Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 32
-STARFSMENN FLOKKANNA í LÍFEYRISSJÓÐI
RÍKISSTARFSMANNA...
Lífeyrissjóðir með
ríkisábyrgð skera
sig ffá almennu líf-
eyrissjóðunum og gildir í því
sambandi hin einfalda regla:
lífeyrissjóðir ríkisstarfs-
manna lána á bestu kjörun-
um þótt þeir séu eignalega
verst settir. Þetta vita t.d.
starfsmenn stjórnmálaflokk-
anna. Þeir vinna skrifstofustörf og tilheyra hinum almenna vinnumarkaði og
ættu einna helst að greiða iðgjöld í Lífeyrissjóð verslunarmanna. En þeir til-
heyra hins vegar Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og geta þar af leiðandi
*artfengið lán á 5,8 prósent vöxtum, en ekki 7 prósent eða þaðan af meira. Þetta
gildir, með fyrirvara um nýlegar breytingar, um starfsmenn á borð við Kjart-
an Gunnarsson ffamkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, Gústaf Níelsson
framkvæmdastjóra þingflokks sjálfstæðismanna, Sigurð Tómas Björgvins-
son hjá Alþýðuflokknum, Egil Heiðar hjá Framsóknarflokknum, Einar
Karl Haraldsson hjá Alþýðubandalaginu og fleiri starfsmenn flokkanna.
SMARINDILL SLÆR FILEFLDAN LOGREGLUÞJON...
Innan lögreglunnar eru menn
| felmtri slegnir vegna árásar á
tæplega fertugan lögregluþjón
síðastliðinn þriðjudagsmorgun. For-
saga málsins er sú að tveir lögreglu-
þjónar voru sendir eftir þrítugum
manni til að færa á lögreglustöð, en sá
hafði gerst sekur um umferðarlagabrot
og ávallt hunsað kvaðningar lögregl-
unnar. Meðan lögreglumennirnir, sem
báðir eru víkingasveitarmenn og heljar-
menni að burðum, ræddu við mann-
inn, sem er veikburða vesturbæingur,
kýldi hanri annan þeirra upp úr þurru.
Höggið hefur greinilega verið þungt þar
sem stórsér á lögregluþjóninum, en hann er meðal annars kinn- og nefbeins-
brotinn. Þá er hann einnig brotinn í öðrum augnbotninum og því tvísýnt um
hvort hann heldur sjón á auganu. Ljóst er að lögregluþjónninn verður tals-
verðan tíma ffá vinnu og raunar óvíst hvort hann getur nokkurn tímann tek-
ið upp fýrri starfa vegna hinnar óvæntu og tílefnislausu árásar.
EIGNARHALDSFÉLAG LANDSBANKANS
HELDUR FAST í REGIN...
i Þegar Sverrir Hermannsson og félagar í Landsbankanum yfirtóku
) blómlegustu eignir SÍS í nóvember síðastliðnum, í gegnum eignar-
haldsfélagið Hömlur, var því lýst yfir að höfuðáhersla
yrði lögð á að losna við eignimar svo fljótt sem kostur væri.
Tvær af þessum eignum standa enn eftir óseldar, og ekki
af minni gerðinni, en misjafnlega fýsflegar þó. Annað af
þessu er 85 prósenta hlutur í Samskipum, sem bókfærð-
ur var á um milljarð. Enn hefur ekkert gengið að
losna við skipafélagið og engar viðræður eiga
sér nú stað. Hin eignin er Reginn, sem metinn
var á rúmar 700 milljónir. Raunvirði eignar-
innar hlýtur að vera stór spurning, því hún
færir með sér stóran eignarhlut í fs-
lenskum aðalverktökum. Skemmst
er frá því að segja að engar tflraunir
hafa verið gerðar til að selja Regin,
enda enn að vænta hárra fjárhæða þaðan, þótt
gullkistan sé óðum að tæmast.
PRESSAN
0KEYPI8 SMAAIKIÝSINGU
• Áskrifendur fá birtar smáauglýs-
ingar í PRESSUNNI sér að kostnað-
arlausu. Þú þarft aðeins að hringja
auglýsinguna inn í síma 64 30 80.
^ ou
Stjörnu snakK
JÓN HALLDÓRSSON ÁLEIÐÚR STJÓRN SAMEINAÐRA...
, Aðalfundur Sameinaðra verktaka verður haldinn 27. apríl næstkomandi. Stefriir í
mikfl átök á frindinum og telja margir að stuttri og átakamikilli formannssetu Jóns
Halldórssonar ljúki þar. Undanfarið hefur Jón verið að færast sífellt lengra út í
horn í stjórn SV en fýrir skömmu varð hann fýrir því áfalli að stjóm SV vfldi ekki styðja
hann inn í stjóm íslandsbanka. Er því nú haldið ff am að aðrir stjórnarmenn séu aflir komn-
ir inn á stefriu svonefndra „umbótasinna'1 sem vilja leysa félagið upp á næstu 5 til 10 árum.
Þetta er einnig sjónarmið Landsbankans sem fer með hlut Regins í félaginu. Undanfarið
hefur verið í undirbúningi málarekstur vegna valdatöku Jóns í fyrra en líklegt er að fallið
verði ffá honum ef Jón hættir. Hann hefur barist fyrir því að SV verði rekið sem eignar-
haldsfélag en flestir munu telja að það sé ekld raunhæft effir að einkaleyfi tfl vamarliðsffam-
kvæmda fellur niður árið 1995.
BILALEIGUBILL I EINN SOLARHRING
INNIFALDIR 100 KM OG VSK
HLAÐBREKKU 2, SÍMI! 94-43300, FAX: 91 -42837, V/BSÍ, SÍMI: 91 -17570
Slappaðu af!!!
og hörkumjúkur
deig og Ijúfsœt
karamellujylling
Vert'ekki stíf og stirð og þver...
• • • taktu það rólega og fáðu þér bita af Cadbury's Caramel með
ljúffengri karamellu og þykkum og bragðgóðum súkkulaðihjúp.
Dreifíng Nói-Síríus h.f. Sími 28400, fax 38307.