Pressan - 04.02.1993, Page 11

Pressan - 04.02.1993, Page 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993 11 Steingrímur Hermannsson: „Vorkenni aumingja konunni“ PRESSAN hafði samband við Steingrím Flermannsson og spurði hann hvort hann hefði eitthvað beitt sér fyrir lagabreytingum í forræðismál- um milli landa í ljósi eigin reynslu. „Ég veit sáralítið um þessi mál og hef ekkert beitt mér í þeim. Ég held þú sért ekki með réttan mann til að fræða þig um þau, því miður.“ Hvaðfinríst þér umforrœð- isinál Ernu Eyjólfsdóttur? „Ég hef aðeins séð þetta mál útundan mér í sjónvarpinu og blöðum, hef að sjálfsögðu ekki komist hjá því. Ég kenni í brjósti um aumingja konuna að lenda í þessu. Annars hef ég enga sérstaka skoðun á þessu máli.“ lögmaður var spurður hverju það sætti að Erna hefði fengið forræð- ið til bráðabirgða svaraði hann því til að dómarinn hefði litið svo á að hún væri hæf móðir vegna vitnis- burðar læknis um að hún væri „í lagi“, svo fremi sem hún tæki lyf sín inn. Síðar hefði hins vegar komið fram, að mati lögfræðings- ins, að hún hefði hætt á lyfjameð- ferðinni. Til stóð að endanlegur dómur félli í forræðismálinu um yngri dótturina þann 19. ágúst 1992, en Erna stakk af 18. apríl og kom til íslands í maíbyrjun. Það sem gerðist frá því Erna fékk bráða- birgðaúrskurð um forræði barns- ins í október 1991 og þar til hún flúði frá Bandaríkjunum var að krafa kom fram frá fyrri eigin- manni hennar, Fredrik A. Pitt- matin, um að fá forræði yfir eldri dótturinni. Réttarhöld höfðu haf- ist í því máli, sem var aðskilið mál, en viku áður en dómari átti að kveða upp úrskurð stakk Ema af. McCleary, lögfræðingur Gray- sons, fylgdist vel með málinu, enda hefði úrskurðurinn í því haft afgerandi áhrif á mál umbjóðanda hans. ÁSAKANIR UM AÐ RÆÐIS- MAÐURINN HAFIAÐSTOÐ- AÐ VIÐ FLÓTTANN McCleary lögmaður og Grey- son höfðu gert ráð fyrir þeim möguleika að Erna mundi reyna að stinga af til íslands og því feng- ið dómstólinn til að setja Ernu í farbann og lét Erna vegabréf sitt og dætra sinna dómstólnum í té. Samt sem áður tókst henni að komast úr landi með dæturnar. McCleary telur að ræðismanns- skrifstofa Islands í Tallahassee í Flórída hafi aðstoðað þær við að komast úr landi. Þá segist McCle- ary hafa heyrt að Erna hafi verið flutt frá Tallahassee með einka- flugvél, en hann geti þó ekki fært sönnuráþað. PRESSAN hafði samband við Hilmar S. Skagfteld, ræðismann í Tallahassee, og bar þessar fullyrð- ingar lögffæðingsins undir hann. „Eg vil ekkert gefa upp um þessi mál, svona mál eru einkamál. Þessi lögfræðingur hefur einnig haft samband við mig vegna þessa, en ég sagði honum bara að þetta kæmi honum ekkert við. Því er svo við að bæta að Erna og dæt- ur hennar hefðu ekki þurft vega- bréf til að fara ffá Bandaríkjunum til íslands, enda íslenskir ríkis- borgarar." RÉTTAÐ í FORRÆÐISMÁL- INU FYRR VEGNA FLÓTT- ANS Vegna flótta Ernu var meðferð forræðismálsins flýtt og fullnaðar- dómur í því féll 19. maí, tveimur og hálffi viku eftir að hún kom til íslands. í kjölfarið fá Pittmann og Grayson fullt forræði yfir dætrum sínum og eru nefndar ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna Ema er ekki talin fær um að gegna móðurhlutverkinu. I’ niðurstöðu dómsins um yngri dótturina kem- ur ffam margt sem