Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 2
FYRST & FREM ST 2 PRCSSAN Fimmtudagurinn 25. mars 1993 ÞESSU BLAÐI 4 Einstæðir foreldrar undirstækkunar- gleri fógetans í Hafnarfirði Góðu og slæmu hliðarnar á Kristni H. Gunnarssyni 6 Hæstiréttur sýknar í meiðyrðamáH Össur Skarphéðinsson undir öxinni Sverrir Hermannsson í ham 7 'ékk lista yfir gömul fyrirtæki og seldi þau með afslætti 8&9 Lif sakborninganna eins og biðskák Dráttur mála hjá héraðsdómi Hafnarfjarðar 10&11 Fjármál stjórnmálaflokkanna 12& 13 [ftirlaunasjóðirforstjóranna ÖssurSkarphéðinsson um flokkana Hvers vegna er almenningur einn lát- inn gjalda fyrir töpuð útlán? Mörður Árnason um Þorgeirskirkju 14 Tíska 15 Björk á leið í Unplugged Katla næturdrottning Hverjireruhvar? 16 Hvers vegna voru skýrs, Sovétsvonarangar? 20 & 21 Samkvæmislífið íReykjavík Fjöldamorðinginn frá Rostov: Mesta nautnin að limlesta börn Hver drap hvern í ElSalvador? 22 & 23 Súpereftirlaun forstjáranna 24&25 Hversu mikið styrkir ríkissjóður frum- sýningargestina? Dagný Kristjánsdóttir um leitina að tippunum Hannes Hólmsteinn um Hallgrím Pétursson Gagnrýni 26&27 Tekjuhæstu poppararnir Popp&bíó 28 Sjónvarpsdagskráin Bíómyndir helgarinnar 29 íþróttir eru næststærsta atvinnugrein útlendinga á Islandi Gunnar Einarsson um handboltann eftir HM 31 GulaPressan SlGURÐUR HEJ.GASON ELDRI Fluttur á Saint Vincent íKaríba- hafinu JÓN ASGEIRSSON Færhugsanlega á sig mótframboð eftir árssetu í formannsstóli HSÍ Skoðunarbíll Bifreiðaskoðunar Islands við Bílaleigu Flugleiða. HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA BIFREIÐAEFTIRLITSINS af svona mörgu er að taka! „Afhverju ætti dómarinn að henda mér í fangelsi út af einu máli?“ ísak Halim Al faðir. Sigurður eldri fluttur til Karab- íska hafsins... Hann Sigurður O. Helga- son „eldri“, fyrrum forstjóri Flugleiða, var nokkuð í sviðs- ljósinu vorið 1992 þegar hann lét af stjórnarformennsku í Flugleiðum. Hann notaði nefni- lega tækifærið og flutti einstæða ræðu, þar sem hann hund- skammaði þá Halldór H. Jónsson heitinn, Indriða Páls- son, Hörð Sigurgestsson og aðra í Eimskipafélaginu. Félagið hefði undir stjórn þessara manna í raun yfirtekið Flugleið- ir. Sigurður var þá að draga sig endanlega í hlé, sýnilega búinn að tapa slagnum við „Kolkrabb- ann“. Nú er svo komið í ljós hvar Sigurður ætlar að eyða af- ganginum af ævikvöldinu. í september síðastliðnum flutti hann lögheimili sitt af landi brott og skráði það á eyjasam- steypu í Karabíska hafinu; Saint Vincent and the Grenadines. Hann býr sem sé á eyju norður af Venezuela, í námunda við eyjarnar Grenada og Barbados. Þó væntanlega vart nema hluta ársins, því enn á hann húsið sitt við Skildinganes. utan um væntanlega fram- leiðslu, meðal annars undir nafninu Euro-Cola. Gosan er sem kunnugt er dótturfýrirtæki Pharmaco, fýrirtækis Wemers Rasmussonar og annarra ápótekara. Páll í Asiaco krafinn um hálfa milljón vegna krítarkortsins Fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur er nú rekið innheimtumál vegna krítarkortaviðskipta Páls Þorgeirssonar kaupsýslu- manns, sem rak meðal annars Asiaco á síðasta ári. Kreditkort hf. krefja Pál þar um kortaskuld upp á tæpa hálfa milljón króna frá því í júní á síðasta ári. Kred- itkort hf. hafa hins vegar sæmi- legar tryggingar fýrir skuldinni, enda fékk Páll tryggingavíxil frá Asiaco til tryggingar kröfunni sem Gunnar Oskarsson, fýrr- verandi forstjóri Asiaco, hafði framselt. Innheimtuaðgerðir hafa til þessa ekki borið árang- ur. Þess má geta að starfsemi Asiaco er nú nánast engin og hafa þegar verið gerð þar árang- urslaus íjárnám. Þrjár stærstu bílaleigur landsins fá sérstaka þjónustu hjá Bifreiðaskoðun íslands, því þær fá sendan heim í hlað skoðunarbíl fýrirtækisins. Þetta eru einu fýrirtæki landsins sem njóta slíkrar þjónustu og það án þess að greiða heimsendingargj ald. Að sögn Karls Ragnars, forstjóra Bifreiðaskoðunarinnar, er þetta gert til að taka ómakið af bílaleigunum áður en kemur að annatíma þeirra. Skoðun- arbíllinn væri að öllu jöfnu úti á landi en þess á milli væri reynt að auka nýt- ingu hans með þessum hætti. Vegna lögbundinnar gjaldtöku væri ekki hægt að taka hærra gjald fýrir þessa aukaþjónustu. „Bfllinn átti ekki að vera þarna á þessum árstíma en það er verið að draga úr kostnaði samfara þjónustu við dreifbýlið,“ sagði Karl. Undanfarið hafa heyrst mótmælaraddir víða af landsbyggðinni frá mönnum sem verða að taka heilu