Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 18

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 18
SKALDIÐ, SAMVISKAN & SOVET 18 PRESSAN Fimmtudagurinn 25. mars 1993 Pétur Már Ólafsson ÚTGÁFUSTJÓRIVÖKU-HELGAFELLS í beinu samræmi við sannfær- ingu hans Ólaíur Hannibalsson BLAÐAMAÐUR Hann var bar, sá, heyrðl og hreifaði á Talaði Laxness gegn betri vitund í Gerska œvintýrinu? „Já, á því er í mínum huga enginn vafi. Raunar segir Lax- ness það sjálfur ansi berum orðum í Skáldatíma. En jafnvel í þeirri bók er hann minna en hreinskilinn. Hann var ekki bara nytsamur sakleysingi, sem lét „tilleiðast að trúa málsvörum á staðnum [mönnum] sem ekki voru frjálsir að segja hug sinn og þarafleiðandi ómerkir orða sinna og ýmist þögðu „góðri“ þögn eða höfðu uppi „rétta“ hræsni“. HKL var ekki einfeldningur. Hann var ekki borgaralegt dek- urbarn úr þröngu umhverfi langskólagenginna mennta- manna. Hann var þvert á móti einhver víðförlasti menntamað- lir sinnar samtíðar, með hald- góðan samanburð á lífi venju- legs múgafólks um allan Vest- ur-Evrópu og Norður-Ameríku. Og hann dvaldi langdvölum í Sovétríkjunum á þeim tíma, sem Stalín og stalínisminn voru að festast í sessi. Hann var þar, sá, heyrði og þreifaði á. Hann lýsti „sósíalískri framn- ingu þjóðreisnar“ án stórra fyr- irvara. Hann var viðstaddur réttarhöldin yfir Búkharín & co. og gaf vinstrisinnuðum íslend- ingum hina kórréttu skýringu. Sömuleiðis á vináttusáttmála Hitlers og Stalíns. Item á inn- limun Póllands. Hann var ekki venjulegur apologisti fyrir sína nýju trú, sem stríddi þvert gegn þeim staðreyndum, sem hann sá og heyrði. Hann var virkur framníngarmaður, sem gaf gömlu kommúnistaforingjun- um línuna eftir komuna frá Moskvu og lagði nýstofnuðum Sósíalistaflokki til það veganesti óbifandi sovéthollustu, sem ein- kenndi hann nær alla tíð og hlaut sína fyrstu eldskírn í „Finnagaldrinum". Það var þetta sem mörgum gömlum flokksjaxlinum sárnaði við út- komu Skáldatíma: Hefði HKL skýrt frá staðreyndum á þeim tíma hefðu þeir ekki sparkað Héðni Valdimarssyni út í kuldann og sagan kannski orðið önnur? í Skáldatíma er sagt ffá sam- tali þeirra HKL og Brechts um ritskoðun: hvemig bók geti ver- ið góð þótt hún sé vond, og vond þótt hún sé góð, mæld á mælikvarða einhvers rétttrún- aðar. Síðan segir HKL: „Form- úlan schlecht aber gut ber í sér að maður hafni staðreyndinni í hvaða mynd sem er andspænis þeirri skyldu að boða hina „góðu“ kenníngu. Hér er enn lifandi kominn málstaður mið- aldakaþólskunnar gegn trúvillu. Tiltekin bók afneitar staðreynd- um; hún er ílla skrifúð og full af lýgi og vitleysu, en hún er góð af því að hún boðar rétta kenn- íngu. Sá sem segir svart hvítt, maðurinn sem lætur segja sér Halldór Laxness varð einn fárra Vesturlandabúa vitniað tveimur hátindum ógnarstjórnarStalíns; hungursneyðinni í Úkraínu og réttarhöldunum yfir Búkharín. Það erþví eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvernigjafnglöggur maður og hann gatskrifað um Stalín og Sovétríkin með þeim hættisem hann gerði. „Allt líf þessara litlu greya var samið að óbrigðulum venjum; vaninn verður þeirra besti vin- ur. Þau eru öll látin sofna jafn snemma á kvöldi og vakna á sömu stund að morni. Á daginn sofha þau öll á sömu mínútu og sofa jafn leingi... Það er ein- kennilegt að í vísindalega reknu barnaheimili heyrist minni grátur en í fjölskyldu þar sem tvö smábörn eru í heimili... Ég spurði hvort þau vöknuðu ekki á næturnar til að orga, en var sagt að það þektist ekki. Þeim er aldrei komið uppá þann vana. Þau sofa í einum dúr.