Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 25

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 25
Fimmtudagurinn 2. september 1993 ORGINALAR PRESSAN 25 PAUL SMÍTII. Enduniýtingar- hönnuður sem heldur sig vií Engar Qffjarfeshngar Hönnuðurinn sem er ábyrgur fyrir endurnýtingartískunni svoköliuðu heitir Paul Srnith. Fatnaði írá honum klæðist meðal annars Simbi hár- greiðslumeistari, sem var valinn einn best klæddi maður landsins í PRESS- UNNIí síðustu viku. Paul Smith, sem er einhver mesti áhrifamaður í Lundúnatískunni um þessar mundir, fjárfesti nýlega — eftir töluverða umhugsun — í hinni gam- algrónu Newbold-verksmiðju þar í borg, sem hefur saumað fyrir hann fatn- að frá því 1977. Verksmiðjan hefur hins vegar verið starfrækt síðan 1855. Ædar Paul Smith eingöngu að leggja upp úr „orginölunum"; góðum efnum og sígildum, enda finnst honum efnin í fatnaði undanfarinna ára hafa verið óspennandi. Fatahönnuðurinn Smith fylgir lífsstefhu sinni í einu og öllu. Segir meðal annars að það hafi verið þess vegna sem hann þurfti að hugsa sig vel um hvort hann ætti að kaupa verksmiðjuna eða ekki, offjárfestingar séu honum ekki að skapi. Enda sést á þessurn myndum að strigapokar eru ekki bara til þess að geyma í hveiti og grænmeti. Þá má brúka til margra annarra nýtilegri hluta. Og svo er það beltið. Það er bara einfalt reipi. Hörður Torfason trúbadúr hefur ekki lagt niöur þann sið aö halda árlega hausttónleika í höfuðstaðnum og verður því mættur galvaskur upp á svið í Borgarleik- húsinu með gítarinn annað kvöld. Og hann lætur ekki þar við sitja, því strax að loknum tón- leikunum hér fyrir sunn- an ætlar hann að æða norður í land til að skemmta Akureyringum og Húsvíkingum um helgina. „Að sjálfsögðu verð ég með mína ár- legu hausttónleika. Ég ætla að halda því áfram þangað til ég verð 98 ára gamall, taka mér þá frí í tvö ár og byrja svo aftur 100 ára," segir Hörður. „Ég er eini trúbadúrinn á íslandi og finn að það er vaxandi áhugi fyrir tónlist minni. Stór hópur fólks kemur á tónleik- ana ár eftir ár auk þess sem alltaf eru að bæt- ast nýir áhugasamir í hópinn." Hann segist ekki kæra sig um að koma fram á krám, enda sé þar allt of mikill hávaði. „Ég legg áherslu á boðskapinn í lögum mínum og til að hann nái að skila sér er nauð- synlegt að fólk fái næði til að hlusta. Og horfa, því í rauninni er ég ekkert annað en lítið, eins manns leikhús." Hörður kveðst munu flytja bæði gömul lög og ný á tón- leikunum, en hann er um þessar mundir að leggja síð- ustu hönd á breiðskífu sem kemur út í næsta mánuði. Að því loknu ætlar hann að snúa HÖRÐUR TORFASON TRÚBADOR. Hefur í nógu að snúast í vetur, bæði við plötuúigáfu og teikstjóm. sér að aðalviðfangsefni sínu, leikstjórninni. „Fyrsta verkefn- ið verður að setja upp Mann og konu með leikfélaginu Veru á Fáskrúðsfirði. Eftir jól hef ég svo tekið að mér að leikstýra leikféiaginu á Hvammstanga, en enn er óákveðið hvaða verkefni verð- ur fyrir valinu." Hann segist vera alsæll hér heima á ís- landi, eftir að hafa verið bú- settur í Danmörku \ sextán ár. „Það er að vísu fjórum sinnum dýrara að lifa hér en úti, en að öðru leyti alveg yndislegt. Annars gæti allt eins farið svo að ég færi aft- ur út. Það er ekkert ákveöið í þeim efnum." Á Bíóbarnum á föstudags- kvöld var magasín- | gengið nán- 'ast eins og það lagði sig, jeir Sigurður A. Valgeirsson ritstjóri, Svein- björn I. Bald- vinsson dag- 1 skrárstjóri og Þorfinnur Ómarsson fréttamaður. Að ógleymdum Baltas- ar Kormáki leikara, en engum sögum fer að því hvort hann verður eitt aðalnúmerið í magasínþættinum. Á laugardagskvöld ráfuðu margir að dansleikjum lokn- um um í miðbæ Reykjavíkur. Vel fór á með