Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 13
S KOÐA N I R Fimmtudagurinn 25. mars 1993 PRESSAN 7 3 HVERS VEGNA FJOLMIÐLAR Bera engir aðrir en skattgreiðendur ábyrgðina á útlána- tapi Landsbankans? VILHJÁLMUR EGILSSON,, FORMAÐUR VIÐSKIPTANEFNDAR ALÞINGIS, SVARAR Til hvers siðanefitd? „ Úrskurðir siðanefndar eru þess eðlis að langflestir blaðamenn eru hœttir að taka mark á nefndinni. Úrskurðirnir eru órök- studdir ogfullir afpersónulegri tilfinn- ingaútrás nefndarmanna — einskonar kjallaragreinar. “ „Ég reikna með að skatt- greiðendur þurfí að bera þá byrði sem þarna er sett á þá. Það eru margar ástæður fyrir því að setja þurfti fé inn í Lands- bankann. f fyrsta lagi má segja að kröfurnar um eigið fé hafí verið hertar og það hafi lengi legið fyrir að Landsbankinn gæti ekki mætt þessum kröfum, alveg óháð áföllunum sem bankinn hefur orðið fyrir. Af þeirri ástæðu er hluti þessa máls ótengdur erfiðleikunum sem bankinn hefur mátt þola vegna údánataps. Varðandi þann þátt- inn sem snýr að útlánatapinu þá hefur bankinn náð töluverðu inn með miklum vaxtamun og með þeim hætti hafa bæði lán- takendur og sparifjáreigendur eða aðrir viðskiptavinir bank- ans verið að borga tapið. Það má því segja að þeir séu að axla vissa ábyrgð. Landsbankinn hefur verið hluti af fjármálakerfi okkar og í gegnum tíðina hefur það bein- línis verið pólitísk stefna að fjár- málakerfið, hvort sem það er Landsbankinn eða sjóðir, væri ekki rekið eingöngu á viðskipta- legum grundvelli heldur einnig á pólitískum grundvelli. Margir, ekki þó allir, hafa litið á það sem beinlínis æskilegt að Lands- bankinn véki frá ströngustu viðskiptalegu sjónarmiðum í útlánum til að ná öðrum mark- miðum, sem stjórnvöldum væru þóknanleg. Þessir erfið- leikar bankans sem birtast í þessu útlánatapi eru frekar gjaldþrot pólitískrar stefnu en mistök einstakra manna. Þegar pólitísk stefha verður gjaldþrota er mjög erfitt að draga til ábyrgðar einhvern tiltekinn ein- stakling eða einstaklinga, sem hafa beinlínis verið kosnir af þjóðinni beint eða óbeint til að framfylgja þessari gjaldþrota stefnu. Að því leyti til hljóta þeir sem að hafa kosið þessa stefnu yfir sig að bera á henni ábyrgð. Þetta er einfaldlega það sem kjósendur eiga skilið. Ég tel að lærdómurinn sem draga má af þessu máli sé auð- vitað fyrst og fremst sá að það eigi að skipta um pólitíska stefhu og gera þá kröfu til Landsbankans hér eftir að hann verði alfarið rekinn á viðskipta- legum grunni. Ef pólitísk sátt næst um slíka stefnu er að sjálf- sögðu hægt að láta þá menn, sem bera ábyrgð á bankanum, „Égsé ekki að það sé neinnflöturá því að láta ein- hverja tiltekna ein- staklinga taka á sig ábyrgðina á þeim gerðum kjósenda sem hafa birst í pólitískri stefnu bankans á undan- förnum árum. “ standa og falla með gerðum sín- um þegar slík markmið hafa verið sett. Ég sé ekki að það sé neinn flötur á því að láta ein- hverja tiltekna einstaklinga taka á sig ábyrgðina á þeim gerðum kjósenda sem hafa birst í pólit- ískri stefnu bankans á undan- förnum árum eða áratugum. Menn hafa ekkert út úr því að vera að refsa einhverjum til- teknum einstaklingum fyrir að hafa framkvæmt þá stefnu stjórnvalda á hverjum tíma sem þjóðin hefur kosið yfir sig.