Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 52

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 52
A HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 643090 Á, . morgun verður endan- lega Ijóst hvort Steingrímur J. Sigfússon gefur kost á sér sem for- maður Al- þýðubanda- lagsins. Þá birtist viðtal við hann í "Vikublaðinu eins og reyndar einnig við Ólaf Ragnar Grímsson. Víst er að þeir verða báðir frambjóðendur, en margir halda þeim mögu- leika opnum að Steingrímur muni einungis bjóða sig fram til varaformanns. Samkvæmt okkar heimildum hafa nánir samstarfsmenn ráðið honum frá framboði og úr Neskaup- stað hafa heyrst letjandi radd- ir. Hitt er mörgum ráðgáta, af hverju hann hefur beðið svona lengi ef ætlunin er að segja nei, en vert er að minn- ^ast þess að þegar hann bauð sig fram gegn Svanfríði Jón- asdóttur í varaformanns- stöðu hélt hann öllum spil- unum þétt að sér þar til á síð- ustu stundu... E, Steingrímur segir nei er líklega næsta verkefni and- stæðinga Ólafs Ragnars að halda aftur af Kristni H. Gunnarssyni. Það gæti komið Stein- grími og öðr- um málsmet- andi mönn- um í töluverðan bobba, enda þyrftu þeir að velja á milli. Ekki geta þeir stutt Ólaf Ragnar, en líka er erfitt að ímynda sér að nokkrir nema svörnustu andstæðingar Ól- afs myndu halda fram að Kristinn yrði betri formað- ur... J> að varð uppi fótur og fit innan kvikmyndageirans ekki alls fyrir löngu þegar Bryndís Schtam, framkvæmda- stjóri Kvik- myndasjóðs íslands, lagði fram tillögu um að færa til úthlutunardag framlaga úr sjóðnum. Fram að þessu hefur verið venjan að úthluta úr sjóðnum 15. febrúar ár hvert en kvik- myndagerðarmenn hafa lengi barist fyrir því að færa daginn framar á almanaksárinu til að rýmka undirbúningstíma fyr- *ir gerð kvikmynda og auka möguleika á að sækja fjár- magn í erlenda styrktarsjóði. Bryndís hafði hins vegar í hyggju að færa dagsetninguna aftar svo úthlutað yrði 15. apríl, sem hefði raskað áætl- unum við undirbúning og komið í veg fyrir að sækja mætti um fjárstyrk í nokkr- um erlendum sjóðum. Hags- munafélög kvikmyndagerðar- manna brugðust ókvæða við og mótmæltu þessari uppá- stungu og Bryndís dró tillögu sína umsvifalaust til baka... morgun, föstudag, verður auglýst eftir ritstjóra fyrir dagblað- ið Tímann, en sem kunnugt er eiga að verða miklar breytingar á blaðinu í haust Þrátt íyrir að aug- lýst sé eftir ritstjóra þá er óopin- bert kapphlaup hafið og þar eru einkum þrír menn nefiidir til sög- unnar. Þar má fyrstan nefna Jón Ásgeir Sigurðsson, fréttaritara út- varpsins í Bandaríkjunum, en hann hefur sýnt útgáfumálunum mikinn áhuga. Á tímabili mun Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, hafa viljað hann í stöðuna en sá áhugi mun hafa dofnað þegar Jón lýsti launahugmyndum sínum og þá munu útgáfuhugmyndir Jóns ekki vera í takt við það sem Mótvægis- menn telja mögulegt. Annar kand- ídat er Þór Jóns- son sem um skeið hefur verið fréttaritari í Sví- þjóð. Þór er son- ur Jóns Jakobs- sonar, sem er bróðursonur Ey- steins heitins Jónssonar. Það eitt mun hafa dregið úr áhuga Stein- gríms, sem enn hefur afstöðu til Eysteinsarmsins! Þriðji kandídat- inn er Ágúst Þór Árnason, fyrr- verandi fréttamaður útvarps, en hann hefur starfað mikið við að hleypa blaðinu af stokkunum og safha hlutafé. Það mun vera nýlega sem Ágúst