Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 9

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 9
FRETTI R Fimmtudagurínn 25. mars 1993 PRESSAN 9 NGURS ákvæðum... Víta ber héraðs- dómara fyrir þá stórvægilegu galla á málsmeðferð, sem að framan greinir." Hitt málið, sem Finnbogi fékk ávítur fyrir í fyrra, varðaði ólöglegan kaup- mála milli hjóna, en einnig þar dróst óeðlilega á langinn að Finnbogi kvæði upp dóm, eða átta vikur. Nauðgunardómur í fiögur ár niðri í skuffu í maí á síðasta ári, rétt rúm- um mánuði eftir umijöllun PRESSUNNAR um Finnboga Alexandersson, var mál svipaðs eðlis til umfjöllunar í blaðinu, er laut að Guðmundi L. Jóhannes- syni. Þar kom fram að fangelsis- dómur í tveimur nauðgunar- málum sem Guðmundur kvað upp í ársbyrjun 1988 hefði enn ekki borist ríkissaksóknara eða fangelsismálastofriun, enda þótt rúm fjögur ár væru liðin frá uppkvaðningu dóms. Málið lá enn niðri í skúffu hjá Guð- mundi, auk þess sem hand- vömm hafði orðið við rannsókn þess er segulbandsupptökur varðandi málið týndust. Umrædd skírlífisbrot voru framin 1986 og 1987 af sama aðila, og var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í febrúar 1988. Samkvæmt eðli- legri framvindu mála bar Guð- mundi að senda dóminn til rík- issaksóknara, sem tekur ákvörðun um áffýjun og fang- elsismálastofnun, en dró það sem fýrr segir í rúm fjögur ár. Dómurinn var birtur um síðir, en honum var ekki áfrýjað. Síðasdiðið sumar voru emb- ættisstörf Finnboga Álexand- erssonar og Guðmundar L. Jó- hannessonar tekin til sérstakrar skoðunar innan dómsmála- ráðuneytisins. I kjölfarið var þeim veitt alvarleg áminning af dómstjóra héraðsdóms Reykja- ness, að ósk dómsmálaráðu- neytis, fyrir embættisfærslur sínar, þar sem þeir hefðu með töfum á meðferð og afgreiðslu mála gerst sekir um vanrækslu í dómarastarfi. Að sögn Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, er þetta ekki einsdæmi, en þó eru slíkar rannsóknir, sem veita til- efni til áminningar, fátíðar. Aganefnd hafi eftir- lit með störfum dómara Ljóst er að það er hagur allra hlutaðeigandi að dómsmál gangi hratt fyrir sig, ekki síst ákærðu. Enda segir í lögum um meðferð opinberra mála og einkamála: „I munnlega flutt- um málum skal venjulega kveða upp dóm áður en annað mál er tekið til flumings, og jafhan svo skjótt sem við verður komið... I skriflega fluttum málum skal kveða upp dóm svo fljótt sem kostur er á, og ekki síðar en þremur vikum eftir dómtöku." í lögum er gert ráð fyrir að dómarar geti fengið áminningar vegna vanrækslu í starfi. Dóm- arar njóta þó víðtækari verndar en aðrir opinberir starfsmenn, að því leyti að þeim verður al- mennt ekki vikið úr starfi nema með dómi. Af ofangreindum málum má vera ljóst, að víða er pottur brotinn innan dóms- valdsins. Því er ekki óeðlilegt að sú spurning vakni, hvort ekki sé full ástæða til að herða eftirlit með störfum dómara. Að sögn Ara Edwald, að- stoðarmanns dómsmálaráð- herra, eru úrræði í þessum efn- um mjög takmörkuð. „Það er að vísu hægt að víkja dómara úr starfi sem gerst hefur sekur um vanrækslu, en hins vegar eru gerðar mjög strangar kröfur til þess hvernig að því skuli staðið. Þær reglur sem nú eru í gildi um eftirlit með dómurum eru ófullnægjandi með öllu, og ein- mitt þess vegna skipaði Þor- steinn Pálsson dómsmálaráð- herra á síðasta ári sérstaka nefnd til að gera tillögur um nýjar reglur þar að lútandi. Nefndin hefur lokið störfum og lagt fram tillögur að reglum um eftirlit með störfum dómara og viðbrögð við því ef þeir gerast sekir um vanrækslu. Ákvæðin kveða á um mun hertari reglur í þessum efnum og er meiningin að flétta þau inn í frumvarp til nýrra dómstóialaga, sem dóms- málaráðherra mun flytja á næsta þingi.