Pressan


Pressan - 09.09.1993, Qupperneq 18

Pressan - 09.09.1993, Qupperneq 18
E R L E N T 18 PRESSAN Fimmtudagurinn 9. september 1993 MAÐUR VIKUNNAR Toto Riina Sönn sópuópera í Frakklandi Peningar, ástir og valdabarátta I Lyon PlERRE OG VALÉRIE-ANNE BOTTON á meðan allt lék ílyndi. Lét „eyða“ Þegar mafíukóngurinn Salvatore Riina gekk í gildru lögreglunnar í Palermo í janúar sl. var lítið vitað um hann annað en að hann væri valdamikill morðingi, enda hafði hann farið huldu höfði í 24 ár. Marga hefur þyrst í að fá að vita eitthvað meira um mafiuforingjann ill- skeytta, sem venjulega geng- ur undir nafninu Toto, og nú hefur hulunni loks verið svipt af honum, að minnsta kosti að hluta. Á dögunum litu dagsins Ijós á Ítalíu tvær forvitnilegar bækur um ævi Totos skráðar af sikileyskum blaðamönnum, sem byggja á skýrslum lögreglunnar svo og vitnisburði fyrrum mafi- ósa sem snúið hafa baki við ljótri fortíðinni. í 24 ár tókst Toto að fela sig fyrir réttvísinni og menn voru sannfærðir um að hann hefði gjörbreytt útliti sínu með aðstoð færustu lýta- lækna. Þegar hann loks náð- ist kom þó í ljós að eina dul- argervið var sérkennilegur ennistoppur og fölsuð skil- ríki. f vösum Totos fúndust lyklar að öryggishliði og tveimur vikum síðar fannst heimili hans. Innan við hlið- ið gaf að líta 15 glæsivillur með sundlaugum og í einni þcirra bjó Toto ásamt fjöl- skyldu sinni. Vellauðugir ná- grannarnir misstu andlitið þegar þeim varð ljóst hvaða mann herra Riina hafði að geyma. Salvatore Riina fæddist 1930 í fjárhirðakofa í Corle- one á Sikiley. Fimmtán ára gamall var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að myrða jafnaldra sinn. Að af- plánun lokinni gerðist hann hægri hönd mafíuforingjans Lucianos Liggio. Þegar sá var hnepptur í fangelsi 1974 sölsaði Toto undir sig öll völd og varð höfuð Corle- one-ættarinnar. Á skömm- um tfma tókst Toto að kom- ovinunum ast til æðstu valda innan ítölsku mafíunnar. Árið 1981 lét hann myrða tvo helstu keppinauta sína, Stef- ano Bontade og Salvatore Lnzerillo. Þar með hófst hið miskunnarlausa stríð Corle- one-ættarinnar, sem kostaði að minnsta kosti þúsund manns lífið á næstu þremur árum. Lík margra hafa aldrei fundist, en sagt er að Toto hafi látið „eyða“ óvinum sín- um, ýmist með því að leysa þá upp í sýru eða brenna þá. Toto kvæntist ungur stúlku frá Corleone, Antoni- etta Bagarella, og eiga þau fjögur börn. Fjölskyldan lifði kóngalífi á meðan Toto var og hét og ferðaðist til fjar- lægra landa þá sjaldan heim- ilisfaðirinn tók sér frí frá daglegu mafíuamstri. Þegar Toto var handtekinn voru þau hjónin samtaka í að halda fram sakleysi hans. Antonietta sagði við frétta- menn að eiginmaður sinn væri góður og ástríkur mað- ur, sem væri fórnarlamb lyga og óréttlætis. Fyrir rétti setti Toto upp sakleysissvip og hélt því fram að hann væri ekki aðeins ólæs og óskrif- andi, heldur jafnframt áhrifa- og eignalaus með öllu. Engin ástæða þótti til að taka orð hans trúanleg, enda fundust gífórleg auðæfi í nafni Totos, bæði landar- eignir og fýrirtæki. Enda þótt ítölsku blaða- mennirnir hafi lagt á sig mikla vinnu til að reyna að grafa upp fortíð Totos er ljóst, að enn eru ekki öll kurl komin til grafar. Sjálfur er Toto þögull sem gröfin og fýrir rétti gefur hann alltaf sömu svörin: „Ég tilheyri ekki mafíunni, ég veit ekki einu sinni hvað mafían er.