Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 20
FJOLDAMORÐ 20 PRESSAN Fimmtudagurinn 25. mars 1993 Maður vikunnar Jacques Chirac Gamanið er rétt að byrja Frönsku þingkosningarnar um helgina eru fyrirboði mikilla láta í frönskum stjórnmálum, enda voru þær aðeins byrjunin á kosningabaráttu jacques Chir- ac, leiðtoga gaullista. Nú setur hann markið á forsetakosningar 1995, en þá lætur Franqois Mitterrand af embætti, ef ekki fyrr sakir heilsubrests. Tíminn fram að þeim verður átakamik- ffl. Chirac hefur ástæðu til að fagna. Ekki endilega vegna þess hversu mörg atkvæði hægri- menn fengu í kosningunum; þeir fengu sömu fjörutíu pró- .sentin og árið 1981, þegar Sósíal- istaflokkurinn fékk meirihluta í þinginu. Hitt er meira virði, að franskir kjósendur höfnuðu nú afdráttarlaust sósíalistum og sósíalisma Mitterrands. Það er mikilvægt veganesti fyrir for- setakosningarnar og komandi stjórnartíð. Chirac er hægrimaður af gamla skólanum: maður laga og reglu, þjóðeraissinni í anda de Gaulles, talsmaður heíðbundins landbúnaðar og sögulegs hlut- verks Frakklands sem stórveldis í Evrópu. Hann vill „ná gamla landinu aftur“ úr höndum sósí- alista sem hann segir hafa grafið undan frönsku samfélagi með l(tt heftri fríverslun, atvinnuleysi, innflutningi vinnuafls og veikri varnarstefnu. Þessum stjórnar- háttum segist hann ætla að breyta, hvort sem Mitterrand situr áfram í embætti eða ekki. Það eru ekki endilega góðar fréttir fyrir nágranna Frakka í Evrópu. Chirac hefur til dæmis þegar lýst yfir að hann telji sig ekki bundinn af GATT-sam- komulaginu þar sem loks náðist niðurstaða fyrir nokkrum mán- uðum eftir erfiðismuni. Þar var gætt hagsmuna Bandaríkja- manna en ekki Frakka, segir hann, og segist ekki hræddur við átök, hvorki við Bandaríkin né Evrópubandalagið. Eins og flest- ir Frakkar lítur Chirac á bænda- stéttina sem ímynd og grundvöll franskrar menningar og sögu, atvinnugrein sem beri að vernda fram í rauðan dauðann. Það býður upp á hörð átök í alþjóða- viðskiptum og voru þó flestir búnir að fá nóg af vemdarstefn- unni sem Frakkar hafa fylgt hingað til. Þessar skoðanir og aðrar bjóða líka upp á átök við Mitt- errand. Þeir Chirac eru svo sem ekki ókunnugir; Chirac varð for- sætisráðherra Mitterrands árið „En gamli refurinn Mitterrand hefur áð- ur sýnt að hann gefur sig ekkifyrr en ífulla hnefana. Þess vegna má búast við að franska þjóðarskút- an logi stafnanna á milli í deilum nœstu tvö árin. Vestur- landabúar mega prísa sigsœla eftekst að halda þeim innan landamœranna. “ 1986, þegar Frakkar fengu fyrst yfir sig „sambýli" hægri- og vinstrimanna í ríkisstjórn. Chir- ac hefur sagst ekki vilja verða forsætisráðherra aftur, en mun stýra flokki gaullista, Rassemble- ment pour la République, úr þingsæti sínu og undirbúa jarð- veginn fyrir forsetakosningam- ar. Franska stjórnarskráin skil- greinir mjög óljóst valdskiptingu milli forseta og ríkisstjórnar og Chirac mun væntanlega nota öll tækifæri til að snúa hnífnum í sárinu sem kjósendur veittu Mitterrand um helgina. En gamli refúrinn Mitterrand hefúr áður sýnt að hann gefur sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Þess vegna má búast við að franska þjóðarskútan logi stafnanna á milli í deilum næstu tvö árin. Vesturlandabúar mega prísa sig sæla ef tekst að halda þeim inn- an landamæranna. 3í|ic SSitncS Kennedyfer til Dyflinnar Clinton forseti hefur skipað Jean Kennedy Smith sendiherra Bandaríkjanna á írlandi, þrjátíu árum eftir að bróðir hennar kom þangað í heimsókn sem forseti. Það er írskum þjóðernissinnum gleðiefni að hún skuli nú snúa til ættlands forfeðra sinna, enda hafa þeir aldrei efast um stuðning Kennedy-ættflokksins við málstað sinn. Það verður hins vegar að vona að frú Smith veiti málstað Breta ekki minni athygli en hinum írska, sérstaklega þegar haft er í huga að hún er einnig dóttir fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Lundúnum (þótt hann hafi reyndar verið með ógeðfelldari mönn- um