þeim Frank Óskari Pitt og hinni leggjaf- ögru Andreu Ró- bertsdóttur, en þau voru að koma út úr Rósenberg- kjallaranum. Á heimleið örkuðu einnig í gegnum miðbæ- inn þær Sigrún Magnúsdóttir og Ingibjörg Óskarsdóttir, en þær höfðu fyrr um kvöldið verið á Sólon ís- landus, sem og Sóley Elías- dóttir leik- kona, Þór- h i 1 d u r Pálmadóttir viðskiptafræð- ___ mgur, Ari Alex- ander, hárgreiðslu- meistari og stílisti, vinkonu- gengið Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir leikari, Margrét Ragnarsdóttir og Dóra Won- der leikaraefni. Þar var og Símon á hárgreiðslustofunni Monroe, Egill eróbikktöffari og Sæmundur Norðfjörð. Inni í Rósenberg- kjallaranum voru hins veg- ar Hrafn Gunnlaugs- son, fram- kvæmdastjóri Sjónvarps, ásamt vini sín- um Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni frjáls- hyggjufígúru, Playboyfyrir- sætan Nanna Guðbergs- dóttir nýkom- in til landsins, Birna Braga einnig fyrirsæta, Sævar Baldurs- son og Katla næturdrottn- ing. 1 Þá sáust utan- ríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, kog Gunnar , Smári Egils- | son, ritstjóri ' Heimsmynd- ar, í hörku- 'samræðum á Sólon Islandus á föstudagskvöld. Herma fregn- ir að mikið fjör hafi verið hjá þeim langt frameftir föstu- dagsnóttinni. Dósentinn Hannes Hólm- steinn Gissurarson, sem nú rennir hýru auga til prófess- orsembættisins í stjórnmála- fræði við Háskóla Islands, sat svo í trimmgallanum ásamt Jónasi Sigurgeirssyni, rit- stjóra Hamarsins í Hafnar- firði, í sunnudagskaffi á Café París. Við mælum með ... matnum og þjónustunni á Pastabasta sérstaklega þegar eigandinn er aðvinna. ... útvarpsstöðinni Sólinni fyrir þá~sem hafa áhuga á tón- list. Sólin er ferskasta tónlistar- Höskuldur Jónsson hefur alltaf haft sérstaka skoðun á starfi sínu sem yfirmaður ÁTVR. Honum finnst sjáffsagt að starfs menn sínir fari í mútuferðir frá áfengisfyrirtækjum svo þeir gefj mælt með ákveðnum víiiteguiiíluiii, en vill samt sem áður að sem fæstar víntegundir séu á boðstólum. Þegar iiieiin loksins uppgötvuðu að bjór- inn er miklu ódýrari í hátts- IJtraumbúðum krefst Hös- kuldur þess að þeir hætti að framleiða smærrí einingarnar. En tegund, ein stærð, einn for- stjóri. rasin. ... fullorðins-barnavögnun það er örugglega frábært að sofe úti undir berum himni með sæng og húfu. Og láta rug ísvefh. gaser ... amerísku kleinuhringjun- um úr Myllunni. Þeir eru orginal. inni Kvenmenn sem komast af. Hafa allt til að bera. Þær sem hafa „it" að dómi breska karla- tímaritsins Arena eru fáeinar konur. Útiendingarnir kalla þær „babes with balls", sem mætti útleggja „greindar ljúfur". Ellefu kvenhetjur skipa þennan hóp í dag: Hin danskættaða Helena Christensen, sem talin er kyn- þokkafyilsta kona í heimi, leik- konan og leikstjórinn Jodie Foster, Isabella Rossellini, Amazonblondínan Daryl Hannah, KD Lang, sem syngur eins og engill en lítur út eins og hryðjuverkamaður, Sharon Stone, Janet Jackson söngkona, Neneh Cherry, einnig söng- kona, hin fimmtuga Lauren Hutton, og leikkonurnar Geena Davis og Drew Banymore ung- stjarna. Jón og Gulli. Tilgerð og inni- haldsleysi. Símaprettir og sölu- mennska. Vændi. Þetta hljómar allt eins. Þeir hafa ekkert að segja. Greyin. Búnir að vera. Út- þynntir. Utbrunnir. Úti. „Out". Kannski voru þeir einhvern tíma fyndnir. Fáir muna þó eftir því. Þeir voru aldrei ekta. Inni- haldið komst aldrei til skila fyrir gjálfrinu. Þeir eru bara sölu- menn. Og ekki einu sinni góðir sölumenn. Þeir eru á ystu nöf. Reyna hvað þeir geta til að upp- hefja sjálfa sig á kostnað ann- arra. Strengjabrúðurnar Jón og Gulli eru að sökkva í pytt síma- brandaravændisins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.