Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 8
FR ETT I R 8 PRESSAN Fimmtudagurinn 25. mars 1993 Óheyrilegur dráttur mála fyrir háraðsdóminum í HafharfirÖi DOMAMRNm MARGSINNIS Ákæruvaldið hefur stefnt hér- aðsdómara Reykjaness fyrír Hæstarétt vegna vanrækslu í starfi, en margoft áður hefur dómsmálaráðneytið fundið að AVITAÐIR AN vinnubrögðum hans og einnig annarra dómara embættisins vegna óhemjuseinagangs við afgreiðslu dómsmála. Svo virð- istsem ráðuneytið hafí þó ekki sinnt eftirlitinu sem skyldi, þar sem ótalmörg mál hefur dagað uppi innan embættisins á und- anförumárum. Óvenjulegt mál er nú til með- ferðar hjá Hæstarétti, þar sem ríkissaksóknari hefur stefnt Finnboga Alexanderssyni, dómara héraðsdóms Reykja- ness, og krafist þess að hann greiði fésekt vegna vanrækslu í starfi. Finnboga er stefnt vegna óhóflegs seinagangs við af- greiðslu sakamáls sem áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar, en hann birti dóm í málinu sex ár- um eftir að ákæra var gefin út og þremur árum eftir að dómur féll í héraði. Þetta er þó fráleitt í fyrsta sinn sem gerð er athuga- semd við störf Finnboga, sem og annarra embættismanna héraðsdóms Reykjaness. Eftirliti dómsmála- ráðuneytis ábóta- vant Saksóknari gefur út ákærur á hendur mönnum í sakamálum. I lok hvers árs tekur hann sam- an lista yfir mál sem er ólokið og sendir til yfirmanna viðkom- andi embætta. Sérstakir fúlitrú- ar í dómsmálaráðuneytinu fara yfir listana og veita ávítur þeim dómurum sem sýnt hafa van- rækslu. PRESSUNNI er kunn- ugt um að héraðsdómur Hafh- arfjarðar og Garða, nú héraðs- dómur Reykjaness, eða ákveðn- ir dómarar embættisins, hafa oftsinnis hlotið harðar ávítur bæði bréflega og munnlega vegna vanrækslu í starfi. Að sögn heimildamanns blaðsins kom greinilegur fjörkippur í af- greiðslu dómsmála embættisins effir ávíturnar, en síðan hrökk allt í sama farið aftur. Enginn vafi léki á því að dómsmála- ráðuneytið hefði í þessu sam- bandi ekki staðið sig sem skyldi hvað varðaði eftirlit með störf- um dómara embættisins í Hafnarfirði. Þrír starfandi dómarar emb- ættisins í Hafnarfirði voru ítrek- að áminntir fyrir vinnubrögð sín; Már Pétursson, sem var eini dómarinn við embættið um nokkurra ára skeið, Guðmund- ur L. Jóhannesson, sem kom til starfa 1983, og Finnbogi Alex- andersson, sem var ráðinn ári síðar. Starfsskipting varð þá sú, að Már sá eingöngu um einka- mál, Finnbogi um einka- og sakamál en Guðmundur aðeins um sakamál. Árið 1987 lét Ein- ar Ingimundarson, þáverandi fógeti, af störfum og tók Már við af honum. Gunnar Aðalsteins- son hlaut þá dómarastöðu Más og fimmti dómarinn, Finnur Torfi Hjörleifsson, var ráðinn til embættisins 1989. Við breytingar dómstóla 1. júlí á síðasta ári var ÓlöfPéturs- dóttir skipuð dómstjóri héraðs- „Síðbúið réttlæti er ekkert réttlæti“ - segir RagnarAðalsteinsson, formaður Lögmannafélagsins „Löngum hefúr verið sagt að síðbúið réttlæti sé ekkert rétt- læti, en gríðarleg röskun verður á högum einstaklings sem þarf að bíða í mörg ár eftir dómi og er að þeirri bið lokinni gert að afplána hann. -Slíkur'dráttur hefúr í för með sér að refsingin margfaldast. Dómsmál, hvort sem um einkamál eða opinber er að ræða, skulu rekin með eðlilegum hraða og kveðinn upp dómur innan tiltekins tíma. Það telst til sjálfsagðra mann- réttinda og er í samræmi við grundvallarákvæði þeirra mannréttindasáttmála sem ís- land er aðili að.