“ Hin sérskipaða nefnd leggur til að í stað 8. gr. laga um að- skilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði komi lög sem byggist á tillögum sem eru í stórum dráttum þessar: Sett verði á stofh aganefhd, sem fari með aga- og áminningarvald yf- ir dómurum og veiti þeim eftir atvikum lausn um stundarsakir að kröfu ráðherra. I aganefnd eigi sæti þrír embættisdómarar, skipaðir af dómsmálaráðherra til fjögurra ára. Hver sá sem tel- ur dómara hafa-gert á sinn hlut í starfi geti borið fram skriflega kvörtun við aganefnd. Telji nefndin kvörtunina þess eðlis að hún geti Ieitt til brottvikning- ar um stundarsakir getur hún beint henni til dómsmálaráð- herra. Telji ráðherra dómara hafa gert sig sekan um misferli í starfi getur hann lagt fram kröfu fyrir aganefnd um að dómara verði vikið frá störfum um stundarsakir. Taki aganefnd til greina kröfu ráðherra um lausn um stundarsakir er ráðherra skylt að höfða mál til endanlegr- ar brottvikningar sem fyrst, en þó ekki síðar en þremur mán- uðum frá því úrskurður aga- nefndar er kveðinn upp, ella fellur hann úr gildi. Hæstiréttur skal dæma í málum, sem ráð- herra höfðar á hendur dómara til embættismissis. Telma L. Tómasson og Bergljót Friðriksdóttir „Eins og ótímasett biðskák“ Rætt við dæmdan mann sem mátti bíða í mörg ár eftir afgreiðslu dómsmáls síns, sem Finnbogi Alexandersson héraðsdómari hafði með höndum. Eins og fram kemur hér á opnunni hefur ríkissaksóknari stefnt Finnboga fýrir Hæstarétt vegna vanrækslu í starfi og. óeðlilegan seinagang í sakamáli. Það mál er ekki einsdæmi. í mörg ár var dregið að kveða upp dóm í máli þínu. Hvernigstóð á þvfí „Það er mjög erfitt að hringja í „böðul“ sinn og ég hafði trú á því að kerfið væri að störfum. Því ýtti ég ekki á eftir málinu. Ég er hins vegar ekki sá eini sem lent hefur á þessum biðlista." Var einhver skýring gefin á drœttinum? „Mér var sagt að vegna „anna“ hefði dregist að birta dóminn.“ Hver áhrif hefur þessi máls- meðferð haft á þig annars veg- ar ogfölskyldu þína hins veg- ar? „Það versta fyrir ákærða og fjölskyldu hans er biðin, en hún veldur því að menn eru bundnir í báða skó með öll sín áform. Biðin eftir hinu ókomna veldur því að hvorki er mögulegt að gera áætlanir fram í tímann hvað viðvíkur vinnu né fjöl- skylduhögum öðrum. Það má líkja þessu við ótímasetta bið- skák.“ Hver er afstaða þín til brots- ins eftir þennan tíma sem lið- inn er? „Áfallið var mikið þegar upp komst um brot mitt og fyrst þurfti að ná samstöðu innan fjölskyldunnar. Ég gerði strax í upphafi upp sakir mínar við þá sem ég gerðist brotlegur við, seldi allar eigur okkar og greiddi til baka það sem mér bar.