“ Hinir fjölmörgu sem vilja komast til botns í málinu verða því að treysta því að einhver annar leysi frá skjóð- unni. Hneykslið snerist í upphafi aðallega um fjármálasvik. Hinn ungi og ffamagjarni Pi- erre Botton notaði grunsam- lega háar fjárhæðir til að kosta kosningabaráttu tengdaföður síns, Michels Noir, þegar hann bauð sig ffam til borgar- stjóra í Lyon. Þá greiddi hann fyrir íbúð Noir-hjónanna í París og öU ferðalög þeirra, en einnig fyrir ferðalög ýmissa stjórnmála- og fréttamanna bæði innanlands og utan. Botton gat ekki sýnt fram á hvaðan hann fékk féð og því var hann handtekinn og ákærður í nóvember síðast- liðnum. Nú er ýmislegt að koma í ljós, sem bendir til þess að málið sé mun viða- meira; tengist pólitískri valda- baráttu innan RPR, flokks Noirs og Bottons. Stundum virðist sem Bot- ton hafi ekki mikinn áhuga á að sýna ffam á sakleysi sitt, en eyði orkunni í að koma sök- inni yfir á tengdaföður sinn og þá sem studdu hann eða þáðu óbeinar mútur af honum sjálfóm. Hann svífst einskis og hikaði t.a.m. ekki við að sverta ímynd Michels Noir, sem hann átti sjálfór þátt í að búa tíl, með því að færa gögn upp í hendurnar á réttinum. Þá hefur hann ekki farið betur með „vini“ sína, fféttamann- inn og sjónvarpsstjörnuna Patrick Poivre d’Arvor og Michel Mouillot borgarstjóra í Cannes, en þeir féllu báðir fyrir taumlausu örlæti Bot- tons. Kennir Bernard Tapie um allt Ótrúleg eyðslusemi og rausnarskapur, sem Botton hafði í rauninni ekki efói á og fjármagnaði með auðgunar- brotum, er aðeins önnur hlið- in á málinu. Philippe Co- urroye, dómarinn í máli Bot- tons, sá ástæðu til að hefja rannsókn að nýju í sumar á atriðum sem tengjast stjórn- málaáhuga Bottons almennt, en ekki aðeins borgarstjóran- um í Lyon. Courroye komst yfir gögn sem sýndu að Botton hafði falsað reikninga og sóað fjár- munum í eigu almennings þá sex mánuði sem hann átti og rak fyrirtækið „Betra líf‘, en þá var hann neyddur til að skila því aftur til fyrri eiganda, sem var enginn annar en só- síalistinn og kaupsýslujöfur- inn Bernard Tapie. Botton heldur því fram að hann hafi sjálfór farið ffam á rannsókn, í þeim tilgangi að svipta hul- unni af starfsaðferðum eig- anda Marseille-liðsins. Hann fóllyrðir að Tapie beri mesta ábyrgðina á óhamingju sinni. Akæruvaldið hefór ekkert gef- ið upp um hvort ásakanir Bottons séu réttar, enda hefór það ekki minni áhuga á að komast að því hver tengsl eru við RPR og meðlimi hans, sem margir eru nánir sam- starfsmenn flokksformanns- ins Jacques Chirac, borgar- stjóra í París og fyrrum for- sætisráðherra. Vildi dóttur Chiracs Árið 1987 giftist Pierre Bot- ton Valérie-Anne, eldri dótt- ur Michels Noir. Giftingin kom fæstum í Lyon á óvart. Illar tungur