Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 19

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 19
Rmmtudagurinn 2. september 1993 UNDIR AHRIFUM PRESSAN 19 ggfacto Qáckeii Nýbónaðir upp úr jörðinni -.'^;i!SÖ"ÍWs Kvikmyndahús borgarinnar eru yfir- full af bandarískum formúlumynd- um, eða myndum sem eru úfreikn- anlegar og enda vel. Og nú fiefur bílabíóið baesf við í Holtagörðunum við góðar undirtekfir ungu kynslóð- arinnar, sem var ekki nokkra ein- ustu stund að taka við sér. Á fyrstu opnunarhelgi bílabíósins var eins Brúökaupsmynd a la Sigríöur Bach- mann af Kristínu föröunarfræölngi og Dóra í Kók. Vafalaust hefur und- anfarlnn verlö gæsa- og steggja- partí. og sportbílarnir hefðu sprottið ný- bónaðir upp úr jörðinni. Og alfir fráskildir tekið saman aftur. b 6 u Ein þeirra kvikmynda sem sýndar eru um þessar mundir er talin líkleg til að koma á miklu fári meðal ngstu kynslóðarinnar og er það úragarðurinn. Sé tekið mlð af fyrri reynslu er ekk,i langt í að hvert mannsbam á íslandi eignist risa- I eðlu (vonandi þó ekki lifandi). Þá má reikna með að körfuboltamynd- unum verði lagt og í staðinn muni menn seilast ertir sjaldgæfustu risa- eðlunum og bjóða í þaer dágóðan pening í staðinn. En Batman- og skjaldbökudellan er líklega þao ameríska menningarfyrirbæri sem er gengið sér til húoar í bili og leiða má líkur að því NBA-dellan sé komin yfir það versta. Það æðið gekk einmitt um ísland svo um mun- aði síðastliðið sumar og nóði til breiðs aldurshóps; ungir sem aldn- ir, sem bolta gátu valdið, voru komnir út í körfubolta í tilheyrandi einkennisklæðnaði. Og konurnar sáust þar einnig. Mátust þá menn um hetjurnar Charles Barkley og Michael Jordan. Allir verða að eiga sínar hetjur. Þarna spilaði sjónvarpsefni á Stöð 2 stóra rullu, en útsendingar á NBA- körfuboltanum voru orðnar jafn- heilagar og enski boltinn. Amer- ískara getur það ekki orðið. Að öllum líkindum fer þó hand- bolfinn aftur að taka við sér, enda sfyttist óðum í að heims- meistaramótið í handknattleik verði haldið hér ó landi. Við- skipti með handboltamyndir eru því fyrirsjáanleg. Þótt handbolt- inn sé síður en svo amerískur er dellan sem hugsanlega skellur á, þegar líður aostórmófinu 1995, óneitanlega ættuð að vestan. "•^-^iiirmiiM.i iii íí Ti-r w&Kk ¦ i^SWf^i^^ifi^iijnimMý^i^;. : r | ÍÍÉÍ&dS-í^áfcS.I* .J i &9J mwms Falleg og sterk Kúreki norðursins z% Svo minnst sé á fleiri amerískar dellur í seinni tíð hefur enginn verið talinn maður með mönnum á íslandi nema hafa komist yfir Levi's-gallabuxur af vörutegundinni 501. Er almenn eign landsmanna á einni tegund flíkur líklega ekki meiri. Er xar sennilega um heimsmet miðað við höroa- tölu að ræða. Fyrst var það unga fó kið sem klæddist eingöngu buxunum en nú má einnig sjá marga á miðjum aldri í Levi's 501. Fólk af öllum stærðum og gerð- um. Levi's-dellan er eitt dæmi um það sem hef- ur vakið athygli á okkur langt út fyrir land- steinana, reyndar svo mikla að verslunar- eigendur ! Glasgow og öðrum sígildum verslunarborgum bíða með dqllaramerkin í augunum ettir þjóðflutningum íslendinga í verslunarleiðangur til þess að hamstra Levi's og annan fatnað. Meðfram Levi's-buxunum kom svo kú- reka-, mótorhjóla- og indiánatískan, eða kannski öllu heldur hin mexí- kóska. Allt meira og minna amerískt. Kántrígoðið Hallbjöm Hjartarson, kúreki norðursins, er líklegast þó sá hrein- ræktaðasti sem um getur. Hann er kúreki af guðs náð. Og breytist lítið þótt aðrir vindar kunni að blása um tískuheiminn. Brúðkaupin eru svo enn eitt fyrirbærið þar sem næringin hefur verið sótt vestur á bóg- inn. Fyrir utan hvíta íburðarmikla kjóla og smókinga hefur allt tilstandið í kringum það eitt að kona og maður ætli hugsan- lega að eyða saman ævinni breyst tölu- vert. Hin umdeildu gæsa- og steggjapartí, sem hófust með saklausum hætti fyrir nokkrum árum, minna nú ó senur úr amer- ískum nörda-myndum, þar sem sannleikur- inn er gjarnan ýktur, eins og leyfilegt er í heimi kvikmyndanna. Þykir mörgum nóg um og er nú talið að menn séu loksins ao láta ar uppátækiunum, enda hefði allt með sama árramhaldi líklega endað með því að menn kæmust ekki í eigin brúðkaup. Súrmjólk í hádeginu og Cheerios kvöldi in... Slagorð eins og fallegust og sterkust hafa hljómað hátt og með þeim hefur gjarnan verið ýtt undir þjóðernisvitundina sem er mjög sterk hér líkt og i Bandaríkj- unum, þar sem hún er einna sterkust í heimi. Mikið hefur verið gert úr fegurðarsamkeppnum og þeirri