Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 25.03.1993, Blaðsíða 15
Fimmtudagurinn 25. mars 7 993 B J O R K AÐRAR DROTTNI NGAR PRESSAN 15 VORVINDARGLAÐIR... Gegnsær, götóttur og óvindheldur sumarfatn- aður. Brjóstahaldarinn og buxurnar sem fyrir- sætan ber krefjast aðeins upprifjunar úr handa- vinnutíma barnaskólans. Heklunal- Ina á loft! Nú er um að gera að taka upp heklunálina og rifja upp barnaskólahanda- vinnukennsluna ætli maður sér að komast létt frá sum- artískunni. Með vorinu eiga nefnilega vindarnir að næða igegnum fatnaðinn. Þetta á jafnt við um peysur, buxur, boli og toppa, að ekki sé talað um höfuðföt, þvi efnismiklir heklaðir hatt- ar, helst ímörgum litum, eru hluti hippatiskunnar sem nú er blómstrar aftur eftir að- eins tveggja áratuga pásu (sem þykir merki um að tisk- an sé komin að endamörk- um). Þeir sem eru hins vegar hvorki fimir né frjóir með heklunálarnar geta komist yfir hekluð efni i betri efna- búðum bæjarins og sumað sér ýmist útviðar heklubux- ur eða -peysur eða hvað það annað sem hugmynda- flugið næryfir. Nú, efenginn nennir neinu handavinnustússi verður sá hinn sami barasta að kaupa fatnaðinn dýrum dómum eða sleppa því að vera með. Eins og kom fram í síðustu PRESSU sækir ungt og upp- reisnargjarnt fólk Hressó; þeir sem lifa hratt og djamma mikið og bytja snemma og hætta seint. Af þessum ástæðum var röð þar fyrir utan um síðustu helgi. Þar voru samankomnir Bjarki og fé- lagar hans úr Lipstick Lovers, Júh'us Kemp og Jonni Sigmars, Richard Sco bie og efnilegu piltarnir úr Bone China, Ella verslunarstjóri í Vero Moda ku vera ómiss- andi mubla á Hressó og hippajaxlinn Gestur Guðna, Ari Gísli Braga- son er fastagestur sem og Björk Guðmundsdóttir hefur nýlokið vinnu við nýja sólóplötu sem kemur út 22. júní. Platan mun líklega heita Debut og er gefin út af ný- stofnuðu fyrirtæki Bjarkar, Babsi, í samvinnu við One Little Indian, útgáfuaðila Sykurmolanna. Lögin á plöt- unni eru einskonar „greatest hits“ úr sarpi Bjarkar, sarpi sem hefúr verið að safnast í síðastliðin fimm ár. Björk sér sjálf um undirleikinn að mestu, en þegar kom að gerð plötunnar íhugaði Björk ým- is tilboð sem hún hafði feng- ið í gegnum árin frá fólki sem vildi vinna með henni. Hún ákvað að velja frekar óþekktari listamenn og því verða meðal annars á plöt- unni brasílískur slagverks- leikari, strengjasveit frá Bombei og hörpuleikari frá Los Angeles. Það er þegar kominn mik- ill spenningur í breska popp- skríbenta og áhugamenn vegna útkomu plötunnar, en forsmekkinn fá menn í maí þegar smáskífan „Human Behavior" kemur út. Björk ætlar ekki að fylgja plötunni eftir með hefðbundnu tón- leikahaldi en samt setur hún saman hljómsveit sem m.a. spilar með henni í Unplugg- ed, þætti tónlistarsjónvarps- stöðvarinnar MTV. Þar hefur Björk verið boðið að koma fram í haust. I Unplugged- þættinum hafa ýmsar stór- stjörnur komið fram síðustu árin og flutt efhi sitt að mestu órafmagnað. Leitin að hljóðfæraleikur- um gengur vel hjá Björk. Hún er til að mynda þegar búin að hafa uppi á „kolbrjál- aðri unglingsstelpu sem spil- ar á páku“. 21œtuc6cotfni|flí oð nocönn Katla Gylfadóttir - nefnd Næturdrottningin — enda hefur hún sett svip sinn á næt- urlíf Reykjavíkurborgar all- ar götur síðan hún flutti á mölina. Björk Guðmundsdóttir Nýja platan hennar Bjarkar kemur líklega til með að heita Debut. Hún gefur plötuna út sjálfundir nafni nýstofnaðs fyrirtækis, Babsi. Katla Gylfadóttir er 28 ára Akur- eyrarmær sem flutti búferlum til Reykjavíkur árið 1986; þá nýskriðin úr Menntaskólanum á Akureyri með hvítu húfúna. Æ síðan hefúr ^hún sett svip sinn á næturlífið í ^Reykjavík og fyrir vikið fengið l viðumefhið Næturdrottningin. í Andstæðurnar í klæðaburði hennar á daginn og kvöldin ' hafa ekkj síst vakið athygli og Fýtt undir næturdrottningar- ímyndina Að degi til fellur hún inn í hóf inn en í næturlífinu . fellur tjal iið og ný manneskja 1 birtist. Hvaái ingam 'an er Nœturdrottn- ifnbótin komin? „Ég hef grun um að hún upphaflega komin frá steini Högna og fé- lölgum hans í Pakkhúsi postulanna. Ég umgekkst þá mikið á þeim ár- um sem þeir ráku Tunglið og var mjög hrifin af því sem þeir voru að gera.“ Hvar er best að djamma ídag? „Ég hef farið mikið á Bíóbarinn, þar sem ég vann reyndar um tíma, og ég sæki Ingólfscafé endrum og eins þótt mér finnist hópurinn þar afar litlaus. Hins vegar er margt skemmtilegt að gerast í Tunglinu eítir að nýju skemmtana- stjórarnir tóku við. Það er eini skemmtistaður- inn í bænum þar sem eitthvað frumlegt er um að vera.