Pressan - 05.08.1993, Page 4

Pressan - 05.08.1993, Page 4
NEYTENDAMÁL 4 PRBSSAN Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 rr / Nemendur sniðgengn- aigar Riddara- legi ráð- herrann „Þegar ég var aðfara yfir föstudagsverkin, þ.e. hafa samband við þá sem voru með atvinnuauglýsingar í vikunni, fá svör og síðan „strika út“ þá datt tnér í hug snjallrœði og göfuglyndi ráðherrans Sig- hvats Björgvinssonar í garð at- vinnulausra. Skipun hans um að ráða ekki til starfafólk sem þegar sé í starfi. Ég bíð tneð önd í hálsi eftir að heyra um að ráðherrann segi af sérþing- mennsku á meðan hanngegn- ir ráðherradómi. Síðanfari samráðherrar hans eins að og sýni þatinig gott fordcemi.“ Vestarr Lúðvíksson í DV. Sighvatur Björgvinsson iðn- aðar- og viðskiptaráðherra: „Lesendabréf þetta er dæmi- gert fyrir fólk sem finnur hjá sér þörf til að fjalla um mál- efni sem það veit ekki nokk- um skapaðan hiut um. Ef ég myndi segja af mér þing- mennsku myndu útgjöld rík- issjóðs ekki minnka, heldur þvert á móti vaxa sem næmi einum þingmannalaunum. Ráðherra er vitaskuld bæði þingmaður og ráðherra og ráðherralaunin eru innifalin í þingfarakaupinu. Ef ég hætti sem þingmaður myndi ég halda mínum launum, auk þess sem þyrfti að greiða við- bótar þingfararkaup til nýs þingmanns.“ ir „Viðgetum ekki orða bundist vegna þeirra aðgerða sem hafa átt sér stað í garð Pauls Zukof- skys og Sinfóníuhljómsveitar œskunnar (SÆ) . ..vekurþað undrun og reiði að hljómsveit- armeðlimir hafa gjörsamlega verið sniðgengnir í sambandi við ákvarðanatöku stjórnar- innar... Skýturþað því skökku við að svo mikilvœgt mál sé meðhöndlað ájafn ólýðrœðislegan hátt. Hver er réttur hljómsveitarmeðlima?' Utia Sveinbjarnardóttir, Jón- ína Auður Hiltnarsdóttir og Hlín Erlendsdóttir, tneðlitnir í SÆ, í Morgunblaðinu. Runólfur Birgir Leifsson, stjómarmaður í SÆ: „Það er rétt sem ffam kemur í bréfinu að fulltrúi nemenda í stjóm SÆ var staddur er- lendis þegar tekin var endan- leg ákvörðun um að óska ekki ff ekar eftir samstarfi við Paul Zukofsky. Fulltrúinn sat hins vegar alla stjórnarfundi ffam að því og var því full- kunnugt um í hvað stefndi. Viðræður við ýmsa fýrrum nemendur SÆ hafa orðið til þess að sannfæra okkur í stjórn SÆ enn frekar um að ákvörðun okkar var rétt og farin var farsælasta leiðin í þessu máli.“ Skussa- háttur sjó- manna „Mérþykir litjlega tekið á málutn sjómanna sem ekki virða reglur um tilkynninga- skyldu. Eins ogfratn kotn í frétt utn sjómanninn á Nökkva IS hafði hanti ekki látið svo lítið að tilkynna sig frá því í mars í vetur. Og vegna þess að hann hafði látið undir höfuð leggjast að til- kynna sig varþað bara látið afskiptalaust. Svo þegar eitt- hvað bjátar á eiga allir að hlaupa upp til handa ogfóta og bjarga. Þessir trassar storka ekki bara örlögunum. Þeir storka þjóðinni setn borgar brúsann.“ Pétur Jónsson í DV. Hálfdán Henrýsson, deild- arstjóri björgunardeildar Slysavamarfélags íslands: „Gagnrýnin er réttmæt en málið er erfitt viðureignar. 1 þeim tilfellum þegar sjó- menn hætta að tilkynna sig göngum við út ffá því sem vísu að þeir séu í landi. Sú virðist þó ekki alltaf vera raunin. Síðustu tvö ár höfúm við heimsótt verstöðvar um allt land og ítrekað fýrir sjó- mönnum að sinna tilkynn- ingaskyldu. Umvöndunar- leiðin hefur borið árangur en þó eru greinilega einhverjir sem ekki láta segjast. Því er ekki útilokað að gripið verði til þess í framtíðinn að sekta sjómenn sem ekki gæta fyllsta öryggis í starfi.