Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 24
SKOÐANIR A M E N N I N G U OG LISTUM 24 PRESSAN FI MMTUDAGUR I Klassíkin • Sinfóníuhljómsveit (s- lands flytur Langnætti eftir Jón Nordal, Konsert fyrir slag- verk og hljómsveit eftir André Jolivet og Sinfóníu nr. 4 í e-moll eftir Johannes Brahms. Hljómsveitarstjóri er ísraelinn Avi Ostrowskíj. Ein- leikari er slagverksleikarinn Maarten M. van der Valk. Há- skólabíó kl. 20. • Karlakórinn Stefnir held- ur tónleika. Stjórnandi er Lár- us Sveinsson. Einsöngvari er Þorgeir J. Andrésson. Bú- staðakirkja kl. 20.30. • Þórarinn Stefánsson pí- anóleikari heldur EPTA-tón- leika norðan heiða. Akureyr- arkirkja kl. 20.30. LAUGARDAGU R I 27. MARS I Klassíkin • Karlakórinn Stefnir held- ur tónleika. Stjórnandi er Lár- us Sveinsson. Einsöngvari er Þorgeir J. Andrésson. Hlé- garði, Mosfellsbce kl. 16. • Söngsveitin Fílharmónía heldur tónleika undir stjórn Úlriks Ólasonar. Langholts- kirkja kl. 20.30. • Tónlistarfélag Akureyrar heldur tónleika. Flytjendur eru Hólmfríður Benedikts- dóttir, sópran, Jennifer Spe- ars, gítar, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, pínaó.Akur- eyrarkirkja kl. 16. • Háskólakórinn heldur tónleika á Dalvík undir stjórn Hákons Leifssonar. Dalvíkur- kirkja kl. 16. Leikhúsin • Dauðinn og stúlkan. ★★★★ Tvímælalaust besta sýningin á þessu leikári, þrátt fyrir ýmsa galla. Borgarleik- húsið, litla svið, kl. 20. ’• Dansað á haustvöku ★ Það er spaugilegt að stórt Marconi-útvarpstæki (sem er eitt aðaltákn verksins) skuli vera á miðju sviðinu allan tímann vegna þess að Dans- að á haustvöku gæti verið skemmtilegra sem útvarps- leikrit. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstœði, kl. 20. FOSTUDAGUR 26. MARS Leikhúsin • Leðurblakan. Óperetta Jo- hanns Strauss frumsýnd fyrir norðan. Leikstjóri er Kolbrún Kristjana Halldórsdóttir. Með stærstu hlutverk fara Jón Þor- steinsson, Ingibjörg Mar- teinsdóttir og Guðrún Jóns- dóttir. Leikfélag Akureyar kl. 20.30. • My fair lady. Stefán Bald- ursson leikstjóri hefur skilið nauðsyn góðrar útfærslu vel og kostar miklu til. Úrvalsfólk er á hverjum pósti undir styrkri stjórn Stefáns. Þjóð- leikhúsið kl. 20. • Stund gaupunnar. © Ágætir leikhæfileikar Ingvars, Lilju og Guðrúnar fara til spillis í þessu fáránlega leik- riti. Svona getur árangurinn orðið þegar ritstjórinn er rauður köttur sem vill upp- hefja sig í guðatölu. Þjóðleik- húsið, litla svið, kl. 20.30 • Tartuffe. ★★★ Hvílíkt de- bút á stóra sviðinu fyrir Þór Tulinius leikstjóra! Verkið er keyrt á ótrúlegum hraða frá byrjun til enda, troðið af bröndurum, hlátri og upp- hrópunum. Borgarleikhúsið kl. 20. • Sardasfurstynjan. ★★★ .•, Góð skemmtun á meðan á henni stendur og ágæt til- raun til að skemmta fleirum en þeim sem þegar eru fasta- gestir íslensku óperunnar. Is- lenska óperan kl. 20. Leikhúsin • My fair lady. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Stund gaupunnar. &Þjóð- leikhúsið, litla svið, kl. 20. • Ronja ræningjadóttir. Það er mikill styrkur fyrir sýn- inguna að svo snjöll leikkona sem Sigrún Edda Björnsdóttir skuli geta leikið hina tólf ára gömlu Ronju án þess að maður hugsi mikið út í ald- ursmuninn. Borgarleikhúsið kl. 14. • Blóðbræður. Væri maður tilneyddur að segja eitthvað yrði það líklega að fáum þeirra sem stóðu að þessari sýningu virðist hafa þótt til- takanlega vænt um verkefni sitt. Það var eins og sýningin væri gerð meira með höfðinu en hjartanu. Borgarleikhúsið kl. 20. • Dauðinn og stúlkan. Borgarleikhúsið, litlasvið, kl. 20. • Sardasfurstynjan. ★★★ íslenska óperan kl. 20. • Leðurblakan. LeikfélagAk- ureyrar kl. 20.30. Klassíkin • Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Kristján Stephensen, óbó, Bryndís Pálsdóttir, fiðla, og Ingvar Jónasson, ví- óla, halda tónleika á Akureyri. Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 17. • Eggert Pálsson slagverks- leikari heldursíðdegistón- leika í tónleikaröð Hafnar- borgar og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hafnarborgkl. 17. • Karlakórinn Stefnir held- urtónleika undirstjórn Lár- usar Sveinssonar. Einsöngvari er Þorgeir J. Andrésson. Ár- bœjarkirkja kl. 17. • Söngsveitin Fílharmónía heldur tónleika undir stjórn Úlriks Ólasonar. Langholts- kirkja kl. 20.30. • Marteinn H. Friðriksson heldur orgeltónleika. Flutt verða verk eftir Johann Seb- astian Bach. Hallgrímskirkja kl. 20.30. Leikhúsin • Dýrin í Hálsaskógi. Hlut- verkaskipan erað því leyti sérkennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús. Þjóðleik- húsiðkl. 14. • Ronja ræningja- dóttir. Borgarleik- húsiðkl. 14. • Hafið. Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans bíða mikil átök og líka húm- or. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstœði, kl. 20. Fimmtudagurinn 25. mars 1993 ANDSVAR Tákn og stórmerki Um ofsóknarkennda leit einhverra að reourtáknum Ég má til með að gera athuga- semd við grein Kolbrúnar Berg- þórsdóttur í Pressunni 18. mars, en greinin ber yfirskrift- ina „Er styttan af Jóni Sigurðs- syni risatippi?", undirtitill: „Af ofsóknarkenndri leit femínískra bókmenntafræðinga að reður- táknum“. í þessari grein ræðst Kolbrún til atlögu við femínískar bók- menntarannsóknir enn eina ferðina og eins og venjulega fer notkun sálgreiningar við lestur bókmenntatexta alveg sérstak- lega í taugarnar á henni. Eins og yfirskriftin ber með sér er það túlkun á táknum í bókmennt- um, einkum reðurtáknum, sem Kolbrúnu fmnst fáránleg. Hún virðist á þeirri skoðun að fem- ínískir bókmenntafræðingar séu að ofsækja reðurtákn, sem í grein hennar eru það sama og risatippi. Þetta er athyglisverður skiln- ingur, ekki minnst fyrir sál- greinendur. Þetta er hins vegar algjör misskilningur á bæði femínískri bókmenntafræði og fallostáknum. Því skal þetta sagt: „Fallos“ er ekki það sama og „tippi“ í sálgreiningunni. Sig- mund Freud, sem var afar sið- prúður maður, valdi gríska orð- ið „phallos" til að lýsa þessu fyr- irbæri í veikri von um að rugla þá í ríminu sem sjá stór og smá tippi hvert sem þeir líta. „Fallosinn“ er tákn valds, yfirburða, þess sem allir þrá að hafa eða vera. Það, hvort táknið vekur ótta eða þrá, ræðst af samhenginu í textanum. Hin „fallíska" móðir er til dæmis alltaf ógnandi móðir og til þess Dagný Kristjánsdóttir svarar hér grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur í síðustu PRESSU um ofsóknarkennda leit feminískra bókmennta- fræðinga að reðurtákni. Dagný hefur eitt slíkt að baki sér; sjálfan Hallgrímskirkjuturn. vísa ég í túlkun minni á hinni hryllilegu mynd Miklabæjar- Solveigar í ljóði Einars Bene- diktssonar (Tímarit Máls og menningar, 4, 91). Greinin sú fyallar mest um trú og trúleysi í Ijóðinu og Kolbrún hefur m.a. þetta um hana að segja: „Sú síðastnefnda (þ.e. undir- rituð, DK) kom auga á tippi og klof í þessum ljóðlínum Einars Ben úr Hvarfi séra Odds frá Miklabæ: „Reidd til höggs er höndin kreppt/hátt á lofti, önn- ur er heft/á bitrum, blikandi hnífi.