“ Nú hefúr djarfur klœðnaður þinn ekki síst vakið athygli. Er ekki dýrt að reka sig í skemmtanalífinu íReykjavík? „Nei, ég sauma mikið sjálf. Fötin sem fást í tískuvöruverslununum finnast mér ekki spennandi og því legg ég leið mína á markaði Hjálpræðishersins og dýraverndarfélaganna. Á mörkuðunum finn ég eina og eina flík sem ég breyti. Ég á nóg af fötum en það er vegna þess að ég hendi aldrei neinu og nýti fötin aftur og aftur.“ Páll Rósinkrans, Hallur Ing- ólfsson og Hjálmar Ragnars- son. Þar var einnig James Ol- sen og hljómsveitin Stripshow. I skíðabrekkunum íBláfjöllum um helgina, sást til hrað- í ferða Helga| Más Arthúrs- sonar ff étta- manns og fsfirð- ings niður brekkumar. Þeir, sem langaði hins vegar að fara en komust ekki vegna anna, vom Kristín Helga Gunnarsdóttir, Helga Möller ogEyjólfur Kristjánsson. Það sást einnigt til ferða Eyjólfs' Kristjánssonar með klút um hárið.á Bíóbarn- um á fimmtu- dagskvöld og Guðvarðar á Jónatan Livingstone Mávi. Þá komu þar við þau Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Valgeir Skagfjörð, leikstjóri og leikritahöfundur, og hún Andr- ea Gylfadóttir söngkona. ÁGauká Stöng sást föstudags-i kvöld til/ ferðaj Helga^ Bjömsson-' ar söngvara og hans skosku félaga sem vinna með honum í stúdíói um þessar mundir. Þá sást einnig til ferða Óla Hólm og Bjöms Jörund- ar úr Nýdanskri og Gunnars sem er nýr ffam- kvæmda- stjóri nýrr- ar ferða- skrifstofú Úr- vals/Útsýnar í Köben með fjölda danskra biss- nessmanna í eftirdragi, þar var einnig Anna Margrét fegurð- ardís og fúllt af venjulegu fólki sem sækir gjaman Gauk á Stöng, eins og Danni bílstjóri, Stína á Granda, Ehsa hjá bankaeffirlitinu og Þormóður í Rammagerðinni. . Þá sást aftur í i hnakka- kdrambið á jHelga f Bjöms og ^fylgdarliði rhansáTungl- Inu og Júh'us Kemp var þar í fylgd Ingibjargar sinnar Stefánsdóttur. Víð mælum mel ... að konur haldi bókhald yfir karlmennina sem þær hafa komist yfir það er skemmtilegra að vita hversu margir þeir eru. ... að snjóþvegnum galla- buxum verði komið fyrir kattarnef. Það veldur meira að segja flökurleika að sjá fólk þvo bílinn sinn í þeim. ... karlmönnum sem viðurkenna tilfmningar sín- ... sjónaukum með aukinni birtu er auðveldara að sjá hve grasið er miklu grænna hinum megin. inm Vel hirtar augabrúnir. Mjóar og plokkaðar. Líkt og skreyttu andlit allra hörðustu tískugellanna snemma á áttunda áratugnum. Þá þóttu þær dömur voða smart sem hugsuðu sem best um þenn- an hárprúða andlitspart, sem þjónar víst þeim tilgangi að verja augun fyrir rykögnum og öðmm aðskotahlutum. Þetta voru fram- sýnar konur, konur sem sáu fyrir sér að einhvem tíma kæmust mjóar augabrúnir aftur inn úr kuldanum. Líkt og nú. Þetta eru konur sem liðu kvaíir í tvo áratugi fyrir gjörðir sínar því ekki uxu augabrúnirnar aftur. Næsta tísku- bylgja var, eins og venjan er, í al- gerri andstöðu við þá fyrri: Breið- ar brúnir urðu söluvamingurinn. Það sannaði best hin brúnaþunga og sambrýnda Margaux Heming- way, sem varð skömmu effir að mjóu augabrúnirnar hurfú ein þekktasta fyrirsæta heims. Effirhermur. Jóhannes Kristjáns- son. Ómar Ragnarsson og allir hinir sem reynt hafa að setja sig í spor stjórnmálamanna á árshá- tíðarskemmtunum. Ekki nóg með að árshátíðimar séu að verða úti (í bili), heldur einnig þeir stjórnmálamenn sem eftirherm- urnar kunna hvað best skil á. Ól- afur Ragnar Grímsson og Stein- grímur Hermannsson em úti. Þeir em ekki einasta í slakri stjórnarandstöðu heldur og er svo langt liðið á dapran þingveturinn að maður er orðinn hundleiður á fjölskylduvinunum úr þingsaln- um, sem birtast oftar á skjánum en sjálf Simpson- fjöldskyldan, sem þó er öllu fyndnari. „Það er komið í tísku að krefjast réttarbóta fyrirhina ýmsu þjóðfélagshópa. En hvað með þá sem eru teknirfuilir und- ir stýri? Það veit hver sá sem drukkið hefur brennivín að undir dhrifumfinnst manniýmislegt skynsamlegt og rétt sem er hin mestafirra þegar maðurer edrú. Er þá ekki réttlátt að þeir dóm- ararsem jjalla um slík málfái sér dáh’tið t staupinu áðuren þeir reyna að setja sig inní hugar- ástand hins drukkna ökumanns? Sama mágiida um lögmenn, saksókn- ara og aðra þá sem hlut eiga að máli.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.