Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 19

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 19
SKÁLDIÐ, SAMVISKAN & SOVÉT Fimmtudagurinn 25. mars 1993 PRESSAN geðvonsku hjá skáldinu þegar það gerði upp sakimar við hina blindu flokksdýrkun Stalíns- tímabilsins: „Þetta flokkssjálfshól, sem reið í þverbága við alt sem blasti við auga, hlaut að orka næstum óþolandi á hvern algáðan mann ef hann var ekki í skapi til fyrir kurteisis sakir eða af öðrum ástæðum að gefa sig á vald því.“ En sjálfur hafði Laxness hvergi sparað stóru orðin í gegndar- lausu hóli um sovéska komm- únistaflokkinn: „Hlutverk þessa flokks er að hjúkra, að ala upp og vemda hinar bamslegu þjóð- ir Austurvegar og leiða þær smám saman fram á við til hins stéttlausa, samvirka þjóðskipu- lags sem hlýtur að vera undir- staða hins fullkomnasta lýðræð- is.“ Sjálfur Stalín hefði ekki orðað þetta betur. En hvað sagði svo skáldið 1963? Þetta: „Þannig fannst mér við nán- ari íhugun að þetta leiðinlega sjálfshól stalínismans samfara endalausri lakkeríngu á eymd og mistökum bæri í sér ákveðna siðferðiiega réttlætingu og væri meðal í þágu sósíalismans. Ég viðurkendi það og notaði það sjálfúr að vissu marki, ég held þó oftastnær með einhverjum hreim af útskýríngum." Laxness átti ekki í nokkrum vandræðum með það í Gerska cevintýrinu að réttlæta harð- stjóm og einræði Stalíns: „Það er meira að segja til harðstjórn sem er hið eina stjórnarfar hugsanlegt til að bjarga þjóð úr yfirvofandi hættu... Það varð hlutskifti harðstjóra eins og Leníns og Stalíns eftir hann, að kalla með meðulum marxismans, alræði öreiganna, miljónir og aftur miljónir manna fram úr myrkr- um heimskunnar, örvæntíngar- innar, siðieysisins og þjáníng- anna, frammí ljós Hugsunar- innar með stórum staf, eða eins og við segjum nú: menningar- Afhverju? I Gerska œvintýrinu eyðir Laxness töluverðu púðri á franska skáldsnillinginn og fag- urkerann André Gide sem hafði vogað sér að skrifa, að fenginni reynslu, tvö rit um Sovétríkin sem voru hreintrú- uðum kommúnistum hreint ekki þóknanleg. Gide, sem sjálf- ur hafði verið kommúnisti, lýsti miklum og sárum vonbrigðum með þróunina í Sovétríkjunum á fjórða áratugnum. Laxness telur að Gide sé löngu kominn norður og niður sem höfundur en sé nú eftirlæti borgarastétt- arinnar og auðvaldsins. Lax- ness segir bækur Gide vera „tvö hamingjusnauð níðrit“ og bætti við: „... bækur hans eru rángar í grundvallaratriðum, skoðanahátturinn villandi, sjónarmiðið skakt“. f Skálda- tíma verður ekki annað ráðið af orðum Laxness en að þá umsögn sem hann áður gaf Gi- de vilji hann nú gefa ferðabók- um sínum. í þeirrí frægu uppgjörsbók segir Laxness iíka: „Ég trúði á fagurt mannlíf sem stjórnað væri með reglu og hafði gert ráð fyrir að slúcu h'fi væri iifað í Ráðstjómarríkj- unum.“ Af ffásögnum hans í / Austurvegi og Gerska ævin- týrinu virðist sem hann hafi trúað þessu. En á öðrum stað í Skáldatíma kemur ffam sjón- armið sem virðist í ósamræmi við þá trú: „Mörgum bauð og ótta við því - og ég var einn þeirra - að það mundi vinna gegn sósíalisma í heiminum alment ef fólki væri sagt ffá hinu óumdeilanlega gæfuleysi sósíalismans hjá Stalín.