Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 21

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 21
STJORNSKIPUÐ FJOLDAMORÐ Fimmtudagurinn 25. mars 1993 PRESSAN 21 Fórnarlömbin Tvö hinna fjölmörgu barna sem Chikatilo myrti og misþyrmdi á hrottalegan hátt. argögn og því varð að sleppa honum lausum. Þúsundir manna voru handteknar grun- aðar um voðaverkin, kynhverf- ir, þroskaheftir og útigangsfólk, en allt kom fyrir ekki. Eftir að íyrsta morðið hafi verið framið var gengið svo langt að pynta saklausan mann til að játa á sig verknaðinn og hann tekinn af lífi í kjölfarið. En morðin héldu áffam og urðu sífellt óhugnan- legri. Loks beindust böndin í þriðja sinn að kennaranum ein- kennilega, Chikatilo, og ákveðið var að leggja fyrir hann gildru. Lögreglumönnum var komið fyrir í öllum stærri verslunar- og þjónustumiðstöðvum í Rostov. Þannig var morðinginn neydd- ur til að leita á fámennari svæði, svo sem lestarstöðvarnar á leið- inni á milli Rostov og litlu kola- bæjannna í kring. Chikatilo var ekki séðari en svo, að það sást til hans-þar sem hann var að sni- glast nálægt skógarsvæði þar sem nokkur lík höfðu fundist. Viku síðar fannst ung stúlka myrt þar á hrottalegan hátt og lögreglan var ekki lengi að leggja saman tvo og tvo. Stúlkan var 52. fórnarlambið í röðinni og jafhff amt það síðasta. Fórnarlamb hnign- unar kommúnista- veidisins Chikatilo var álitinn nægilega heill á geðsmunum til að vera viðstaddur réttarhöldin, sem tóku marga mánuði, enda ákærulistinn langur og ljótur. Hann var hafður lokaður inni í rimlabúri til að vama því að að- standendur fórnarlambanna gætu látið reiði sína og hatur bitna á honum. Margoft þurfti að gera hlé á réttarhöldunum, þegar mæðurnar misstu stjóm á sér og féllu saman af angist og sorg. Chikatilo sat fyrstu vik- urnar þögull í búri sínu og horfði geðveikislega yfir réttar- salinn. Loks var sem honum væri nóg boðið að sitja undir ásökunum æstra aðstandenda, sem grátbáðu dómarana um að fá að limlesta morðingjann. Chikatilo fór að hreyta dóna- skap í viðstadda, einkum þó dómarana, sem fengu það óþvegið. Það tók langan tíma að lesa upp dóminn yfir Chikatilo, en hverju morði var lýst í smáat- riðum, með þeim afleiðingum að mæður fómarlambanna féllu í yfirlið og þurffi margsinnis að kalla til lækni. Dauðarefsing þótti hæfileg í máli Chikatilos, fyrir morðin 52 sem sönnuð vom á hann, og var hún kveðin upp við geysilegan fögnuð við- staddra. Þeir hinir sömu létu sig engu varða, hvað morðinginn sjálfur hafði til málanna að leggja. Enda var skýring hans hlægileg. Chikatilo hafði alla tíð verið sannfærður kommúnisti og barist hatrammlega gegn uppgangi kapítalismans, eink- um með blaðaskrifum. Niður- staða hans í málinu var því sú, að hann væri ekkert annað en fórnarlamb hnignunar komm- únistaveldisins í Sovétríkjun- um. Sannleiksnefhd Sameinuðu þjóðanna skilar af sér Hver drap hvern í El Salvador? Nýjar niðurstöður nefndar ávegum Sameinuðu þjóðanna staðfesta það sem margir töldu sig vita árum saman: herinn í El Salvador strádrap óbreytta borgara og embættismenn í Washington lugu þeg- ar þeir sögðust ekkert vitaummálið. Það eru aðeins nokkrar vikur síðan