ágúst Þór Jónsson verkffæðingur sem hefúr umsjón með verkinu. Ágúst komst í Lokar þú augunum fyrir jólafríi í útlöndum? Ef svo er getur þú opnaö þau fyrir ódýru jólafargjöldunum hjá SAS, þau eru ótrúleg en sönn og spennandi áfangastaöir bíöa þín um alla Evrópu. * Kaupmannahöfn Gautaborg Malmö Osló Stavanger Bergen Kristiansand 96 Norrköping Jönköping Kalmar Vesterás Váxjö Kynnið ykkur SAS hótelbæklinginn sem liggur frammi á öllum ferðaskrifstofum. Boðið er upp á hótelgistingu á mjög góðu verði í fjölmörgum löndum. Lágmarksdvöl 6 dagar, hámarksdvöl 1 mánuöur. Barnaafsláttur er 33%. Flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu veröi: 1250 kr. á íslandi, auk 630 kr. á fargjald til Kaupmannahafnar. Sölutímabil er 1. til 30. nóvember. Brottför frá íslandi þarf aö eiga sér staö í desember. Brottfarardagar: Mánudagar, miðvikudagar og laugardagar. Komudagar: Þriðjudags-, föstudags- og sunnudagskvöld. Hafðu samband viö SAS eöa feröaskrifstofuna þína. ff/f/SAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi ! * Há» samþykki stjómvalda. Laugavegi 172 - Síttli 62 22 11 fréttirnar nýlega vegna „pabbamálsins“ hjá Reykjavíkurborg. Á sínum tíma hafði hann yfirumsjón með einkavæðingu bif- reiðaskoðunarinnar og stofnunar Bif- reiðaskoðunar fslands. Þegar mun hafa verið ákveðið að leggja raffangaprófun niður hjá Rafmagnseftirlitinu en nú mun víst svo bera við að Bifreiðaskoðun ís- lands á að fá þennan þátt til sín... M iklir erfiðleikar hafa að undan- förnu steðjað að Sparisjóði Kópavogs. Hefur sparisjóðurinn haft ákaflega lítið svigrúm til útlána og nú hefur verið ákveðið að taka upp nýtt skipurit og fækka starfsmönnum. Er jafnvel talið hugsanlegt að útibú sparisjóðsins í Engi- hjalla verði lagt niður um leið. Útibús- stjórinn þar mun því vera að hætta störf- um... P JL rá því er greint í Suðumesjafréttum að lögð hafi verið ffam kæra vegna vinnu amerískra hermanna sem voru að slá upp sökklum undir frystiklefa. Friðþór Ey- dal, blaðafulltrúi Varnarliðsins, segir í viðtali við blaðið að ekkert ákvæði sé um svona í varnarsamningnum en sú hefð væri að bjóða út stærri verk en minni verk mættu starfsmenn hersins vinna og þar væri bæði um Bandaríkjamenn og íslend- inga að ræða. Ólafur Erlingsson hjá Meistarafélagi Suðurnesja segir málið hins vegar alls ekki snúast um varnar- samninginn, heldur kveði íslensk iðnlög- gjöf á um að verk sem þessi eigi að vinn- ast af faglærðum mönnum með réttindi. Bandaríkjamennirnir þurfi því að hafa réttindin eða sérstakt leyfi ffá viðkomandi fagfélögum... u X X æstiréttur dæmdi nýlega í máli ákæruvaldsins gegn Sigurði Þór Sig- urðssyrii. Hann var ákærður fyrir að hafa stolið gúmmíbáti úr Stapatindi í ágúst 1991. Hæstiréttur staðfesti dóm undirrétt- ar en ákærði hafði verið dæmdur fyrir sakadómi Snæfells- og Hnappadalssýslu. Um leið fann Hæstiréttur að vinnubrögð- um dómarans sem ekki hafði haft fyrir því að kynna ákærða gögn málsins að öðru leyti en því sem kom fram í ákæru né kalla fyrir vitni. Það kannski skipti ekki höfuðmáJi því ákærði hafði játað, en eigi að síður kemur slík málsmeðferð á óvart... FLÍSAR Stórhöfða 17, vi& Guilinbrii sfmi 67 48 44 StjörnusnakK

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.