Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 34

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 34
34 PRESSAN TISKA Fimmtudagurinn 2. september 1993 t PRESSAN leitar uppi skólatísku vetrarins Þá er komiö aö því óumflýj- jnlega, haustiö er nefnilega (omiö og ekki er hægt aö lifa í yálfsblekkingu lengur um eilíft ;umar og sól. Skólafólk hættir sumarvinnunni og streymir nn í skólastofurnar, misglatt , 3ö vísu yfir þv! aö sumariö sé * T"enda, en samt sem áöur er ;kki laust viö aö haustinu og skólanum fylgi líka viss góö til- inning. Maöur hittir skólafé- agana aftur, suma hefur maö- jr ekki séö í allt sumar, og ílakkar til að hitta þá. Aðra angar mann ekkert að hitta Dg er nokk sama þó þeir flytt- jst til Þórshafnar á Langa- íesi. Sumarhýran hjá mörgum er iotuð í kaup á fatnaði fyrir vet- jrinn og þótt ekki séu það allir 5em fata sig upp algerlega þá ir að minnsta kosti nauðsyn- egt að kaupa sér eina til tvær ikemmtilegar vetrarflíkur. Við setjum sumarfötin inn í skáp, stuttbuxurnar eru lagðar á hill- jna, en peysurnar og þykkari <læðnaður er dreginn fram. PRESSAN skeiðaöi af stað í oeim tilgangi að leita að lausttískunni fyrir skólafólk )g af samtölum við nokkra /erslunareigendur í höfuðborg- nni má ráða að víöa er leitað anga í þeim efnum um þess- ar mundir. Eitt er víst að gallabuxumar sívinsælu virðast aldrei fara úr ísku og nú sjást þær hvort veggja útvíðar og beinar niður « m einnig ber svolítið á „fifti- 3S" útliti en þá eru buxumar lafðar víöar og stuttar með jppábroti. Víöu buxumar eru 3á bæði á stelpur og stráka, stelpurnar hafa þær víðar í mittið og draga buxurnar svo saman með stóru belti. Svo er farið að sjást meira af fínriffluðum flauelsbuxum eins og voru vinsælar í lok átt- unda áratugarins. Þykkar ullar- eöa bómullarpeysur sjást mik- iö, oft með rúllukraga, bæöi fyrir stelpur og stráka. Síðir langerma ullarkjólar sem má nota innan undir peysur og jakka verða í vetur mikiö atriði og grófir jakkar við, bæði leður og rúskinn. Aðalatriðiö er þó að hafa hverja fllkina utan yfir aðra og fá við það svolítið kæruleysislegt útlit, svona eins og þú hafir ekki pælt mik- ið í hverju þú klæddist í morg- un. Húfur halda áfram að verða mikið atriöi, bæði þessar sem eru eins og afklipptum sokk hafi verið brugðið á höfuð við- komandi og svo líka litlu koll- húfurnar útsaumuðu sem hafa sést þó nokkuð síðustu miss- eri. Skólaskórnir koma til með að vera reimaðir uppháir leður- skór eða stígvél í grófari kant- inum meö smá-hæl fyrir kven- fólkið. Að sögn eins búðareig- andans er málið núna að vera létt-hallærislegur, svona eins og hálfgerður nörd en hafa bara gaman af. Svolítið skringileg framsetning, en að minnsta kosti eitthvað nýtt. Við leituðum til fjögurra verslana: Sautján, Kjallarans, Spútnik og Leví's - búðarinnar og fengum starfsfólk til að klæða upp í hausttískuna hinn dæmigerða nemanda á menntaskólastigi. Afraksturinn sést hér. Steinunn Halldórsdóttir Þegar við heyrum orðið lettur fólki í hug '^lykt af nýjum bókum og bækur sem brakar í þegar þær eru >pnaðar, frímínútur, skólatöskur, pennaveski, nýjar óskrifað- ir stílabækur, ullarpeysur, gúmmístígvél og skór með þykkum .ólum, strokleður með jarðarberja- eða tyggjólykt sem mann angar til að bíta í, kennarar, mismunandi skemmtilegir, sum- r jafnvel andfúlir, þykkir jakkar, Spurningakeppni framhalds- .kólanna, ný fög, próf, haustlauf, busavígslur, kuldi á morgn- ina, myrkur, rigning og rok, treflar, lýsispillur, skólabjallan, cúristar, kjaftaskjóður, kennarasleikjur, franskir stílar, teikni- >ólur, kennaraprik, krít, klossar, brauðsneiðar með sveittum )sti, að sofa yfir sig og vera alveg sama, skróp... lúdel voru Nína Björk Gunnarsdóttir og Ingólfur Már Ingólfsson frá lcelandic Models. vi/nd/r/Jím Smart t Verslunin Sautján. Dökkar gallabuxur og þykkar útprjónaðar bómullar- peysur í jarðarlitum er hvorttveggja sígildur skólaklæðnaður. Þykkar skyrtur eða vesti utanyfir og svo þykkur jakki úr leðri eða rúskinni. Grófir uppreimaðir skór. Verslunin Spútnik. Útvíðar gallabuxur og grófir skðr. Stuttir jakkar og skyrta og þú ert til í hvað sem er! Levi's - búðin. Hvaö nema gallabuxur fyrir stúlkuna og leðurvesti en skólapilturinn er í skjólgóðum rúskinnsbuxum sem væntanlega ylja vel í vetur. Loðfóðraður jakki og fráhneppt skyrta (nauðsyn- legt er að sjáist í naflann) Kjallarinn. Þar á bæ er því spáð að útvíðu buxurnar haldi velli í vetur. Nú eru þær orðnar teinóttar líka. Ungi námsmaöurinn á myndinni íklæðist þykkri peysu og utanyfir er hinn týpíski stutt- frakki sem er að sögn kominn til að vera. Húfan kórónar svo sköp- unarverkið. Námsmeyjan er í síöum bómullarkjól og innanundir í þykkum bol. Húfa og grófir skór eru algjört „möst".

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.