“ notaði bilinn til einkanota Dóra Halldórsdóttir lét bíl sinn á sölu fýrr á þessu ári hjá bílasölunni Auðvitað en segir fár- ir sínar ekki sléttar í viðskiptum við fýrirtækið. Á þeim rúma mánuði sem bíllinn var á söluskrá brúkaði eigandi bílasölunnar hann til einkanota, og var útgangurinn slíkur þegar hún fékk hann aftur til baka að þegar runnu á hana tvær grímur. Eigandi bílasölunnar reyndi að Ijúga til um hvað olli sóðaskapnum en Dóra hefur fengið grun sinn staðfestan um að ekki hafi verið allt með felldu „Ég leitaði eftir milligöngu bílasölunnar Auðvitað á Höfðatúni 10 í marsmánuði um sölu á sex ára gömlum Skoda sem ég á, einkanlega vegna þess að hjá þeim reynd- ust sölulaunin vera þau lægstu í bænum. Ég hugðist einungis sjá til hvort hann hreyfðist eitthvað og vissi að sjálfsögðu að það yrði ekki slegist um hann enda ekki um neina glæsikerru að ræða. Bíllinn er hins vegar í ágætu standi og snyrtilegur og eigendum bíla- sölunnar var skylt að fara eins vel með hann og kostur var þrátt fýrir að hann væri kom- inn til ára sinna. Annað kom nú aldeilis á daginn og fékk ég hann til baka drulluskítugan að innan með kúfaða ösku- bakka og sígarettuösku um allt, sem þeir sögðu að væri eftir stressaða bílstjóra í „reynsluakstri". Síðar fékk ég einnig stöðumælasekt sem ég mátti greiða sjálf. Það var greinilegt að bíllinn hafði verið notaður, og það mikið.“ Var þér Ijóst strax í upphafi að ekki varallt með felldu? „Meðan bíllinn var á sölu- skrá hringdi ég nokkrum sinn- um til að athuga hvernig gengi. Ég átti það einnig til að keyra framhjá og það vakti furðu mína að bíllinn var aldrei á staðnum. Þegar ég innti Jótias Ástráðsson, annan eigenda bílasölunnar, eftir því hveiju þetta sætti svaraði hann því til að áhuginn væri svona mikill á bílnum, að það væri bara stöðugt verið að reynslu- aka honum. Mér fannst þetta allt afar undarlegt og varð fljótlega ljóst að maðurinn var að ljúga að mér, fullorðinni manneskju. Ég ákvað því að taka bílinn aftur til baka eftir að hann hafði „staðið“ á bíla- sölunni í rúman mánuð en það reyndist erfitt að nálgast hann því hann var í „reynslu- akstri“ allan þann dag, eins og svo oft áður. Þegar ég loks fékk hann til baka stórbrá mér því sóðaskapurinn í bílnum var slíkur að hann hlaut að vekja upp grunsemdir mínar um að eitthvað væri meira en lítið skrítið við þessi viðskipti. Ég fékk þó grun minn ekki stað- festan fyrr en nú fyrir skömmu.“ Hvað varð til þess að þú komst að því hvemig var í pott- inn búið? „Stöðumælasektin fyrr- nefnd kom upp um mennina en þeir höfðu ekki greitt hana eins og lofað hafi verið og því fékk ég tilkynningu frá lög- ffæðiskrifstofu ekki alls fýrir löngu um að skuldin væri í innheimtu hjá þeim. Ég varð auðvitað mjög reið og dreif mig á bílasöluna og hugðist húðskamma mennina. En ég kom að tómum kofanum því nýir eigendur höfðu tekið yfir fyrirtækið í júnímánuði og voru þeir gömlu á bak og burt. Annar hinna nýju manna hafði hins vegar verið starfs- maður fyrirtækisins þá um veturinn og gat sagt mér hvernig farið hafði verið með bílinn.“ Og þá hefur hið rétta loks komið í Ijós? „Þá kom í ljós að Jónas, sem er maður á fimmtugsaldri, hafði notað bílinn minn til einkanota allan þann tíma sem hann hafði hann undir höndum, eða í hálfan annan mánuð. Hann keyrði á hon- um til annarrar vinnu, en Jón- as starfaði einnig sem nætur- vörður á útvarpi, og sá um all- ar daglegar útréttingar á bíln- um. Þegar ég gekk á hann nú fyrir skömmu laug hann að mér og reyndi meira að segja að koma sökina yfir á fýrrum samstarfsmann sinn, Þorgeir Guðbjömsson.