Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 26
26 PRESSAN PO P P & B I O Fimmtudagurinn 25. mars 1993 BÍÓIN HÁSKÓLABÍÓ Á bannsvæði Trespass kk Spenna á litlum gólffleti. Þrátt fyrir að öllu sé haldið sem einföldustu rennur spennan út í sandinn í lokin. En mikið djöfull eru töffararn- irtöff. Elskhuginn The Lover kkk Hugljúf saga um ástog losta. Laumuspil Sneakers kk Hæg í gang og ómerkileg þegar upp er staðið. Howards End ★★★★ Bók- menntaklassík verður að góðri bíómynd. Tveir ruglaðir Nutty Nut ®Ef þessi mynd hefði orðið örlitlu verri væri hún frábær. Baðdagurinn mikli ★★ Danskur húmor fyrir þá sem hafa smekk fyrir honum. Karlakórinn Hekla ★ Vond mynd og metnaðarlítil. LAUGARÁSB ÍÓ \ Svala veröld Coo/ World kk Ralph Bakshi (Fritz the Cat) hefur hér búið til hráa og hugmyndalausa útgáfu af Who Framed Roger Rabbit. Hrakfallabálkurinn Out on a Limb ★ Unglingamynd gerð af fólki sem telur unglinga fífl. Geðklofinn Raising Cain ® Brian de Palma er sjálfsagt of- metnasti leikstjóri Holly- wood. Hér er hann hrár, óblandaður og óþolandi. Nemo litli ★★★ Falleg teiknimynd. Beethoven ★★ REGNBOGINN | Nótt í New York Night in the City ★★ Enn ein endurgerð Hollywood á film noir-mynd- unum frönsku. Þótt það sé leiðinlegt að segja það þá fellur þessi mynd á leik sjálfs Roberts De Niro. Hann æðir í gegnum rulluna eins og vél- menni sem hefur verið mat- að á fyrri afrekum leikarans. Chaplin ★★ Myndin sem fékk menn til að spyrja sig hvort Chaplin hefði í raun verið nokkuð fyndinn. Svikahrappurinn Man Trou- ble ★ Frekar ófyndin og ómerkileg mynd. Síðasti móhíkaninn The Last ofthe Mohicans ★★★ Ævin- týramynd fyrir fullorðna. Svikráð Reservoir Dogs kkk í raun er þessi mynd bölvað ógeð, en frábær díalógur og ágætur leikur gera hana að sérstæðri upplifun. Rithöfundur á ystu nöf Nak- ed Lunch -kirk Geðveikislegt rugl. Miðjarðarhafið Mediterr- aneo kkk Indæl mynd. Tommi og Jenni ★★★ Krökkunum þykir hún fyndin. Prinsessan og durtarnir ★★★ Ævintýri. sambíóTn í Elskan, ég stækkaði barnið Honey, I Blew Up The Kid kk óhæf nema öll fjölskyldan fari í bíó. Gamanmynd fyrir börn- in, sem tryllast af hlátri yfir óförum óhrjálegrar föður- myndar. Hryllingsmynd fyrir foreldrana. Konuilmur Scent ofa Woman kkk Leikur Als Pacino og Chris O'Donnel er næg ástæða til að sjá myndina. Olía Lorenzos Lórenzo's Oil kkk Vel sögð saga foreldra sem leita þar til þau finna lækningu við banvænum sjúkdómi sonarsins. Ljótur leikur The Crying Game kkkk Kemur jafnvel útlifuðum bíófríkum á óvart og fær þá til að gleyma sér. Hinir vægðarlausu Unforgi- ven kkkk Frábær mynd um áhrif ofbeldis á ofbeldis- manninn. IL CAPITANO fjallar um tvö ungmenni sem verða þriggja manna fjölskyldu að bana og flótta þeirra undan lögreglunni. II Capitano eftir Jan Troell er bœði í úrvalsflokki og í keppnisflokki á norrœnu kvikmyndahátíðinni Tilgangslaus voðaverk ★★★★ Pottþétt ★★★ Ágætt ★★ Lala ★ Leiðinlegt ©Ömurlegt Losti Body of Evidence kk Klén saga. Það væri meira gaman að horfa á Dafoe og Madonnu njótast í einhverj- um spjallþættinum. Umsátrið Under Siege kkk Betra framhald af Die Hard en Die Harder. Lífvörðurinn The Bodyguard k Mislukkuð mynd með myndarlegum leikurum. Casablanca ★★★★ Casa- blanca er bíómynd tuttug- ustu aldarinnar. Citizen Kane getur hins vegar vel verið kvikmynd aldarinnar. Systragervi Sister Act kk Whoopy er ósköp fin en nunnurnar stela senunni. Aleinn heima 2 - Týndur í New York Home Alone 2 - Lost in New York kkkk Mynd ársins fyrir aðdáendur dett-á- rassinn-húmors. Bambi ★★★★ Þó ekki væri nema vegna sagnfræðilegra ástæðna er skylda að sjá Bamba reglulega. Fríða og dýrið The Beauty and the Beast kkkk Snilld- arverk. 