“ Til hvers á Blaðamannafélag fslands að halda úti siðanefnd? Þetta er spurning sem blaða- menn hafa stundum velt fyrir sér. Eitt svar við henni er svona: Ef blaðamenn halda ekki sjálfir úti siðanefhd, sem þeir geta leit- að til sem telja sig misrétti beitta af blöðunum, mun ríkisvaldið búa til eitthvert batterí til að sjá um þetta. Einskonar umboðs- mann þeirra sem eru til um^öll- unar í blöðum. Ástæða þess að blaðamenn óttast slíkt batterí er sjálfsagt sú að þeir hafa miður góða reynslu af dómstólum — eða öllu held- ur dómurum. í hverju meið- yrðamálinu á fætur öðru hafa dómarar metið tjáningarffelsið léttvægt. Og það hefur enn ekki gerst að dómarar taki tillit til hlutverks fjölmiðla í samfélag- inu í dómum sínum. Rökin fyrir því að blaðamenn haldi úti siða- nefnd eru því sú að siðanefnd blaðamanna sé betri en hugsan- leg siðanefnd ríkisins. En hefur sú orðið raunin? Því miður er svarið nei. Úrskurðir siðanefndar eru þess eðlis að langflestir blaðamenn eru hætt- ir að taka mark á nefhdinni. Úr- skurðirnir eru órökstuddir og fullir af persónulegri tilfinninga- útrás nefndarmanna — eins- konar kjallaragreinar. Nefndin greinir kæruatriðin ekki niður. Hún á það til að dæma blaða- menn sem ekki hafa verið kærðir eða kallaðir fyrir á fund nefhdarinnar. Blaðamönnum er því ómögulegt að draga nokk- urn lærdóm af úrskurðum nefndarinnar. Nefhdin sjálf get- ur ekki einu sinni byggt á eldri niðurstöðum sínum af sömu ástæðu. Niðurstaðan hefur því orðið sú að blaðamenn sitja uppi með nefhd sem er verri en hægt er að gera ráð fyrir að ríkisvaldið mundi búa til. Og þeir bera ábyrgð á henni. Ef ríkið hefði búið svona nefnd til gætu blaða- menn í það minnsta gagnrýnt hana með góðri samvisku. Ég tel að komið sé að því að blaðamenn geri úrslitatilraun til að koma málefhum siðanefhdar sinnar í eðlilegt horf. Ef hún mistekst er réttast að leggja nefndina niður og láta öðrum eftir að skapa vettvang fyrir þá sem telja á sig hallað í blöðum. Að öðrum kosti verða blaða- menn að sætta sig við æ fleiri meiðyrðamál fyrir dómstólum í ff amtíðinni. Það er ekki hægt að bjóða þeim, sem telja sig hafa verið beitta misrétti í blöðun- um, upp á siðanefnd sem eng- inn tekur mark á — ekki einu sinni blaðamenn. Gunnar Smári Egilsson STJÓRNMÁL Dellumakerí í Ljósavatnsskarði „Þegar öllu er á botninn hvolft eru rökin fyrirþví að byggja 50 milljón króna Þor- geirskirkju þau ein að núna komast ekki nógu margir Þingeyingar saman íjarðar- farir. “ Hvað ætli íslendingar hafi fjárfest samtals síðustu áratug- ina í kirkjubyggingum? Hvað ætli við höfum byggt marga rúmmetra á mannsbarn handa guði? Hvað ætii þetta fé sé stór hluti af margumtöluðum er- lendum skuldum þjóðarbúsins? Ég veit það ekki. En það er rétt að taka það fram strax að það er mér fullkomlega að meinalausu að trúað fólk iðki sína trú í sérstökum húsum, og mér finnst meira að segja rétt- lætanlegt að slík starfsemi sé að ákveðnu marki styrkt úr opin- berum sjóðum. Það væri hins- vegar gaman að sjá einhvern reikna út svör við fjrirspurnun- um hér að framan, vegna þess að íslenskt dellumakerí og pen- ingafyllirí hefur óvíða annar- staðar náð þvílíkum himinhæð- um. Nú er ein vitleysan í viðbót í uppsiglingu fyrir norðan, nánar tiltekið í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarþingi. Þar hafa rögg- samir höfðingjar með sóknar- prestinn í fararbroddi búið sér til þann draum að allrabest byggðaráðstöfun sé um þessar mundir að byggja sér nýja kirkju. Og vegna þess að ekki er beinlínis til í sveitinni það fé sem til þarf er talið alveg sjálf- sagt að koma þessu byggingar- áformi með einhverjum hætti yfir á almenna