bandaríska varnarmála- ráðuneytið neitaði því enn að herinn í E1 Salvador hefði strá- drepið að minnsta kosti tvö hundruð manns í smáþorpinu E1 Mozote árið 1981. Þessu héldu bæði bandarískir og sal- vadorskir herforingjar ffarn ár- um saman þrátt fyrir vatnsheld- ar sannanir og þótt í skýrslum bandaríska sendiráðsins í San Salvador segði að herinn bæri ábyrgð á ódæðinu. Flestir hinna látnu voru konur, börn og gam- almenni. Fréttir af þessum og öðrum glæpum stjórnvalda í E1 Salva- dor, sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar, voru iðu- lega afgreiddar í Washington sem áróður og uppspuni vinstrisinnaðra blaðamanna. Stríðið í E1 Salvador var enda annar af homsteinum Reagan- kenningarinnar um nauðsyn þess að halda aftur af sovét- kommúnismanum í Mið-Am- eríku og mikið var lagt undir til að sú kenning héldi velli. f síðustu viku skilaði hins vegar af sér Sannleiksnefndin, sem svo er kölluð, og hennar sannleikur hefur reynst allur annar en opinberi sannleikur- inn í Washington og San Salva- dor. Sameinuðu þjóðimar settu nefndina á laggirnar í kjölfar friðarsamkomulags í E1 Salva- dor í fyrra og verkefni hennar var að komast til botns í hver bæri ábyrgð á dauða tugþús- unda óbreyttra borgara þau tólf ár sem borgarastyrjöldin stóð sem hæst. Romero Erkibiskup D'Aubuisson borgaði400 dali fyrir morðið á honum. Alexander Haig Nunnurnar reyndu að rjúfa vegartálma. Kaþólikkar og kommúnistar Nefndin rannsakaði um átján þúsund mál þar sem fórnar- lömbin vora alls um 75 þúsund. Niðurstöður hennar voru að herinn og dauðasveitirnar bæru ábyrgð á níutíu prósentum morða og mannréttindabrota, þeirra á meðal umdeildustu og illræmdustu ódæðunum. Nefndin sagði að Roberto d’Aubuisson, stofnandi AR- ENA-flokksins og leiðtogi hægrimanna um árabil, hefði fyrirskipað morðið á Oscar Amulfo Romero erkibiskupi í mars 1980. Persónulegir lífverð- ir d’Aubuissons óku tilræðis- manninum að kirkju þar sem erkibiskupinn var við messu, en hann hafði gagnrýnt stefnu stjórnvalda og fordæmt herinn fyrir grimmdarverk hans. D’Aubuisson borgaði tilræðis- manninum tuttugu og fimm þúsund krónur (400 dali) fýrir tilræðið, sem vakti óhug um all- an heim á sínum tíma og átti stærri þátt en margt annað í að vekja samúð með málstað vinstrimanna í styrjöldinni. D’Aubuisson verður ekki dreg- inn til ábyrgðar fýrir verkið þar sem hann dó úr krabbameini í fyrra. I nóvember 1989 voru sex jesúítaprestar, vinnukona þeirra og þrettán ára dóttir hennar dregin fram úr rúmum sínum um miðja nótt og skotin. Markmiðið var að drepa séra Ignacio Ellacuria, rektor jesú- ítaháskólans í San Salvador, sem hafði harðlega gagnrýnt ódæðisverk hersins. Herforingj- arnir, sem fýrirskipuðu morðin, sögðu hermönnunum að skilja engin vitni eftir á lífi og á end- anum lágu átta í valnum. Á sín- um tíma héldu bandarísk og salvadorsk stjórnvöld því iðu- lega fram að uppreisnarmenn hefðu líklega drepið fólkið, en kennt hernum um til að finna málstað sínum fylgi. í skýrslu Sannleiksnefndarinnar segir að sama sérsveit hersins og drap fólkið í E1 Mozote hafi drepið jesúítana. Meðal herforingjanna sem fyrirskipuðu morðin var René Emilio Ponce, hershöfðingi