Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 11
U T T E K T
Fimmtudagurinn 25. mars 1993
PftESSAN 1 1
ÖSSUR Skarphéðinsson
„Menn notuðu reikninga
fyrir óbirtar auglýsingar til
að afla sérfjár."
ekki opinbert plagg að öðru
leyti.“
Finnur sagði ársveltu flokks-
ins vera á bilinu 10 til 12 millj-
ónir. Tekjur koma einkum frá
sölu happdrættismiða tvisvar á
ári, kannski 6 til 8 milljónir, en
afgangurinn frá töluvert um-
fangsmiklu styrktarmannakerfi
flokksins.
Sérfræðiaðstoð við þing-
flokkinn er nýtt til að greiða
starfsmanni hans og öðrum sér-
fræðingum sem þingmenn hafa
þurft að leita til, að sögn Páls
Péturssonar þingflokksfor-
manns. Styrknum til útgáfu-
mála er hins vegar skipt sam-
kvæmt ákveðinni formúlu á
milli kjördæmasambanda, sem
hafa býsna frjálsar hendur um
ráðstöfun hans. Mörg gefa út
héraðsfréttablöð, svo sem Þjóð-
ólf, Einherja og Austra, en hjá
öðrum, til dæmis í Reykjavík, er
engin reglulegblaðaútgáfa.
Framsóknarflokkurinn notar
hins vegar hluta þessa fjár til að
greiða gamlar skuldir sem eiga
rætur í rekstri Tímans og NT.
Þar eru enn útistandandi um
tuttugu milljónir, en heildar-
skuldin var líklega á annað
hundrað milljóna að núvirði.
Að sögn Finns er vonast til að
þessum greiðslum verði lokið
eftir fjögur til fimm ár.
Þegar umsvifúm héraðssam-
banda er bætt við veltu lands-
flokksins verður heildarvelta
framsóknarmanna um 27 millj-
ónir króna samkvæmt þessu. Af
því er ríkisstyrkurinn um 16
milljónir eða 60 prósent.
íhaldið fær áttatíu
prósent frá ríkinu
Sjálfstæðisflokkurinn fær
langstærstan hluta ríkisstyrkj-
anna, samtals um fjörutíu millj-
ónir. Þar fengust hins vegar tak-
markaðar upplýsingar um fjár-
haginn. „Ársreikningar Sjálf-
stæðisflokksins eru afgreiddir í
fjármálaráði flokksins og mið-
stjórn. Þar hafa allir, sem koma
þeir við, að þeim greiðan að-
gang, í samræmi við skipu-
lagsreglur flokksins," sagði
Kjartan Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri þegar PRESSAN
bað um eintak af nýjustu árs-
reikningum flokksins.
Kjartan vildi ekki gefa upp
nákvæmlega hver velta Sjálf-
stæðisflokksins væri né heldur
nefna aðrar kennitölur um fjár-
mál flokksins. Hann sagði
styrktarmannakerfi mikilvæga
tekjulind flokksins, auk þess
sem hann hefði tekjur af auglýs-
ingum og útleigu á tveimur
hæðumíValhöll.
Óhætt virðist að áætla að
Sjálfstæðisflokkurinn sem slík-
ur velti að minnsta kosti fjöru-
tíu milljónum króna, auk þess
sem þingflokkurinn fær tíu
milljónir tfl eigin ráðstöfunar. Á
flokksskrifstofunni er ráðstafað
þrjátíu milljónakróna ríkisstyrk
til útgáfumála og gera má ráð
fyrir að aðrir tekjustofnar skili
hátt í tíu milljónum. Kjartan
sagði ríkisstyrkinn renna til út-
gáfumála á vegum flokksins
eins og lög og reglur gerðu ráð
fyrir.
Miðað við fimmtíu milljóna
króna heildarveltu eru fjörutíu
milljónirnar, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn fær frá ríkinu, um
áttatíu prósent veltunnar.
Þjóðviljahít og kosn-
ingaskuldir
Hjá Alþýðubandalaginu
fengust allar upplýsingar um
síðustu ársreikninga, svo og
áætlanir þessa árs. Að sögn
Einars Karls Haraldssonar er
gert ráð fyrir að flokkurinn velti
um 25 milljónum á þessu ári og
eru þar innifaldar fimm millj-
ónir í sérstakri söfnun meðal
flokksmanna til að ráðast gegn
slæmri skuldastöðu flokksins.
Alþýðubandalagið fær rúm-
lega 16 milljónir í ríkisstyrk á
þessu ári eða um.65 prósent
veltunnar. Það eru bæði styrkir
ætlaðir til útgáfumála og til
þingflokks. Eins og hjá Alþýðu-
flokki telst framkvæmdastjóri
starfsmaður þingflokks og
gengur síðarnefndi styrkurinn
því til launagreiðslna hans.
Styrkur „til útgáfumála" rennur
hins vegar til flokksins og kjör-
dæmablaða hans.
