Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 4
PRESSAN F R ETT I R Fimmtudagurinn 25. mars 7 993 Forsetinn velur út- lenskt „Mér brá óneitanlega þegar ég heyrði ífréttum, aðforsetinn væri að fara til Kaupmanna- hafiwr með SAS hinn 10. mars sl. Hvernig máþað vera að þjóðhöfðingi [slands flýgur ekki með íslenskuflugfélagi, sem þennan tiltekna dagfór klst.fyrren SAS? Hvað með „veljum íslenskt“, oghverer meiningin að baki þessum orðum? Eins veitégað opin- berir starfsmenn og ríkisstjórn okkar hefurferðast allt of oft með SAS til ogfrá Kaup- mannahöfn. Þar sem þessir aðilarferðast á kostnað okkar skattgreiðenda, þá œtlumst við til að þeir styðji við bak Flugleiða, sem t.d.fljúga á hverjum degi til Kaupmanna- hafnar." 180440-4109 ÍDV. Kvartað til ráðuneytis undan fulltrúa sýslumanns í Hafnarfirði Sakaðurum að njósna um heimilislíf fólks Sveinn Bjömsson forseta- ritari:„Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fór umrædda ferð til Kaupmanna- hafnar í einkaerindum og bar því alfarið kostnaðinn af henni sjálf. Hvað varðar ferðir henn- ar erlendis á vegum embættis- ins skal það tekið skýrt fram, að forsetinn ferðast aldrei með öðru flugfélagi en Flugleiðum, þegar þess er kostur. Svo er einnig um allflestar þeirra ferða sem hún fer á eigin veg- um. Forsetinn flýgur svo að segja alltaf með Flugleiðum í einkaerindum sínum. Um- rædd ferð með SAS var því að- eins undantekning, en það vildi svo til í þetta sinn að það hentaði betur að ferðast með skandinavíska flugfélaginu.“ # # • Óskiljanleg íslenska „Égbrá mér ákvikmyndina The Crying Game um daginn og þýðing hennar bar þess merki aðþýðandinn kynni hvorki ensku né islensku al- mennilega oghefðialdrei til Bretlandskomið. Églagðiekki allar vitleysumar á minnið en nokkrir augnbrjótar standa þó eftir... Þýðingþessarar myndar, þótt hún vœri afleit, er því miður sist verri en megnið afþeim þýðingum sem íslenskir kvikmyndahúsa- gestirverða að þola. Það er ansi hart að sitja ifyrsta flokks sœtum,fyrirframan splunku- nýjar stórmyndir, umkringd- ur besta hljóðkerfi heims og horfa upp á óskiljanlegt bull á handónýtri íslensku.“ Grétar Hjartarson, stjóm Félags kvikmyndahúsaeig- enda: „Þýðing erlendra kvik- mynda í kvikmyndahúsum borgarinnar er upp og ofan og auðvitað gæti hún oít verið betri, eins og bréfritari bendir réttilega á. Það er því fúll fyrir að heilla útlend- ingana upp úr skón- um með fantagóðum leih i Inguló og krækja sér i verðlaunin sem besta leikkonan á kvikmyndahátiðinni í Rúðuborg. ástæða til að gera auknar kröf- ur til þýðenda. Stórt vandamál í máli þessu er þó, að oft eru þýðendur látnir þýða handrit án þess að horfa á myndimar. í slíkum tilvikum er þá auðvit- að engin íúrða ef eitthvað í textanum reynist illskiljanlegt og er ekki í neinu samræmi við það sem fram fer á tjaldinu.“ # # # Húsaníð- ingur borg- arinnar „Sigurður G. Tómasson dag- skrárgerðarmaður minnti þar á að hið neikvœða viðhorf til gamalla húsa vœri enn ríkj- andi hjá sumum Reykvíking- um. Hann vék að því að sjálft Alþingi vœri einn versti húsa- níðingurinn í bœnum ogléti húseigtnr sínar við Kirkju- strætigrotna niður. Víkverji tekur undirþessa skoðun Sig- urðar og mœlist til þess að nú, þegar ný stórbygging Alþingis hefur vœntanlega verið af- skrifuð vegna ástandsins í rík- isfjármálunum, gangist lög- gjafarsamkundanfyrir því að láta hressa upp á húseignir sínar í Miðbœnum, þannig að til sóma verði fyrirþing og þjóð.