héldu því ffam að hann hefði bara gifst henni til að eiga auðveldara með að nálgast föðurinn. Ekki er víst að það hafi verið með öllu ósatt, því Botton lýsti því yfir við blaðamenn ffanska tíma- ritsins EDJ, aðeins tveimur ár- um eftir giftinguna, að hann hefði „fýrst og fremst verið að velja afa handa börnunum sínum“. En það þykir nokkuð víst að Michel Noir hafi ekki verið efstur á óskalistanum yf- ir æskilega tengdafeður, því Botton var líka að leita að lík- legum forsetaffambjóðanda. Þegar Pierre Botton var 26 ára tók hann við rekstri lyfja- umboðssölu í eigu íjölskyld- unnar. Á sama tíma fór hann að fjölga ferðum sínum til Parísar og eyddi ekki minni tíma þar en í Lyon. Yfirlýst takmark hans í lífinu var að þéna mikla peninga til að geta lifað í vellystingum, og taka þátt í stjórnmálum — en á bak við tjöldin. Hann trúði vini sínum fyrir því á þessu tímabili, að hann teldi sig geta orðið fyrirtaks „strengja- brúðustjórnanda“. Pierre Botton hitti Michel Noir í fýrsta skipti þegar þeir voru báðir staddir á ráðstefau lyfjaframleiðenda. Botton lof- aði að hjálpa Noir, þótt metn- aður hans stefndi hærra. Hann „vildi“ Chirac. Hann gerði því allt til að komast í rétt sambönd í Parísarferðum sínum og ekki leið á löngu þar til honum tókst að láta bjóða sér í samkvæmi þar sem hann vissi að von var á Claude, dóttur Chiracs. Honum tókst að heilla hana, en ekki nóg til að ná ástum hennar. Þau urðu aldrei meira en góðir vinir. Botton leyndi ekki vonbrigð- um sínum, en ákvað samt að snúa sér að Noir, sem hann taldi „góðan viðskiptavin“ því Noir hafði áhuga á Elysée- höllinni. Það breytti engu fýrir Noir þótt Chirac varaði flokksbróður sinn við „að- ferðum“ tengdasonarins til- vonandi aðeins nokkrum dögum fyrir brúðkaup hans og Valérie-Anne. Tengdó svíkurkosn- ingaloforö Tveimur árum effir brúð- kaupið sleit Botton öllu sam- starfi við borgarstjórann í Ly- on. Það gerðist aðeins mánuði eftir að Noir hafði unnið glæstan sigur í borgarstjóra- kosningunum, sem hann þakkaði tengdasyninum. Ástæða slitanna var aldrei augljós, en tengdafeðgarnir voru ekki sammála um það hver hún væri. Noir sagði hana vera peninga, en Botton sagði stjórnmál og ásakaði tengdapabba um að vera lé- legur stjórnandi sem sviki kosningaloforð sín. Til árétt- ingar orðum sínum stofnaði hann samtökin Hlustum á Ly- on og hóf gífurlega auglýs- ingaherferð sem beindist gegn nýja borgarstjóranum. í dag virðist nokkuð ljóst að maðurinn á bak við sam- starfsslit tengdafeðganna hafi verið enginn annar er Jacques Chirac. Hann studdi kosn- ingabaráttu Noirs heilshugar, en þegar sigurinn var í höfn leist honum ekki á blikuna; hann sá áformum sínum um forsetaframboð ógnað. Til að koma í veg fyrir frekari met- orð nýja borgarstjórans innan flokksins brá hann á það ráð að lokka Botton til samstarfs við sjálfan sig. Hann sá til þess að hann fékk stuðning áhrifa- manna innan flokksins og hjálp ffá áróðursmeistaranum Alexandre Basdereff til að stjórna auglýsingaherferðinni Hlustum á Lyon. Nú vill Co- urroye dómari fá