“ Við Kolbrún verðum trauðla sammála um túlkun mína á þessu ljóði. Ég tala í grein minni um skelfmguna og sektar- kenndina sem mynd Solveigar vekur hjá ljóðmælanda og þau djúpsálarfræðilegu tákn sem í henni felast. Ég er að tala um myndir í sálarlífmu, gagnrýn- andi Pressunnar um „tippi og klof. í Tímariti Máls og menningar (2,92) skrifaði Birna Bjarnadótt- ir málefnalega og fræðilega grein þar sem hún gagnrýnir femínískar bókmenntarann- sóknir og þeirri grein ætla ég að svara. Ég treysti mér hins vegar ekki til að rökræða við Kol- brúnu Bergþórsdóttur á hennar forsendum og ætla ekki í neinn leðjuslag við hana á síðum Pressunnar. Ég veit ekki hvaða tilgangi hún telur að hártoganir og lítillækkanir hennar á fræði- störfum annarra kvenna þjóni. Mér er næst að halda að þau skrif séu best til þess fallin að skemmta skrattanum. MENNING Um höfundarrétt Hallgríms Péturssonar Undanfarið hafa staðið harð- ar deilur á síðum Morgunblaðs- ins um sjónvarpsauglýsingu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar um maltdrykk, þar sem nokkr- um orðum úr alkunnu heil- ræðakvæði Hallgríms Péturs- sonar er vikið við. Ritsnillingar eins og Helgi Hálfdanarson og Þorgeir Þorgeirsson hafa látið að sér kveða og líka sumir minni spámennirnir. Hafa margir hneykslast á því, að aug- lýsingamenn skuli telja sig þess umkomna að breyta orðum þjóðskáldsins, og talað um helgispjöll í því sambandi. Eg hyggst hér hins vegar benda á éitt atriði, sem hefur ekki mér vitanlega komið fram í öllum umræðunum um málið. Það er, að Þórbergur Þórðarson tók sig til og orti upp eitt fræg- asta kvæði Hallgríms Péturs- sonar, Um dauðans óvissan „Fyrst Þórbergur má breyta orðum Hallgríms Péturs- sonar, hvers vegna mega auglýsinga- menn á vegum Öl- gerðar Egils Skalla- grímssonar það ekki?“ tíma, af því að honum þótti það ekki nógu gott í ffumgerðinni. Hallgrímur hafði ort (eins og allir vita, sem sækja jarðarfarir): Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt meðfrjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund. Meistari Þórbergur vildi hins vegar hafa textann svofelldan: Allt eins og blómstrið eina upp vex ígrœnni hlíð fagurt meðfrjóvgun hreina fyrst um dags morguns tíð. Er frá þessu sagt í hinni bráð- skemmtilegu viðtalsbók Matthí- asar Johannessens við Þórberg, I kompaníi við Þórberg. Ég skal ekki um það dæma, hvor gerðin er betri. Hitt er ljóst, að Þórbergur hefur sam- kvæmt kenningum sumra and- stæðinga maltauglýsingarinnar ffarnið hin verstu helgispjöll. „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ orti Hallgrímur Pétursson í frægasta verki sínu, sjálfum Passíusálmunum. Fyrst Þór- bergur má breyta orðum Hall- gríms Péturssonar, hvers vegna mega auglýsingamenn á vegum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar það ekki? Ættum við ekki að banna færra og leyfa fleira og leysa með því úr læðingi sköp- unarmátt einstaklinganna, þótt eitthvað fljóti síðan með van- skapað?