Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 31

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 31
mJElflSm SS? CJt msisF mif Sffwm /• - ' ( M í |( , «■ J9BIH Sttj HM PRESSAN fylgir BSS iS? ^tt tttt^^tt H b$S wSStt <w HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJOMAR Á myndinni má sjá þau Harald Noregskonung og Sonju, drottningu hans, gróðursetja norska tréð í Vinaskógi. Þetta tré er nú rótin að milliríkjadeilum milli Noregs og Frakklands. MUIiríkjadeila í Vinaskógi NORSKA TRÉO SKYGGIR Á ÞAfl Franski sendiherrann á íslandi hefur form- lega mótmælt yfirgangi norska trésins í Vinaskógi. „Stöndum ráðþrota," segir Sveinbjörn Dagfinnsson, ræktarfélags íslands. formaður Skóg- Skilyrði ríkis- stjórnarinnar fyr- ir framlagi til Landsbankans BANKASTJÓR- AIIIIIIR SETTIR IDÁLBBSLU- MEBFERfl Dávaldurinn Frisinette fenginn til að venja bankastjórana af því að lána vonlausum fyrirtækjum. Reykjavík, 25. mars. bankastjór- SvantrHer- arnir þrír, mannsson. Sverrir Her- „Fyrr í dag mannsson, reyndiégað Björgvm Vil- lána marggjald- mundarson og þrota fiskvinnslu Halldór Guð- en fyinist bjarnason, ógleði." færu í dá- leiðslumeðferð hjá danska dá- leiðslusérfræðingnum Frisi- nette í þeirri von að það yrði til þess að þeir gætu vanið sig af að lána vonlausum fyrirtækjum stórfé. „Við erum búnir að reyna allt,“ segir Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra. „Við höfum talað um fyrir þeim, við höfúm reynt að berja inn í hausinn á þeim undirstöðuatriðin í bókfærslu og við höfum haft í hótunum við þá. Ekkert hefur gengið. Það er því kominn tími til að reyna eitthvað nýtt.“ Meðferðin fer þannig fram að bankastjórarnir eru dáleiddir og meðan þeir eru í dái segir Frisinette þeim að ef forsvarsmenn vondra fyrirtækja biðji þá um lán og þeir vilji láta undan muni þeir fyllast ógleði. „Þetta virkar," segir Sverrir Her- mannsson. „Ég reyndi að lána ágætum kunningja mínum að vestan um daginn en gat það ekki. Mér fannst það ógeðslegt.“ Vaka/Helgafell Iþróttaunnendur og aðrir aðdá- endur Samúels Arnar Erlingsson- ar íþróttafréttamanns geta glaðst, því Vaka/Helgafell hefur gert samning við hann um útgáfu á lýs- ingum hans frá Heimsmeistara- mótinu í handbolta í Svíþjóð. „Þegar ég hlustaði á Samúel í fýrsta leiknum, Island-Svíþjóð, áttaði ég mig strax á því að þarna var skáld á ferð,“ segir Ólafur Ragnarsson, eig- Reykjavík, 25. mars._______________ Franski sendiherrann á íslandi hefur formlega lagt fram við utan- ríkisráðuneytið íslenska mótmæli frönsku þjóðarinnar við yfirgangi norska trésins í Vinaskógi gagn- vart því franska. f bréfi sendiherr- ans segir að ef íslendingar geti ekki tryggt franska trénu hæfilegt rými og vemdað það fyrir ágangi trjáa annarra þjóða verði frönsk stjómvöld að grípa til sinna ráða. „Við erum ráðþrota,“ segir Svein- björn Dagfmnsson, formaður Skóg- ræktarfélags íslands. „Við leituðum eftir því við norsk stjómvöld hvort við andi Vöku/Helgafells. „Ég tók því fýrstu vél út og hreppti manninn áður en aðrir útgefendur kveiktu á mál- inu.“ „Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út í rituðu máli,“ segir Samúel Öm. „En þótt þetta séu í mættum skera tvær greinar af norska trénu en þau lögðu blátt bann við slíku. Við emm því fastir milli tveggja elda.“ Samkvæmt upplýsingum Svein- björns vildi svo óheppilega til að norska tréð var gróðursett ívið of ná- lægt því franska. „Ég veit ekki hvernig það vildi til. Mig gmnar þó að norsku konungshjónin hafi fært sig af þeim stað sem upphaflega var áætlaður,“ segir Sveinbjörn. í ofanálag var norðvestanátt ríkj- andi næstu mánuði eftir gróðursetn- inguna og því sveigðist tréð í átt að því franska. eðli sínu sjónvarpslýsingar og ég hefði eflaust orðað sumt öðruvísi í rituðu máli hef ég tekið þá ákvörðun að láta lýsingamar standa eins og þær koma fyrir. Ég er hræddur um að andi augnabliksins kynni að glatast ef maður færi að krukka í þetta.