sem gegnt hafa því embætti). » Frú Smith ætti að ýta af krafti undir yfirstandandi sáttatilraunir. Fyrstu skilaboð hennar til Clinton forseta ættu að vera að senda ekki sérstakan friðarstilli til Norður- írlands. Þess í stað gæti hann sent sendinefnd til að afla sér upplýsinga sem mættu verða honum til skilningsauka um hversu flókið ástandið er. Allt annað og meira kæmi frlandi að engu gagni og því síður sambandi Bandaríkjanna og Bretlands. „Skepnan frá Rostov" misnotaði fórnarlömb sín, skarafþeim útlimi og lagði sár líkamsparta til munns. FJÖLDAMORÐINGINN CHIKATILO Var vel varinn írimlabúri við réttarhöldin. Mesta nautnin að limlesta börn Sovéski fjöldamorð- inginn Chikatilo var dæmdur til dauða fyr- ir52morð.Yfírvöld héldu voðaverkunum leyndum í mörg ár, enda var litið á slíkan óskapnað sem af- sprengi amerískrar menningarogþar með hneisu fyrir Sov- étríkin. Mikil fagnaðarlæti brutust út í Rostov í Sovétríkjunum síð- asta vor þegar kennarinn Andr- ei Romanovic Chikatilo, 56 ára fjölskyldufaðir og afi, var dæmdur til dauða fyrir hvorki meira né minna en 52 morð. Ráðgátan um illmennið, sem haldið hafði íbúum Rostov og nágrennis í heljargreipum í fjöldamörg ár, var loksins leyst og þjóðin gat varpað öndinni léttar. Morðinginn hafði fyrst látið á sér kræla tólf árum áður, en lét til skarar skríða 1984 og tókst þá að myrða tugi manna án þess að hann næðíst. Sagan endurtók sig 1990 og áður en lögregluyfirvöldum tókst loks að hafa hendur í hári hans hafði honum tekist að myrða á sjötta tug manna. Fórnarlömb Chikatilos voru bæði börn og fúllorðnir, konur og karlar. Hann notaði tækifær- ið þegar hann ferðaðist einn á vegum vinnu sinnar hjá eim- reiðaverksmiðju nokkurri, en árin sem hann gekk berserks- gang voru ferðir hans til Moskvu, Úkraínu, Síberíu og Tashkent mjög tíðar. Hann hafði lag á að koma sér í mjúk- inn hjá fórnarlömbum sínum, lokkaði þau á afvikna staði úti í skógi og misþyrmdi þeim á hroðalegan hátt. Aðfarirnar voru hrikalega grimmilegar. Þó þjáðist enginn eins mikið og varnarlaus börnin, sem voru eftirlætisfórnarlömb hans. Chikatilo naut þess að finna til fullkomins valds yfir börnum, binda hendur þeirra og mis- þyrma þeim hrottalega á meðan þau voru enn með lífsmarki. Beit getnaðarliminn af fórnarlömbunum Drápsaðferðir Chikatilos voru með ólíkindum og öll líkin hræðilega illa útleikin. Há- punkturinn var kynferðisleg fúllnæging, sem hann fékk við að horfa á fórnarlömbin engjast um af kvöldum. Þegar konur og eldri drengir áttu í hlut hafði hann fyrir venju að höggva búk þeirra í sundur með exi eftir að þau voru látin, eða jafnvel í dauðateygjunum á meðan þeim blæddi hægt út. Chikatilo stakk augun úr mörgum fórnarlamba sinna eftir að hafa myrt þau. Börnin máttu þó mörg hver þola þær limlestingar, áður en þau létust. Flest þeirra voru í losti þegar þau létust og svipur- inn á andliti þeirra bar ekki vott um sársauka, heldur fuflkomið skilningsleysi. Afbrigðilegt kynlíf var Chika- tilo efst í huga og því beindist öll hans athygli að kynfærum fórn- arlambanna. Hann notaði egg- voprí til að skera í eistu, getnað- arlimi, leggöng, eggjastokka og síðast en ekki síst leg, sem hann hafði fýrir venju að ráðast að. Þá hafði hann bitið getnaðarliminn af nokkrum mannanna sem hann myrti. Greinilegt var að Chikatilo hafði í nokkrum til- vikum kveikt varðeld, þar sem hann framdi ódæðisverknaði sína. Við yfirheyrslur fyrir rétti þverneitaði Chikatilo að hafa lagt fórnarlömb sín sér til munns, en dómararnir skelltu við skollaeyrum. Ekki síst eftir að eiginkona hans viðurkenndi, að maður hennar hefði oft pakkað niður skaftpotti þegar hann lagðist í ferðir, en það hafði vakið sérstaka furðu hennar þar sem hann kunni ekki einu sinni að sjóða vatn. Eða þóttist að minnsta kosti ekki kunna það. Morðin voru að stærstum hluta framin í Rostov, en þó fundust nokkur líkanna í fimm nærliggjandi héruðum sem Chikatilo hafði ferðast til vegna vinnu sinnar. Ömurlea æska markaði djúp