Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 7
F R E TT I R Fimmtudagurinn 25. mars 7 993 PRESSAN 7 Umfangsmikil sala Bjarna Hákonarsonará gömlum hlutafálögum nú til rannsóknar eftir „Óðinsmálið" SELDINÖFN HLU1AFÉLAGA FYRIR 70 ÞÚSUND KRÓNUR STY Nú er kominn fram í dags- ljósið agnúi við skráningu hlutafélaga, sem hefur gert hug- myndaríkum „kaupsýslumönn- um“ kleift að hagnast verulega á gömlum félögum sem legið hafa í dvala. Með þessu móti hefur nýskráningargjald upp á 105.000 krónur verið haft af rík- issjóði, sem í staðinn fær aðeins 1.623 krónur í nafnbreytingar- gjald. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu komst upp að gömlu félagi, Óðni hf. ffá Eyrar- bakka, hefði verið stolið af skrá - á það sett nýtt nafn, Kleifar hf., og ný kennitala. Sá sem kom viðskiptunum í kring heit- ir Bjarni Hákonarson, sem um nokkurra ára skeið hefur selt nýjum mönnum fjölmörg „dvalafélög". Þóknun hans hef- ur verið á bilinu 60.000 til 80.000 krónur fyrir hvert nafh. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að Óðinsmálið sé síður en svo einsdæmi. Að sögn Ása M. Þórðarson- ar á Eyrarbakka komst atvikið upp þegar nokkrir einstaklingar þar ætluðu að endurvekja þetta gamla félag. Sagði hann að mönnum hefði sem vonlegt er brugðið í brún. Hugsanlegt væri meðal annars að Óðinn hefði átt eignir og væri verið að kanna það nú. Þessi viðskipti með fé- lagið falla að öllum líkindum undir lög um skjalafals og brot á hlutafélagalögum. Ekki hefur verið ákveðið hvort þau verða kærð. Fór á Hlutafélaga- skrá og keypti nýtt nafn Kaupin eru nú gengin til baka, en Bjami mætti sjálfur hjá Hlutafélagaskrá í gærmorgun og skráði Kleifar upp á nýtt. Sá sem keypti félagið af Bjarna baðst undan því að nafn hans kæmi fram, en sagðist hafa fengið þær skýringar að um mistök væri að ræða og þar sem fyrirtækinu hefði nú verið kom- ið á hreint sætti hann sig við þá skýringu. Blaðamaður hefur heimildir fyrir því að þónokkrir hafi stundað það að leita uppi „ónotuð“ félög, en nokkur þús- und slík munu vera á Hlutafé- lagaskrá. Hafa menn leitað til skráðra eigenda og fengið félög- in keypt fyrir lága upphæð. Eins og sannaðist með Óðin hf. hefur þó ekki alltaf verið leit- að til eigenda og mun annað slíkt mál hafa komið upp á síð- asta ári. Breytt vinnubrögð Að sögn Benedikts Jónas- sonar, forstöðumanns Hlutafé- lagaskrár, hefur hann í samráði við viðskiptaráðuneytið ákveðið að hér eftir verði að minnsta kosti að fýlgja með yfirlýsing eins stjórnarmanns þegar félög eru seld með þessum hætti. Eftir að þetta kom uppHtafá fjölmargir hringt til Hlutafélaga- skrár til að forvitnast um gömlu félögin sín. f raun er ákaflega einfalt að verða sér úti um gam- STIMPILL HLUTAFÉLAGASKRÁR Á tímabili var fjöldi manna að leita að gömlum og „yfirgefn- um" fyrirtækjum til að selja á fyrirtækjasölum. alt félag. Síðan fyrir 1980 höfðu félög ekki kennitölu, þannig að flest þessara fyrirtækja þurfa nýja kennitölu hjá Hagstofunni. Því getur orðið erfitt að bera kennsl á gömlu fyrirtækin — með nýtt nafn og nýja kenni- tölu. í samtali við einn þeirra sem átt hafa viðskipti við Bjarna kom fram að eftir að hann ákvað að kaupa nafn af Bjarna hefði hann fengið að velja nafn- ið. „Hann spurði hvaða nafh ég vildi á fýrirtækið og síðan sá hann um að útbúa öll gögn og senda þau til Hlutafélagaskrár. Ég hef síðan fengið upplýsingar um að hann hafi ekki leitað samþykkis fyrri eigenda," sagði heimildamaður. Ekki tókst að ná í Bjarna vegna málsins. Sigurður Már Jónsson Aðgerðirtil að bjarga atvinnulífi Ólafsvíkur Varlega áædað nemur beinn og óbeinn kostnaður bæjarsjóðs Ólafsvíkur við að „bjarga“ at- vinnulífi bæjarins í kjölfar gjald- þrots Hraðfrystihúss Ólafsvíkur árið 1991 á bilinu 35 til 45 millj- ónum króna. Eru ekki meðtald- ar greiðslur vegna skuldabréfs í Landsbanka, sem bærinn tók á sig við kaup á eignum þrotabús- ins. Á þriðjudag lagði meirihluti bæjarstjórnar Ólafsvíkur fram svör við spurningum um þessi mál. f kjölfar gjaldþrots HÓ var gerður samningur við Jón