styður fullyrð- ingar lögmanns Graysons. Meðal annars að Erna hafi reynt að skaða sig og hótað að skaða barnið. Jón Þóroddsson héraðsdóms- lögmaður, sem fer með mál henn- ar hér á landi, vildi lítið gefa fyrir yfírlýsingar McClearys lögmanns, taldi þær ótrúverðugar, en hann hefði hins vegar ekki náð að kanna þær til hlítar. Hins vegar tók Jón það fram að frá sínum sjónarhóli væri Erna hæft og gott foreldri, það væri það sem máli skipti. í viðali í Tímanum í gær, miðvikudag, segir Erna sína hlið og segir ffá því að hún hafi orðið að fara í meðferð vegna róandi lyfja. Hún segir ásakanir um vímuefnanotkun sína sprottnar af þessu. Síðan fullyrðir hún að eig- inmenn sínir hafi báðir neytt eit- urlyfja og lagt hendur á sig og bömin. ERLENDIR DÓMAR' VIÐUR- KENNDIR HÉR Á LANDI Margir löglærðir menn hafa velt fyrir sér hvernig íslenskum stjórnvöldum beri að taka forræð- isdómnum sem féll í Bandaríkj- unum. Flestir eru á einu máli um að yfirvöld geti ekki litið framhjá dómnum, en svo virðist sem túlk- un íslenskra lagaskilareglna sé nokkuð á reiki. Hæstiréttur hefur þó nokkrum sinnum fjallað um viðurkenningu erlends dóms, meðal annars árið 1985. Þá úr- skurðaði Hæstiréttur, gegn úr- skurði undirréttar, að dóm bresks dómstóls í skilnaðarmáli milli ís- lensks manns og breskrar konu ætti að leggja til grundvallar í því máli. Um þennan dóm hefur meðal annars Þorgeir örlygsson, prófessor við lagadeild við Há- skóla Islands, ritað í Tímarit lög- ffæðinga árið 1986. Þar segir hann að sú afstaða að viðurkenna er- lenda dóma hafi ýmsa kosti, með- al annars að koma í veg fýrir ónauðsynlega endurtekningu málaferla. Jónas Sigurgeirsson og Friðrik Þór Guð- mundsson HERMENN HVATTIR TIL AÐ ÞRÝSTA Á ISLENSK STJÓRNVÖLD Þegar PRESSAN hafði samband við McCleary lögmann staðfesti hann að það væri vaxandi áhugi á málinu meðal fjölmiðla í Bandaríkjun- um. Fréttir af því hafa meðal annars birst í New York, í Norður-Karólínu, þar sem CTU-fyrirtækið sem stjórnaði „barns- ránsaðgerðunum" hérá landi er til húsa, og í Washington D.C. Þá hefðu bandarísku sjón- varpsstöðvarnar ABC og CBS sýnt málinu áhuga og sömuleiðis hefðu breskir blaðamenn haft samband við sig. Enn- fremur gat McCleary þess að á herstöðinni sem Grayson starfaði á, en hann er fyrrverandi hermaður, héngju nú veggspjöld þar sem her- mennirnir væru hvattir til að hringja í ræðis- mannsskrifstofu íslands og þrýsta á um að hann verði látinn laus. Fyrir rúmum tveimur árum var mikið fjallað um hið svokallaða Spánarmál í hérlendum fjölmiðl- um. Forsaga þess var að við skiln- að Hildar Lovísu Úlafsdóttur og Stefáns Guðbjarlssonar árið 1985 féldc Stefán forræðið yfir fimm ára dóttur þeirra. Fjórum árum síðar, árið 1989, flyst hann til Spánar með barnið. Hildur kunni því illa að missa barnið úr landi og fór um sumarið sama ár ásamt elstu dóttur sinni til Spánar þar sem hún sat fyrir dótturinni og flutti hana með leynd aftur heim til ís- lands. Hún gerði Stefáni viðvart með því að póstsenda honum bréf áður en hún hélt ffá Spáni, en þeg- ar honum barst bréfið hafði mikil leit staðið yfir að dótturinni. Skömmu eftir að Hildur kom hingað til lands var forræðismálið endurupptekið á faglegum grunni með rannsóknum sérfræðinga. Þar var tekin sú ákvörðun að Stef- án skyldi áfram