“ „Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki væri eðlilegast að fella öll trén í skóg- inum til að fyrirbyggja ffekari vand- ræði. Þá yrðu allar þjóðir jafnillar út í okkur en hins vegar væri ekki hægt að saka okkur um að gera upp á milli þeirra,“ segir Sveinbjörn. Herjólfsdeilan Hniiturinn rakinn til smíðagalla í skipinn Vestmannaeyjum, 25, mars.__ „Samkvæmt niðurstöðum okkar er ekkert að forsvars- mönnum verkalýðsfélaganna eða útgerðarmönnunum. Meinið liggur í hönnun skips- ins sjálfs,“ segir Viðar Úlfars- son, formaður nefndar á vegum samgönguráðuneytisins sem fengin var til að kanna Herjólfs- deiluna „Við gerðum tilraun með því að biðja Þorstein Pálsson sjávarút- vegsráðherra og Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóra LIÚ, að ræða saman um sjávarútvegsmál í matsal skipsins. Það ótrúlega gerð- ist. Þeir voru komnir í hár saman efdr fimm mínútur,“ segir Viðar. „Þetta er ekki einleikið. Það er eitthvað við skipið sem gerir menn ósammála. Ef ekki hefði komið upp ósætti í nelhdinni hefðum við án efa fundið hvað það er ná- kvæmlega,“ segir Viðar. Hyggst gefa út lýsingar Samúels flrnar Lýsingarnar koma út á bók fyrir næstujól. Vinnutitill bókarinnar er „Hvílíkur leikur, hvílík snilld — hvílík lýsing". Revkiavík, 25. mars. „Mestu skiptir að andi augna- bliksins komist til skila í bók- inni," segir Samúel Örn, sem eránægðurmeð samninginn við Vöku/Helgafell. Change slær í gegn í Bretlandi!!! Hljómsveitin Change hefur nú uppskorið laun erfiðis síns á áttunda ára- tugnum. Hún er nú eitt heitasta bandið í Birmingham. „VONA AÐ ÉG KOMIST í GALLANN" - segir Björgvin Halldórsson. Birmingham, 25. mars._ Mikið Change-æði geisar nú í öllum helstu næturklúbbum Birmingham. Þessi íslenska hljómsveit, sem starfaði á Bret- landi á áttunda ártugnum, hefúr skyndUega tryllt hugi unga fólks- ins. „Þeir eru æðislegir,“ segir Vera Fulham, fjórtán ára skólastúlka. „Þeir eru sætir, smart og rosalega sexí,“ bætir vinkona hennar, Sara Erwing, við. f samtali við GULU PRBSSUNA sagði Björgvin Halldórsson, einn hljómsveitarmeðlima, að þegar væri ráðgert að hljómsveitin færi utan til að fylgja vinsældunum eftir. „Þetta er sérkennilegt mál,“ sagði Björgvin. „Loks þegar maður var búinn að gefa alla frægðardrauma upp á bátiim þá kemur þetta svona bakdyramegín. Ég vona bara að unglingsstúlkurnar verði ekki fyrir vonbrigðum að sjá okkur orðna miðaldra.“ Ótrúlegur dráttur á dómsmeðferð við héraðsdóm Reykjaness „Þetta eru ekki vondir menn, þeir eru bara hægir“ - segir Sigurveig Leifsdóttir, ritari við dóminn, og tekur sem dæmi að einn dómarinn hafi óskað sér til hamingju með fer- tugsafmælið þremur vikum eftir að hún varð 54 ára. Hafnarfirði, 25. mars.___________________ „Mér finnst umræðan um drátt á málum hér í Hafnarfirði komin út í öfgar. Þessir dómarar eru ekki vondir. Þeir eru bara hægari og rólegri en fólk er flest,“ segir Sigurveig Leifsdóttir, ritari við héraðsdóm Reykjaness, en það hefur vakið athygli undanfarin misseri að mál hafa verið allt að ára- tug til meðferðar hjá dómnum. GULA PRESSAN skýrði þannig frá því fyrir skömmu þegar einn dómar- inn kvað upp dóm yfir sauðaþjófi sem hafði ffamið brot sitt á öndverðri síð- ustu öld. „Þegar maður hefur vanist hæga- ganginum fer manni að þykja hann indæll,“ segir Sigurveig. Hún tekur sem dæmi að hún hafi lent í því að reiðast einum dómaranum en hann hafi tekið því furðulega létt. „Það liðu síðan ein fimm ár en þá sprakk hann alveg og hellti sér yfir mig. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið fyrr en ég áttaði mig á því að hann var að svara reiðikastinu mínu „Mér hefur tekist að venjast því hvað allt gerist hægt hér í dómnum og mér finnst að þeir sem eru að fá fangelsis- dóma vegna tíu ára gamalla brota geti líka sýnt ákveðinn skilning," seg- ir Sigurveig, ritari við héraðsdóm Reykjaness. fyrir nokkrum árum. Þá gat ég nú ekki stillt mig um að hlæja,“ segir Sig^ urveig. Hún segir að fólk verði bara að taka dómarana eins og þeir eru. „Ekki vill fólk að allir séu steyptir í sama mót- ið,“ segir Sigurveig. „Sumir eru örir og aðrir hægir. Þannig er lífið.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.