“ Halldór Laxness er hér í ferðabók sinni / Austurvegi (1933) að lýsa kornabörnum rússnesku alþýðunnar, sem vissulega virðast engu ungviði lík enda fædd á ffamfaratímum fimm ára áædunar Stalíns. Á fjórða áratugnum fór Hall- dór Laxness tvær ferðir til Sov- étríkjanna í boði stjórnvalda þar. Sú fyrri var farin 1932, hin seinni fimm árum síðar. Eftir fyrri ferðina sendi hann ffá sér bókina I Austurvegi. Af þeirri bók mætti helst ráða að um pennann héldi hagfræðingur Sovétstjórnar en ekki skáld með dágóðan skammt af snilligáfu. Innan um endalausar, þurrar talnarunur vitnar Laxness þar í Lenin og Stalín af miklu öryggi en skrif hans sjálfs eru jafnþurr og textar félaganna. Bókin er beinlínis illa skrifuð og slær flestar ferðabækur út í leiðind- um. Gerska œvintýríð sem kom ÓLAFUR HANNIBALSSON „Hefði HKL skýrt frá stað- reyndum á þeim tíma hefðu þeir ekki sparkað Héðni Valdimarssyni útí kuldann og sagan kannski orðið önnur." að festa upp orðin „Arbeit macht frei“ yfir portinu í Au- schwitz, hvort er hann heldur hlægilegur eða aumkunarverð- ur? Kannski heilagur maður? Mér er ljóst að þetta hitti sjálfan mig að því leyti sem ég skrifaði tvær bækur í þeirri trú og von að jafnvel harðstjóm sem fýlgdi góðri stefnu gæti látið gott af sér leiða.““ út 1938 er að ýmsu leyti ástríðu- þrungin bók og ekki leiðinleg aflestrar, en þar virðist bara svo fjarska margt byggt á misskiln- ingi skáldsins. Um bækurnar I Austurvegi og Gerska ævintýr- fð má sem best nota orð Lax- ness sjálfs. Hann sagði um grein er hann hnfði ritað um dvöl hjá Benediktsmunkum að hún væri skrifúð „af þeim hætti sem ein- kennir trúmenn þá er þeir vitna um sýn af helgum stöðum trúar sinnar; verður ógerlegt af lýs- ingunni að sjá að þeir hafi kom- ið þar. Eftilvill stafar þetta af því að staðurinn er ekki til í reynd- inni einsog þeir sjá hann“. Það kom á daginn að þau Sovétríki sem Laxness sá og vitnaði um af svo mikilli hrifn- ingu voru ekki til nema í draumórum heittrúaðra Sovét- vina. Raunveruleiki Sovétríkj- anna var allt annar, eins og Lax- ness síðar viðurkenndi. En á fjórða áratugnum virtist hann þess fullviss hvorum megin sannleikurinn lægi: „Það er mjög nauðsynlegt að segja satt um Ráðstjórnarríkin, einkum og sérílagi í hópi sósíalista og þegar talað er um fyrir verka- mönnum,“ sagði hann af al- vöruþunga í Gerska ævintýr- inu. Hér eru sýnishorn af þeim sannleiksbrotum sem hann sýndi íslenskri alþýðu og sósíal- istum í Gerska ævintýrinu: „...alstaðar skín Ijós byltíngar- innar, hugsjón sósíalismans; það er verið að skapa nýtt land, nýa þjóð, nýan heim...“ („nýa Guði“, bætti Laxness við í yngri gerð verksins, en það var síðari tíma uppgötvun hans). Og Laxness heldur áffam í hrifningarvímu: „Nú hafa þessar þjóðir verið vaktar til nýs lífs, fangelsisdyrnar hafa verið opnaðar. Heimurinn stendur þeim opinn með öll- um þeim verðmætum sem hann hefur að bjóða; galdur- inn er að kunna að þiggja, skilja að maður er frjáls. Hví- líkt happ að Lenín skyldi hafa elskað þá og gefið þeim heim- inn! Og þvílíkt lán að Stalín skuli halda uppi merki Leníns á sömu braut!