3 ninjar ★ Fyrir tilvonandi vandræðaunglinga. STJÖRNUBÍÓ Bragðarefir Mo' Money Myndin er hröð og skemmti- leg þegar við sjáum heiminn með augum Damons Wayans en leysist síðan upp í nokkurs konar þriller. Drakúla Bram Stoker's Drac- ula k Góð mynd fyrir áhuga- menn um förðun en sagan sjálf er nánast óbærilega leið- inleg. Hjónabandssæla Husbands and Wives kkkk New York- útgáfa af Bergman; laus við leiðindin og snilldarbrodd- inn. Heiðursmenn A Few Good Men kkk Gott réttardrama með stólpagóðum leik. Þessa dagana stendur yfir Norræn kvikmyndahátíð þar sem sýndar eru tuttugu bestu kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum síðustu tvö ár, fjórar frá hverju landi, og jafnframt tíu þær bestu sem framleiddar hafa verið síðasta áratuginn. Athygli vekur að sænska myndin II Capitano er ein myndanna sem eiga sæti á báðum listum. II Capitano fjallar um þrjú til- gangslaus morð sem framin voru af ungu pari, hinum 23 ára gamla Juha Valjakkala og Ma- ritu Routalammi, 21 árs. Ung- lingspiltur varð vitni að því er þau höfðu á brott hjólið hans og kallaði á föður sinn til hjálpar við að endurheimta það. Eftir- förin varð til þess að þjófarnir myrtu feðgana en tilræðis- mennirnir létu ekki þar við sitja og særðu einnig móður drengs- ins til ólífis. Fjölmiðlar fylgdust grannt með leit lögreglunnar að ungmennunum sem leiddi til handtöku þeirra í Danmörku 10. júlí árið 1988. í réttarsalnum sökuðu þau hvort annað um voðaverkin, en endanlegur dómur kvað á um lífstíðarfang- elsi á hendur Juha en Marita slapp með tveggja ára fangavist og er nú laus allra mála. II Capitano var valin besta kvikmynd ársins 1991 í Svíþjóð en leikstjórinn, Jan Troell, hlaut jafhffamt berlínska Silfúr- björninn fyrir frammistöðu sína. Troell þessi er íslending- um reyndar að góðu kunnur því hann stýrði gerð sjónvarps- þáttaraðarinnar um Vesturfar- ana. Auk annarra kvikmynda gerði hann tvær myndir Vest- anhafs; Zandy’s bride, með Gene Hackman og Liv Ull- man í aðalhlutverkum, og Hurricane, sem kostaði litlar 22 milljónir bandaríkjadala í fram- leiðslu. Troell er kvikmynda- gerðarmaður og sér því um töku á myndum sínum auk þess sem hann klippir þær. Handrit myndarinnar skrifaði Per Olof Enkvist, höfundur Stundar gaupunnar, sem nú er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu. POPP Sýrt, gott ogfrumlegt JULIAN COPE JEHOVAKILL ★★★★ JULIAN COPE / THE TEARDROP EXPLODES FLOORED GENIUS - BEST OF 1979-91 ★★ Bretinn Julian Cope er um margt athyglisverður poppari. í byrjun síðasta áratugar vakti hann mikla athygli sem söngv- ari The Teardrop Explodes, ný- bylgjugrúppu frá Liverpool, sem var á svipuðu róli og Echo and The Bunnymen; spilaði metnaðarfúllt nýbylgjupönk og átti góðu gengi að fagna. Árið 1982 hætti sveitin eftir tvær ágætar plötur og Julian héit út á