Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 29

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 29
NÆSTSTÆRSTI ATVINNUVEGURINN Fimmtudagurinn 25. mars i993 PBESSAN 29 [þróttir eru næstflölmennasta atvinnugrein útlendinga hérá landi KOSTA HUNDRAD MILLJÓNIR Forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar hafa lýstþví yf- ir, í kjölfarþess að henni ernú gert að greiða skatta og skyldur, að þeirsjái fram á mikla rekstrarerfiðleika í greininni. Þegarhins vegarerlitið á fjölda útlendinga sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar og kostnað- inn sem þeim fylgir má spyrja hvort hin erfiða fjár- hagsstaða sé ekkiað einhverju leyti tilkomin vegna þeirra og hvort peningunum væriekki betur varið til uppbyggingarstarfs? Fjöldi útlendinga, sem starfa að íþróttamálum hér á landi, er orðinn slíkur að það er aðeins í einni íslenskri atvinnugrein sem útíendingarnir eru fleiri og það er fiskvinnsla. Mikill fjöldi í knatt- spyrnu Komið hefur ffam í fjölmiðl- um að mörg fyrstudeildarfélög í knattspyrnu eigi mjög undir högg að sækja vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Hefur athyglin þó helst beinst að Víkingi og Val, en þau munu ekki vera ein um erfiða stöðu. f fyrstu deild- inni léku á síðasta keppnistíma- bili ellefu erlendir leikmenn eða sem nemur heilu knattspyrn- liði. Að meðaltali léku rúmlega tveir útlendingar hvern kapp- leik í fyrstu deild síðastliðið sumar en í tólf leikjum voru fjórir útíendingar inni á vellin- um í einu. Fjögur lið höfðu tvo erlenda leikmenn í röðum sín- um, Víkingur, ÍBV, Valur og Breiðablik. Þá voru tveir údend- ir leikmenn í þremur annarrar- deildarliðum, tveimur þriðju- deildarliðum og í tveimur fjórðudeildarliðum. Annað lið- anna í fjórðu deild er HK en PRESSUNNI er kunnugt um að sú knattspymudeild býr við erf- iða fjárhagsstöðu. Samtals léku 36 erlendir leik- menn knattspyrnu hér á landi síðasta keppnistímabil í karla- og kvennaflokki. Aðeins einn erlendur þjálfari, Ivan Sochor, var hjá fyrstudeildarliði síðasta keppnistímabil, en hann þjálfar KR. Hér áður fyrr voru flest fyrstudeildarliðin með erlenda þjálfara og var þá sem menn tryðu að allt sem kæmi að utan væri betra en það sem íslend- ingar höfðu upp á að bjóða. Þannig gátu ósköp venjulegir breskir bensínafgreiðslumenn „dottíð í lukkupottinn" og orðið fyrstudeildarþjálfarar á Islandi eins og dæmin sanna. Lang- flestir erlendu leikmannanna eru ffá Austur-Evrópu, aðallega Júgúslavíu og gömlu Tékkó- slóvakíu. Gera má ráð fyrir að BOOKER HiAVALEN TAFT TIL ATLANTA HAWKS... i Körfuknattleiksliðin eru í óðaönn að skipu- leggja næsta ár og þá að sjálfsögðu hvaða útiendinga eigi að endurráða. Rondey Robin- son verður áffam með Njarðvík og Alexander Ermolinski með Borgnesingum. Franc Booker verður líklega með Valsmönnum, enda talinn henta betur leikstíl liðsins en John Taft. Þeir eru báðir á leið til Bandaríkjanna í æftngabúðir sumarsins og hefur heyrst að Taft komist að til reynslu hjá NBA-liðinu Atianta Hawks. Flestlr útlendingar f fótboita Knattspyrna 36 Köpfubolti 16 Fimleikar 14 Handbolti 12 Blah S Bonðtennis 2 Badminton 4 Skíði S Golf 3 Tennis 1 Skautar 5 Sund 3 Júdó 2 Karate 2 Samtals 112 