Pressan - 26.11.1992, Síða 16

Pressan - 26.11.1992, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 Séð við kreppunni Það er hægt að gera góð kaup víðar en í Dyflini og Glasgow, nefnilega í stof- unni heima. Með krítarkorti og síma er hægt að fá flest sem hugurinn girnist í erlendum póstverslunum. Undanfarin ár hafa verslunar- ferðir til útlanda færst mjög í vöxt, íslenskum verslunareigendum til sárrar skapraunar. Þrátt fyrir allt hjal um að „velja íslenskt", kreppu og annað á þeim nótum virðast fleiri en nokkru sinni ætla að notfæra sér ódýrt vöruverð í Dyflinni, Lundúnum, Glasgow og víðar til að kaupa inn fyrir jólin. Um það er reyndar deilt hversu ódýrt sé að fara í slíkar verslunar- ferðir, því ofan á sjálft vöruverðið þarf vitaskuld að bæta fararkostn- aði, gistingu og uppihaldi. Vin- sældir ferðanna benda aftur á móti ótvírætt til þess að fólk telji þær svara kostnaði. Hins vegar þarf engan veginn að bregða sér út fýrir landsteinana til að gera hagstæð innkaup, hvort heldur er til jólanna eða á öðrum árstímum. Leiðin til þess er að notfæra sér alþjóðlegar póstversl- anir, sem geta boðið gæðavöru á lágu verði í krafti magnsins. Erlendar póstverslanir eru fs- lendingum reyndar ekki öldungis ókunnugar, því hér hefur um nokkurt skeið verið dreift vöru- listum frá póstverslunum á borð við Quelle, Kays, Freemans og fleiri. Á þessurn dögunt fallandi gengis er hins vegar rétt að hafa augun hjá sér og velja póstverslan- ir meðal annars með tilliti til mis- munandi gengis. Þannig er til dæmis mun hagstæðara að kaupa inn frá Bretíandi en Þýskalandi um þessar mundir. Lengst af hafa Bandaríkin þó verið fyrirheitna iandið í póst- verslun. Lágt gengi Bandaríkja- dals kemur þar við sögu, en ekki síður sú staðreynd að Bandaríkja- menn hafa þjóða lengst sinnt póstverslun. Bandaríkin eru víð- feðmt land og víða til sveita nota menn póstverslanir á borð við Se- ars til nær allra innkaupa nema til þess að fá sér í svanginn. Aldraðir hafa einnig notfært sér póstversl- un í ríkum mæli og ekki spiliir fyr- ir að sé varan send frá öðru fylki er hún söluskattslaus. Almenn krítarkortaeign hel'ur einnig verið þessari verslun mikill hvati, sem og tilkoma ódýrra hraðboðasend- inga. Innan Bandartkjanna er því hægt að panta vöru um síma að kveldi og treysta því að hún verði komin heim fyrir kvöldmat dag- inn eftir. Hvað fsland varðar má yfirleitt gera ráð fyrir að þrír eða fjórir dagar líði frá pöntun þar til varan berst. Vitaskuld er misjafnt hvaða vöru borgar sig að kaupa inn að Vara USD ÍKR Umboð Canon EOSIOOO* $439,99 27.983 38.900 NintendoGame boy $79,99 5.087 10.900 Sony Walkman $49,99 3.179 5.890 Levi's 501 $28,80 1.832 6.590 Macintosh LCII $2008,00 127.709 217.450 Sýnt er verð f Bandaríkjadölum, það reiknað yfir I íslenskar krónur að viðbaettum opinberum gjöldum. Flutningskostnaður er ekki innifalinn, enda er hann mjög misjafn. Til samanburðar er sýnt verð, sem egfið er upp af islenskum umboðum viðkomandi vöru. * Canon EOS1000 er með innbyggðu flassi, en erlenda verðið á við Canon Rebel, sem er sams konar vél utan þess að flassið er sjálfstaett og mun meiri aukabúnaður fylgir. utan. Fyrst og fremst er það háð tollum, en einnig hefur fragtin sitt að segja og ofan á vöruverðið bæt- ist svo virðisaukaskattur. Það seg- ir þó kannski sína sögu að það reyndist PRESSUNNI ódýrara að kaupa inn Levi’s- gallabuxur frá Bandaríkjunum, láta senda þær hingað heim með hraðboðapósti Federal Express, greiða fyrir toll- skýrslugerð og gjalda virðisauka- skatt en að kaupa þær á „spott- prís“ þeim, sem Hagkaup svekktu Levi’s-umboðið hvað mest með á dögunum. Hæsta mögulegt verð frá Bandaríkjunum var sumsé lægra en lægsta verð á íslandi! Almennt séð borgar sig helst að