“ Víkverji Morgunblaðsins. Garðar Halldórsson, húsa- meistari ríkisins: „Ég held að það geti allir verið sammála um að húseignir Alþingis eru ekki í nógu góðu ásigkomu- lagi. Á meðan ekki hefúr form- lega verið tekið af skarið um nýtt húsnæði Alþingis hefúr ekki verið lagt fram fjármagn til viðhalds húseigna þingsins, nema í algjöru lágmarki. Á vegum Alþingis hefúr sérstök nefnd um húsnæðismál unnið að því í vetur að kanna fr amtíð þessara húsa svo og önnur húsnæðismál þingsins. Mér er ókunnugt um hver endanleg niðurstaða verður, en víst er að tekin verður einhver ákvörðun í málinu.“ Kvartanir hafa borist til heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisinsyfirSigurði Gunnari Emilssynii, fulltráa sýslumanns- ins i Hafnarfirði, vegna framferðis í garð fólks sem talið er í óskráðri sambúð þar í bæ. „Okkur hafa borist nokkrar kvartanir um gróf tilsvör og staðhæfingar Sigurðar. Fólk virðist bæði sárt og reitt yfir málsmeðferð hans, þótt kannski megi einnig finna flöt á málunum,“ segir Jón Sæ- mundur Sigurjónsson, deild- arstjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu og fyrr- verandi alþingismaður. „Sigurður felur sig á bak við embættið til að þjóna lund sinni,“ segir reiður barnsfaðir konu einnar f Hafnarfirði, en hann og barnsmóðir hans segja farir sínar ekki sléttar í sam- skiptum sínum við fulltrúann. Málið er þannig vaxið að fýrir ári eignuðust þau saman barn, án þess þó að nokkuð yrði úr frekara sambandi þeirra á milli. Fyrir mánuði flutti faðirinn hins vegar inn á gafl til móðurinnar í kjölfar þess að hann missti vinnuna og jafnframt íbúðina sem hann bjó í. „Stuttu síðar hringir fulltrú- inn frá sýslumannsembættinu, Sigurður Emilsson, og heldur því fram að ég sé í sambúð með barnsföður mínum. Ég segi honum hvernig málin standi, hins vegar séum við alls ekki í sambúð, enda skilst mér að það sé á okkar ábyrgð að skrá okkur í sambúð ætlum við okkur að efna til áffamhaldandi sambúð- ar. Þá spyr hann mig af hverju ég sé að hjálpa honum, hvort ég sé bara svona góð og af hverju hann geti ekki búið hjá foreldr- um sínum! Ég sagðist ekkert vita af hverju hann færi ekki til þeirra. Þá gerðist hann grófari og spurði mig hvar hann svæfi og bætti við: „Þið hljótið að sofa saman.“ Ég sagði að honum kæmi ekkert við hvort við svæf- um saman eða ekki. „Jú,“ sagði hann þá. „Víst kemur mér það við. Það hljóta að minnsta kosti að vera kærleikar ykkar á milli fyrstþið eigið barn saman.“ Burtséð frá því hvort hann kann að hafa haft eitthvað til síns mál varð ég sjokkeruð á kjaftinum á honum og sagði að hann varðaði ekkert um mína hagi, — kærleikar þyrftu ekki að fara saman við það að eiga barn saman.“ í framhaldi af þessu hafði barnsfaðirinn samband við Sig- urð. „f fyrstu neitaði Sigurður að hafa verið með kjaff en sagði' að fylgst hefði verið með ferðum mínum og að „ég væri helvíti lé- legur að láta grípa mig í rúminu hjá konunni“. Þegar ég hugsaði málin betur mundi ég eftir ókunnugri konu sem stóð í stigaganginum og var að spyij- ast fyrir um alla sem eiga heima í húsinu. Ég veit ekki hvort það var njósnari á þeirra vegum. Það hringdi einnig maður til föður míns um daginn sem hvorki kynnti sig né sagði hvað- an hann hringdi og var að for- vitnast um hagi mína. Hann sagðist þurfa að koma til mín pósti.