Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 10
U TT E KT ICL PRESSAN Fimmtudagurinn 25. mars J 993 Stjórnmálaflokkarnir fa yfir hundrað milljónir ffá skattgreiðendum á þessu ári Áttatíu prósent aftekjum íslenskra stjórnmálaflokka koma beint frá skattgreið- endum. Ekkerteftirliter með því hvernig þessu fé er varið og í flestum tilfellum erþað ekki notað eins og fjárlög segja fyrir um. Ólög- legar fjáröflunaraðferðir eru algengar í kringum kosningar, en hvorkiRíkis- endurskoðun né skattyfir- völd hafa séð ástæðu til að gera athugasemdir. RIKI8REKNIR, FFTIRLÍTSLAIISK Hversu mikið kostuðu þingmennirnir? 4,0 1,4 1,2 1,7 1,4 Upphæðir eru sýndar í milljónum Þingsætin eru misdýr Hver krati kostaði fjórar milljónir EYFASERAUJ Stjórnmálaflokkarnir eyddu samtals um 110-115 milljón- um í kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar 1991, sam- kvæmt mati PRESSUNNAR, byggðum á opinberum og óopinberum upplýsingum flokkanna. Reyndar liggja flokkarnir mismikið á þessum upplýsingum eins og öðrum um fjármál si'n, en tölurnar eru þessar eftir því sem næst verð- ur komist: Opinberar upplýsingar voru ekki fáanlegar á skrifstofu Al- þýðuflokksins, en samkvæmt heimildum blaðsins innan flokksins, sem blaðið metur traustar, eyddi hann mest allra, samtals um fjörutíu milljónum. Hvert hinna tíu þingsæta kostaði því fjórar milljónir króna. Að sögn Sig- urðar Tómasar Björgvins- sonar ffamkvæmdastjóra lauk flokkurinn við að greiða kosn- ingaskuldir sínar um síðustu áramót. Framsóknarflokkurinn eyddi „tuttugu milljónum að hámarki", að sögn Egils Heiðdal framkvæmdastjóra, sem tók þó fram að ekki væri vitað um nákvæmar tölur í einstökum kjördæmum. Hver þingmaður kostaði því Fram- sóknarflokkinn um 1,4 millj- ónir króna. Kosningaskuldir Framsóknar eru Ifka að fullu greiddar. Kjartan Gunnarsson, ffamkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, sagðist meta útgjöld flokkanna allra um 50 til 70 milljónir króna, en undan- skildi í þeirri ágiskun fjárútiát í einstökum kjördæmum. Hann vildi ekki gefa upp hversu miklu Sjálfstæðisflokkurinn varði, en af mikilli varkámi má áætla þá upphæð um þrjátíu milljónir. Hver þingmaður kostaði flokkinn þá um 1,2 milljónir. Sjálfstæðisflokkur- inn er laus við kosningaskuldir sínar, að sögn Kjartans. Alþýðubandalagið eyddi að líkindum hátt í sextán milljón- um í kosningarnar, að sögn Einars Karls Haraldssonar framkvæmdastjóra. Hver þingmaður kostaði þá um 1,7 milljónir. Flokknum gengur illa að vinna á kosningaskuld- um sínum, en vonast til að ganga til kosninga 1995 með hreint borð. Kvennalistinn eyddi að lík- indum um sjö milljónum, samkvæmt ársreikningum hans. Það eru 1,4 milljónir á þingkonu. Að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, starfs- konu listans, urðu spamaðar- aðgerðir í kjölfar kosninga til þess að Kvennalistanum tókst að greiða upp kosningaskuldir sínar þegar á síðasta ári. Stjórnmálaflokkar á íslandi velta um 130 milljónum króna á þessu ári, samkvæmt niður- stöðum úttektar PRESSUNN- AR á fjármálum þeirra. Af þess- ari upphæð eru áttatíu prósent, 105 milljónir, beint ríkisfram- lag. í fæstum tilfellum er ríkis- styrkjunum varið í það sem ætl- ast er til, en ekkert eftirlit er með því hvernig fénu er varið. Flokkarnir eru hvorki