Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 12
SKOÐA N I R 1 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 25.mars 1993 PRBSSAN «ti. Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður MárJónsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími6430 80 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 700 kr.á mánuðiefgreitt ermeðVISA/EURO en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu Stj ór nmálaflokkarnir: Ríkisstofnanir án eftirlits í PRESSUNNI í dag er úttekt á fjármálum stjórnmálaflokk- anna. Þar kemur fram að þessi félög búa við slælegt eftirlit af hálfu skattyfirvalda og meðferð þeirra á fjármunum er í sam- ræmi við það. í haust tók skattrannsóknarstjóri velflest íþróttafélög á land- inu til rannsóknar. Niðurstaða úr þeirri rannsókn liggur ekki fyrir. Hins vegar má fullyrða að það kæmi flestum mjög á óvart ef skattrannsóknarstjóri kæmist að þeirri niðurstöðu að íþrótta- félögin væru til fyrirmyndar hvað varðar bókhald og umgengni um fjármuni og skattalög. Það eru einfaldlega almælt tíðindi að innan þeirra hafa í áraraðir tíðkast launagreiðslur undir borðið og ýmsar bókhaldsbrellur til að fóðra stuðning fyrirtækja við fé- lögin. Það vakti nokkra athygli í haust að skattrannsóknarstjóri taldi ekki ástæðu til að skoða bókhald stjórnmálaflokkanna um leið og hann tók íþróttafélögin til rannsóknar. Það er nefnilega flest- um einnig ljóst að stjórnmálaflokkarnir beita öllum brögðum — og ekki öllum löglegum — til að afla sér fjár. Þeir hafa til dæmis flestir gefið út auglýsingareikninga á auglýsingar sem aldrei birt- ust. Eins og fram kemur í úttekt PRESSUNNAR njóta stjórnmála- flokkarnir ríkulegra ríkisstyrkja. I raun má líta svo á að sumir þeirra séu af þeim sökum fremur rfkisstoínanir en frjáls félaga- samtök. Það er því harla undarlegt að flokkarnir skuli komast upp með að halda öllum fjármálum sínum leyndum; bæði fyrir almenningi og skattyfirvöldum. Ef ég sem skattgreiðandi á að geta sætt mig við að hluti af skattgreiðslum mínum renni til stjórnmálaflokka hlýt ég að hafa heimtingu á að vita hvernig þeir verja þessum peningum. Þó ekki væri til annars en að komast að því hvort þeir þurfa á peningunum að halda eða hvort þeir hlað- ast upp í sjóðum. Undanfarið hefur mikið verið rætt um ítök pólitíkusa í Lands- bankanum og öðrum peningastofnunum. Jafnvel stjórnmála- mennirnir sjálfir eru hættir að neita því að gn'ðarlegum fjármun- um almennings hafi verið sóað í þessum stofnunum, að beinum eða óbeinum fyrirmælum stjórnmálaflokkanna og forystu- manna þeirra. Eftir sem áður telja allir stjómmálaflokkarnir það gott kerfi að þeir haldi áfram að tilnefna menn í bankaráð og aðrar áhrifastöður innan peningastofnana. í gegnum tíðina hafa margir af framkvæmdastjórum stjórn- málaflokkanna setið í bankaráði Landsbankans. Einn slíkur er til dæmis formaður ráðsins í dag. Þessir menn hafa verið aldir upp í því umhverfi sem ríkisvaldið hefur búið stjórnmálaflokkunum — einskonar ffísvæði þar sem engum kemur við hvaðan pen- ingamir koma eða hvert þeir fara. Þótt rökréttasta leiðin til að frelsa fjármuni almennings í Landsbankanum og öðrum peningastofnunum undan stjórn- málamönnunum sé að selja bankann væri ef til vill athugandi að kanna aðra lausn á meðan pólitíkusamir eru að sætta sig við þá staðreynd að þeir eiga þessa peninga ekki heldur ber þeim að gæta þeirra. Það væri athugandi að setja stjórnmálaflokkana í skattrannsókn og setja þeim stífar reglur um bókhald og með- ferð fjármuna. Einnig að leggja á þá upplýsingaskyldu um eigin fjármál. Þetta kynni að leiða til þess að þeir fulltrúar flokkanna, sem veljast til að gæta fjármuna almennings í peningastofnunum, hefðu í það minnsta komist í kynni við bókhald og helstu siða- reglur í viðskiptum áður en þeir færu að ráðstafa tugum og hundruðum milljarða. BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Kristán Þór Árnason myndvinnslumaður, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Gunnar Árnason, myndlist, Gunnat Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI STJÓRNMÁL Pólitískar amöbur