“ „Það hefur verið kvartað undan Sigurði Emilssyni, en ég held að þær kvartanir eigi ekki rétt á sér. Ég skal ekki taka fýrir það að menn geti orðið óþolin- móðir ef borðliggjandi mál eru ekki viðurkennd,“ segir Guð- mundur Sophusson, sýslu- maður í Hafriarfirði. Samþykkir embœttið svona hótunaraðgerðir gegnfólki? „Það gerir það auðvitað ekki. Ég vona og vil ekki trúa því að hann beiti svona hótunum." Guðmundur sagði hins vegar að aðgerðir gegn óskráðri sam- búð hefðu verið hertar í kjölfar átaksins sem heilbrigðisráð- herra boðaði til um áramótin. „í flestum tilfellum fáum við ábendingar frá fólki, en að við séum með njósnara á vegum okkar er alveg af og frá.“ Jón Sæmundur Sigurjónsson segist hafa komið kvörtunun- um áfram til Tryggingastofnun- ar. Hins vegar hafi þetta mál ekki verið skoðað frekar. Cuðrún Kristjánsdóttir SlGURÐURGUNNAR Emilsson, FULLTRÚISÝSLUMANNSINS í HAFNARFIRÐI Sigurður þvertók ísamtali við PRESSUNA fyrir að hafa njósnað um skjólstæðinga sína. „Það er hægt að Ijúga öllu upp á mann. Eg hefsjálfur ekki heyrt um eina einustu kvörtun." Sigurður kannaðist þó við þetta tiltekna mál. „Mér fannst hreinlegast að hringja í fólkið og láta vita að við vissum að þau væru í óskráðri sambúð, í stað þess að láta málið í hendur Rannsóknarlögreglu ríkisins, eins og við getum gert. Þær missa hins vegar afmiklu, þessar stelpur, við svona aðgerðir. Ég held að meira en helmingurinn afþess- um „einstæðu" mæðrum sé I sambúð. Á því er ekki nokkur vafi." debet KRISTINN H. GUNNARSSON kredít „Helsti kostur hans sem þingmanns er að hann setur sig vel inn í mörg þau mál sem fjallar um,“ seg- ir Einar K. Guðfinnsson, sveitungi hans og þingmaður á Bolungarvík." „Hann er mjög vinnusamur, nákvæmur og vandvirkur. Hann lætur ekki slá sig út af laginu og er fýlginn sér,“ segir Þór- hallur Jósefsson, frændi hans og aðstoðarmað- ur samgönguráðherra og situr með Kristni í stjóm Húsnæðisstofhunar. „Hann er rökfastur og fylgist vel með málum héma heima í héraði og hann er mjög duglegur,“ segir Smári Haraldsson, bæj- arstjóri á Isafirði, ffændi og flokksbróðir Krist- ins. „Þetta er duglegur og greindur maður sem gott er að starfa með. Hann á auðvelt með að setja sig inn í mál og greina aðalatriði ffá aukaatriðum og er fús að leggja góðum málum lið,“ segir Guðmundur Einarsson, fyrrum forstjóri Ríkisskipa. „Kristinn er mjög traustur og trúr sínum málstað og hann er sérlega skapgóður maður,“ segir Bryndís Frið- geirsdóttir, varaþingmaður hans. Bagalega smásmugulegur — eða nákvœmur ogvandvirkur? Kristinn hefurmikið verið i fjölmiðlum að undanförnu vegna baráttu sinnar við að fá banni gegn hnefaleikum hnekkt. „Mér finnst hann oft bagalega smásmuguleg- ur og það veldur því að hann greinir ekki aðal- atriðin frá aulcaatriðunum,“ segir Einar K. Guð- finnsson, þingmaður á Bolungarvík og sveitungi. „Það sem ég þuldi upp í debetinu getur einnig verið ókostur hans, — það fer eff ir því hvorum megin menn sitja við borð hans,“ segir Þórhallur Jósefsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra og frændi Kristins. „Kristinn er stundum svolítið fljótur af stað, tekur mál upp án þess að hafa hlustað á allar hliðar þeirra,“ segir Smári Har- aldsson, bæjarstjóri á fsafirði og flokksbróðir. „Ég get eldd komið auga á neina galla nema þá helst þann að hann er eldci í réttum stjórnmála- floklci,“ segir Guðmundur Einarsson, fyrrum for- stjóri Ríkisskipa, þar sem Kristinn var í stjóm. „Það sem er neikvætt við Kristin er að hann er ekki ísfirðingur og hann á það til að lemja fullharka- lega á andstæðingunum,“ segir Bryndís Friðgeirs- dóttir, varaþingmaður hans. i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.