ffamtals- né skattskyldir og sumir þeirra stærstu neita að láta fjölmiðlum í té upplýsingar um fjárreiður sínar. Flestir flokkanna hafa beitt aðferðum við fjáröflun sem ekki samrýmast lögum, en skattyfirvöld hvorki hafa beint athygli sinni að þessum misfell- um né hyggjast gera það, sam- kvæmt upplýsingum blaðsins. Tvöfalt meira en Landsbókasafnið fær Styrkir ríkisins til stjórnmála- flokkanna eru einkum tvenns konar. Annars vegar styrkur „til útgáfumála“ að upphæð 80 milljónir, sem skiptist milli flokkanna eftir atkvæðafjölda í síðustu kosningum. Hins vegar „sérfræðileg aðstoð við þing- flokka“, 25 milljónir, sem skipt- ist í meginatriðum eftir þing- styrk þeirra. Þessi upphæð er hugsuð til að greiða laun starfs- manns og/eða sérfræðinga sem þingflokkarnir þurfa að leita til. Samtals eru ríkisstyrkirnir 105 milljónir á fjárlögum 1993. Það er álíka og veitt er til allra launasjóða listamanna og svip- uð upphæð og kvikmyndasjóð- ur fær frá ríkinu á þessu ári. Þetta er einnig tvöföld sú fjár- hæð sem Landsbókasafnið fær til rekstrar og bókakaupa á ár- inu. Mest beint í flokkinn hjá krötum Af ofangreindri upphæð fær Alþýðuflokkurinn 17,3 milljónir og fer lunginn af því beint í rekstur flokksins. Fram- kvæmdastjórinn, Sigurður Tómas Björgvinsson, er jafh- framt starfsmaður þingflokks- ins og rennur því styrkur til sér- ffæðiaðstoðar að hluta til launa- greiðslna hans. Ársreikningar flokksins, aðrir en efnahags- reikningur, lágu ekki frammi þegar eftir þeim var leitað, svo ekki reyndist unnt að meta ná- Kristín Halldórsdóttir „Ætli fyrirtækin telji sig hafa nokkuð á því að græða að styrkja Kvenna- listann?" kvæmlega hversu mikið af ríkis- styrknum fer „til útgáfumála“. Eina útgáfan að heitið getur á vegum Alþýðuflokksins er Al- þýðublaðið, en samkvæmt upp- lýsingum blaðsins rennur ekk- ert af ríkisstyrknum til þess fyr- irtækis flokksins sem gefur blaðið út nú um stundir. Al- þýðuflokkurinn er hins vegar enn að greiða gamlar skuldir vegna Alþýðublaðsins og nema effirstöðvar þeirra líklega tíu til fimmtán milljónum króna núna. Af þeim skuldum er greitt tvisvar á ári, tvær milljónir alls, samkvæmt upplýsingum PRESSUNNAR. Um aðra umtalsverða útgáfu á vegum flokksins er ekki að ræða. Sigurður Tómas vildi í sam- tali við blaðið ekki gefa upp hversu miklu flokkurinn velti, en benti á að hann styddist auk ríkisstyrkjanna við happdrætti og styrktarmannakerfi til fjár- öflunar. Hann vildi heldur ekki upplýsa hversu margir styrktar- mennirnir væru né hverjar tekj- ur flokkurinn hefði af þeim og happdrættinu. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum blaðsins eru það hins vegar hverfandi upphæðir í saman- burði við ríkisframlagið og er ekki ósanngjarnt að meta veltu Alþýðuflokksins í kringum tutt- ugu milljónir á þessu ári. Miðað við þá tölu lætur nærri að rQdð greiði 85 prósent rekstrarkosm- aðar flokksins. Gamlar Tímaskuldir og héraðsfréttablöð Framsóknarflokkurinn fær í sinn hlut um 21 milljón af ofan- greindu ríkisffamlagi, en ekkert af því fer í rekstur flokksins, að sögn Finns Ingólfssonar, gjaldkera flokksins. Hann sagði ársreikninga flokksins ekki til opinberrar dreifingar. „Fram- sóknarflokkurinn er ekki hluta- félag á markaði," sagði hann. „Flokkurinn gefur út reikninga