og varnarmálaráðherra. Ponce sagði af sér embætti fýrir tveim- ur vikum þegar fféttist af niður- stöðum nefndarinnar, en í yfir- lýsingu sinni þrætti hann fýrir að hafa gert neitt annað en það sem nauðsynlegt var til að halda kommúnismanum í skefjum. Nefndinni tókst ekki að sýna fram á hver drap fjórar banda- rískar konur, þar af þrjár nunn- ur, við trúboðsstörf árið 1980, en sagði sýnt að skipanir hefðu komið frá háttsettum herfor- ingjum. Á sínum tíma sagði Al- exander Haig, þá utanríkis- ráðherra, að þær hefðu líklega verið skotnar við að reyna að ryðjast í gegnum vegartálma hersins. Og kaninn fer í mál Það var ekki fyrr en á allra síðustu vikum að bandarísk stjórnvöld ákváðu að sýna Sannleiksnefndinni samvinnu og má þakka það stjórnarskipt- um í Bandaríkjunum. Nefndin gengur ekki svo langt að segja að bandarísk stjórnvöld beri ábyrgð á verkum skjólstæðinga sinna í E1 Salvador. Hins vegar sé sýnt að stjórnvöldum Wash- ington hafi verið fullljóst um það sem herinn aðhafðist og fátt gert til að koma í veg fyrir það. Heima fyrir neitaði Banda- ríkjastjórn ávallt vitneskju um mannréttindabrot og fjölda- morð hersins. Snemma á ní- unda áratugnum ákvað Banda- ríkjaþing að tengja aðstoð við E1 Salvador bættu ástandi í mann- réttindamálum, en skýrsla nefndarinnar bendir til þess að bandarískir embættismenn hafi skrökvað að þinginu um vitn- eskju sína um mannréttinda- brot í E1 Salvador til að ekki féllu niður fjárframlög til landsins. „Það er eins gott að þeir hafi ekki verið eiðsvarnir þegar þeir sögðu þetta,“ sagði Bob Torr- icelli, formaður vesturálfu- nefndar utanríkismálanefndar þingsins, þegar nefndin fjallaði um skýrslu Sannleiksneíndar- innar í síðustu viku. „Þessi nefnd mun fara yfir hvert ein- asta orð sem embættismenn Reagan-stjómarinnar létu út úr BobTorricelli Rannsökum hverteinasta orð. Nicole n hreppir sér,“ bætti hann við og útilokaði ekki málaferli vegna hugsanlegs meinsæris gagnvart : þingnefndum. Ef til þeirra kemur fer fækk- andi þeim embættis- mönnum repúblikana sem ekki hafa lent í dómsmálum vegna embættisverka sinna. í Sannleiksnefnd- inni sátu Belisario Betancur Cuartas, fyrrum forseti Kól- umbíu, Reynaldo Figueredo, fýrrum utanríkisráðherra Ve- nesúela, og Thomas Buergenthal, lagapró- fessor við George Washington Univers- ity. Þeir lögðu til að fjörutíu yfirmenn sal- vadorska hersins yrðu reknir, þeirra á meðal Ponce hershöfðingi, og að sex leiðtogum FMLN yrði bönnuð stjórnmálaþátttaka í tíu ár vegna hlutdeildar í mannránum og morðum á ellefu bæj- arstjórum í landinu. Viðbrögð Alfredo Cristiani forseta voru hins vegar að boða til almennrar sakarupp- gjafar í landinu í nafiti „þjóðareiningar". Hann er undir miklum þrýstingi frá hernum, sem vill eðlilega ekki sjá á eftir öllum helstu látúnshnöppum sínum á einu bretti. Leiðtogar FMLN lögðu til að til- lögum nefndarinnar yrði hrint í fram- kvæmd og undir það tóku bæði Boutros Boutros Ghali og Warren Christop- her, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Varn- armálaráðuneytið í E1 Salvador hefur það til málanna að leggja að enn séu kommúnistar að reyna að gera salva- dorska herinn óvirkan. Karl Th. Birgisson