“ Það er erfitt að túlka þessi orð á annan hátt en Laxness sé að segja að hann hafi séð misjafna hluti og honum hafi mislíkað en kosið að þegja. En hér þurfa ekki að vera fullkomlega and- stæð sjónarmið á ferð. Það er hægt að telja sjálfúm sér trú um allan andskotann, neita stað- reyndum svo staðfastlega að á endanum trúi maður því sem þægilegast er. Svo kann að hafa farið fyrir Laxness og langlíkleg- ast að svo hafi verið. Með orð- um hans sjálfs: „Það er í flestum tilfellum meiri glæpur að vera auðtrúa en vera lygari. Við höfðum hrifist af byltíngunni og bundið vonir okkar við sósíal- isma... Við trúðum ekki þó við tækjum á því hvílíkt þjóðfélags- ástand var í Rússlandi undir Stalín. Við trúðum ekki af því aðrir lygju að það væri gott, heldur af því að við lugum því að okkur sjálfir. Afneitun stað- reynda fylgir off dýrmætustu vonum manna og hugsjónum.“ Laxness hafði manndóm til að gera upp fortíð sína opinber- lega við litlar þakkir fyrrum fé- iaga sinna. Það leikur ekki vafi á að / Austurvegi og Gerska œv- intýrið eru þær bækur sem hann vildi mikið til gefa að hafa ekki skrifað. Það var aldrei í eðli hans að sýta lengi og hann tók ekki heimskulega afstöðu þegar hann sagði í viðtali við Matthí- as Johannessen: „...þær hug- myndir sem ég hef haft eru og verða fróðlegur partur af sjálf- um mér eins fyrir því þó fyrri skoðanakerfi hafi að einhverju leyti eða í heilu lagi verið gerð upp sem gjaldþrota andspænis staðreyndum.“ En þetta merkir ekki það að skömmustutilfinn- ingu eigi skáldið ekki til. Það sem lýsir henni ef til vill best fremur en afsakanir eða sjálfs- ásakanir hans sjálfs eru þær breytingar sem hann gerði á Gerska œvintýrinu við endur- útgáfú þess. í formála endurút- gáfunnar lætur hann að því liggja að þær breytingar sem finna megi séu nær einungis stíllegs eðlis. Við athugun reyn- ist þetta rangt. Laxness felldi burt, bætti við og gerði orða- lagsbreytingar. Allflestar þeirra breytinga miðuðu að því að milda fyrri sjónarmið og skoð- anir. Þessi mismunur á gerð bókanna er efni í aðra grein sem birtast mun hér að viku liðinni. Kolbrún Bergþórsdóttir Hraíh Jökulsson SKÁLD Ekki glæpamennska að aðhyllast kommúnisma „Gott og vel: Það kemur áreiðanlega mörgum spánskt fyrir sjónir þegar Laxness segir í Gerska œvintýrinu að Ráð- stjórnarríkin séu einsog einn óslitinn sunnudagaskóli frá Eystrasalti austur að Kyrrahafi. Ég var að vísu aldrei í sunnu- dagaskóla; og get kannski prís- aðmigsælan. Það er óhugsandi að draga bók fyrir dóm einsog hvern annan glæpamann. Þetta á við um Gerska ævintýrið einsog aðrar bækur. Vitasículd er hægt — einkum núna, í margffægu ljósi sögunnar — að finna ótal firrur í þessari bók, dellur og rangfærslur. En áður en við efn- um til réttarhalda verðum við að spyrja: í hvers þágu hefði Halldór Laxness átt að setja saman bók sem hann vissi að var lygasaga frá upphafi til enda? Gerska œvintýrið er barn síns tíma; tilraun til að skil- greina Ráðstjórnarríkin, út- skýra þetta risavaxna bákn, þessa tilraun sem svo margir bundu við glitrandi vonir. Eng- um dylst að það er heittrúaður kommúnisti sem heldur á pennanum, en með leyfi að spyrja: Hefúr það flokkast undir glæpamennsku á íslandi, ann- arsstaðar en í Staksteinum Morgunblaðsins, að aðhyllast kommúnisma? Heimurinn á fjórða áratugn- um var á hverfanda