þeir séu félögunum ekki eins dýrir í skauti og körfuknatt- leiksleikmennimir, en þó áætia kunnugir að heidarkostnaður vegna þeirra sé hátt í tuttugu milljónir króna. í samtali við PRESSUNA sagði Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, að hann teldi að næsta keppnistímabil yrðu út- lendu leikmennirnir færri en í fyrra. Mætti þar kenna um al- mennum samdrætti í þjóðfélag- inu, enda hefðu knattspyrnu- deildimar úr minni fjármunum að moða en oft áður. Aðspurð- ur kveðst Eggert líta á suma af erlendu knattspyrnumönnun- um sem góða búbót fyrir ís- lenska knattspyrnu og nefndi þar sérstaklega Serbann Luka Kostic, en meirihluti þeirra væri þó ekkert betri en íslensku knattspymumennirnir. Útlendingarnir koma og fara í körf- unni Á keppnistímabilinu sem nú er að ljúka koma alls þrjátíu út- lendingar við sögu körfuboltans hér á landi. PRESSANhefur áð- ur greint frá erfiðleikum KR- inga með útíendingana sína, en sá sem nú leikur með félaginu, Keith Nelson, „janúarmaður- inn“ svokallaði, er sá fjórði £ röðinni á þessu keppnistíma- bili. í úrvalsdeild leika tíu erlendir leikmenn, en einnig em sex út- lendir leikmenn í fyrstu deild. Erlendu körfuboltamennirnir eru frekar dýrir á íslenskan mælikvarða, enda flestir banda- rískir en ekki ffá Austur-Evrópu eins og í svo mörgum öðrum greinum. Ætia má að hver þeirra um sig hafi á bilinu 100-150 þúsund krónur á mán- uði auk húsnæðis og í sumum tilvikum bíls. Það er því ekki fjarri lagi að körfuknattleikslið- in greiði þeim í laun sem nemur um tveimur milijónum króna á hverjum mánuði. Þá má reikna með kostnaði vegna flugferða til landsins og ffá, húsnæði og þess háttar. HeUdarkostnaður körfu- knattieiksliðanna vegna útiend- inganna er því vart undir tutt- ugu miiljónum króna á ári. Útlendingar í flest- um greinum Handknattleikurinn hefur ekki farið varhiuta af útiend- ingaflæðinu frekar en hinar tvær stóru boltaíþróttirnar. Á þessu keppnistímabili eru að minnsta kosti tólf leikmenn sem leika eða þjálfa handknatt- leiksfélög hér á landi. í fyrstu deild karla eru sex leikmenn og fjórar stúlkur leika í fyrstu deild kvenna. Þá er PRESSUNNI kunnugt um einn útiendan leik- mann í annarri deild karla og þjálfari yngri flokka Breiðabliks er útiendur. Erlendum þjálfur- um í handknattleik hefur greinilega fækkað verulega á síðustu árum, en miklar sögur gengu um há laun þeirra á sín- um tíma og þá sérstaklega hjá Bogdan Kowalzcyc. I fimleikum eru fjórtán út- lendingar starfandi, þar af helmingurinn Kínverjar. Flestir eru Kínverjarnir hjá Stjörnunni eða þrír talsins, en fimleikafé- lagið Gerpla hefur flesta útiend- ingana í sínum röðum, fjóra. Fimm útlendingar tengjast blakíþróttinni hér á landi og sami fjöldi þjálfar íslenska skíðamenn. Einnig eru fimm Finnar hér á landi vegna skauta- íþróttarinnar, en í þeirri grein er fjöldi útlendinga. Til dæmis kepppa nokkrir varnarliðs- menn £ íshokkíi og tveir Rússar úr sendiráðinu ieika með Skautafélagi Reykjavfkur. Fjórir útiendingar starfa hér vegna badmintoniðkunar landsmanna, í golfi eru þrir Englendingar og sami fjöldi er vegna sundæfinga landsmanna. Tveir útiendingar kenna borðt- ennis og jafnmargir vinna að júdóþjálfun. í karate má reikna