My life nefnist ný bandarísk kvik- mynd eftir Bruce Joel Rubin, sem skrif- aði handritið að myndunum Ghost og Jacob's Ladder. Rubin leikstýrir nýj- ustu mynd sinni, My life, og er það frumraun hans á sviði leikstjórnar. Myndin segir frá manni sem erdauð- vona afkrabbameini og tekur sjálfan sig upp á myndband fyrir ófætt barn sitt. Hlutverkið er í höndum sjálfs Bat- mans, Michaels Keaton. Það vafðist lengi fyrir Rubin að finna réttu leik- konuna íhlutverk eiginkonunnar ófrísku og fékk hann fjölmargar af þekktustu leikkonum Hollywood til sín í hæfniprófun. Sú sem skaut þó öllum hinum reffyrir rass var leikkon- an rauðhærða Nicole Kidman. Að sögn Rubins er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann lætur heillast afKidman. Hún mun hafa verið mjög nálægt því að hreppa aðalhlutverkið i Ghost á sínum tíma, en þá varð Demi Moore sem kunnugt er sú heppna. Ástæðuna segir Rubin þá að Kidman hafi á þeim tima verið ný í bransanum en Moore hafi aftur á móti verið búin að skapa sér nafn sem leikkona. Oliver North stefnir á þing Hljótt hefur verið um Oliver North ofursta eftir að hann komst með vafasömum hætti á spjöld sög- unnar vegna afskipta sinna af Irans-Kontra- málinu afdrifaríka. North er þó aldeilis ekki dauður úr öll- um æðum og hefur um nokkurt skeið rekið eigið fyrirtæki, sem sérhæfirsig í sölu á skotheldum undirfatnaði. North hefursjálfur verið duglegur við að auglýsa hinn öldungis óvenjulega söluvarning og segist aldrei stíga út fyrir dyr án þess að klæðast „Spectra"-undirfatnaði sinum. En það er annað og meira i bigerð hjá ofurst- anum en sala á nærbrókum, því nú hefur hann sett stefnuna á þing. I þingkosningunum á næsta ári hyggst North bjóða sig fram í Virginíufylki sem fulltrúi repúblikana til öldunga- deildar. North á að sögn talsverðu fylgi að fagna í heimafylki sínu og er þvi sjálfur nokkuð sigurviss. Afþeim sökum hefur hann ekki sparað við sig auglýsingarnar og erþegar búinn að verja 33 milljónum króna til kynning- armála. Brjóstahöldurum rignir yfir Grete Henni brá heldur betur i brún, félags- málaráðherra Noregs, Grete Knud- sen, þegar hún mætti til vinnu á dög- unum. Um S50 pakkar biðu ráðherr- ans og sá hún sig tilneydda að fá samstarfsfólk sitt til liðs við sig við að opna póstinn sinn. I IJós kom að pakkarnir, sem voru grunsam- lega mjúkir, innihéldu allirþað sama: brjóstahaldara í öllum mögulegum stærðum og gerð- um. Það var stéttarfélag starfs- fólks hótela og veitingahúsa í Noregi sem stóð fyrir póstsend- ingunum I tilefni afalþjóðleg- um kvennafridegi. Með uppá- tæki sínu vildi félagið mótmæla þeirri„óheillaþróun"sem orðið hefur í rekstri veitingahúsa og skemmtistaða í Noregi, þarsem það verður ævinsælla að láta brjóstaberar kynbombur ganga um beina til að gleðja augu karlmannanna. Stéttarfélagið hafði með áberandi blaðaaug- lýsingum hvatt félagskonur til vekja athygli ráðherrans á mál- inu með sameiginlegu átaki og senda kynsystur sinni brjósta- haldara sína. Ekki stóð á við- brögðum, enda konurnar skilj- anlega afar ósáttar við að geta aðeins fengið vinnu við sitt hæfi með þvíað fara úr brjóstahald-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.