Af ársreikningi 1991 má ráða
að einungis Austurland naut
fjárhagsaðstoðar flokksins, að
upphæð þrjár milljónir króna.
Ekki verður séð að fénu sé varið
í aðra reglulega útgáfu, nema
hvað Alþýðubandalagið er enn
að greiða skuldir vegna Þjóð-
viljans heitins. Þegar samið var
við Landsbankann um þær
skuldir tók bankinn reyndar
„veð“ í ríkisstyrkjum sem Al-
þýðubandalagið fengi í framtíð-
inni og er það líklega einsdæmi
í bankasögunni. Skuldir vegna
Þjóðviljans námu hátt í eitt
hundrað milljónum króna, en
Alþýðubandalagið hefur mátt
sjá á eftir tuttugu milljónum í
þær greiðslur á árunum
1991-1993.
Flokkurinn skuldar þar fyrir
utan um fjórtán milljónir króna
sem að mestu má rekja til kosn-
inganna 1991. Það er svipuð
staða og fyrir ári, en til stendur
að grípa til sérstakrar söfnunar
meðal flokksmanna til að vinna
á þeirri skuld, að sögn Einars
Karls.
Konur á framfæri
hins opinbera
Kvennalistinn nýtur þeirrar
sérstöðu að vera svo til ein-
göngu rekinn fýrir fé skattgreið-
enda. Eins og hjá Alþýðubanda-
lagi voru engin vandkvæði á að
fá afhenta nýjustu ársreikninga,
sem lagðir voru fram á lands-
Einar Karl Haraldsson
„Mikilvægt að komast hjá
því að þetta sé eitthvert
feimnismái."
fúndi Kvennalistans í október.
1 stuttu máli fékk Kvennalist-
inn í fyrra 97 prósent tekna
sinna, um tíu milljónir króna,
frá skattgreiðendum. Á kosn-
ingaárinu 1991 varþetta hlutfall
93 prósent og má því segja að
skattgreiðendur hafi borgað
kosningabaráttu flokksins í
heild sinni.
Báðir ríkisstyrkirnir renna
beint til rekstrar flokksins. „Til
útgáfumála" rann svo að segja
ekki neitt af þeim átta milljón-
um sem ríkið veitti til þeirra á
síðasta ári. Hálf milljón fór til
útgáfu fréttabréfs og auk þess
átta hundruð þúsund til tíma-
ritsins Veru. Það var lán, en
ekki framlag.
Það vekur athygli að af um
tíu milljóna króna tekjum tókst
Kvennalistanum að skila rúm-
lega fjögurra milljóna króna
tekjuafgangi. Flokkurinn er auk
þess skuldlaus.
Aðspurð kvaðst Kristín
Halldórsdóttir, starfskona
þingflokksins, telja það eðlilegt
að stjórnmálaflokkar nytu
framlaga frá hinu opinbera. Það
væri eðlilegra og hreinlegra en
að þeir gengju betlandi á milli
fýrirtækja, sem byði upp á spill-
ingu eins og dæmin sönnuðu í
kringum okkur.
Kjartan Gunnarsson
„Ég er hissa og eiginlega
sorgbitinn yfirþví viðhorfi
að það hljóti að vera óreiða
eða eitthvað óeðlilegt við
fjármál stjórnmálaflokka."
Ekkert eftirlit
Af ofangreindu má ráða að í
fæstum tilfellum ráðstafa
stjórnmálaflokkarnir ríkis-
styrkjum „til útgáfumála11 eða
„til sérfræðiaðstoðar þing-
flokka“, þótt þeir séu eyrna-
merktir þannig á fjárlögum.
Þegar leitað var svara í kerfinu
kom ennffemur í ljós að ekkert
utanaðkomandi effirlit er með
því hvernig þessu fé er varið.
Sigurður Þórðarson ríkis-
endurskoðandi sagði sína stofh-
un ekki hafa skoðað þessi mál
og engar sérstakar fyrirætlanir
væru um það. Skattyfirvöld
sýndu málinu eðlilega lítinn
áhuga, enda flokkarnir hvorki
framtals- né skattskyldir. í öll-
um tilfellum árita löggiltir end-
urskoðendur ársreikninga
flokkanna og að minnsta kosti
þingflokkur Álþýðuflokks skilar
sínum reikningum til forseta
þingsins. Hvorugt virðist þó
koma í veg fyrir-að flokkarnir
noti skattpeningana að eigin
geðþótta og til eigin rekstrar —
án alls eftirlits og sumir án þess
að hleypa skattgreiðendum í
reikninga sfna.
Karl Th. Birgisson
REIKMRiAR IIGIil
fJÍRFRAMLÍRIII
I kringum kosningar hafa
flokkarnir allar ldær úti til að ná
í peninga í dýra baráttu. Auk
hefðbundinna fjáröflunarleiða
er þá beitt öðrum og sumum
beinlínis ólöglegum. Þar á með-
al er sú aðferð að gegn framlagi
fýrirtækis er gefinn út reikning-
ur fýrir auglýsingu, sem í mörg-
um tilfellum birtist þó aldrei.