Þór kom inn í myndina en hann á dygga stuðningsmenn í stjórn Mótvægis. — Og síðan er auðvitað mögulegt að einhver óumdeildur sæki um stöðuna... _L/ins og komið hefur fram í fréttum er Davíð Scheving Thor- steinsson að hefja mikla nauða- samninga vegna fyrirtækja sinna, Smjörlíkis og Sólar hf. Tilboð hans fela meðal annars í sér að kröfuhafar felli niður 70% af skuldum sínum sem séu ekki tryggar. Þetta þýðir meðal annars að Iðnlánasjóður þarf væntanlega að leggja sitt af mörkum ef samn- ingar eiga að takast. Sá sjóður er myndaður fyrir framlög frá iðnað- inum og þá meðal annars sam- keppnisaðilum Sólar eins og Vífil- felli og Ölgerðinni. Þessi fyrirtæki þurfa því nánast að horfa upp á eigin sjóðframlög rýrna til að bjarga samkeppnisaðilanum... Jt: að hefur furðulítið heyrst af sjónvarpsstöðvaráformum þeirra hjá Frjálsri fjölmiðlun, en fyrir nokkru bárust staðfestar fréttir um að þeir ætluðu að hleypa nýrri stöð af stokkunum. Nú hefur frést að þeir Páll Baldvin Bald- vinsson og Goði Sveinsson séu komnir á fullt við að vinna fyrir þetta nýja fyrir- tæki, en þeir höfðu mikið unnið að Sýnarmál- um fyrir þessa sömu aðila áður er Stöð 2 keypti pakkann. Og enr munu Stöðvar 2-menn finna fyrii samkeppninni, því þessir nýjv. sjónvarpskóngar hafa einmitt leit- að inn á sömu mið og Stöð 2 rær i til að kaupa inn efhi... _L/itt mælir gegn því að Stein- grímur J. Sigfússon bjóði sig fran til formanns, nefhilega að margi stuðningsmanna ÓJafs Ragnar Grímssonar þrá ekkert heitar ei kosningaslag þar sem skerp mætti línur og gera út um óupp gerð mál. Yfirleitt eru Ólafsmenn því að þeirra maður muni sigr nokkuð afgerandi og koma út ú kosningu mun sterkari en áðui Steingrímsmenn gera sér grein fyr ir þessum möguleika og eru sumi á því að síst ætti að gera Ólal Ragnari Grímssyní þennai greiða... Jeep Cherokee Mest seldi jeppinn á Islandi 1993! Jeep Cherokee : Sígildur harojaxl Jeep Grand Cherokee : Fullkominn farkostur ! ' Úrtak úr skýnjuoi Bifreio.tskooi.il wr Kl.mrK N\skráiún^dr I. janúai-31. júli .993. Tegund Fjöldí nýfikránínga Jeep Cherokee/Grand Cherokee 58 Jeep Wrangler 5 jMhsan Pathfiiuler ferrano -3 atr il 50 Miisubishi Pajero 43 Toyota íRunner/Xandcrtiísei 23 Isiizn Trooper 14 Fortí Explorer 2 Chevrolet Blazer 1 Range Rowr 0 **Four\\1ud<T 1x4 S|).ni/ l.'tilirv kolilu- Ycu \\m. b e t r i b ý i fl e y 1 Flestir íslenskra jeppakaupenda á þessu ári velja Jeep Cherokee og Jeep Grand Cherokee *, einfaldlega vegna þess að þeir bera af öðrum jeppum. Cherokee hefur löngu sannað ágætí sitt við íslenskar aðstæður. Grand Cherokee, sem valinn var Jeppi ársins í Bandaríkjunum** hlýtur nú einróma lof og aðdáun fyrir snilldarhönnun og einstaka akstureiginleika. Jeep línan státar m.a. af aflmestu vélunum (190-220 hö.), og ríkulegum staðalbúnaði s.s. Selec-Trac eða Quadra- Trac drifkerfi, hemlalæsivörn og loftpúða (Grand Cherokee), svo fátt eitt sé talið. L E G R B V E R fl Samkeppnin á ekkert svar við hreint frábæru verði á Jeep. Þessir vönduðu amerísku jeppar hafa aldrei boðist á jafn hagstæðu verði. Gerðu samanburð; Þú gerir ekki betri jeppakaup! Jeep Cherokee Laredo kostar kr. 3.185.000.- Jeep Grand Cherokee Laredo kostar kr. 3.870.000.- jIöIfiuIr áeuuRifeoD! Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600. I®P

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.