kaupa hluti að utan, sem hvorki eru tiltakanlega dýrir né ódýrir hér heima. Verðmunurinn á nögl- um og demantsfestum hér heima og ytra er yfirleitt ekki svo mikill að það svari kostnaði að flytja slíkt heim á eigin vegum. Þegar ræðir hins vegar um fatnað, rafeinda- tæki hvers konar eða leikföng fer hins vegar að muna verulega á verði. Eins og í öllum vörukaupum er lykillinn að hagstæðum innkaup- um sá að gera verðsamanburð. Hægt er að hringja í póstverslan- irnar og spyrjast fyrir um vöru- verð að viðbættum flutnings- kostnaði — hvort heldur er með sjópósti, flugpósti eða hraðboða- sendingu — án þess að í fyrir- spurninni felist nein skuldbind- ing. Þá er aðeins eftir að bæta við- eigandi gjöldum við, en í töflu hér að neðan eru gefnar reiknitölur fyrir nokkra algenga vöruflokka. Leggið saman vöruverð og flutn- ingskostnað og margfaldið með reiknitölunum. Alm. Evrópa Hljómtæki 1,800 1,800 Myndavélar 1,254 1,254 Fatnaður 1,442 1,254 Tölvur 1,254 1,254 Leikföng 1,379 1,254 Heimilistæki 1,524 1,385 Ath.: Gætið vel að þvi fyrirfram í hvaða tollflokki tiltekinvaraer. Af hverju er allt svona dýrt? Þegar grennslast er fyrir um hátt vöruverð á Islandi verður fátt um svör. Oft er nefnt að smáar verslanir á ísiandi geti ekki keppt við risavaxnar verslunarkeðjur úti í heimi í Ieit að hagstæðu verksmiðju- verði. Það eitt útskýrir hins vegar vart hinn mikla mun. Flutningskostnaður hækkar verðið nokkuð og þá ekki síður sú staðreynd að tollur er lagður á vöruverð að viðbættum flutningskostnaði, sem er eins- dæmi í hinum siðmenntaða heimi. Nú er kunnara en frá þurfi að segja að skipafélögin veita viðskiptamönnum sínum gjarnan afslátt, sem getur verið mjög mismikiil. Fyrir vikið geta tveir kaupmenn keypt inn jafnmikið af sömu vörutegund á sama verði frá sama seljanda og flutt hana inn með sama skipi. Þegar kentur að því að greiða toll af vörunni fá þeir hins vegar gerólíka reikninga í samræmi við verðið, sem skipafélagið setti upp, og það endurspeglast vitaskuld á verð- miðanum, sem neytandinn veltir fyrir sér. Við þetta bætist hærri virð- isaukaskattur en þekkist vlðast hvar, vörugjald leggst á ýmsar vörutegundir, flókið tollkerfi og skriffinnska í tollinum lækkar ekki verðið og að síð- ustu má nefna sjálfa tollálagn- inguna, sem á stundum er hreint og beint ósvífin. KJarakaup frá úKöndum FJARAR UNDAN VELDIHELGA RÚNARS Fyrirtækið Austurvangur hf„ í eigu Helga Rúnars Magnússon- ar lögfræðings, hefur nú verið lýst gjaldþrota. Félagið, sem er með lögheimili á Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi, hefur verið í margskonar fjárfestingum. Hafa hér í PRESSUNNI verið rakin viðskipti með eignina Skipholt 7, en það húsnæði keypti Austur- vangur af Búnaðarbankanum í ágúst 1989. Þrátt fyrir að hafa lít- ið sem ekkert greitt af húsinu hóf Austurvangur umfangsmikla leigustarfsemi í húsinu sem kall- aði á afskipti Leigjendasamtak- anna. Helgi Rúnar hefur haft mörg fleiri félög í takinu og má þar nefna Lögtak hf„ Rúnar hf. (en það félag hefur átt í miklum erf- iðleikum undanfarið og eignir þess verið seldar á uppboðum), Stelk hf„ Norðurvang hf. og Lög- fræðimiðstöðina hf. Flest þessi félög hafa verið skráð með heim- ilisfang á Austurströnd. Norðurvangur keypti á sínum tíma eignina Skipholt 29, Ópal- húsið svokallaða, og var upp- boðsmeðferðin á því með ein- dæmum. Brask Norðurvangs og annars félags í eigu Helga, Stelks hf„ með eignina Skipholt 29 varð til þess að kröfuhafar töpuðu verulegum Ijárhæðum. Einnig hafa verið rakin hér í blaðinu viðskipti Helga Rúnars við Leik- arafélagið, en hann var lögffæð- ingur þess og gjaldkeri. Lyktir þess urðu þær að Leikarafélagið kærði hann til RLR. heima í stofu

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.