Pressan


Pressan - 09.09.1993, Qupperneq 7

Pressan - 09.09.1993, Qupperneq 7
Fimmtudagurinn 9. september 1993 S K I L A B O Ð PRESSAN 7 Bréf frá Páli 1 PRESSUNNI2. september er fjaUað um svokallaðar beinar greiðslur til bænda, m.a. til búsins á Höllustöðum. Þar sem nokkur ónákvæmni kemur ffam í leiðara blaðsins og ég þykist viss um að hinir heiðarlegu og vönduðu stjórnendur PRESSUNNAR, eigandinn og ritstjórinn, vilji alltaf leita sannleik- ans, óska ég eftir að þessi örstutta leið- rétting verði birt í blaðinu. Beinar greiðslur til bænda voru tekn- ar upp í stað niðurgreiðslna í því skyni að lækka búvöru- verð til neytenda. Ef bein- greiðslur væru ekki þ y r f t u bændur tvöfalt verð fyrir bú- vöruna. Hagsmun- _______________________ir bænda og afurðastöðva voru betur tryggðir með niðurgreiðslukerfinu og bein- greiðslurnar voru ekki teknar upp í þeirra þágu, heldur til að spara ríkis- sjóði fé og í því skyni að tryggja neyt- endum ódýrari vöru. Beingreiðslurnar renna til að standa undir hluta af að- fangakaupum búanna. Verð það sem afurðastöðin greiðir fyrir framleiðslu búanna rennur einnig að hluta til rekstrarins, en ef eitthvað verður eftir eru það laun fjölskyldunnar. Framleiðsluheimild búsins á Höllu- stöðum á yfirstandandi ffamleiðsluári er tæpir 50 þúsund lítrar mjólkur og tæp 4,9 tonn af kjöti. Beingreiðsla á mjólkurlítra er 47,1 prósent af verði til bóndans eða 24,77 krónur per lítra og á kjöt 205,18 krónur per kíló. Beinu greiðslurnar verða því samtals 2.240.000. Greiðsla frá afurðastöð í besta falli 2.260.000. Heildartekjur bús- ins gætu því numið allt að 4,5 milljón- um. Rekstrarkostnaður búsins, þ.e. að- keypt aðföng, þjónusta og aðkeypt vinna, er um 70 prósent í mjólkurffam- leiðslu og milli 60 og 65 prósent í sauð- fjárframleiðslu. Ef búrekstur á Höllu- stöðum gengur vel, engin óhöpp verða eða áföll, má gera ráð fyrir að þriðjung- ur af brúttótekjum verði eftir sem laun fjölskyldunnar sem sér um búið, þ.e. dóttur minnar og tengdasonar. Þau eru með þrjú börn, fjórtán, fjögurra og tveggja ára. Þau eru ábyggilega ekki of- haldin af árstekjum upp á 1.500 þús- und. Ég verð ekki mjög ríkur af búrekstr- inum á Höliustöðum á þessu ári eins og PRESSANlætui að liggja. Með vinsemd, Páll Pétursson. Frá ritstj. Svo virðist sem skeikað hafi um tíu prósentum í útreikningum okkar á styrknum sem búið á Höllustöðum fær ffá skattgreiðendum á þessu ári. Það er slæmt, því PRESSAN leitast við að gæta nákvæmni eins og Páll bendir á, en skýrist vitanlega af því að Framleiðslu- ráð landbúnaðarins, sem var í lófa lagið að veita nákvæmar upplýsingar, neitaði blaðinu um þær. Á meðan þær fengust ekki gat upphæðin aldrei orðið ná- kvæm, heldur einungis áætlun. Það var hins vegar ekki aðalatriðið í leiðaranum, heldur hitt, hversu beinna persónulegra hagsmuna nokkrir al- þingismenn eiga að gæta í þessu máli. Það hlýtur að varpa nýju ljósi á mál- flutning Páis og annarra þegar vitað er að fýrirtæki sem þeir reka — því búin eru í eðli sínu ekkert annað en fýrirtæki — fá á ári hveiju milljónastyrki í gegn- um landbúnaðarkerfið. Hluti af styrkj- unum er laun til þessara þingmanna, mishá eftir því hversu stór búin eru og hvemig þau em rekin. Því var aldrei haldið fram að Páll frekar en aðrir bændur yrði ríkur af styrkjunum, enda kerfið þannig vaxið að erfitt er fyrir jafnvel duglegustu bændur að verða eignamenn. Hins vegar var bent á hagsmunaárekstrana sem þessu kerfi fýlgja og þarf varla að hafa um það fleiri orð. í vinsemd, ritstj. Matreíðsla í Kontonhéraðinu í Kína er af mörgum talin sú besta sem þekkíst í kínverskri matargerð. Kanton er búsældarlegt hérað í suðurhluta Kína; þar sem gnótt er af hrísgrjónum, grænmeti og dvöxtum ósamt mikilli svína- og kjúklingarækt og fengsælum fiskimiðum. „Borðaðu í Kanton" er gamait kínverskt máltæki, enda hefur úrvai af hráefni og kryddí gert Kanton að Mekku kínverskrar matargerðarlistar. HN70N MáNUÐUR MNGHŒ 2»b Símí 16513 - 23535 Giibert Yok Peck Khoo, matreiösiumaður og eigandi Sjanghæ, hefur frá 1985 veríð leíðandi við að kynna austurlenska matargerðarlist á Íslandí. Auk Sjanghæ rekur hann versiunina Kryddkofann ab Hverfisgötu 26, með úrval af índverskri og austurienskri matvðru og kryddi. mm KVÖLDVKRÐIIR Pvrir tvo eða fleiri. Aðeins 1.290 kr. á maon Sex fjölbreyttir og bragbgóbix réttír, súpa og koktelli Sjanghæ kokteíll Krabbasúpa Forréttun Kanton Surprise Aöalréttir; Rækjur á kantonska vísu Pönnusteíktur kjúklíngur meö sítrónusósu Svínartf “MetropoW Pönnusteikt nautakjöt meö Taro EfHrréttur

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.