dagana í að komast til og frá skoðun á landsbyggðarstöðvunum. Karl sagði að skoðunarbíllinn gæti í sjálfu sér ekki komið í veg fýrir það. Hann hefði verið í notkun í 230 daga á sfðasta ári og ekki annað nema á milli 4.000 og 5.000 bílum. „Ég hugsa að hann verði ekki endurnýjaður þegar hann gengur úr sér,“ sagði Karl. UMMÆLI VIKUNNAR „En að hugsa sér að svo skuli vera komið fyrir íslenskri þjóð, að hún kaupi rógsiðju áratugum saman, mannorðsþjófs á borð við aðalritstjóra næststærsta blaðs í land- inu! Svo eru menn að eltast við smápen- ingaþjófa, þó að mannorðsæturnar fái að stunda iðju sína með þessum hœtti. “ ■■■■■■ SVERRIR HERMANNSSON FJÖLMIÐLARÝNIR OG Z-MAÐUR é Hann sakn- ar þá dauða- refsingar- innar! „Égvorkenniís- lendingum að þurfa að þola svona réttarfar.“ Donald Feeney bjargvættur. Uppstillingar- nefnd leitar að rryjim formanni Ársþing Handknattleikssam- bands fslands verður í vor og er búist við nokkrum átökum, meðal annars um stjórn sam- bandsins. Nú er starfandi upp- stillingarnefnd fyrir þingið og hefur heyrst að mikið sé reynt til að finna mann í staðinn fyrir Jón Ásgeirsson, sem bylti Jóni Hjaltalín úr formannssætinu í fýrra. Jón Ásgeirsson hefúr ekki náð að sætta menn eins og von- ast var til og starfsemi sam- bandsins lítið batnað í hans tíð. Vilja menn því gjarnan skipta aftur. íslensk gosverk- smiðia í Rússlandi? Gosverksmiðja Gosans hf., sem áður var Sanitas, hefur staðið auð og ónotuð frá því í byrjun febrúar, eftir að Ölgerðin Egill Skallagrímsson tók við allri fr amleiðslu hennar. Þar sem hér er um tæplega 100 milljóna króna fjárfestingu að ræða róa forsvarsmenn Gosans hf. að því öllum árum að koma verk- smiðjunni sem fýrst í gagnið og til að svo megi verða þarf að flytja hana úr landi. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að Björgólfur Guðmundsson og félagar í Gosan eigi nú í alvar- legum samningaviðræðum við rússneska aðila sem hafa aðset- ur í St. Pétursborg. Blaðinu er einnig kunnugt um að franir, Indverjar og fleiri austrænar þjóðir hafi sýnt verksmiðjunni mikinn áhuga. Þá má geta þess að þeir hjá Gosan hafa látið hanna vörumerki og umbúðir Xpkþur í Iqísu „Auðvitað er maður drullusvekktur.“ Þorbergur Aðalsteinsson áttundi. Það er svona að vera á vitíausri grein „Á meðan á fféttatíma sjónvarpsstöðvanna stóð fékk ég þessa bananalýðveldistilfinningu.“ Óskar Guðmundsson fjölmiðlaspekingur. Kosningabarátt- an hafin í SUS Svarið er bá já? „Nei“. Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali um geng- isfellingu Eins og PRESSAN greindi frá í liðinni viku er nokkur kurr innan Sambands ungra sjálf- stæðismanna um forystumál stuttbuxnadeildarinnar. PRESS- AN var vart komin út þegar Davíð Stefánsson, formaður SUS, sagði af sér og tilkynnti að Guðlaugur Þór Þórðarson, annar varaformanna sinna, tæki við taumunum fram að SUS-þingi í haust, en þá verður kjörinn nýr formaður SUS. Einsdæmi er að formaður SUS segi af sér með þessum hætti. Afsögnin kemur mjög á óvart, jafnt innan SUS sem í eldri deildum flokksins, enda þóttu tilgreindar ástæður Davíðs veigalitlar og engar nýjar að- stæður upp komnar, sem ekki voru ljósar þegar hann var kjör- inn á alræmdu SUS-þingi á ísa- firði 1991. Kunnugir telja að með afsögn sinni vilji Davíð greiða götu síns manns og gefa Guðlaugi kost á að sitja hálft ár áður en til SUS-þings kemur í þeirri von að SUS-urum veitist erfiðara að fella sitjandi for- mann en landsfundarfúlltrúum flokksins um árið, en Jónas Friðrik Jónsson mun bjóða sig fram til formanns á þinginu. Þessa dagana er þó mest deilt innan SUS um staðsetningu næsta þings. Guðlaugi Þór er mjög í mun að halda þingið á Akureyri, en Heimdellingar í Reykjavík telja ekki koma til greina að SUS- þing verði hald- ið norðan heiða þriðja skiptið í röð og hafa jafnvel hótað úr- sögn úr SUS verði þeim gert að halda norður eina ferðina enn. JJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON 0G WERNER RASMUSS0N Eru að reyna að selja verksmiðjuna sem þeir keyptu afPáliíPólaris til Rússlands eða Irans DAVÍÐ SíEF- ÁNSS0N Er hann að rýma fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni? JÓNAS FR. JÓNSS0N Ætlaði að bjóða sig fram gegn Davíð en mun glíma við Guðlaug Þór ístaðinn PÁLL Þ0RGEIRSS0N Maður sem átti að bjarga Asiaco GUNNAR ÓSKARSS0N Skrifaði upp á krítarkortareikning Páls og er stefnt íinnheimtumáliKreditkorta gegn Páli.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.