______________________ Höfundur er dósent MYNDLIST Fornar mýtur og ný goð „Svala er ekki aðeins að benda á mýtur, mér sýnist hún leita aðþví sálrœna afli sem býr að baki þörf einstaklingsins fyr- ir mýtur. “ SVALA SIGURLEIFSDÓTTIR GALLERÍ EINN EINN Ekki er langt síðan Svala Sig- urleifsdóttir sýndi í Gallerí einn einn síðast. Þá sýndi hún mál- verk sem sýndu sviðsetningar úr stúdíói málara þar sem brá fyrir margvíslegum tilvísunum í sögu málaralistarinnar. Innan um trönumálverk sem sneru bakinu í áhorfandann voru táknmyndir ýmissa tíma- skeiða, stíla og tilvitnanir í verk meistaranna. En Svala hefur líka unnið talsvert með Ijós- myndir eins og sjá mátti á Fig- ura Figura-sýningunni á Kjar- valsstöðum síðastliðið sumar. Hér notar hún einnig ljós- myndir sem hún málar í og einnig stillir hún saman mál- verki og ljósmyndum. Mynd- irnar á sýningunni koma sem eðlilegt framhald af fyrri við- fangsefnum. Þó bregður fyrir persónulegri þræði í verkunt hennar nú en oft áður. Meðferð myndefnisins gerir þessi myndverk bitastæðari en þau sem ég hef séð ffá hennar hendi undanfarið. Svala vegur hvort í sinni hendi nærtæka, staðbundna reynslu einstaklingsins og sam- mannlegan heim goðsagna; hverfulleika lífshlaupsins og varanleika minninganna. En hún stillir þessu ekki upp sem ósættanlegum andstæðum, heldur er hún að draga fram skyldleikann, hið goðsagna- kennda í lífi einstaklingsins og hið nærtæka í efniviði goð- sagna. Þetta kemur skýrt fram í verkinu „Vorblóti'1, sem er þrí- skipt verk. í miðjunni er mál- verk sem sýnir helgisiðagrímur Alaskaeskímóa, en sitt hvorum megin er fjallasýn úr ísafjarðar- djúpi, í tunglsljósi til vinstri og hægra megin er morgunroðinn í fjöllunum. Fjallahringurinn, nótt og dagur, afmarkar þann heim sem maður fæðist í. En það sem gerist innan þessa lok- aða hrings á sér tengsl langt út fyrir stað og tíma. „Ný goð" er fyórskipt mynd. Á fyrstu mynd- inni, þeirri einu sem er ljós- mynd, er snákur í grasi. Á ann- arri myndinni (ég les þær frá vinstri til hægri) er reiðhjóla- sæti Picassos sem lítur út eins og naut. Á þeirri þriðju er Dadahöfuð Raoul Hausmanns og á þeirri fjórðu fígúra eftir Dubuffet. Snákurinn kemur víða við sögu í goðsögum mannkyns. í fornum samfélög- um var hæfileiki snáksins að endurnýja æsku sína reglulega með því að skipta um ham sett- ur í samhengi við hringrás árs- tíða og hann því talinn hafa guðlegt eðli. En snákurinn er líka lævís og viðsjárverður. Hann á það til að læðast að manni í grasinu og skjóta upp kollinum þar sem síst skyldi. Picasso, Dada og Dubuffet birt- ast hér sem skurðgoð nútímans sem bera með sér forna visku (eða lævísar blekkingar) í nýj- um ham. Eitt sinn heyrði ég þá skil- greiningu á mýtu að hún væri hvaðeina sem mönum dytti ekki í hug að draga í efa og tækju sem sjálfsagðan hlut. En það getur varla verið vegna þess að mönnum dettur ekki í hug að draga mýtuna í efa. Ef goðið er lifandi þá óttumst við að steypa því af stalli. Franski bókmenntafræðingurinn Ro- land Barthes taldi að mýtur yrðu til þegar farið er að líta á eitthvað sem skapað er innan tiltekinnar menningar sem hluta af eðlilegri og náttúrulegri skipan mála. Menn eiga erfitt með að draga í efa eða koll- varpa því sem er náttúrulegt án þess að finnast að tilveru- grundvelli menningarinnar sjálfrar sé ógnað. Fyrir útlend- inga eru íslendingasögurnar stórfenglegar miðaldabók- menntir. Fyrir okkur eru þær mýta; hvað værum við án þeirra? Svala er ekki aðeins að benda á mýtur, mér sýnist hún leita að því sálræna afli sem býr að baki þörf einstaklingsins fyrir mýt- ur. Verkin búa því yfir per- sónulegum, óræðum skírskot- unum jafnt sem tilvísunum í sameiginlegan goðsagnaheim.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.