Stjórnmálaflokkar eru lífseig- ar skepnur. Þeir minna um margt á tvær ólíkar dýrategund- ir, amöbuna og kameljónið, sem hafa einstaka hæfileika til að breyta sér eftir umhverfinu. Kameljónið skiptir um lit til að falla betur inn í landslagið en amaban er öllu útsjónarsamari — hún hreinlega breytir um lögun. Hálærðir spekingar í pólitísk- um fræðum hafa verið ólatir við að stíga fram á sviðið og spá hinu úr sér gengna íslenska flokkakerfi pólitískum heims- endi, en jafnoft hefur framvind- an gefið þeim langt nef. Þegar tíðarandinn breytist, og almátt- ugum sýnist runninn upp dagur til þess að skapa nýja flokka, þá smita breytingarnar undraskjótt inn í gömlu flokkana; nýtt fólk og nýjar hugmyndir breyta þeim innan frá í takt við tím- ann. Að þessu leyti minna þeir ef til vill á þriðju tegundina, lax- inn, en þegar straumar breytast í umhverfinu kallar það fram ný einkenni í stofninum. A sínum tíma kom Kvenna- listinn eins og sprengja inn í ís- lenskt stjórnmálalíf, brynjaður ferskum hugmyndum og nýj- um starfsaðferðum. Tilvist hans var svar við ákveðnum þörfum, sem gömlu flokkarnir full- nægðu ekki. Þegar hann stóð á hátindi náði hann því í heilt sumar að vera stærsti flokkur- inn í þó nokkrum skoðana- könnunum. Flokkakerfið náði hins vegar vopnum sínum; gamli stabbinn tók upp hug- myndir og að nokkru marki starfsaðferðir Kvennalistans (amk. í orði) og atlagan að flokkakerfinu fjaraði út. Eftir stendur tvennt: konum hefur fjölgað verulega í forystusveit- um flokkanna, en Kvennalist- inn hefur hins vegar gamlast ótrúlega hratt. Málflutningur hans og starfsaðferðir skera sig ekki lengur frá öðrum, hefð- bundnum stjórnmálahreyfing- um; það er komið kal í grasrót- ina og í stað valddreifingar er hinn sterki leiðtogi kominn fram á sjónarsviðið. Samstaðan er rofín, einsog kom glöggt fram í mikiivægum atkvæða- greiðslum um evrópska efna- hagssvæðið og í síðustu viku um björgun Landsbankans. Sundurlyndi og harðskeytt valdabarátta setur nú mark sitt á Kvennalistann rétt eins og ná- grannasveitirnar, eins og nýleg úttekt Heimsmyndar staðfesti. Alþýðubandalagið er sömu- leiðis í hraðstígri breytingu. Atökin milli gæslumanna hinn- ar kommúnísku arfleiðar og hugmyndafræði Birtingar settu í gang tvennskonar uppgjör: annars vegar hið hljóðláta sem fram fór í hugum liðsforingj- anna og hins vegar það, sem enn á sér stað með löngum hlé- um á hösluðum velli flokksins. Svo missti auðvitað gamla liðið glæpinn þegar marxisminn fór í hundana, og það hefur enn hraðað för þríeykisins Svavars, Hjörleifs og Steingríms Jóhanns inn í nútíðina. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum misserum, að félagi Svavar ætti eftir að koma fram með hugmyndir, sem hugsaðar út í gegn hljóta að skoðast sem enn einn nagiinn í líkkistu skylduaðildar að verka- lýðsfélögum? Innan Alþýðubándalagsins er það líka að gerast án þess að nokkur taki eftir nema vitorðs- mennirnir, að flokkurinn er kominn í farveg mildrar þjóð- erniskenndar þar sem mest áhersla er lögð á málefni, sem varða hag landsbyggðar. Gegn þessum straumi nær Ólafur Ragnar ekki að róa; Hann missti „Stjórnmálaflokkar eru lífseigar skepnur. Þeir minna um margt á tvcer ólíkar dýra- tegundir, amöbuna ogkameljónið, sem hafa einstaka hœfileika til að breyta sér eftir umhverfinu. Kameljónið skiptir um lit til aðfalla betur inn í landslagið en amaban er öllu útsjónarsamari — hún hreinlega breytir um lögun. “ trúnað Birtingar í EES-málinu og vandséð hvar hann ætlar að finna galeiðuþræla til að breyta för skútunnar af þeirri leið sem Steingrímur Jóhann og hollvinir hafa markað. En Steingrímur er hinn smurði leiðtogi þríeykis- ins, honum hefur eflst ásmegin meðan Ólafur Ragnar er að verða konungur á kálfskinni. Þegar Steingrímur verður for- maður Alþýðubandalagsins er umbreytingu þess yfir í mildan landsbyggðarflokk næstum lok- ið. Framsóknarflokkurinn er líka í breytingarfasa. Hann hef- ur hægt og hægt verið að tosa sjálfum sér inn í samtímann og tekist það vel. Áherslur hans munu breytast verulega þegar Halldór Ásgrímsson sest í sæti formanns, — ekki síst ef hann kýs um leið að flytja sig á suð- vesturhornið. Innan Framsókn- ar er ungt fólk að sækja fram, það færir með sér nýjar hug- myndir, og hæfileiki flokka til að breyta um ásýnd með tiltölu- lega hröðum hætti sést ef til vill hvergi betur nú um stundir en einmitt hjá gömlu mad- dömunni. öfugt við Kvennalist- ann er hún að yngjast. Alþýðuflokkurinn? Þar varð ákveðin áhersiubreyting árið 1987 sem leiddi um síðir til nú- verandi stjórnarsamstarfs. í Hafnarfirði býr ungur og vaskur bæjarstjóri, sem vill breyta ís- lenskum stjórnmálum. Kannski hann byrji á Alþýðuflokkn- um...