glanshúð sem þeim fylgir. Það er alið upp í íslenskum stúlk- um að æðsta takmark lífsins sé að vinna fegurðarsamkeppni og fara svo utan og vinna fyrir sér sem fyrirsæta. Fyrirmyndir sam- tímans eru hin svokölíuðu súper- módel, sem búa flest í Ameríku, tar sem mestan pening er að afa. Eru súperfyrirsæturnar oft nefndar Hollywoodstjörnur nútím- ans. " Kókið er enn eitt vörumerkið sem er til marks um dólæti íslendinga á því sem amerískt er. Salan á því hefur að vísu gengið mjög vel í mörg ár, en ástæðan fyrir því að Lýour Friojónsson, fyrrum framkvæmdast|óri Kók á Islandi, var færður til Noregs var gífurleg söluaukning á kóki á ís- landi í stjómartið nans. Átti að reyna að töfra fram sömu aukn- ingu í Noregi. Hvort frændþjóð vor er jafn ginnkeypt og ísíend- ingar er ekki vitað. Kentucky Fri- ed Chicken sló í gegn á ísíandi um leið og sá staður var opnað- ur og bíða menn nú óþreyjufullir eftir að MacDonald's Ijúki upp dyrunum. Hvort sem það er þekktu vörumerki að þakka eða atvinnuleysinu að kenna sóttu ótrúlega margir um að komast i starf á hamborgarabúllunni þeg- ar þau voru auglýst fyrr i sumar. Hamborgarinn á Þessa mynd var aí> finna Islandi fer ekki í manngreinarálit. í landbúnaíiarritínu Timanum. Mest af vodka því og viskíi sem rennur ofan í landsmenn er amerískt og það er og meginhluti reyksins sem við drögum ao okkur. Mestallt morg- unkornið sem við etum er einnig amerískt og þess má geta að bæði Cheeri- os-hringirnir og Cocoa Puffs-'kúlurnar, sem flestir eiga á heimili sínu og meira að segja hefur verið sungið um i vinsælum dægurlaga- texta; Súr- mjólk í hádeg- inu og Cheeri- os á kvöld- in..., fæst ekki í hvaða verslun sem er í ná; grannalöndum okkar. I menningarborginni Ox- ford hefur til að mynda aðeins ein verslun, sem mikla leit þurfti að gera að, upp á þetta merka morgunkorn a_ð bjóða. Amerisk áhrif á islandi eru óneitanlega sterk, svo mjög að endalaust væri hægt að telja upp dæmi. Eitt fil viðbótar: Rituð var grein í Lesbók Morgun- blaðsins fyrr á þessu óri þar sem borgarskipulagið ó Islandi var krufið og kom þar margf merkilegt fram. Reykjavíkurborg ein- kennist af endalausum út- hverfum, líkt og í Ameríku. Slikt hentar þó verr á ís- landi þar sem hér er kalt og vindasamt en í Amer- íku jafnan heitt og stillt. Nær hefði verið að mynda almennilegan mið- bæjarkjarna á íslandi. Hvort þetta er af hinu góða eða illa verður hver að dæma fyrir sig. Ameríska stefnan snýst meira og minna um góða markoðs- setningu, stundum misskilning og ekki síst hetjudýrkun, sem „þjóðernisvitsmuna- legum" þjóðum virð- ist tamt að tileinka sér._______________ Guörún Krlstjánsdóttlr Óheppni íþrólta- garpa Það er með ólíkindum hvað íslenskir íþróttamenn eru óheppnir, umhverfið er fjandsamlegt, reglurnar óréttlátar, andstæðingarnir erfiðir að ógleymdum öllum meiðslunum sem virðast vera sérgrein íslenskra íþróttamanna. Allir vita að Pétur Guðmundsson er fremsti kúluvarpari heimsins, hann er bara svo helvíti óheppinn. Á heimsmeistara- mótinu í Stuttgart fór hann til þess að taka við gullinu en lenti bara í því að missa kúl- una í hvert einasta skipti sem hann ætlaði að kasta henni. Óheppni hans er þó smá- vægiieg við hliðina á Einari Vilhjálmssyni, sem árlega er valinn íþróttamaður ársins fyrir hvað hann hefði gert ef hann væri ekki svona óhepp- inn. Kastserían lagar sig ekki að líkamanum, munstrið á skónum er vitlaust, efnið á hlaupabrautinni of mjúkt eða of hart, útkastshornið ekki rétt, vindáttin óhagstæð og spjótin úr vitlausti efni. Meiðslasaga hans er allt of löng til að fara út í hana. Skíðagarpar okkar hafa líka verið einstaklega óheppnir. Hreggviður Jónsson, óheppnasti þingmaður í seinni tíð, gleymdi eitt sinn að koma með skíðin á stór- mót ytra og göngugarparnir báru lím í stað áburðar á skíðin, svo þeir hreyfðust varla og komu ekki í mark fyrr en snjóa leysti með vor- inu. Á sama hátt lenda svig- garpar okkar oft í erfiðleik- um og er þá jafnvel farið að taka niður hliðin þegar okkar menn eru ekki einu sinni komnir í mark! Sundið hefur alltaf verið erfið íþróttagrein og enn eru menn að vor- kenna stúlkunni sem lenti í að vera fánaberi lands og þjóðar á Ólympíuleikunum. Hún sagði bara eins og rétt var að hún væri of þreytt eftir fánaburðinn til að geta staðið sig daginn eftir í lauginni. Nú er mál að óhagstæðum ytri skilyrðum linni svo hetjur þjóðarinnar geti farið að sýna hvað í þeim býr.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.