með að séu tvö ársverk hjá út- lendum þjálfurum, en þar er mikið umað útiendingar komi til landsins og dvelji þá í stuttan tfma í senn. Þá er hér einn Aust- ur-Evrópumaður sem kennir tennis. Ennfremur má benda á að erlendur skákmaður keppir fyrir hönd Taflfélags Reykjavfk- ur á mótum hér á landi sem er- lendis, enski stórmeistarinn Stuart Conquest. Á þessu sést að það eru að minnsta kosti eitt hundrað útlendir íþróttamenn og þjálfarar sem starfa hér á landi og vart eru hér allir með- taldir. UM HELGINA FIMMTUDAGUR 25. MARS HANDBOLTI 2. deild karla ÚRSLITAKEPPNI Breiðablik - Afturelding kl. 20.00. KR-Grótta kl. 20.00. FOSTUDAGU R 26. MARS BADMINTON " Pro Kenex-mótið fer fram á Akureyri HANDBOLTI kvenna ÚRSLITAKEPPNI Stjarnan - Valur kl. 20.00. Víkingur - ÍBV kl. 20.00. Víkingsstúlkurnar munu að öllum líkindum standa uppi sem sigurvegarar. LAUGARDAGUR 27. MARS KÖRFUBOLTI ÚRSLITAKEPPNI Keflavík- Haukar kl. 14.00. Fyrsti leikurinn í sjálfri úr- m slitakeppninni. Hérmætast óumdeilanlega tvö bestu lið landsins. SUNNUDAGUR 28. MARS KEILA Lokaúrslit í Flugleiðamóti unglinga í keilu, sem fram fer í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð kl. 12.30. Ef reiknað er með að hér séu rúmlega eitt hundrað útlend- ingar á vegum íþróttafélaganna og meðallaun hvers um sig, auk annars kostnaðar svo sem hús- næðis, flugferða og þess háttar, séu um 80 þúsund krónur á mánuði, þá er kostnaður þróttahreyfingarinnar vegna þeirra á annað hundrað millj- ónir króna á ári. Vitaskuld mundi sú upphæð ekki öll spar- ast þótt útlendingarnir færu heim og margir þeirra eru mjög hagstæðir félögunum. Þá má ekki gleyma að í sumurn tilvik- um eru útiendingarnir að vinna störf sem enginn fslendingur ræður við, svo sem í þjálfunar- málum. En spyrja má með leik- mennina: Hefur hreyfingin efhi á þessu, eða öllu heldur mun hún hafa efni á þessu þegar fé- lögin þurfa einnig að standa skil á skattgreiðslum til rfkisins? Jónas Sigurgeirsson PÉTUR MEÐ LANDS- LIÐINU... , Körfuknattleikslands- liðið leikur ijölda leikja á næstunni. 7., 8. og 9. apríl verða leiknir æfingaleikir við Englendinga og 11., 12. og 13. apríl verður leikið við Eist- lendinga. Eftir því sem komist verður næst hefur Torfi Magn- ússon landsliðsþjálfari lagt hart að risanum Pétri Guðmunds- syni að leika áffam með lands- liðinu, en Pétur hefur lýst því yf- ir að hann sé hættur. Torfi er hins vegar ekki búinn að gefa upp alla von. Gunnar Einarsson, þjálfari Stjömunnar, fylgdist með í Svíþjóð Hœð ogþyngd leikmanna skiptir ekki öllu máli cc » Eins og flestum er kunn- ugt lauk Heimsmeistara- keppninni í handknattleik um síðustu helgi og kom fá- um á óvart að Rússar skyldu stilla fram yfirburðaliði. PRESSUNNI lék forvitni á að vita hvort eitthvað nýtt hefði komið fram í keppninni og hafði því samband við Gunnar Einarsson hand- boltaspeking, sem fór til Sví- þjóðar til að fylgjast með keppninni. „Það kom mér á óvart hversu mikill munur var á Rússum annars vegar Qg öðrum liðum og einnig var mikill styrkleika- munur á Svíum og Frökkum og öðrum liðum. Þessar þjóðir eru komnar skrefi á undan öðrum. Handboltalega kom þarna ekk- ert mikið á óvart. Það eru bara áherslubreytingar. Línumaður