Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 35

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 35
14- PRESSAN SKl LABOÐ Fimmtudagurinn 2. september 199; byrjarðu á því að skella þér í bol þegar þú ert kom- in/n fram úr rúminu. Ekki hvaða bol sem er, helst gengur síðerma bómullar- bolur svolítið sjúskaður. Yfir hann er svo tilvalið að skella sér í skyrtu, nota bene, ekki einhverja sem mamma hefur stífpressaö, það er bannorð í vetur. Nú skal klæðast léttkrumpuð- um skyrtum og alls ekki, ég segi og skrifa alls ekki má hneppa upp í hálsinn, hvað þá girða ofan í síðbuxur. Eft- ir að skyrtan er komin á búkinn setur þú punktinn yf- ir i-ið með því að smokra þér í þröngan stuttermabol utan yfir allt saman. Þá er útlitið pottþétt, eftir forskrift frægustu tískuhönnuða vetr- arins og enginn getur sagt að þú sért púkalegur eða hallærislegur. Þeir sem vilja ná fram persónulegum stíl setja svo prjónahúfu á höf- uðið. Þá ertu tilbúin/n í skólann og hvað sem er. Stýrimannaskólinn í Reykjavík 30 rúmlesta réttindanám Haustnámskeið hefst 8. september. Innritun á skrifstofu Stýrimannaskólans frá kl. 8.30- 14.00. Kennt þrjú kvöld íviku, mánud., mið- vikud. og fimmtud. frá kl. 18.00. Kennslugreinar: Siglingafræði, stöðugleiki og sjóhæfni skipa, siglingareglur, siglingatæki, fjarskipti, skyndihjálp, veðurfræði og umhirða véla í smábátum. 10 klst. í Slysavarnaskóla sjó- manna. Nemendur fá æfingar í siglingu í dimmvirði og þoku í siglingasamlíki (hermi). Námskeiðið er samtals um 130 kennslu- stundir. Öllum heimil þátttaka. Þátttökugjald kr. 20.000, við innritun greiðast kr. 10.000. Upplýsingar í sími 13194. Skólameistari. PRESSAN A fnemsta bekk MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Fullorðinsfræðsla- hvað er í boði? upplýsingabæklingur í bæklingnum eru upplýsingar um þá aðila sem bjóða upp á nám og fræðslu fyrir fullorðna. Okeypis eintak er hægt að fá í afgreiðslu ráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. If/nist MU ráþínuhámUi? Tónlistarhæfileika barna er unnt að laða fram snemma, sé hlúð að þeim á réttan hátt. Hvatning foreldra er góður bakhjarl en hljóðfærið þarí líka að vera ósvikið. Vandað hljóðfæri reynist barni ómetanlegt þvíað lengi býr að fyrstu gerð. Vandað hljóðfæri-hjarta hvers menningarheimilis. "Dansinn lengir lífið" Ihnritun stendur yfir ífjölbreytta danshópa — símar: 68 74 80 og 68 75 80 • Ný sveifla á gömlum grunni • _________________* Skóli hinna vandlátu •__________________ DANSSKÓLIHERMANNS RAGNARS, F AXAFENI14, SÍMI687580 -stendur enn á gömlum merg—

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.