Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 6
M E N N 6 PRESSAN Fimmtudagurinn 2. september 1993 Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra Varaformannsefni Víkverja Kosmískf samband í Hashölabíöi Það var rafmagnað and- rúmsloft í Háskólabíói síðast- liðinn laugardagsmorgun þeg- ar Guðlaugur Bergmann, tísku- og nýaldarkóngur, setti íyrstu íslensku ráðstefnuna um geimverur og fljúgandi furðuhluti. Nú yrði aldeilis svipt hulunni af þessu áhuga- verða máli, hugsaði maður, og bjóst við að dularfúllir menn í svörtum jakkafötum mættu með skjalatöskur og sönnun- argögn. Salurinn, sem rúmar 400 manns, var rúmlega hálf- fullur, en það fjölgaði í hon- um áður en yfir lauk. Gestir voru af ýmsu sauðahúsi, mest áhugasöm ungmenni með Sci-fi- dellu, en einnig spjátr- ungar ýmiss konar með minnisblokkir svo og allra handa nýaldarfólk. Eftir að Guðlaugur hafði sett ráðstefnuna og lesið upp úr ffæðum silfurgeislans, sem maður náði ekki alveg þræð- inum í, steig kona hans, Guð- rún Bergmann, í pontu og las upp úr barnabókinni „Ami, barn stjarnanna“. Þar talar geimveran Ami við jarðarvin sinn Pete og var boðskapur geimverunnar ískyggilega biblíu- og græningjalegur — allir ættu að vera góðir og skilningsríkir, vernda jörðina og allt það — enda kom í ljós að bókin hefúr hlotið blessun páfa. Þetta var nú ekki alveg það sem maður átti von á, hugsaði maður súr, og var strax farinn að sjá eftir sjö- hundruðkallinum sem maður borgaði við innganginn. Eftir matarhlé talaði dr. Úlf- ar Ragnarsson um huglægt samband. Hann hafði átt sér- stæðan draumveruleika og verið tekinn upp í huglægt geimfar yfir Heiðmörk. Geim- verurnar líktust sápukúlum, voru einskonar sálargeimver- ur, og töluðu um að kærleik- urinn væri það eina sem gæti bjargað jörðinni frá glötun. Semsagt; enn og aftur höfðu gestir úr geimnum ekki annað til málanna að leggja en að vitna í kærleikskenningar Jesú frá Nasaret. Sveinn Baldurs- son talaði næst af vísindalegri sannfæringu um ferðalög í geimnum og taldi fullvíst að ejnhvern tímann yrðu ferðir á milli sólkerfa möguleg. Magn- ús Skarphéðinsson talaði því næst um kenningar dr. Helga Pjeturss og brá skyggnum upp á tjald. Kosmískasta samband ráðstefnunnar myndaðist þeg- ar húsfluga settist á mynd- varpann og skreið um sólkerf- ið sem varpað var á tjaldið. Dýravinurinn blés flugunni burt og tók það skýrt fham að geimverur skiptust í tvo flokka; annars vegar huglægar geimverur, sem skyggnt fólk sér, og hins vegar það sem maður myndi kalla „alvöru“ geimverur, þær sem allir geta séð og snert á. Magnús agnú- aðist út í kvikmyndina „Eldur á himni“, sem var kynnt fyrr um daginn, og fannst afleitt að alltaf þyrfti að „upphefja ljótleikann“. Geimverurnar þar, „lidu gráu karlarnir" eins og þeir voru kallaðir á ráð- stefnunni, gera nefnilega til- raunir á „sýnishornunum“ sem þeir ná, troða geimtólum upp í rassinn á þeim og svo- leiðis, og líkti Magnús þessu við þær tilraunir sem menn gera á dýrum. Einhver í saln- urn spurði þá hvort Magnús hefði séð „ET“ en það hafði hann ekki. Að lokum sagði spákonan Guðrún Hjörleifs- dóttir frá kynnum sínum af huglæg- um geimverum og var sú ffásögn í fáu frábrugðin sögum sem fólk segir af kynnum sínum við álfa og huldufólk. Eftir kaffihlé komu nokkrir menn upp á svið og lýstu kynnum sín- um af geimverum. Einn sagðist hafa séð geimskip lenda á Snæfellsnesi um það leyti er lent var á tunglinu. Hann var ekki einn um að sjá geimskipið, því rollurnar allt í kring horfðu líka á tvo furðulega menn stíga út úr skipinu, líta í kringum sig og fljúga svo í burtu. Annar lýsti kynnum sínum af huglægum geimver- um, sem í þetta skiptið líktust einna helst draugum, og sá þriðji sagði ffá dularfullu ljósi sem hafði sést á himninum yf- ir Snæfellsjökli um það leyti er hann og félagar hans voru að koma úr transi, en þeir stund- uðu það um helgar að hjálpa hver öðrum í trans. Náðust myndir af fýrirbærinu og var upptakan sýnd í matarhléinu. Líktist geimskipið einna helst vasaljósi sem skjálfhentur maður hélt á í nokkurra metra fjarlægð, en kannski kemur annað í Ijós ef myndin er at- huguð betur. Það verður að vona að minni nýaldarblær verði á ráðstefnunni um fljúgandi fúrðuhluti sem verður haldin í Borgarleikhúsinu 4.