Viðkomandi fyrirtæki getur
þannig skráð framlagið sem
kostnað hjá sér, fengið það
dregið frá tekjuskattstofhi — og
losnað við áganginn sem fýlgdi
því ef auglýsingin birtist í raun
og veru.
Þetta er hreint lögbrot, en
hefur viðgengist lengi hjá flokk-
unum. Forsvarsmenn þeirra eru
tregir til að viðurkenna það —
með nokkrum undantekning-
um.
„Það væri ekki satt að segja
að þetta hefði ekki gerst,“ sagði
Egill Heiðdal, framkvæmda-
stjóri Framsóknarflokksins.
„Þetta er hlutur sem við höfum
nýtt okkur í kringum kosninga-
baráttu þegar ýmiss konar
blaðaútgáfa er í gangi. Þá hafa
menn í sumum tilfellum ekki
viljað styrkja okkur með öðrum
hætti.“
Sigurður Tómas Björg-
vinsson, ffamkvæmdastjóri Ál-
þýðuflokksins, kannaðist ekki
við að gefnir væru út falskir
auglýsingareikningar gegn
ffamlögum fýrirtækja. Formað-
ur flokksins, Jón Baldvin
Hannibalsson, viðurkenndi
þó í samtali við PRESSUNA
fýrir hálfu öðru ári að þetta
tíðkaðist hjá Alþýðuflokknum
eins og annars staðar.
„Ég minnist þess þegar ég
starfaði hjá öðrum stjórnmála-
flokki að menn notuðu reikn-
inga fýrir óbirtar auglýsingar í
ákveðnu dagblaði til að afla sér
fjár,“ sagði össur Skarphéð-
insson, þingflokksformaður
krata, og var augljóslega að vísa
í veru sína í Alþýðubandalag-
inu. Einar Karl Haraldsson
kannaðist við að þetta hefði
tíðkast fýrir sína tíð í stól fram-
kvæmdastjóra, en sagði að nú
væri í flestum tilfellum gefin
kvittun fyrir fjárffamlagi eða
auglýsingar birtust eins og til
væri ætlast.
í skattkerfinu fengust þær
upplýsingar að viðskipti stjórn-
málaflokka og fýrirtækja hefðu
ekki verið til skoðunar, enda
væru stjórnmálaflokkarnir ekki
framtals- eða skattskyldir og
ekki forgangshópur á annars
yfirhlöðnum borðum skatt-
rannsakenda. Háttsettur maður
hjá embætti skattrannsóknar-
stjóra hafði ekki fyrr heyrt af
fölsuðum auglýsingareikning-
um þegar blaðamaður nefndi
honum dæmi þess í vikunni.
Honum þótti sagan athygli
verð, en átti ekki von á að málið
yrði skoðað.
Kvennalistinn er eina stjórn-
málaaflið sem ekki leitar til fýr-
irtækja um fjárstuðning. „Við
reynum að fá auglýsingar í
Veru, en við höfum aldrei beðið
um fé frá fyrirtækjum né þau
sóst effir því, svo ég viti til. Ætli
þau telji sig hafa nokkuð á því
að græða að styrkja Kvennalist-
ann?“ sagði Kristín Halldórs-
dóttir, starfskona þingflokks-
ins.
Einar Karl sagði Alþýðu-
bandalagið leita í litlum mæli til
fýrirtækja, en þegar það gerðist
væri engin leynd yfir þeim
greiðslum. Ekki er hægt að full-
yrða hversu stór hluti frjálsra
framlaga kemur frá fýrirtækj-
um, en örugglega verður ekki
komist í gegnum dýra kosn-
ingabaráttu án þess.
Það orð hefur lengi legið á
Sjálfstæðisflokknum að hafa
greiðari aðgang að fé frá fýrir-
tækjum en aðrir flokkar. Þar
tíðkast ekki í jafnríkum mæli og
hjá öðrum að forystumenn beiti
sér beint við fjáröflun, en sér-
stök fjáröflunarnefnd undir for-
ystu Ingimundar Sigfussonar
í Heklu heldur utan um þau
mál. Og reglulega eru haldnar
„Þakkargjörðarhátíðir“ þar sem
helstu fjárhagsstuðningsmönn-
um flokksins er boðið til sam-
kvæmis á hans vegum. Þangað
mæta tugir og upp í hundruð
manna, helstu styrktarmenn og
stórir auglýsendur, síðast fyrir
um það bil ári.
Fullyrða má að ekki fá allir
venjulegir flokksmenn aðgang
að samkvæminu, en aðspurður
sagði Kjartan Gunnarsson
ekki vera neinn „verðmiða“ að
þessari samkomu. „Okkur
finnst eðlilegt og sjálfsagt að
gefa þessu fólki tækifæri til að
hitta þá sem eru í félagsstarfi hjá
flokknum við óformlegar kring-
umstæður. Þetta er fjöldi fólks,
enda margir sem kjósa flokkinn
og vilja leggja honum lið að
öðru leyti.“