fara með forræði barnsins. Þegar sá úrskurður lá fyrir nam Hildur barnið á brott úr vörslu barnaverndarnefndar og upphófust nú mikil blaðaskrif um málið. Stefán fékk lögregluna í lið með sér til að reyna að endur- heimta barnið og ná þannig fram rétti sínum, en almenningsálitið hafði snúist á sveif með Hildi, sem neitaði að gefa upp dvalarstað bamsins. Þegar fógeti hugðist taka Hildúr Lovísa Ólafs- dóttirfórtil Spánar og sótti barnið sitt og hélt því, þvert á úrskurð barnavernd- arnefndar. barnið af Hildi, með aðstoð lög- reglu, kallaði hún til hóp sendibfl- stjóra og hindruðu þeir lögreglu í að ná barninu. Undir lokin neit- uðu svo lögreglumenn að nema barnið burt frá móðurinni og varð það til þess að lögmaður Stefáns, Gísli Baldur Garðarsson hrl., skrifaði harðorða grein í Morgun- blaðið sem hann kallaði „Hvort gilda landslög eða hnefaréttur á Islandi?" og átaldi þar þátt þáver- andi dómsmálaráðherra, Ola Þ. Guðbjartssonar, í málinu. Hildur, sem enn er með barnið í sinni vörslu þrátt fýrir að Stefán hafi forræðið, hefur tvívegis verið kærð til ríkissaksóknara fýrir barnsrán samkvæmt 199. grein hegningarlaganna, en ríkissak- sóknari hefur ekki séð ástæðu til að gera neitt í málinu. Mál þetta hefur verið sent til Gauks Jör- undssonar, umboðsmanns Al- þingis, og er búist við áliti hans innan tíðar. MÁL SOPHIU HANSEN Barátta Sophiu Hansen fýrir að fá dætur sínar heim er líklega eitt frægasta forræðismál Islendings fyrr og síðar. Eftir stormasamt hjónaband ákváðu þau Sophia Hansen og fsak Halim Al að skilja að borði og sæng í febrúar 1990. fslensk yfirvöld höfðu ekki úr- skurðað um forræði yfir dætrun- um þegar Halim A1 fékk leyfi Sop- hiu til að fara með þær til Tyrk- lands, þar sem hann hugðist heimsækja ættingja sína. Til stóð að þær dveldust einn mánuð í Tyrklandi og sór Halim Al við Kóraninn að hann mundi skila dætrunum affur. Halim var mikið í mun að umgangast dætur sínar og mun Sophia meðal annars hafa fengið beiðni frá borgardómara, dómsmálaráðuneytinu og lögregl- unni um að taka tillit til óska hans. Eins og flestum er kunnugt hefur Halim A1 ekki viljað skila dætrun- um og að sögn Sophiu hefur hann hótað að myrða þær fremur en missa þær. I janúar 1991 gekk lög- skilnaður þeirra í gegnum ís- lenska dómskerfið og þar er Sop- hiu dæmt forræðið. Hins vegar hefur Isak Halim Al verið dæmt forræði stúlknanna í Tyrklandi en hún hefur áffýjað þeim dómi. Síð- an hefur ríkt alkunnugt dómsmál í Tyrklandi þar sem Halim A1 hef- ur margoft brotið umgengnisrétt Sophiu við dætur sínar. Steingrímur Hermannsson fór í verkfræðinám til Bandaríkjanna í lok fimmta áratugarins og kvæntist þar ytra konu að nafni Sara Jane. Með henni eignaðist hann þrjú börn. Þau fluttu til fs- lands árið 1957 ásamt bömunum en svo virðist sem Sara hafi ekki kunnað vel við sig hér á landi, þrátt fýrir að Steingrímur byggði handa henni hús við Laugarásveg, og ári síðar slitnaði upp úr hjóna- bandinu. Steingrímur vildi eldd að hún tæki bömin með sér aftur til Bandaríkjanna og því fór málið fýrir barnaverndarnefnd og barnaverndarráð. Þai féll úr- skurður á þann veg að Steingrím- ur fengi forræði yfir tveimur yngstu börnunum, en Sara for- ræðið yfir því elsta. Eftir þennan úrskurð stakk Sara hins vegar af með öll börnin til Flórída og