-6. nóv- ember næstkomandi. Þekktir geimverufræðingar mæta þá til landsins og hyggjast sumir meira að segja leggja fram óyggjandi sannanir um tilvist FFH. Þetta eru jakkafata- klæddu dulspekingarnir sem vantaði í Háskólabíó, sumir meira að segja fyrrum starfs- menn hjá NASA og CIA, og ef ekki KGB líka. Á miðdegi ráð- stefnunnar, 5. nóvember, verður svo haldið vestur á Snæfellsnes, því allt bendir nú til þess (sendiherrar þeirra á jörðinni hafa fengið skilaboð) að þá ætli geimverur að láta sjá sig undir Jökli. Reiknað er með að lending verði klukkan 18 og því ætti nægur tími að gefast til að selja boli og póst- kort við Stapafellið. Svo er bara að vona að gestirnir verði ekki eingöngu „huglægir“ og ekki heldur „litlu gráu karl- arnir“ með geimstólpípurnar! Gunnar Hjálmarsson Magnús Skarphéðinsson Kosmískasta samband ráðstefnunnar myndaðist þegar húsfluga settist á myndvarpann og skreið um sólkerfið sem varpað var á tjaldið. Dýravinurinn blés flugunni burt. Nú er Víkverji búinn að gera Halldór Blöndal að vara- formannsefni Sjálfstæðis- flokksins og víst er að Halldór lætur sér það vel lynda. Flokk- urinn gengur framar öllu öðru og reyndar á Halldór einstaklega erfitt með að skilja að fólk geti haft aðrar skoðan- ir en hann og flokkurinn. Sjálfur er hann þó undarleg blanda af framsóknarmanni og frjálshyggjudreng. Halldór er dæmigerður kjördæmisþingmaður og sinnir kjördæmi sínu vel. Hann er duglegur að ýta mál- um áfram fyrir sitt fólk og er áberandi í tíðum heimsókn- um sínum í kjördæmið. Hall- dór var því lítt kátur þegar tí- undi hver kjósandi Sjálfstæð- isflokksins sá ástæðu til að strika hann út af lista fyrir síð- ustu kosningar. Þeir fyrirgefa honum seint reykvískar rætur og vilja frernur fulltrúa sem er fæddur og uppalinn í kjör- dæminu. Það kemur hins veg- ar ekki í veg fýrir að Víkverji líti á Halldór sem leiðtoga landsbyggðarinnar og geri hann að varaformanni flokks- ins. Þótt Halldór sé vel liðinn hafa kurteisisreglur aldrei ver- ið sérgrein hans og þeir sem hafa heyrt hann flytja ræður á ensku eða dönsku gleyma því aldrei, enda hreimurinn ein- stakur á byggðu bóli. I aðrar tungur hefur hann ekki hætt sér með stúdentsprófið ber- skjaldað á bakinu. Hins vegar hefur Halldór alltaf haff gam- an af því að lala og er nokkuð vel máli farinn á móðurmálið. Þá list lærði hann af tíðum kaffihúsasetum í menntaskóla og ekki síður í hvalskurðinum ALIT Ögmundur Jónasson Lára V. Júlíusdóttir Bjöm Grétar Sveinsson Ólafur F. Magnússon Ólína Þorvarðardóttir á sjúkratryggingargjaldi? Nú er Víkverji bú- inn að gera Halldór Blöndal að vara- formannsefni Sjálf- stœðisflokksins og víst er að Halldór lœtur sér það vel lynda. Flokkurinn gengurframar öllu öðru. sem hann stundaði í þrettán sumur í Hvalfirði. Það var Lárus H. Blöndal bókavörður sem sendi Hall- dór norður í betrunarvist í Menntaskólann á Akureyri. Þar tók hann kaffihúsasetur fram yfir bóknám, vitnaði duglega í stórmennin og kast- aði fram vísum. Sjálfur telur hann sig mikinn hagyrðing en það er umdeilt mat. Halldór þykir nokkuð við- utan en flokkurinn gengur þó fyrir öllu. Þegar hann var er- indreki Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra var hann eitt sinn góðglaður á góðri stund í Lystigarðinum. Heitt var í veðri, Halldór af- klæddist en félagarnir földu skóna. Þegar Halldór vaknaði upp af værum svefni stökk hann af stað og hljóp niður í Sjálfstæðishús, þar sem hann átti að halda aðalræðuna, — skólaus. Flokkurinn gengur fýrir öllu. AS Á að koma ögmundur Jónasson, for- maður BSRB: Mér fyndist það gjörsam- lega