skattborgara. Presturinn á Staðarfelli var að segja frá þessu um daginn í huggulegum spjallþætti á gömlu gufunni, og samkvæmt þeirri frásögn er þetta allt til- tölulega einfalt. Ný kirkja á Ljósavatni handa sosum rúm- lega tvöhundruð sóknarbörn- um í Kinn og Bárðardal á að kosta 50 milljónir, og arkitekt- inn hefur meira að segja gefið ffumteikninguna. Þetta fé er því miður ekki til í safnaðarsjóði. En við því hefur nú verið fundið það ráð sem í leikhúsmáli er einmitt kallað „deus ex mac- hina“ og Jónas Hallgrímsson þýddi einusinni af skömmum sínum sem „fjandann úr sauð- arleggnum“: Á Ljósavatni bjó í fýrndinni Þorgeir goði sá sem lá undir feldi við Öxará. Nú vill til að í lok áratugarins á að halda aldar- afmæli þeirrar snjöllu pólitísku málamiðlunar sem undan feld- inum spratt, kristnitökunnar árið 1000 eða 999. Og er þá ekki alveg gráupplagt að úr sameig- inlegum sjóðum landsmanna verði byggð Þorgeirskirkja handa prestinum og sóknar- nefhdinni í Kinn? Síðari tíðindi af þessari ráða- gerð herma að nú sé búið að stilla saman áróðursnefnd brottfluttra sveitunga í Reykja- vík til að ýta málinu áfram á æðstu stöðum. Henni mun nú hafa orðið það ágengt að frá veraldlegu og andlegu æðsta- ráði berast þau skilaboð að nú þurfi aleina að safna saman nokkrum krónum til að grafa holu í Ljósavatnslandi. Þegar heimamenn séu komnir með skóflurnar oní holuna hljóti að verða einhver ráð með að redda peningum í sjálfa kirkjubygg- inguna. Þegar í útvarpinu var spurt um ástæður þessarar nýju kirkju varð heldur fátt um svör. Þó kom fram að söfnuðurinn hefur víst ekkert eigið húsnæði. Þá væri gamla kirkjan svo lítil að við meiriháttar jarðarfarir í sveitinni kæmi fýrir að þar væri þröngt setinn bekkurinn, og hrektust sumir útí bíl og yrðu að leggja þaðan við eyrun gegn- um vindgnauð og ýmsa gnístr- an. Þessa litiu og úreltu kot- kirkju sé reyndar þegar búið að gefa kristilegum æskulýðssam- tökum og verði hún í fyllingu tímans flutt suður yfir heiðar og sett þar niður í sumarbúðum barna rétthjá matsalnum og bátaskýlinu. Nú vill svo vel til að undirrit- aður varð að manni í sveit hjá Þórhalli á Halldórsstöðum á öndverðum sjöunda áratugn- um, ogþekkir aðeins til í Köldu- Kinn. Þessvegna er það hérna- megin alveg á hreinu að kirkjan á Ljósavatni, næstum aldar- gömul, turnlaus, með máluðum stjörnum í blálofti, búin gjafa- munum frá sóknarbörnunum, — hún er ekki aðeins alveg nógu stór fyrir hverja meðal- guðsþjónustu í sveitinni, heldur felast einnig í kirkjunni merki- leg menningarverðmæti sem einmitt Kinnungum ber skylda til að varðveita heima hjá sér, að hinum fomffæga kirkjustað við Ljósavatn. Það er líka klárt að þurfi Kinnungar pláss til að stunda félagsstarf — þá er nóg til af slíku plássi. Þegar er fyrir ágætt félagsheimili í miðri sveit, Ljós- vetningabúð. Aðstaðan þar er víst ekki alltof vel nýtt núna, og hlýtur að vera auðvelt fyrir söfhuðinn að fá þar inni. Er fé- lagsheimilið í um það bil fimm- tán mínútna akstursfjarlægð ffá Ljósavatnsskarði. Nokkru eftir að þetta félagsheimih Kinnunga var risið á miðjum sjöunda ára- tugnum hófust framsýnir for- ystumenn í nokkrum ná- grannahreppum svo handa um að byggja glæsilegan heimavist- arskóla í landi Stóru-Tjarna í Ljósavamsskarði. Sú bygging er nú vinsæll gististaður á sumrin, enda aðstaða hin besta og nátt- úra stórfengleg umhverfis. Hinsvegar er heimavistarskól- inn sagður ekkert ofnýttur á veturna núorðið, og