hveli. Menn voru knúðir til að taka afstöðu. Umburðarlyndið var verst leikna fómarlamb þessarar tíð- ar. Fasisminn var í þann veginn að drekkja Evrópu í blóði. Ég treysti mér ekki til að setjast í dómarasæti yfir þeim mönnum sem trúðu því að svarið gegn ómenningunni og ofstækinu væri að fmna í Ráðstjórnarríkj- unum. Það er auðvelt að segja núna: Laxness vissi betur eða hefði að minnsta kosti átt að 9 o > t V <f> (/) O o < < o o ? * < (/> , Za Happy- hour“ mill kl. 23 og 24 HrafnJökulsson „Það er óhugsandi að draga bók fyrir dóm einsog hvern annan glæpamann." vita betur. Glaðhlakkalegir eftirlifendur kalda stríðsms, sem þykjast nú hafa eignast sjálfa Söguna að bandamanni, ættu að hafa í huga að það er enginn sigurveg- ari úr kalda stríðinu. Það er búið að loka sunnu- dagaskólanum. Allir geta verið hæstánægðir með það; og það er Laxness alveg áreiðanlega. En spyrjum líka: Hvað er að koma í staðinn?“ ÞfillMU LOSTINN! ■ ■IBI og fyrirferðarlítil og hljómurinn er eins þruma úr heiðskíru tœki. Verð aðeins 52.500 Stgr. 49.900 (JjJ Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI: 6915 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20 iVI rj JO'Ij - r p rJ i R AiÐ R R_ D iF' þennan ódýra, góða og heimilislega mat? Lifur er ódýrt hráefni sem fæst allt áriö um kring. Það er tilvalið að lækka matarreikninginn með því að hafa rétd úr lifur á borðum minnst einu sinni í viku. Hér eru tvær góðar og einfaldar uppskriftir að ljúffengum og fljótlegum réttum úr lifur. Gerið svo vel og verði ykkur að góðu. ilcrifa R B U F 1 lifur, um 450 g 2 msk hveiti eða heilhveiti salt og pipar 1- ll/2dl mjólk 2 laukar, í sneiðum smjörliki eða olía Hreinsið lifrina og hakkið. Blandið saman við hana hveiti, kryddi og mjólk. Athugið að deigið er mjög þunnt. I það er líka ágætt að bæta 1/2. -1 dl af haframjöli. Brúnið laukinn létt í smjörlíki eða olíu og geymið hann. Bætíð við feití og setjið lifrardeigið á pönnuna með skeið. Steikið buffin fallega brún í 2-3 mín. hvorum megin. Leggið laukinn ofan á buffln og berið þau fram heit með kartöflum og soðnu grænmetí, og ef til vill með bræddu smjöri. Lifrarbuff er þægilegt að eiga í frystí og fljótlegt að hita það upp á pönnú eða í ofni. I F U R M E Ð 1 lambalifur, um 450 g 2 tsk hveiti 2 tsk sítrónusafi 2 msk sojasósa 1 eggjahvíta 1- 2 laukar, í sneiðum 2- 3 msk olía salt ogpipar 2 dl kjötsoð (af teningi) 3 hvítlauksrif söxuð smátt fint maísmjöl (maisena) Blandið saman í skál hveiti, sítrónusafa, sojasósu og eggjahvítu. Hreinsið lifrina og skerið hana í þunnar sneiðar. Veltíð þeim upp úr blöndunni og látíð þær liggja í henni í 20 mínútur. Brúnið laukinn og hvít- laukinn létt á pönnu og geymið síðan. Steikið lifrina í 2-3 mín. hvorum megin, kryddið hana með salti og pipar og takið hana af pönnunni. Hellið soðinu á pönnuna, H V I bætið lauknum við og sjóðið í 3 mín. Þykkið soðið hæfilega með finu maísmjöli hrærðu saman við kalt vatn og Iátíð sjóða í 1-2 mín. Setjið lifrina út í sósuna og látíð hana sjóða með, en alls ekki lengur en nauðsynlegt er því að lifrin á að vera mjúk og safarík. Berið réttinn fram með hrísgrjónum og grænu salatí. SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS i i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.