út í hött. Hugsunin á bakvið sjúkratryggingargjald er sú sama og á bakvið kaskó- tryggingarnar. Grundvallar- hugsunin í þjóðfélagi okkar er sú að þeir sem eru heilbrigðir greiði fyrir þá sem þurfa á sjúkraaðstoð að halda. Þessi kaskótrygging miðar hinsveg- ar að því að samábyrgðin hverfur, hún er færð til ein- staklingsins. Ef þú ekki tryggir þig, en veikist, þarftu að vera borgunarmanneskja fýrir því. í reynd held ég að tveir hópar muni ekki greiða tryggingar- gjaldið. Annars vegar þeir efnalitlu, vegna þess að þeir hafa ekki tök á að borga. Hins vegar þeir efnameiri, því þeir hafa burði til að taka þá áhættu að sleppa innborgun- argjaldinu. Ef þeir veikjast ekki er verið að undanskilja þá greiðslu til samfélagsins. Þetta er grundvallarbreyting á því velferðarkerfi sem hér hefur verið byggt upp.“ Lára V. Júlíusdóttir, lög- fræðingur Alþýðusambands íslands: „Mér finnst það af og frá að setja á laggirnar sjúkratrygg- ingargjald. Með því erum við að stíga mörg skref aftur á bak og hverfa til tímabils sem ég hélt að tilheyrði fortíðinni. Þarna er verið að setja af hluta af velferðarkerfinu. Þetta rnyndi gera það að verkum að þeir sem minna mega sín yrðu enn verr settir en þeir eru í dag. Ég trúi því bara ekki að Alþýðuflokkur- inn, sem kennir sig við jafn- aðarstefnu, ætli að koma á slíku gjaldi.“ Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasam- bands íslands: „Mér líst ekki alveg á þessa hugmynd eins og hún hefur verið kynnt. Mér virðist að verið sé að taka upp greiðslu sem þegar er greidd eftir ákveðnum leiðum. Menn eiga að borga samkvæmt skattskýrslunni, miðað við tekjur, á því vil ég byggja þetta kerfi. Komi þessar hug- myndir heilbrigðisráðherra til framkvæmda er hætta á að þeir sem ekki hafa fjármagn muni ekki treysta sér til að bæta sjúkratryggingargjald- inu ofan á aðrar greiðslur og taki heldur þá áhættu að þeir verði ekki veikir. En síðan kemur auðvitað að því að einhver verður veikur og þá sitja menn í súpunni. Ég get því ekki mælt með þessari sparnaðarlausn.“ Ólafur F. Magnússon, læknir og varaborgarfulltrúi Sj álfstæðisflolcksins: „Ég er á móti fýrirhuguðu sjúkratryggingargjaldi og tel að hér sé um nýja skatt- heimtu að ræða. Ekki kemur til greina að svipta fólk sjúkratryggingu sinni við inn- lögn á sjúkrahús, ef það borg- ar ekki þennan viðbótarskatt, sem er ætlað að ná inn 250-500 milljónum króna í ríkissjóð. Ekld verður gengið öllu lengra að sinni í gjald- töku í heilbrigðisþjónustunni. Hitt er svo annað mál, að það er stefna sjálfstæðis- manna að eyrnamerkja fjár- muni til heilbrigðisþjónust- unnar. Þannig verður sjálf- sagður réttur til heilbrigðis- þjónustu ekki háður miðstýr- ingu og afkomu ríkisrekstrar- ins hveiju sinni.“ Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs: „Ég hef haft þá grundvall- arskoðun að einungis aukin þjónusta geti réttlætt nýja og aukna skattheimtu. Ég er enn þeirrar skoðunar og set þess Guðmundur Árni Stefáns- son heilbrigðisráðherra hef- ur lagt fram hugmyndir um að tekið verði upp tekju- tengt sjúkratryggingar- gjald, sem mönnum yrði í sjálfsvald sett hvort þeir greiddu. vegna spurningarmerki við hugmyndir um nýtt sjúkra- tryggingargjald, sem í mínum huga er ekkert annað en skattur, eyrnamerktur heil- brigðisþjónustunni. Slíkur skattur var þegar kominn á þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp og er því að mínu viti innifalinn í skattheimt- unni nú þegar. Það blasir við að heilbrigðisþjónustan mun ekki aukast samhliða þessum nýja skatti og ýmsir óttast að áhættuvalið sem í honum felst leiði til misréttis og stéttaskiptingar í heilbrigðist- þjónustunni. Sjálf hefði ég fremur viljað grípa til hertra sparnaðaraðgerða í dýrari þáttum heilbrigðisþjónust- unnar, t.d. að draga úr tví- borgunum og tækjabruðli sem fýlgt hefur sérfræðinga- veldinu. Þar ku vera af nógu að taka.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.