sólóbrautina. A henni hefur gengi hans verið sveiflukennt — risið hátt með vinsælum lögum eins og „World shut yo- ur mouth" og „Beautiful love“ en oft sokkið djúpt með tor- ræðum plötum sem báru mik- inn svip af ótæpilegri dóp- neyslu og almennu rugli. I dag virðist hann vera kominn á ör- uggan stall sem einn virtasti sólópoppari Breta og það er ekki síst að þakka tveimur síð- ustu plötum, Peggy Suicide og Jehovakill, sem kom út í fýrra og er áttunda sólóplata hans. Sýra virðist geta farið vel í poppara, að minnsta kosti suma. Julian minnir um margt á Syd Barrett, nema hann er ekki ennþá farinn á hæli. Laga- smíðar og textar bera oft vott um skynvillufíkn höfúndarins og þegar sýruáhrifm blandast saman við hefðbundna rok- kviðleitni er útkoman oft óvænt og um leið spennandi. Julian er þó enginn dóphaus lengur; hann þurrkaði sig upp fyrir nokkrum árum, en kannski koma „flassbökkin" honum að gagni í lagagerðinni. Julian Cope hefur verið geysilega afkastamikill í gegn- um árin og er nóg að benda á að síðustu tvær plötur voru báðar tvöfaldar. Jehovakill er sjötíu mínútur og því þónokk- ur snilld hjá Julian að komast algerlega hjá veikum punktum. Hann ber víða niður; hér hrær- ast ballöður saman við þunga sýrurokkara og lauflétt ba-ba- ba-dægurlög. Allt er þetta út- sett og unnið á ferskan og frumlegan hátt — jafnvel svo frumlegan að útgáfufýrirtækið Island, sem hefúr gefið út plöt- ur Julians frá byrjun, gafst upp og sagði samningi popparans upp. Þama komu líka við sögu samstarfsörðugleikar — Julian hefúr td. verið duglegur í skít- kastinu gegn stærstu lista- mönnum Island, sjálfum U2. Julian er með Guð á heilan- um á Jehovakill; grimmd hans og óréttlæti, svo kannski mætti segja að Julian sé Helgi Hós poppsins. Því miður er Julian dálítill græningi og nýaldar- maður í sér og veltir mikið fyrir sér „hinum andlegu málum“ (er það ekki venjan eftir ára- langa dópneyslu?). Sem betur fer dettur hann þó aldrei niður á grenjustig Stings og svipaðra vælukjóa. Þeir sem vilja kynna sér bak- grunn Julians fá hann í einum pakka með safnplötunni Flo- ored genius. Þar eru tuttugu lög af ferlinum, nýbylgjupönk frá Teardrop Explodes yfir í gott þungmetið af „Peggy Su- icide“. Nýbylgjupönkið hefur elst illa, það eru kannski tvö lög af sex sem maður nennir að hlusta á, en á sólóferlinum kennir margra skemmtilegra grasa. Það er bæði boðið upp á léttu vinsælu lögin og þau tor- ræðu, og er óhætt að fullyrða að Cope er maður breiddarinn- ar í poppinu. Hann er líka væn- legur kostur fyrir þá sem fíla REM betur en Whitney Hou- ston og langar að kynnast öðru en því sem steingeldar útvarps- stöðvar landsins bjóða upp á. „Julian er með Guð á heilanum á Jehovakill; grimmd hans og óréttlœti, svo kannski mœtti segja að Julian sé Helgi Hós popps- ílií — bæði lifandi og dautt! Mikill kraftur er nú í bíl- skúrsböndum landsins og skilar hann sér m.a. í metaðsókn að hinum árlegu Músíktilraunum Tónabæjar. Síðasta fimmtudag var fyrsta undanúrslitakvöldið og komu átta bönd ffarn. Það verður að segjast eins og er að gæðastaðallinn var ekki sérlega hár þetta kvöld og lítið um verulega góðar sveitir. Dauðarokksveitin Cranium úr Reykjavík stóð upp úr og vann með yfirburðum, enda geysi- þéttir spilarar