Pressan - 25.03.1993, Page 27

Pressan - 25.03.1993, Page 27
ÞEIR VINSÆLUSTU & TEKJUHÆSTU Fimmtudagurínn 25. mars 1993 TODMOBILE Andrea Gylfadóttir og félagar hennar; lognið á undan storminum? OMSVEITIRNHR OHERRRLnUNINI Því er spáð að hin nýstoíhaða Pláhneta Stefáns Hilmarssonar taki við af Sálinni hans Jóns míns og verði heitasta band sumarsins ásamt unghljóm- sveitinni Jet Black Joe. Það er bandið sem sló svo um munaði í gegn á síðasta sumri og var kjörin bjartasta vonin í vin- sældakosningum PRESSUNN- AR eftir sumarvertíðina. Getgátur eru uppi um að fast á hæla þessum hljómsveitum — ef eldci ffamar þeim — komi kvartettinn GCD. Þeir sem þeg- ar hafa hlýtt óopinberlega á það sem Rúnar Júlíusson, Bubbi Morthens og aðrir meðlimir GCD hafa nú ffam að færa segja engan vafa á því að þeir hafi aldrei verið betri; þeir séu enn betri en sumarið 1991 þegar þeir sprengdu utan af sér hvert félagsheimilið af öðru. Sem kunnugt er ollu þeir aðdáend- um sínum vonbrigðum á síð- asta ári. Svo vitnað sé aftur til vinsældakosninga PRESS- UNNAR urðu þeir félagar í ág- úst 1992 í fimmta sæti yfir von- brigði ársins. PRESSAN hefur öruggar heimildir fyrir því að mest áhersla sé lögð á að gera GCD að aðalnúmerinu á Þjóðhátíðinni í Eyjum 1993. Öll hin númerin KK-band er talið allt að því óhagganlegt á toppnum. Þótt mikið sé til í kenningunni „það sem einu sinni fer upp kemur alltaf aftur niður“ ber að geta þess að KK var rétt að komast á toppinn um jólin. Þeir eiga því væntanlega mikið eftir þar enn. Nýdönsk hefur átt heldur brolckgengu láni að fagna und- BUBBI Morthens Á Bubbi eftir að endurtaka leikinn með Rúnari Júlíus- syni frá 1991, eða gera jafnvel enn betur? JET BLACK JOE Búist er við að rætist úr björtustu voninni. stöðumenn hótela, félagsheim- ila og annarra dansstaða bæði á Reykjavfkursvæðinu og á lands- byggðinni kom í ljós að í lang- flestum tilfellum gera vinsælar hljómsveitir svokallaða pró- sentusamninga við húsin sem þeir spila í. Svo dæmi sé tekið rúmar meðalsamkomuhús um 400 manns — en þess má geta að slíka stærð af húsi er ekki erf- itt að fylla. Miðinn inn á tón- leikana kostar ekki undir 1.500 krónum. Af þeirri upphæð fær hljómsveit í ágætum metum 60 til 70% í eigin vasa sem gera 900 til 1.000 krónur. Samkomustað- urinn tekur að sér að borga rúllugjaldið og virðisaukaskatt- inn, það er að segja sé hann með vínveitingasölu, sem eykur hagnaðinn. Séu vínveitingar ekki leyfðar er miðaverðið yfir- leitt hærra. Þegar dæmið er gert upp í lok kvölds fær hljómsveit- in 360 til 400 þúsund krónur í sinn hlut hafi húsfyllir verið. Af þeirri upphæð má gera ráð fýrir að 90 til 100 þúsund-kall sé fast- ur kostnaður, sem fari í flutn- inga, hljóð, ljós, rótara og fleira. Eftir standa þá um það bil 260 til 310 þúsund krónur. Að með- altali eru meðlimir hverrar hljómsveitarinnar fimm. Það þýðir að hver þeirra fær um 50 þúsund krónur í eigin vasa fyrir kvöldið. Ef kvöldin ná því að vera sex til átta í mánuði verða tekjurnar frá 300 þúsundum upp í 400 þúsund. Þessar upphæðir geta þó orð- ið bæði lægri og mun hærri hjá hljómsveitum sem sjá sjálfar um að leigja stóru félagsheimil- in úti á landi. Slíkt er þó bæði óalgengt og algert happdrætti. Þá má gera ráð fyrir því að poppstjörnur eins og Stefán Hilmarsson, sem auk þess að vera andlit hljómsveitarinnar sér um að bóka hana og annast ýmist stúss, fái nokkru meira í sinn hlut en aðrir hljómsveitar- meðlimir._____________________ Guðrún Krístjánsdóttir Aðrir þykjast vita betur og segja það góðan leik hjá Sálinni hans Jóns míns að hætta á há- tindinum í nokkra mánuði. Flestir spá því þó að þeir komi saman að nýju í haust. Plott Sál- arinnar felist fyrst og ffemst í að koma kvitti á kreik fyrir tón- leika; að alltaf séu þetta síðustu tónleikarnir. Af þessum ástæð- um fylli þeir hvert húsið af öðru og mali gull á meðan aðrar hljómsveitir finni óneitanlega fyrir lcreppunni. Þess má geta