“ („á sömu braut“ voru orð sem Laxness sá ástæðu til að kippa úr end- urútgáfúnni).“ f Sovétríkjunum varð Lax- ness vitni að þeim skrípaleik sem réttarhöldin yfir Búkhar- ín og félögum hans voru. Á þessum tíma var Stalín að losa sig við alla hugsanlega óvini og keppinauta en þeir leynd- ust að hans áliti í hverju homi. Laxness sá ekkert athugavert: „Búkharínsmálið, niðurlagið á baráttu ráðstjórnarinnar við glæpafélög hægrimanna og trotskista, eru mannkyns- sögulegur viðburður fyrstu stærðar, einhver stórkostleg- ustu pólitísk reikningsskil vorra tíma.“ Skáldatími og nýjar skýringar Seinna kom annað hljóð í strokkinn. Þegar Halldór leit um öxl í Skáldatíma, aldar- fjórðungi eftir að Gerska æv- intýríð kom út, var ekki laust við að vottaði fyrir sjaldgæfri „Skiptir það máli? Umræða sem þessi er nokkr- um árum á eftir tímanum enda gerði Halldór Laxness upp þær skoðanir sem hann heldur á loft í Gerska æfintýrinu fyrir ná- kvæmlega þrjátíu árum. Spurn- ingin skiptir engu máli þegar rætt er um skáldverk hans nú, lestur þeirra og túlkun, enda ævisöguaðferðin löngu aflögð í bókmenntafræðum. Uppgjör hans við Stalín og Sovétrfkin fór fram í Skáldatíma (1963). Þar segir hann: „Ég hefði ekki skrifað eins um Búkharín og ég gerði hefði ég ekki trúað því sem mér var sagt... Stærsta axarskaft okkar vinstrisósíalista fólst í trúgirni. Það er í flestum tilfellum meiri glæpur að vera auðtrúa en vera lygari. Við höfðum hrifist af byltíngunni og bundum vonir okkar við sósíalisma. Sannur tómás trúir hinsvegar ekki að lausnarinn hafi risið upp þó hann þreifi á naglaförunum og síðusárinu. Við trúðum ekki af því aðrir lygju að það væri gott, heldur af því að við lugum því að okkur sjálfir. Afneitun stað- reynda fylgir oft dýrmætustu vonum manna og hugsjónum.“ Þegar Gerska æfintýrið er skrifað (1938) stóðu menn ffammi fyrir tveimur valkostum í heimspólitíkinni: Kommún- isma eða nasisma — Stalín eða Hitler. Halldór tók afstöðu með Sovét-Rússlandi sem var í beinu samræmi við sannfæringu hans. Það sem þar fór aflaga í fram- kvæmd sósíalismans — eins og þá var sagt — má segja að hann hafi litið á sem einskonar vaxtar- verki nauðsynlegrar og dýr- mætrar þróunar, líkt og Peter Hallberg segir í fyrra bindi bók- PéturMárÓlafsson „Spurningin skiptir engu máli þegar rætt er um skáldverk hans nú, lestur þeirra og túlkun, enda ævi- söguaðferðin löngu aflögð í bókmenntafræðum." ar sinnar Húsi skáldsins. Hali- dór slær ekki striki yfir fortíð sína eins og fram kemur í Skegg- ræðum gegnum tíðina (1972) en þar lætur hann fyrri afstöðu sína standa óhaggaða í réttu samhengi: „...þær hugmyndir sem ég hef haft eru og verða fróðlegur partur af sjálfum mér eins fyrir því þó fyrri skoðana- kerfi hafi að einhverju leyti eða í heilu lagi verið gerð upp sem gjaldþrot andspænis staðreynd- um.“ Spurningin hvort Halldór Laxness talaði gegn betri vitund í Gerska œfintýrinu er því ekki sérlega brýn nú, rúmlega hálfri öld síðar. Ollu staðbetra fóður er að lesa skáldverk hans og njóta þeirra kræsinga sem hann ber á borð fyrir okkur þar.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.