sína og leggur fyrir flokksþing á tveggja ára fresti, eri þeir eru FlNNUR INGÓLFSS0N „Það skortir skýrar reglur um starfsemi flokkanna." Allir vilja reglur nema einn Forsvarsmenn allra stjórn- málaflokka nema Sjálfstæðis- flokksins telja nauðsyn á að setja skýrar reglur um fjármál og starfsemi stjórnmálaflokk- anna til að fyrirbyggja tor- tryggni í garð þeirra og gefa al- menningi betri upplýsingar um fjárreiðurþeirra. „Það skortir skýrar reglur um starfsemi flokkanna, hvernig þeir mega fjármagna sig, um upplýsingaskyldu þeirra og aðgengi að reikning- um þeirra,“ sagði Finnur Ing- ólfsson, gjaldkeri Framsókn- arflokksins. Hann sagði það h't- ilsháttar hafa komið til tals inn- an flokksins að setja þyrfti lög um hvernig fjárhagslegum stuðningi við flokkana skyldi vera háttað, en sú umræða væri ekki la'ngt komin. Ársreikning- ar Framsóknarflokksins voru þó ekki fáanlegir þegar eftir þeim var leitað. „Það er sjálfsagt að setja skýrari reglur um starfsemi flokkanna og það er mikilvægt að komast hjá því að þetta sé eitthvert feimnismál," sagði Einar Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins. „Það væri þægi- legast fyrir okkur að hafa sem frjálsastar hendur, en okkar eigin hagsmunir krefjast þess að við verjum okkur fyrir uppákomum á borð við þær sem verða annars staðar, þar sem stjórnmálaflokkar lenda í stökustu vandræðum vegna fjármálahneyksla.“ Hann bætti við að „útgáfustyrkirnir" ættu að vera ffamlög til flokkanna til að gera þeim kleift að starfa eðlilega og minnka þannig þrýsting á fjárframlög ffá fyrir- tækjum. Við svipaðan tón kvað hjá Kristínu Halldórsdóttur og össuri Skarphéðinssyni, sem bæði sögðu umræðuna þó litla innan sinna flokka. „Það er eðlilegt að skylda flokkana með einhverjum hætti til að gera grein fyrir Qárreiðum sínum til að eyða tortryggni og misskiln- ingi. Jafriffamt væri rétt að taka einhvern veginn á því hvað er rétt og hvað rangt. Hér eins og annars staðar þar sem ekki eru afmarkaðar siðareglur eru væntanlega grá svæði,“ sagði Össur. Viðbrögð Kjartans Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, voru öll önnur. „Ég tel að það gæti ver- ið varhugavert að setja miklar reglur um eftirlit stjórnvalda með framlögum Alþingis, því þannig væri stjórnkerfinu og framkvæmdavaldinu hugsan- lega færður óeðlilegur afskipta- réttur af því sem Alþingi heftir ákveðið: Sterkasta eftirlitið er eftirlit kjósenda. Ég hef ekki orðið var við að neitt sé misjafht við meðferð á fé í Sjálfstæðisflokknum. Ég er hissa og eiginlega sorgbitinn yfir því viðhorfi að það híjóti að vera óreiða eða eitthvað óeðli- legt við fjármál stjórnmála- flokka. Flokkarnir eru eins og hver önnur félagasamtök sem sækja fyrst og ffemst fjárhags- stuðning til félagsmanna sinna. Það er ósköp einfaldlega einka- mál á milli viðkomandi og þeirra samtaka sem þeir kjósa að styrkja.“ Mœtti ekki eyða þessari tor- tryggni með meiri upplýsinga- á°P „Besta leiðin til að eyða henni er að hætta að ala á henni. Fjármál Sjálfstæðis- flokksins hafa aldrei verið vandamál nema að því leyti að það er sífellt brýn þörf fyrir fé til að reka starfsemina. Við höfum ekki átt í neinum vandamálum með óeðlileg fjár- hagstengsl við einhverja né neitt þvílíkt:“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.