ætti að vera hægur vandi fyrir söfhuðinn að fá inni með sitt starf þar í hús- um. En ffá Ljósavatnskirkju að Stóru-Tjörnum er innan við fimm mínútna akstur. Þegar þessu er öllu á botninn hvolft kemur sumsé í ljós að rökin fyrir því peningaævintýri á Ljósavatni sem nú er sagt kosta „aðeins“ 50 milljónir eru hérumbil þau ein að það kom- ast ekki nógu margir Þingeying- ar saman í fjölmennustu jarðar- farir í gömlu kirkjunni. En með fullri og verðskuldaðri virðingu fyrir minningu Kinnunga fyrr og síðar er þetta einfaldlega ekki nógu góð ástæða fýrir prestinn og sóknarnefndina og brott- flutta vini þeirra í Reykjavík til að seilast í almenna sjóði eftir byggingarfé. Ef menn ætluðu raunveru- lega að heiðra Þorgeir gamla — þá væri miklu nær að minnast hans á raunverulegum sögu- stað, við fossinn þangað sem hann steypti goðum sínum, — Goðafoss í Skjálfandafljóti rétt ofan þeirrar Þingeyjar sem þetta sæla hérað dregur af nafh sitt. Færi ágætlega á minnisvarða Þorgeirs í nánd við kaupfélags- útibúið á Fosshóli. Þar væri lfka alveg kjörið að stofna í hans minning til einskonar ferða- mannamiðstöðvar þarsem fengist sýn um nærsveitirnar, og kynntir yrðu til sögu ýmsir sveitungar Þorgeirs goða. Til dæmis drengurinn knái frá næsta bæ, í Hriflu, sem aldrei hefði látið sér detta í hug jafn- fráleita peningahít og fýrirhug- að dellumakerí á bökkum Ljósavatns. Sem að sínu leyti er auðvitað ekki annað en lítil dæmisaga um það hvernig við íslendingar förum að því að klúðra flestum tækifærum sem okkur gefast. í herrans nafni og fjörutíu. Höfundur er islenskufræðingur. A UPPLEIÐ ÞÓR VILHJÁLMSS0N FORSETI HÆSTARÉTTAR Eftir marga skrýtna dóma sem ganga þvert á tjáningar- og prentfrelsi kvað Hæstiréttur í vik- unni upp fyrsta sýknu- dóminn í meiðyrðamáli á þessari öld. JÓNAS KRISTJÁNSS0N RITSTJÓRI DV Það erskárri kostur fyrir blaðamann að láta vald- hafa (og líka bankastjóra) úthúða sér en þiggja afþeim blíð- yrðin og bukta sig — eins og Mogginn gerir. BJARNIDAGUR JÓNSS0N ÚTVARPSMAÐUR Eftir Landsbanka-farsann isíðustu viku stóð það uppúrí huga sumra að Bjarni Dagurog Sigursteinn Másson____________ hefðu skelft þjóðina með heimskulegu tali um bankann. Aðalatriði Landsbankamálsins var því ekki peningarnir sem almenningurþurfti að leggja til bankans, töpuð útlán undanfarinna ára eða neitt slíkt. Aðalatrið- ið var það sem Bjarni Dagur sagði. Hvorki fyrr né síðar hafa orð hans skipt jafnmiklu máli. Á NIÐURLEIÐ I FRIÐRIK ÓLAFSS0N SKRIFSTOFUSTJÓRIALÞINGIS Tilraunir hans til að blanda sér — og þar með Alþingi — í vafasöm samskipti Spasskís og Fi- schers við Serba eru komnar út í öfgar. Fyrst vildi hann dæma í einvig- inu og nú vill hann endi- lega tefla við Spasski. Sem betur fer sagði Spas- skí nei takk. ÞÓRÐUR ÓLAFSS0N FORSTÖÐUMAÐUR BANKAEFTIRLITSINS Davið Oddsson neyddi hann til að éta ofan í sig stóryrðin og gerði hann aukþess að fífli þegar fréttamaður- inn spurði Davíð út í efn- isatriði í samtali þeirra tveggja. Davíð sagði að samtalið hefði verið milli Davíðs og Þórðar og Davíð mundi engum segjafráþvi. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSS0N FORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS I hvert sinn sem sósíalisti vinnur kosn- ingasigur einhvers staðarí heiminum eignar Ólaf- ur sér hluta í sigrinum. Af , leim sökum sekkur hann með sósíalistunum þegar i oeir tapa — eins og í Frakklandi nú.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.