er notaður mun meira en áður og snúningsboltar homamanna eru enn betur útfærðir, hvort heldur em utanverðir snúning- ar eða innanverðir. Ýmsar út- færslur 5-1-vamar em að koma Gunnar Einarsson „Geta varnarmanna er orö- in meiri, sem leiðir afsér að skyttur og hornamenn eiga erfiðara með að brjótast í gegn." aftur og þátttaka alls liðsins í hraðaupphlaupum er áberandi. Hreyfanleiki sóknarmanna er meiri og stöðuskiptingar tíðari. Einnig má segja að keppnin hafi Ieitt í ljós að hæð og þyngd leik- manna skiptir ekki öllu máli lengur; tveir „smávaxnir“ leik- menn, þeir Magnus Andersson (180 sm 75 kg) og Talant Dujs- hebaev (188 sm 87 kg), voru á meðal þeirra bestu. Geta varn- armanna er orðin meiri, sem leiðir af sér að skyttur og horna- menn eiga erfiðara með að brjótast í gegn.“ Er líklegt að við getum skipu- lagt keppni sem þessa hér á landi? „Það er engin spurning að við getum skipulagt svona keppni og satt best að segja held ég að við getum það ekki síður en Sví- ar. Það var ekki allt þarna eins og það átti að vera. Óþolandi til- færslur á leikjum og fáir áhorf- endur eru dæmi sem má nefna. Spurningin stendur að mínu mati ekki um skipulagningu heldur tekjur og gjöid. Hvað kostar að halda keppnina og hver borgar ef endar ná ekki saman? Með þátttöku 24 liða eykst kostnaðurinn og fleiri óáhugaverðir leikir verða leikn- ir. Framkvæmdastjóri HM á ís- landi, Hákon Gunnarsson, og þeir ágætlega hæfu menn sem sitja í framkvæmdanefnd geta auðvitað gert raunhæfar áæti- anir um fjölda þátttakenda og hvað þetta kostar. Síðan er spurningin að fá sem flesta til að taka þátt í kostnaðinum. Ég er ekki í vafa um að íþróttalega er svona keppni gríðarlegur ávinningur frá mörgum sjónar- hornum.“ Hvað með frammistöðu ís- lenska landsliðsins, ertu áncegður með árangurinn? „Það er spurning um hvaða markmið eru sett. Náist sett markmið, sem væntanlega hef- ur þýðingu við setningu mark- miða í ffamtíðinni, er ekki ann- að hægt en vera ánægður. Markmiðið var 5.-8. sæti og það náðist. Það er ákaflega erfitt að segja til um hvort það mark- mið hafi verið raunhæft. Til þess verður maður að þekkja alla innviði liðsins, hvað búið er að gera og á hvað hefur verið lögð áhersla. Þú verður að þekkja leikmennina og kosti þeirra og galla, ekki bara hand- boltalega heldur einnig per- sónulega, til að geta sagt til um hvort markmiðið hefur verið raunhæft eða ekki. Landsliðs- þjálfarinn og aðstoðarmenn hans eru þeir einu sem eru í að- stöðu til að meta þetta raun- hæft. Rússar, Svíar og Frakkar fara á heimsmeistarakeppni tii að spila um verðlaun. Það þaifi mikið sjálfstraust til að hafa þetta viðhorf. Hvaðan kemur þetta sjálfstraust — hvernig er það byggt upp, liggur það í þjóðareðlinu? Þetta eru allt spurningar sem erfitt er að svara einhliða.“ Hvað meðframtíðina „Hún er björt. Við eigum marga mjög góða leikmenn, og margir eru á leiðinni. Þekking okkar á handbolta er mikil og við höfum okkar eigin stíl. Þjálf- arar og aðrir gera sitt besta og standa fyliilega jafnfætis þjálfur- um annarra þjóða. Það siyjny stendur okkur fyrir þrifum er skipulag íþróttahreyfingarinnar og skortur á fé, stjórnun og aga.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.