að strax upp úr áramótum hóf Stefán Hilmars- son að bóka Pláhnetuna í sum- ar. Hann fór jafnframt fram á það við forstöðumenn hótel- anna og félagsheimilanna að þeir þegðu um sinn um ráða- haginn. Allur þessi leikur Stefáns Hilmarssonar þykir dæmi um gott viðskiptavit hans. Hann varð fyrstur til að bóka sig á sveitahöllin og gat því valið bæði úr tíma og stöðum. Þess ber að geta að það eru sjaldnast félagsheimilin og hótelin sjálf sem óska eftir hljómsveitum, heldur verða hljómsveitirnar sjálfar að boða komu sína út á land. SSSól er einnig langt komin með bókun á sumarferðalaginu, GCD hefur skráð sig hér og þar, KK-band er komið á skrið, Jet Black Joe, Nýdönsk, Todmobile og nokkur smærri nöfn í tón- listarheiminum. Popparar með ráðnerralaun Fáir renna grun í hve vinsæl- ustu poppUjómsveitirnar geta í raun haft það gott fjárhagslega, þótt vissulega eigi það alls ekki við um þær allar. Hver meðlim- ur vinsællar hjómsveitar, sem tekst að fylla samkomuhús sex til átta kvöld í mánuði, getur haft rífleg ráðherralaun, sér- staklega yfir sumartímann, því þá er vertíð popphljómsveita landsins. f samtali við nokkra for- Stefán Hilmarsson Stefán Hilmarsson þykir glúrinn í viðskiptum. Hon- um og nýju hljómsveitinni hans er spáð mestri vel- gengni í sumar. eina hljómsveitin sem haldið hefur tónleika í Reykjavík í vet- ur og ekld bara fyllt húsin, held- ur hefur oft komið fýrir að allt að því jafnmargir hafi þurft frá að hverfa og hinir sem komust inn til að hlýða á þá. „Kreppan segir til sín í skemmtanalífinu eins og öðru. Fólk fer sjaldnar á tónleika með stórhljómsveitunum því það kostar inn á þá. Það er af sem áður var. Nú virðist fólk spara við sig og fara eingöngu á tón- leika með uppáhaldshljómsveit sinni. Það hefur sýnt sig í vetur að Sálin hans Jóns míns er lang- vinsælasta tónleikahljómsveitin. Todmobile og Nýdönsk fýlgja svo fast á hæla Jienni og hafa fyllt húsin, þótt ekki hafi jafh- margir þurft frá að hverfa og á hljómleikum með Sálinni, og SSSól á sér sterkan og tryggan aðdáendahóp. Aðsókn að hljómleikum með Stjórninni hefur hins vegar dalað tölu- vert,“ sagði skemmtihúsasér- fræðingur á höfuðborgarsvæð- inu. anfarin ár. Hún hefur nú bætt mjög samkeppnisstöðu sína, sérstaklega á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og á Akranesi og ná- 'grannasveitarfélögunum eftir Himnasendinguna. Það fór mjög misjöfnum sögum af gengi hljómsveitarinnar á sveitaböllunum síðastliðið sum- ar. Gengi hennar í Reykjavík hefur þó verið ágætt í vetur. Stjórnin er enn talin eiga von á landsbyggðinni þrátt fyrir slakan vetur í Reykjavík. Það má að liluta til skrifa á kostnað þess að hljómsveitin var ekki með í síðasta jólaplötuflóði. Hljómsveitin Todmobile er enn óskrifað blað. Þeir sem til þekkja kvíða þó engu um ffam- haldið á þeim bæ. Þeir hafi mjög margt nýtt og gott fram að færa; nú sé aðeins lognið á undan storminum. Todmobile er ein fárra stórhljómsveita sem ætla að koma reglulega ffam í Reykjavík, nánar tiltekið á Tveimur vinum, yfir sumarmánuðina. Síðan skein sól hefur staðið sig með ágætum í vetur þótt sumir haldi því fram að hún hafi dalað tónlistarlega. Það er þó ýmissa nýrra hluta að vænta ffá þeim í nánustu ffamtíð. Sólin er sem fýrr eftirsótt af Vestfirðingum og reyndar fleira lands- byggðarfólki. Þó er talið að þeir megi fara að vara sig á heimaslóðunum, því á ísafirði sé eftirspurnin effir Jet Black Joe jafhvel orðin ívið meiri en eftir Sólinni. Þá binda menn miklar vonir við gömlu karlana úr Pelican sem ætla að leggja áherslu á sveitaböllin í sumar. Víst þykir að Jenny Darling falli enn á ný í kramið hjá ungviðinu ogjafnvel einnig gamlingjunum sem upp- lifðu anda grand old Pehcan. Enn á að mestu eftir að reyna á vinsældir Bogomils Font utan höfuðborgarsvæðisins. Aust- firðingar tóku þeim þó með ágætum þegar þeir lögðu leið sína í Valaskjálf fýrir nokkru. Þá er víst að Geirmundur Valtýsson fær til