“ Svo segir í 6. grein Mannrétt- indasáttmála Evrópu: „Nú leik- ur vafi á um réttindi þegns og skyldur eða hann er borinn sök- um um glæpsamlegt athæfi, og skal hann þá njóta réttlátrar og opinberrar rannsóknar innan hæfilegs tíma, fyrir óháðum, óhlutdrægum, lögmætum dóm- stóli..-.—Sambærilegt ákvæði er að fmna í mannréttindasamn- ingi Sameinuðu þjóðanna frá 1966 um borgaraleg og pólitísk réttindi. Ragnar segir að þeir er málin varða geri sér aukna grein fyrir þýðingu þessara sáttmála. Kveður hann lögmenn æ oftar vekja athygli á að ýmiss konar refsing og málsmeðferð kunni að vera andstæð ákvæðum sem RAGNAR AÐALSTEINSSON formaður Lögmannafélagsins. verið er að vernda með þessum sáttmálum. „I sumum málum hefur dráttur orðið slíkur að all- ar forsendur fyrir refsingu eru brott fallnar. Þegar kveðinn hef- ur verið upp dómur yfir ein- staklingi eftir óeðlilega langan tíma, viðkomandi hefur bætt ráð sitt í millitíðinni, stofnað fjölskyldu og orðið fýrirmynd- arborgari, er það versta sem þjóðfélagið getur gert að láta hann afþlána fangavist. I aukn- um mæli er farið að styðjast við ákvæði mannréttindasáttmála sem hafa leitt til þess að eftir slíka málsmeðferð eru dómar ýmist mildaðir eða ákærðu sett- ir á skilorð." dóms Reykjaness. Dómsmála- ráðherra ákvað að veita Má Pét- urssyni ekki stöðuna, þrátt fyrir að umsókn lægi fyrir og hann fengi flest atkvæði heima í hér- aði, þar sem hann hafði ekki tekið sig á í starfi þrátt fyrir ávít- ur. Víttur fyrir galla á málsmeðferð Skýrt var frá því í PRESS- UNNI í apríl á síðasta ári að Hæstiréttur hefði sent Finnboga Alexanderssyni, dómara í Hafn- arfirði, harðar skammir í tveim- ur nýlegum dómum. I báðum tilfellum var málunum vísað aftur í hérað og Finnboga gert að taka þau upp að nýju, þar sem hann haíði dregið af- greiðslu þeirra lengur en lög heimiluðu. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Finnbogi þurfti að þola aðfinnslur Hæstaréttar heldur hafði hann oft áður verið ávítaður fyrir að fresta upp- kvaðningu dóma. Það var 1986 að ríkissak- sóknari gaf út ákæru á hendur manni fyrir fjárdrátt og var Finnboga Alexanderssyni falið málið, sem var dómtekið í des- ember 1987. Málið var síðan endurupptekið og endurflutt í maí 1988, án nokkurra skýringa og án þess að ný gögn væru lögð fram eða leitað nýrra upplýs- inga, sem réttlætt gætu slíkan drátt. Árið 1989 var loks kveð- inn upp dómur í málinu, án þess þó að hann væri birtur. Ákæruvaldið og sakborningur máttu bíða í þrjú ár eftir að Finnbogi birti dóminn, til 1992, og voru þá liðin sex ár frá því ákæra var gefin út í málinu. Ákærði var dæmdur til að sæta eins árs fangelsisvist og var refsingin óskilorðsbundin. Maðurinn taldi sig ekki geta un- Már Pétursson Var áminntur afráðuneyt- inu vegna háttsemi sinnar en ekki dómstarfa. að dómi undirréttar og í áffýjun málsins er gerð krafa um að málið verði ómerkt, en til vara að því verði vísað aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar. Málið kom fyrir Hæstarétt síð- astliðinn föstudag. Vegna þess hversu óhóflega öll meðferð þess hefur dregist á langinn ákvað Hæstiréttur að flytja mál- ið eingöngu um formkröfur, þannig að enginn efnislegur flutningur fór fram. í hinni óvenjulegu stefnu ríkissaksókn- ara á hendur Finnboga varð- andi mál þetta er þess krafist að dómarinn greiði fjársekt vegna vanrækslu í starfi. Hæstiréttur sá tvisvar á síð- asta ári ástæðu til að finna að vinnubrögðum Finnboga. í dómi Hæstaréttar ffá 16. janúar 1992 segir orðrétt um afskipti Finnboga af ofangreindu fjár- dráttarmáli: „Þessi dráttur á dómsuppsögn er ffeklegt brot á

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.