“ Hvað tók við? „Eftir það var nauðsyn að koma fjármálum fjölskyldunnar Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis „Már ekki hæfur vegna framgöngu sinnar“ Höfðu margar kvartanir borist ráðneytinu á störfum dómaranna við Héraðsdóm Reykjaness að undangenginni rannsókn á störfum þeirra? „Nokkrar kvartanir höfðu borist og þótti því ástæða til að gera sérstaka rannsókn í mál- inu.“ Tveir dómarar við sama embœtti voru ávítaðir. Getur verið að meinið hafi legið inn- an embcettisins en ekki hjá mönnunum sjálfum? „Það ber hver ábyrgð á sjálf- um sér og störfum sínum. Dómari getur ekki borið það fyrir sig að eitthvað sé að emb- ættinu.“ Már hlaut ekki stöðu dóm- stjóra. Réðu umdeild mál inn- an embœttisins einhverju um þá ákvörðun? „Tekið var mið af störfum Þorsteinn Geirsson, RÁÐUNEYTISSTJÓRI DÓMSMÁLA- RÁÐUNEYTIS „Hann hafði verið áminntur fyrir tiltekna háttsemi og ráðherra taldi hann ekki hafa bættþað mikið úr henni að hann sæi ástæðu til að skipa hann í stöð- una." hans sjálfs en ekki gagnrýni á embættið.“ Már var ávítaður en sinnti því engu. Var það ástœða þess aðhann hlaut ekki starfið? „Ráðherra skýrði frá því op- inberlega að sú hefði verið ástæðan." Var hann talinn óhœfur til aðsinna stöðunni? „Nei. Hann hafði verið áminntur fyrir tiltekna háttsemi og ráðherra taldi hann ekki hafa bætt það mikið úr henni að hann sæi ástæðu til að skipa hann í stöðuna.“ Ef hann er ekki hœfur sem verðandi dómstjóri er hann samt hcefur til að sitma starfi sínu sem dómari? „Þetta varðar ekki hæfi held- ur öllu fremur framgöngu. Það er að þessu leyti ekkert að fram- göngu hansá dag.“ í lag á ný og verða sér úti um vinnu. Með ófrágengin mál í farteskinu er hins vegar erfitt að skipuleggja framtíðina með til- liti til vinnu og vart hægt að til- kynna vinnuveitandanum að möguleiki sé á því að maður geti horfið „í langt jólafrí“ án nokkurs fyrirvara. Svo heppinn var ég hins vegar að eiga góða að og lenti því ekki í teljandi erf- iðleikum. Eg hef þó í hvorugan fótinn getað stigið við að reyna fyrir mér á öðrum vettvangi." Þú telur þig hafa verið mis- rétti beittan? „Dráttur á dómsmálum er af- ar óheppilegur og í raun taka menn út refsingu sína í mörg ár þegar svona er tekið á málum. Mér varð á að brjóta af mér og finnst að sjálfsögðu rétt að ég taki afleiðingum gerða minna. Það hlýtur hins vegar að teljast eðlilegt að því fýrr sem menn taka út refsingu því fýrr geti þeir hafið eðlilegt líf á ný. Ég get ekki lifað í fortíðinni og því síður breytt henni, en ég get haft áhrif á ffamtíð mína.“ Telur þú að málsmeðferðin œtti að leiða til refsilœkkunar? „Fyrir mér hefur biðin verið meiri refsing en sú sem kveðin hefði verið upp með dómi.“ Með reynslu þína að baki telur þú að herða mœtti eftirlit með störfum og starfsháttum dómara? „Án alls efa tel ég það verk- efni stjórnvalda og yfirmanna dómsmála að fýlgjast með störf- um undirmanna sinna svo þeir sinni skyldum sínum og van- ræksla af þeirra hálfu bitni ekki á þegnum landsins.“ Finnurþú til biturleika? „Nei. Það hefur verið ósk mín frá fyrstu tíð að mál mitt yrði tekið fyrir svo skjótt sem auðið væri og það tæki enda sem fýrst, — því fyrr því betra. Ég er venjulegur fjölskyldumaður sem braut af mér og lenti í vanda. Þegar mál tekur svo langan tíma verður að segjast eins og er að menn mynda skráp sem gerir þeim kleift að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.