“ Hvað hefur þessi reytisla kennt þér? „Ég er þess fúllviss að ef ég hefði verið karlmaður og á fal- legri bíl hefði þetta ekki komið fýrir. Lítilsvirðingin sem mér var sýnd var alveg makalaus og ég vil með þessari litlu reynslu- sögu vara aðrar konur við svipuðum uppákomum og brýna fýrir þeim láta ekki „litla karla“ sem þessa komast upp með slíka framkomu gagnvart þeim. Mér fannst réttur minn gróflega fótum troðinn og fann svo ekki varð um villst hversu veikur lagalegur réttur manns er í tilfellum sem þess- um.“_________________________ Telma L. Tómasson Skodinn safnaði stöðumælasektum á bílasölunni debet Valur Valsson kredit „Ég hika ekki við að fullyrða að Valur sé einn af okkar allra færustu bankamönnum, þvi hann hefúr yfirgripsmikla þekkingu á öllu sem lítur að ffæðun- um, bæði í peninga- og bankamálum. Hann þekkir einnig vel tíl reksturs fyrirtækja, stórra sem smárra. Valur er vel máli farinn og skýr í hugsun. Maðurinn er hreinn og beinn að eðlisfari og laus við allt undir- ferli og hefur fágaða framkomu hvort sem hann umgengst háa eða lága,“segir Kristján Oddsson, framkvæmdastjóri fslandsbanka og fyrrum keppi- nautur Vals í bankaviðskiptum„.Valur er mjög skipulagður. Hann setur sér ákveðin markmið og hvikar ekki frá þeim. Valur er skýr og á auðvelt með að greina aðalatriði frá aukaatriðum,“ mælir Bragi Hannesson, yfirmaður Iðnlánasjóðs, sem tengst hefur Vali í gegnum peningamálin á undanföm- um misserum„.Valur er mjög hreinn og heill mað- ur í öllu sem hann tekur sér fýrir hendur. Hann er vinur vina sinna og staðfastur“,finnst Ingimundi Sigfússyni, sem er forstjóri Heklu og mágur Vals,,.Valur er ffábær yfirmaður sem gaman er að vinna fýrir. Hann er fljótur að hugsa og gott að leita til hans,“ segir Áslaug Ágústsdóttir, ritari Vals, sem fýlgt hefur honum frá því 1979 þegar hann var hjá Félagi iðnrekanda. Skipulagður, staðfastur og fágaður — eða þrjóskur, dulur og sérvitur Valur Valsson er bankastjóri íslandsbanka og var áberandl í fjölmiðlum um síðustu helgi í kjölfarlð á vaxtahækkun bankans um 5%. „Þó hann sé kominn af leikara þá er Valur eng- inn leikari, því ekki dylst ef honum mislíkar. Hann getur sagt mönnum illa til syndanna ef honum er misboðið. Ég finn svo andskoti fáa galla við hann enda umgengst ég hann litið á heimili hans,“ segir Kristján Oddsson, einn fram- kvæmdastjóra íslandsbankans og fýrrum keppi- nautur Vals á sviði bankamála„.Valur er ákaflega dulur maður. Það getur verið viss hindrun þegar hann er að vinna að ákveðnum málum. Maður- inn er líka töluverður leikari, þannig að hann setur sig i ýmiss hlutverk og því er oft erfitt að átta sig á hvað hann er að hugsa“,segir Bragi Hannesson, framkvæmdastjóri Iðnlánasjóðs og kunningi Vals til margra ára„.Valur er þrjóskur. Harrn stendur fast við meiningu sína en að vísu hefur hann oftast rétt fyrir sér. Svo er hann voðalega sérvitur. Ef strákamir mínir eru með einhverja þrjósku og sérvisku segi ég að það sé úr hinni ættinni komið,“ segir Ingimundur í Heklu, mágur Vals. „Það er eins gott að Valur varð eldd rafvirki því hann getur ekki skipt um ljósaperu,“ segir ritari Vals, Áslaug Ágústsdóttir.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.