þar á ferð og keyrslan næsta geðveik. Þeim tókst að læða ferskum hug- myndum inn í staðnað form dauðarokksins, keyrðu hraðar en maður á að venjast og voru. mjög lausir í sér svo jaðraði við ffamúrstefúudjass á köflum. Af frábærri heild stóð trommarinn Bjarni Grímsson upp úr — maður gapti bara. Dauðarokkið átti tvo aðra fulltrúa þetta kvöld, Cremation úr Reykjavík og Corpsegrinder ffá Selfossi. Þessar sveitir voru ekki mjög sannfærandi, höktu í ffösunum og komu um fátt á óvart. Áhorfendur og sérstök dóm- nefúd sjá um að velja þær tvær sveitir sem ffam koma sjálft úr- slitakvöldið og í þetta skipti komst hljómsveitin Opus Dei áfram auk Cranium. Þar eru á ferð fjórir fjórtán ára rokkarar sem komu á óvart með fínni spilamennsku og tilþrifum. Þetta eru rokkarar af Guns ’N Roses-(barna)skólanum, sannir í anda eins og sannaðist þegar Óttar Rolfsson söngvari hvæsti ffaman í áhorfendur ljóðlínunni „I don’t give a fucking shit at all!“ Þessir drengir hafa örugg- lega ekki farið í rokklingaskól- ann. Skrýtnir og Bacchus komu ffá Selfossi eins og Corpsegrin- ders. Skrýtnir sögðust spila sýrupopp, en lítið fór fýrir sýr- unni og meira bar á poppi í anda Cure og svipaðra banda. Bacchus spiluðu frekar bitlaust og staðnað þungarokk — héldu sig í klisjunum — en spiliríið var þétt og kraffur í söngvaran- um. Rómeó og Júlíus komu af Skaganum og spiluðu Nirvana- rokk með Stónsblæ. Þeir höfðu lítið æft saman, sem kom dálítið að sök. Nú er aðeins ónefnd „flipp“-sveit kvöldsins, Jurt; Þrír drengir komu sér fýrir með gítara og blómapott á mjólkur- brúsa og spiluðu meðvitað vísnapopp með „fríkuðum" textum, sem virkaði heldur þreytandi. Oddur Már Rúnars- son, sem söng og spilaði á gítar og harmóníku, lofar þó góðu. Hann ætti að losa sig við hina höktandi samspilara sína og kléna menntaskólafýndnina, og leggja hausinn í bleyti — þá gæti honum kannski dottið eitt- hvað sniðugt í hug. í kvöld verður tilraununum haldið áfram. Þá koma fram CRANIUM Geysiþéttir spilar- ar með nánast geðveika keyrslu. sveitirnar Steypa, Nefbrot, Zorglúbb, Yukatan, Múspell, Pegasus, Spur (áður Au- schwitch), Gröftur og Böl- móður. Gestasveit verður Orgill. Vondu myndirnar koma fyrst Blómyndatlmaritið Preml- ere ták nýverið saman langa lista yfir myndir slð- asta árs og tilgreindi þær stjörnur og hauskúpur sem átján amerískir gagnrýn- endur höfðu gefið þeim. ★ ★★★ Samkvæmt þessari saman- tekt voru The Crying Game og Howards End bestu myndir siðasta árs að mati gagnrýnendanna. A hæla þeirra komu The Player, teiknimyndin Aladdin, Ra- Ise the Red Lantern, Un- forgiven, Giengarry Glen Rose, Malcolm X, One False Move og Enchanted Aprii. Þetta eru tiu bestu mynd- irnar. Afþeim hafa fjórar verið sýndará Islandi. Efverstu myndirnar eru skoðaðar er annað upp á teningnum. Versta mynd siðasta árs var að mati gagnrýnendanna átján Christopher Columbus: The Discovery. Þarnæst kom Man Trouble, þá önnur Kól- umbusar-mynd; 1492: Conquest ofParadise. Á eft- irþessum myndum komu síðan Cool World, Radio Flyer, Toys, Medicine Man, The Babe, City ofJoy og Chaplin. Afþessum tlu myndum hafa átta verið sýndar i bíóunum hér. Og reyndar eru einar fjórar þeirra enn tilsýningar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.