spor Chikatilo fæddist 1936 í smá- borg í Úkraínu. Mikil fjöl- skyldusorg skyggði á alla hans æsku og reynsla sem hann varð fyrir ungur markaði djúp spor í sálarvitund hans. Við yfir- heyrslur í fangelsinu komust sálfræðingar að því, að Chika- tilo varð í æsku vitni að skelfi- legum atburðum sem stóðu honum enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Barnungur heyrði hann talað um látinn bróður sinn, sem var fórnar- lamb „mannæta"; misindis- manna sem lokkuðu hann inn í skóg og limlestu hann. Chikatilo komst snemma í kynni við fátækt og hungurs- neyð og varð ungur vitni að hroðalegum manndrápum. Hann mundi ljóslega eftir her- setu Þjóðverja og sá sundurtætt lík liggja eins og hráviði um all- ar götur. Þó voru „myrtu börn- in“ honum sérstaklega minnis- stæð. Litla systir hans, átta ár- um yngri, þjáðist af ólæknandi vöðvarýrnun sem olli því meðal annars að endaþarmurinn tofldi illa á sínum stað. Hann fylltist hatri á systur sinni, sem var sí- fellt til trafala og fékk alla athygli foreldra þeirra. Sú æskumynd sem var hvað fastast greipt í vit- und hans var því myndin af systur hans sjúkri og áhyggju- fullri móðurinni, sem fylgdi dótturinni hvert fótmál og gætti þess að endaþarmurinn væri til friðs. Vanlíðan Chikatilos ágerðist á gelgjuskeiðinu, þegar hann uppgötvaði að honum reis ekki hold. Getuleysið olli mikilli minnimáttarkennd sem hann þjáðist af alla ævi og varð til þess að hann fékk afbrigðilegt kynlíf á heilann. Hann fylltist ranghugmyndum um sjálfan sig og aðra og hætti með öllu að geta gert greinarmun á draumi og veruleika. Afbrigðilegheitin færðust stöðugt í aukana með árunum uns hann lét til skarar skríða og fór að misnota fólk og myrða. Chikatilo starfaði í mörg ár sem barnakennari. Honum tókst þó ekki að dylja afbrigði- legar hvatir sínar og það kostaði hann margsinnis vinnuna. Áreitti kornunga nemendur sína Chikatilo var fyrst sagt upp störfúm 1972, eftir að hafa áreitt tvær stúlkur úr nemendahópi sínum. Sama gerðist með stöðu hans við heimavistarskóla, sem hann missti eftir að upp komast að hann hafði oftsinnis laumast inn í svefskálana að næturlagi og leitað á yngstu drengina. Eft- ir þetta skipti Chikatilo oft um vinnu, enda kom hann sér alls staðar út úr húsi. Hann þótti feiminn og litlaus, óræður og undarlegur í hegðun. Hann hafði þó mikið dálæti á bömum og hafði lag á að ná athygli þeirra, sem kom sér ákaflega vel fyrir hann þegar hann var i morðhugleiðingum. Chikatilo hafði ímugust á of- beldi í myndum og var oft að yfirliði kominn þegar hann sá blóð á skjánum. Hann hafði of- stækiskenndan áhuga á stjórn- málum, einkum þó smávægi- legum málum sem fæstir aðrir gáfú einhvern gaum. Samband hans við eiginkonu sína var allt mjög einkennilegt og frá 1984 þverneitaði hann að sænga með henni. Síðustu tvö árin áður en hann var handtekinn bað Chikatilo nágranna sfna ítrekað um að mæla með góðum lækn- um við sig, sem gætu læknað hann af „veikindum“, sem hann þó fékkst aldrei til að útskýra nánar. Líklegt er að þar hafi hann haft getuleysi sitt í huga, sem hrjáði hann allt hans líf. Yfirvöld héldu fjöldamorðun um feyndum Fjöldamorðin í Rostov og ná- grenni komu ákaflega illa við sovésk yfirvöld, enda litu þau svo á að slíkir atburðir ein- kenndu aðeins hnignandi menningu hins vestræna heims, einkum Ameríku, og slíkt „gæti ekki gerst“ í Sovétríkjunum. í stað þess að hefja hávaðasama leit að morðingjanum var farið með málið eins og hneyksli. Fjöldamorðunum skyldi haldið leyndum og því var allt gert til að erlendir fjölmiðlar kæmust ekki á snoðir um þau. Hjá því varð þó ekki komist þegar loks tókst að hafa hendur í hári morðingjans og harmsaga hans var dregin fram í dagsljósið. Leitin að fjöldamorðingjan- um hafði verið umfangsmikfl og löng og margir voru handteknir í tengslum við hana. Þeirra á meðal var Chikatilo sjálfur og ekki einu sinni heldur tvisvar. í bæði skiptin skorti þó sönnun-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.