Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagurinn 2. september 1993 PRESSAN 7 Fyrrverandi bryli ó Litla-Hrauni I vandræoum vegna fyrrverandi fnnga Missti húsíð vegna bókhaldarans „Ég ætia að reyna að kaupa húsið aftur ef ég fæ lán til að kaupa það af Byggðasjóði, sem á það eftir uppboðið," segir Sigurður Kristmunds- son, íbúi í Hveragerði á átt- ræðisaldri. Sigurður missti húsið sem hann býr í við Heiðmörk fyrir nokkru, eftir að það hafði lent í uppboðs- meðferð vegna skulda sem Sigurður segist aldrei hafa stofhað tiL „Ég gerði þau mistök að treysta manni sem ég hefði aldrei átt að treysta," segir Sig- urður, en maðurinn sem hann vísar þarna til tók að sér allt bókhald fyrir Sigurð. Seg- ist hann vera sannfærður um að viðkomandi hafi misnotað sér traust hans og látinnar eig- inkonu Sigurðar. Kynntist mannin- um á Litla-Hrauni Sigurður segist hafa kynnst viðkomandi manni þegar hann vann sem bryti á Litia- Hrauni. Maðurinn, sem hefur starfað sem bókari, afplánaði þá fangavist og tókst kunn- ingsskapur með þeim, sem efldist eftir að hann losnaði. „Það kom í ljós að hann hafði í langan tíma hagað mínum fjármálum sér í hag. Þegar ég skoða þessi mál eftir á þá kemur berlega í ljós að ég hef verið hlunnfarinn í flest- um okkar viðskiptum. Þá gerði viðkomandi fyrir mig skattskýrslur sem eru mér óskiljanlegar og standast ekki," segir Sigurður. Það sem síðan reyndist honum þyngst í Sigurður við liúsið í Heiðmórk, sem hanii hefur nú misst. Alltafmeð eyrun og augun opin fyir því sem betur mœttifara PRESSAN Áskriftarsími 643080 skauti og orsakaði að lokum að hann missti húsið voru víxlar sem Sigurður segist ekki kannast við. „Ég hef aldrei skrifað upp á þessa víxla," seg- ir Sigurður. Hann kærði meinta fölsun á undirskrift sinni til Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að undirskriftin væri hans. Sigurður segist ekki skilja í þeirri niðurstöðu. 1 samtali við lögmann Sig- urðar kom fram að verið væri að leita leiða til að rétta hlut hans, en eins og málum er nú háttað er ljóst að hann verður að rýma húsið fljótiega og þá blasir ekkert við nema gatan. Sigurður Már Jónsson SlGURÐUR KRIST- MUNDSSONbýrnúeuin ásamt hundi sínum Dúa: „Ég hef aldrei skrifað upp á þessa víxla." ¦:''.Æ'.:,:,..,.. 1 ' lííi i S^^^rTBI IftM^^^i'' _^^i^méE3 ! BWWBBPllÍiiill^ OPNUNARTILBOÐ Gailabuxur + bolur + belti.....kr. 3.990,- Como ullarskyrtur..................kr. 2.990,- Monday buxur........................kr. 2.790,- Hvítar skyrtur.........................kr. 1.590,- Boy ullarjakki........................kr. 6.590,- - STEKK FÖT A STMIKA SIU \IÍ \ KRINGLUNNI, SIMI 811944

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.