Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 9

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 9
F R E TT I R Fimmtudagurínn 2. september 1993 PRESSAN 9 Endalok íbúðarréttarsamninga Framtíðarferða DANINN FARINN AF LANDIBROTT Neytendasamtökin hafa undanfarið unnið við að fara yfir íbúðarréttarsamninga og greiðslur vegna þeirra sem fyrirtækið Framtíðarferðir kom á meðan það starfaði hér. Fyrirtækið, sem nú hefur lagt upp laupana, seldi íbúð- arrétt í hóteli á vegum portú- galska fyrirtækisins DoSol hoteis SA sem átti íbúðahótel- ið Domino Do Sol suður í Portúgal. Viðskiptin voru mjög um- deild enda ekki ljóst hvaða réttindi kaupin færðu. Þá þóttu starfsaðferðirnar ekki síður umdeilanlegar, en markhópurinn var aldrað fólk, sem með mjög ágengum söluaðferðum var fengið til að kaupa íbúðarrétt til 99 ára. Greiðslur bornar saman Hjá Neytendasamtökunum hefur verið unnið að því að bera saman greiðslur fólks hér á landi og það sem barst út til Domino Do Sol. Eins og áður hefur komið fram hér í PRESSUNNI voru þessir pen- ingar lagðir inn á reikninga á eyjunni Mön en þar hafði Domino Do Sol viðskipti. Ekki hefur komið í ljós mis- ferli með þessar greiðslur en þess má geta að starfsmenn Neytendasamtakanna hafa enn sem komið er borið sam- an tiltölulega fáar greiðslur. Það kemur til af því að ekki hafa nærri því allir sem keyptu íbúðarrétt haft sam- band við samtökin þannig að hægt sé að fara yfir greiðslur þeirra. Háir reikningar skildir eftir Forráðamenn Domino Do Sol-hótelsins sviptu Framtíð- arferðir umboði til að selja íbúðarréttarsamninga fyrir sig en skömmu áður hafði sam- gönguráðuneytið úrskurðað að starfsemi Framtíðarferða félli undir ákvæði um ferða- skrifstofur og því bæri þeim að uppfylla skyldur sem slík. Munu forráðamenn Domino Do Sol hafa sýnt því áhuga að eiga samstarf við íslenska að- ila til að tryggja hagsmuni þeirra sem keypt hafa sig inn í hótelið. Þá hefur PRESSAN heim- ildir fyrir því að Erik Jensen, sem var forráðamaður félags- ins, hafi átt ólokið greiðslu vegna margvíslegra persónu- legra skulda sem hann stofn- aði til hér á landi þegar hann fór. Hafa þar meðal annars verið nefndir til greiðslu- kortareikningar sem námu miEjónum. Eru þeir til inn- heimtu hjá lögfræðideild Landsbankans. Einnig mun hann hafa skilið eftir skuldir vegna ógreiddra launa til ým- issa starfsmanna Framtíðar- ferða. Auk þess munu vera ógreiddir einhverjir auglýs- ingareikningar hjá fjölmiðl- um. Ætlaði að stofna nýtt félag Þá mun Erik hafa sent við- skiptavinum Framtíðarferða bréf ffá eyjunni Mön þar sem hann ráðlagði þeim að hætta greiðslum til Domino Do Sol og eiga heldur viðskipti við sig beint. Bar hann þar fyrir sig að hann væri kominn með umboð fyrir nýtt fyrirtæki á Spáni með umboð í Englandi. Það fyrirtæki hét Club La Costa. Mun Erik hafa átt fund í samgönguráðuneytinu ásamt enskum starfsnmanni þess fýrirtækis. Þar var hon- um komið í skilning um að af þessu gæti ekki orðið. Samkomulag hefur tekist milli Neytendasamtakanna og forráðamanna Domino Do Sols-hótelsins að reyna að tryggja hagsmuni þeirra sem greitt hafa inn á íbúðarréttar- samninga sína. Eftir stendur sem áður að þeir sem ekki halda áfram að greiða munu tapa þeim peningum sem þeir hafa lagt til. Þá er ekki vitað hvernig eignarréttarstaða fólks er vegna þess að fæstir hafa fengið afsal í hendurnar, en afsal miðast við að greitt hafi verið að fullu. Siguröur Már Jónsson ERIK JENSEN. Reyndi að ná samningunum yfir til sín en er nú horfinn af landi brott. Success story Nr.l Nýlega fór Elín Stefánsdóttir í fyrsta skipti í tískuljósmynda- töku hjá fyrírsætustofunni WILD, þar sem innifalin var förðun. stílisering og stækkun á nokkrum myndum. WILD sendi svo myndirnar hennar til l’Agence S Miami, og til baka fengum við flug- miða til Parísar, Hamborgar og Miami og gistingu á fjög- urra stjörnu hóteli, allt greitt ásamt vasapeningum. Einnig fór hún í boð með Claudiu Schiffer! Fimrn mánuðum síðar starfar Elín sem alþjóðleg fyrirsæta. Hún er ekki sú fyrsta sem fer til starfa erlendis á vegum WILD, og áreiðanlega ekki sú síðasta TfSKULJÓSMYNDATAKA WILD sími 622 599

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.