Pressan - 04.02.1993, Síða 10

Pressan - 04.02.1993, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 4. FEBRÚAR 1993 James Brian Grayson, faðir yngri dóttur Ernu. Hæstiréttur staðfesti varðhald yfir honum í gær, miðvikudag. oou« Harðar ásakanir fyrir bandarískum dómsstólumí for- ræðismáli Ernu Eyjólfsdóttur og James Brian Grayson- 'W: m \ < Sjálfsmorðstilraunir, lyfjaneysla og sálræn vandamál voru ástæður þess að að Grayson var dæmt forræði barnsins. í dómsskjölunum í forræðis- máli Ernu Eyjólfsdóttur og jarncs Briatis Graysons kemur fram að hún sé ekki hæf til að gegna móð- urhlutverkinu. f dómsniðurstöð- um héraðsdóms Santa Rosa-sýslu í Flórída segir að hún þjáist af andlegum kvillum og hafi reynt að skaða sjálfa sig og hótað að skaða börnin. Þá fullyrðir lögmaður Graysons að hún hafi dvalið á meðferðarstofnun í meira en eitt oghálft ár. Erna hefur undanfarna daga svarið af sér þungar ásakanir, nú síðast þegar Judy Feeney, eigin- kona Donalds Feeney, þess sem situr í fangelsi hér á landi, hélt því fram að Ema hefði viljað fá fé fyrir að láta dætur sínar af hendi. Erna neitar þessu staðfastlega og segir þetta fáránlega lygi. Hún segir megnið að því sem feður dætra sinna hafi haldið fram helbera lygi. En þetta eru ekki einu ásak- anirnar á hendur Emu. Barry W. McCleary, lögmaður Graysons, föður yngri dóttur Ernu, heldur því fram að Erna sé vanhæf móðir og ber henni mjög illa söguna. Hér er á ferðinni enn eitt forræðismál- ið milli landa þar sem aðilar málsins telja „ beitingu hnefarétt- arins“ vænlegri en ap leita til dómstóla. ERNA SÖKUÐ UM ÓREGLU OG SÁLRÆNA ERFIÐLEIKA Barry W. McCleary lögmaður segir í samtali við PRESSUNA að ýmsar ástæður séu fyrir því að Erna hafi misst forræði dætra sinna. Það hafi komið fram fyrir dómstólunum að Erna hafi verið óreglusöm og farið í áfengismeð- ferð og meðferð vegna ofnotkunar á róandi lyfjum á meðan hjóna- bandi hennar og Graysons stóð. Hún hafi reynt að fyrirfara sér skömmu fyrir skilnaðinn og verið í meðferð hjá sálfræðingum. MaCleary heldur því einnig fram að Erna hafi samtals dvalist á meðferðarstofnun (mental faciliti- es) í rúmlega eitt og hálft ár. Hann segir það ljóst að börnin hafi búið við slæmar aðstæður eftir skilnað- Erna Eyjólfsdóttir reyndi sjálfsvig skömmu fyrir skilnaðinn, að sögn lögmanns fyrrum eiginmanns hennar. inn. Effir að þau skildu að skipt- um hafi Ema búið á 5-6 stöðum á aðeins þremur mánuðum og verið í sambúð með nokkrum mönn- um. Þessar upplýsingar hafi kom- ið fram við rannsókn einkaspæj- ara á vegum lögffæðingsins. FÉKK BRÁÐABIRGÐAFOR- RÆÐIYFIR BÖRNUNUM Komið hefur fram í viðtölum við Ernu að hún hafi afráðið að stinga af með dætumar til íslands þegar hún gerði sér grein fyrir að hún væri að tapa forræðismálun- um. Erna hafði fengið dæmt for- ræðið yfir yngri dótturinni með bráðabirgðaúrskurði í október 1991. Þá þegar var Erna borin þungum sökum af Grayson og fjölskyldu hans, en dómarinn taldi samt sem áður rétt að láta Ernu fá forræðið. Þó tók hann það fram að ábyrgðin á baminu ætti að vera jöfn milli foreldranna. Grayson fengi umgengnisrétt aðra hverja helgi og skikkaði dómarinn bæði Ernu og Grayson til að fara í sál- fræðilegt mat. Þegar McCleary

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.