sín bændur og búalið á sveitaböllin. í samtali við PRESSUNA sagði stjórn- andi hótels á landsbyggðinni að allir þeir sem færu ekki á popp- hljómsveita-sveitaböllin yrðu fýrstir til að mæta á dansleiki með Geirmundi Valtýssyni. Hann hyggst leggjast í ferð með sýninguna sína I syngjandi sveiflu í sumar; það sem nú er sýnt fýrir fullu húsi helgi eftir helgi á Hótel íslandi. Sálarplottið Margir telja Sálina vera að gera tóma vitleysu með því að ætla að leggja upp laupana á meðan hún trónir á aðsóknar- toppnum. Hún er í senn vinsæl- asta og tekjuhæsta tónleika- hljómsveit landsins. Sálin er PRESSAN 27 FOSTUDAGUR 26. MARS • Haraldur Reynisson fær að vera í friði á Feita dvergn- um. • Richard Scobie og Reynir Tryggvason verða væntan- lega væmnir á Barrokk í kvöld. • Undir tunglinu aftur á Gauká Stöng. • Guðmundur Rúnar hjól- reiðakappi úr Hafnarfirði á Fógetanum. • Rokkvalsinn leikur Ijúfa sjávartóna á Rauða Ijóninu. LAUGARDAGU R 27. MAfcS • Haraldur Reynisson trúbador á Feita dvergnum. • Todmobile kemur fram opinberlega í fyrsta skipti í þrjá mánuði á Tveimur vin- um, þar sem annar er alltaf í fríi. Eftir um það bil þrjár vik- ur kemur út með sveitinni safnplata sem hefurað geyma ný lög. Sem fyrr verða þau Þorvaldur, Andrea og Ey- þór í framvarðarsveitinni en baksviðs þeir Kjartan Valdi- marsson, Matthías Hemstock og Eiður Arnarsson. • Richard Scobie og Reynir Tryggvason lífga upp á Bar- rokk í siðasta sinn um sinn. • Hótel Akranes: Nýdönsk með sveitaballastemmningu á Skaganum. • Sjallinn, ísafirði: nú er loks komið að Jet Black Joe með tónleika fyrir sextán ára og eldri. • Sjallinn, Akureyri: Vinir Dóra verma kjallarann. LAUGARDAGU R 27. MARS • Bjarni Arason og Sverrir Stormsker ætla víst að end- urtaka gleðina sem ríkti síð- asta fimmtudag í LA Café. Diddi fiðla verður ekki með. • Haraldur Reynisson syng- ur á Famous Grouse-kvöldi á Feita dvergnum. • Richard Scobie söngvari og Birgir Tryggvason pían- isti troða upp á hinum yfir- burðarómantíska stað Bar- rokkfram á sunnudag. • Sigtryggur dyravörður var gerður ódauðlegur í einu laga Hins íslenska þursa- flokks. Nú hefur hann öðlast enn eitt lífið, að minnsta kosti nafn hans, í nýrri hljómsveit sem spilar á Hressó í kvöld. • Undir tunglinu er stór- efnileg hljómsveit sem lætur væntanlega mikið að sér kveða í framtíðinni. Hún er meira að segja komin á séns með landsbyggðinni en verður nú á Gauk á Stöng. • Guðmundur Rúnar mún- ará Fógetanum. • Sjallinn, Akureyri: Bubbi Morthens bregður sér nörður yfir heiðar og heldur tónleika. • Geirmundur Valtýsson heldur áfram með stórsýn- inguna sína „f syngjandi sveiflu" á Hótel íslandi ásamt Ara, Magga, Berglindi Björk og Guðrúnu. • Sjallinn, Akureyri: Rokk- bandið leikur eftir leiksýning- una Evítu. • Hótel Selfoss: Inga Eydal, Magnús og Jóhann (hinir einu sönnu), Davíð og Jón Bjarnason halda uppi heljar- stuði í dagskrá sem nefnd er „Leikur, spé og Ijúfir tónar". • Sjallinn, ísafirði: Jet Black Joe verður nú með tónleika fýrir þá sem orðnir eru átján ára. Vínveitingar. Á sunnu- dagskvöld verða svo tónleik*^ ar á hótelinu. Það verða allir framlágirá (safirði um helg- ina. FOSTUDAGUR 26. MARS • Guðmundur Rúnar enn og aftur og sjálfsagt til fram- búðará Fógetanum. SUNNUDAGUR 28. MARS • Gala-djass verður á loka- kvöldi Óperudjassins í minn- ingu Guðmundar Ingólfsson*" ar. Ýmsir sólistar troða upp og flestir þeir hljóðfæraleik- arar sem fram hafa komið á hátíðinni. • Kandís er ein fárra soul- og blússveita landsins. Hún minnir um margt á The Commitments og verður á Hressó. • Ingibjörg Guðjónsdóttir telst vart poppari en hún er fín sópransöngkona og treð- ur upp á klassísku kvöldi á Barrokk. • Gullfoss hleypir af stað vökvanum á Gauk á Stöng í kvöld. Geysir kemur ekki við^^^ sögu. • Hermann Ingi frá Lyngi á Fógetanum. Sveitaböll fimmtUdagur 25. MARS Popp FIMMTU DAGUR 25. MARS

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.