__________________________ Höfundur er þingflokks- formaður Alþýðuflokksins. ALIT HRAFN MAGNÚSSON MAGNUSL. SVEINSSON davIð scheving THORSTEINSSON HALLDÓR BJÖRNSSON ÞÓRARINN V. ÞÓRARINSSON Eftirlaunasjóðirforstjóranna Hrafri Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands al- mennra lífeyrissjóða: „Effir- launasamningar starfsmanna geta verið eðlilegur þáttur í starfskjörum launafólks, ef slíkir samningar íþyngja ekki fjárhagslega hinum daglega rekstri fyrirtækisins, og svo þarf tryggingafræðilegt mat að liggja til grundvallar. Þá þarf að sjálfsögðu að leggja til hliðar greiðslur, sem nemur hinum árlegu skuldbindingum. Eðli- legt væri að slfkt fjármagn væri bundið í öruggum skuldabréf- um utan fyrirtækis, ffekar en í rekstri þess. Lífeyrissjóðir hafa að ósekju dregist inn í umræð- ur um eftirlaunasamninga yfir- manna SÍS. Gagnvart lífeyris- sjóðum á samningssviði ASÍ eru allir sjóðfélagar jafnrétthá- ir. Eftirlaunasamningar, sem gerðir kunna að vera við ein- staka starfsmenn fýrirtækja, rýra á engan hátt réttindi ann- arra sjóðfélaga og eru fýrir utan verksvið sjóðanna." Magnús L. Sveinsson, for- maður VR: „Það kæmi mér ekki á óvart að þarna væri einkageirinn að tryggja æðstu mönnum sínum samskonar réttindi og tíðkast hafa hjá op- inberum starfsmönnum, ekki síst æðstu embættismönnum ríkisins. Þarna er á ferðinni hróplegt misræmi milli þeirra sem búa við slík réttindi og hinna sem búa við lífeyrisrétt- inn í almenna kerfinu. Það er óvíðar meira óréttlæti en í líf- eynsmáluhum og þá geri ég ekld miki»n greinarmun á því hvað forstjórum og opinberum embættismönnum býðst.“ Davíð Scheving Thor- steinsson, forstjóri Sólar: „Ranglætið í lífeyrismálum á íslandi, eftir því hjá hvers kon- ar vinnuveitanda menn hafa unnið, hjá hinu opinbera eða hjá einkageiranum, er og hefur lengi verið hið mesta ranglæti sem hér hefur viðgengist. Án þess að mér sé sérstaklega kunnugt um þessa sérstöku eft- irlaunasamninga þá held ég að þar hafi fyrirtæki verið að reyna að sjá til þess að viðkom- andi sætu við sama borð og ýmsir opinberir starfsmenn.“ Halldór Björnsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar: „Þetta sýnir og undirstrikar misréttið milli hins almenna lífeyrisþega og hinria sem geta nánast samið við sjálfa sig. Líf- eyriskerfið er nægilega óréttlátt fyrir án þess að svona nokkuð fái að líðast, að menn geti nán- ast samið við sjálfa sig um við- bótarlífeyri ofan á hinn al- menna lífeyri. Þetta er kannski löglegt, en siðlaust er það, eins og Vilmundur heitinn sagði. Gjarnan mættu menn fá betri lífeyri en nú er, en þetta er allt annars konar mál.“ Fjölmargir forstjórar og aðrir æðstu yfírmenn stór- fyrirtækja hafa gert sér- staka starfslokasamninga sem tryggja þeim eftir- launaréttindi langtum- fram það sem gengur og gerist. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ: „Þessar effirlaunaskuldbind- ingar eru af sama toga og skuldbindingarnar gagnvart þingmönnum, ráðherrum, bankastjórum og reyndar ríkis- starfsmönnum almennt; þær eru að mínu mati rangar í eðli sínu og hættulegar, því það er rangt að lofa greiðslum af síðari tíma tekjum án þess að gera ráð fyrir því þegar til þess er stofnað. Það er þá eðlilegra að gera ráð fyrir þessu strax með greiðslu iðgjalds, frekar en að gefa út óútfylltan tékka á ffam- tíðina. Stærsta dæmið í þessu er hjá ríkinu þar sem búið er að lofa k'feyri upp á tugi milljarða án þess að iðgjöld og eignir standi á móti.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.