Ada Kristjánsson, sem rekur sam- nefnda ráðgjafarþjónustu í Reykjavík, um úttekt á atvinnu- málum bæjarins. Frá þeim tíma hafa runnið til Jóns Atla, frá bæði bæjarsjóði og Snæfellingi hf., sem er alfarið í eigu bæjar- ins, tæplega 4 milljónir króna. Samkvæmt heimild í samn- ingnum réð Jón Atli sér aðstoð- armann, Tryggva Agnarsson lögfræðing. Greiðslur til Tryggva eru 2,1 milljón. Var bærinn þó með lögfræðisamn- ing við Jónatan Sveinsson fýr- ir sunnan. Þá kemur fram í svarinu að Stefán Garðarsson bæjarstjóri hafi á árinu 1991 fengið frá Snæfellingi og úr bæj- arsjóði 944 þúsund krónur vegna þessara mála, í raun vegna sex mánaða tímabils. Hluti þessa var vegna -útlagðs kostnaðar, en peningar þessir voru fýrir utan almenn laun hans sem bæjarstjóra. Svarið ber með sér að þetta séu verk- takagreiðslur. Á sama ári, vegna Tryggvi Agnarsson lögfræðingur Þjónusta hans kostaði rúmar 2 milljónir og hafði bærinn þó lög- fræðing í sinni þjónustu fyrir sunnan. þriggja síðustu mánaðanna, fengu þrír stjórnarmenn Snæ- fellings, Stefán, Atli Alexand- ersson, forseti bæjarstjórnar, og Sveinn Þór Elínbergsson, 50 þúsund krónur hver fyrir stjómarstörf. I kjölfar gjaldþrots HÓ keyptí bærinn togarann Má og bátana Tungufell, Gunnar Bjarnason og Garðar II. Snæfellingur á enn Má, en bátarnir voru seldir öðr- um fyrirtækjum í bænum. Sam- kvæmt heimildum blaðsins er talið að mismunurinn á kaup- verði bæjarins og söluandvirð- inu sé á bilinu 30 til 40 milljónir króna. Þá er meðtalin sölu- þóknunin til Eignahallarinnar hf. í Reykjavík, tæplega 4 millj- ónir króna. Fyrir utan þennan kosmað af björgunaraðgerð- unum tók bæjar- sjóður á sig um 90 milljóna króna ábyrgðir, sem gætu íþyngt hon- um verulega ef illa fer, og er bærinn þó nokkuð skuld- bundinn fýrir vegna yfirtöku á um 100 milljóna króna skuldabréfi í Landsbanka ís- lands vegna kaup- anna á eignum þrotabús HÓ. Jón Atli Kristjánsson ráðgjafi Sérfræðiaðstoð hans kostaði bæ- inn 4 milljónir á þremur árum. Herkostnaður bæjarsjóðs 35 til 45 milljónir Björgvinsson heyrðist gala „Jú, láttu vaða!“ í símaklefa á Al- þingi skömmu eftir umræður um vanda fæðingardeildar- innar. Þá hafði hann reiknað út að bam sem kæmi undir núna fæddist ekki fýrr en í janúar á næsta ári, sem er ró- legur tími á deildinni. Á hin- um enda símalínunnar var áhyggjufullur kjósandi sem þótti rétt að leita fyrirífam álits ráðherrans á fýrirætlunum sínum. Að vísu skeikaði mán- uði í útreikningum Sighvats, en það telst innan ásættan- legra skekkjumarka í heil- brigðiskerfmu. Þetta var skömmu áður en Ólafsson tilkynnti að þeir Bor- is Spasskí myndu keppa um heimsmeistaratitilinn í skák á næstunni. Nú er svo komið að Spasskí er eini skákmaðurinn í heiminum sem nennir ekki að rífast við FIDE og Friðrik er sá eini sem er nógu lélegur til að Spasskí eigi séns á að vinna. Leynivopn Friðriks er hins vegar skákstúdían sem hann hefur stundað í stólnum við hliðina á Salóme á meðan við hin héldum að hann væri að sinna löggjafarsamkomunni. Þetta gerðist um leið og kom í ljós að Skarphéðinsson hefur verið að vinna vinnuna hans Friðriks og þess vegna verið í tveimur stöðugildum eins og vinir hans stýrimennimir á Heijólfi. Þetta kom samþingmönnum hans verulega á óvart, enda höfðu þeir ekki orðið þess var- ir að össur gerði neitt, hvað þá að Friðrik gerði ekki neitt. össur heimtaði hins vegar kauphækkun. Og eins og þetta væm ekki nægar ótrúlegar fféttir í einni viku steig Hermannsson fram og til- kynnti að hann kynni enn ráð til að bjarga íslandi, atvinnulíf- inu og öllu klabbinu. Hann kallaði það þróunarstofnun eða eitthvað álíka, enda voru ekki miklu fleiri sjóðanöfn eft- ir í orðabókinni hans. Stein- grími stökk ekki bros á meðan hann malaði um bjargráðin sín og ekki viðmælendum hans heldur. Maðurinn sem hringdi í Sighvat út af barninu sínu sá hins vegar sitt óvænna og ákvað að hætta við allt sam- an. Það em nefnilega takmörk fýrir því hvaða vitleysu maður lætur ganga yfir bömin sín.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.