fór Steingrímur á eftir henni út. Þar hringdi hann í Söru og og sagði henni að hann vildi að úrskurðin- um yrði framfylgt. Fór hann svo og náði í tvö yngstu bömin og hélt rakleitt með þau út á flugvöll. Þar Steingrímur Hermannsson reyndi að endurheimta börn sín í Bandaríkjunum árið 1958. var Steingrímur hins vegar stöðv- aður og honum tjáð að mál hans yrði að fara fýrir bandaríska dóm- stóla. Þeir úrskurðuðu síðan að börnin ættu að vera hjá móður sinni en Steingrímur fengi að hafa þau á íslandi á sumrin. Sara hlaut hins vegar ámæli fýrir framkomu sína og var Steingrími ekki dæmt að greiða með henni sjálfri eins og títt er í slflcum málum þar í landi. Hér er að mestu stuðst við frásögn Steingríms sjálfs, sem kemur ffam í viðtali við tímaritið Mannlíf árið 1985. Gunnarsson kom heldurbetur affan að flokksformanni sín- um, Jóni Baldvini Hannibals- syni utanríkisráðherra, með því að rifja upp hvað hið ní- ræða gamalmenni sem stjórn- ar í Malaví er skapstyggt. Jón Baldvin uggði ekki að sér enda hafði hann margoft sent Þröst Ólafsson, aðstoðarkokk sinn, suðureffir og Þröstur aldrei séð nein mannréttindabrot. Skýr- ingin á því er fundin, því krókódflarnir í Malaví eru látnir hreinsa til eftir mann- réttindabrotin. Á meðan hefur mannvinurinn Björn Dag- bjartsson flutt fréttir heim af því að allt sé í lagi suðurfrá og öldungurinn orðinn svo elliær að hann muni ekki eftir að fremja mannréttindabrot. Nordal, sem hefur tekið ákvörðun um að hætta að hafa vit fýrir íslendingum í pen- ingamálum en ætlar sér þess í stað að labba meira um Reykjavík og sinna áhugamál- um sínum. Þó að stóll Jóhann- esar virki ekki eftirsóknarverð- ur í Morgunblaðinu munu þó margir sækjast eftir honum. Jón Sigurðsson, sem enn leitar að stóriðjudraumum, er auð- vitað efnilegasti kandídatinn, enda liggur beint við að hann skipi bara sjálfan sig. Jón er hins vegar ekki mikið fýrir að hafa hlutina einfalda þegar hann getur flækt þá. Þess í stað vill hann leika biðleik sem heit- ir Björgvin Vilmundarson,en gallinn er bara sá að Björgvin fattar ekki kikkið við að vera seðlabankastjóri í nokkra daga. Sjálfsagt er þetta upphaf- ið að endalokunum hjá kröt- ÁRNI Stefánsson virðist vera á leið- inni inn á þing í þessari dýpstu fléttu stjórnmálasögunnar. Á meðan fer leiðinlega lítið fýrir öðrum stjómmálaforingjum. Davíð Oddsson gerði þó heið- arlega tilraun til að mæla þjóð- arsálina og fór í leiðangur út á land. Það hefði hann betur lát- ið ógert því landsbyggðin fílar ekki Davíð. Það var ekki einu sinni hlegið að bröndurunum hans, sem hann reyndi þó að færa í landsbyggðarbúning. Það er því ljóst að sjálfstæðis- menn þurfa að vera sniðugir í stjómaruppstokkuninni í vor, en þó ekki svo sniðugir að láta INGA BJÖRN Albertsson hafa stól. Ingi Björn gæti reyndar orðið fýrsti þyrlu- málaráðherra landsins, en eftir Sementsverksmiðjuaftökuna er ljóst að honum eru ekki ætl- aðar miklar mannvirðingar í Sjálfstæðisflokknum. Nú er pabbi gamli reyndar á heim- leið þannig að vera má að ryk- ið verði dustað af hulduhern- um og leigubflstjórafýlgið mælt. Kannski feðgarnir á takkaskónum reyni að feta í fótspor Árna Gunnarssonar og læðast aftan að formanni sín- um. En fýrst þarf að koma honum í Áfríkuför.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.