að vita hver fjármagnaði herferðina, sem kostaði 2,5 milljónir franka. Botton varð í haust uppvís að fjársvikum, sem hljóða upp á 20-30 milljónir franka, en peningana notaði hann til að standa undir lifhaðarháttum sínum og kostnaði við stjórn- málavafstur. En umræddar 2,5 milljónir finnast hvergi. Kenning ákæruvaldsins er sú að þær séu fengnar úr fjár- hirslum RPR. Þrjár milljónir fyrir ráö- leggingar Auglýsingapeningarnir eru ekki þeir einu sem Courroye hefur áhuga á. Hann langar líka til þess að vita í hvað Bot- ton notaði milljónirnar þrjár sem vatnsveitan í Lyon lét hann hafa á þessu sama tíma- bili. Sjálfór heldur Botton því ffam að hann hafi notað þær til að fjármagna kosningabar- áttu tengdaföður síns, en for- stjóri vatnsveitanna segir að þær hafi verið fýrir „ráðlegg- ingar“ sem veiturnar þáðu af Botton. Ef Botton hefur rétt fyrir sér vill dómarinn fá að vita hvers vegna fyrirtækið hélt áfram að láta hann fá peninga eftir að hann hætti að vinna fýrir Noir. Grunur leik- ur á að forstjórinn hafi ekki viljað styggja flokkinn né snú- ast gegn nýjasta „eftirlæti“ for- manns RPR, því flokkurin ræður nánast öílu í Lyon. Saksóknari vill I fram- boö Fleira rennir stoðum undir að RPR hafi grafið undan sambandi Bottons við tengda- föður sinn. Þegar hann var ákærður 13. nóvember fyrir skjalafalsanir, notkun á föls- uðum pappírum og misnotk- un á opinberum eigum vildi hann sjálfór gera Noir ábyrg- an fýrir öllum atriðum ákær- unnar. Það gaf Weisbuch, að- stoðarríkissaksóknara og stjórnanda rannsóknarinnar, ástæðu til að kætast. Hann sá sér leik á borði og hugðist færa Chirac höfóð Noir á silf- urfati. Hann vonaðist til að sér yrði umbunað með því að fá að fara í framboð í þing- kosningunum um vorið. Vegna hinnar áköfu fram- göngu sinnar í málinu var hann fljótlega úrskurðaður vanhæfur til að stjórna rann- sókninni. Það varð þó ekki til þess að hann missti áhuga á málinu eða reyndi að hafa áhrif á gang þess. Skömmu fýrir kosningarnar í vor fréttist af fóndum hans og Chiracs í Grenoble, nokkuð sem olli Philippe Courroye talsverðum áhyggjum. Hann hefði gjarn- an viljað vita hvort þeir voru að ræða Botton-hneykslið eða Noir-málið á þessum fóndi. Trvgg eiginkona Á meðan enginn hafði enn- þá sýnt áhuga tengslum Pierr- es Botton við RPR lýsti Valérie-Anne því yfir þann 4. mars að eiginmaður sinn hefði alltaf barist fyrir flokk- inn og fylgt honum að mál- um. Valérie-Anne hefur frá því hneykslið komst í hámæli staðið trygg við hlið eigin- manns síns. Næst sást til hennar á kosningadaginn í fé- lagsskap Bernards Pons, þingflokksformanns RPR, þar sem þau sátu fýrir á mynd. Dóttir þingmannsins, Frédérique Pons, er verjandi Pierres Botton. Það lítur því út fýrir að Botton sé langt ffá því að vera útskúfaður úr flokknum og njóti ennþá stuðnings ákveðinna aðila hans. Nokkuð sem heldur vöku fýrir Courroye dómara. Byggt á L’Evenement du jeudi. |oðí Hœttuleg ákvörðun Fregnir af því að fsraelsmenn séu nú reiðubúnir að viður- kenna Frelsissamstök Palestínu, PLO, og veita Palestínu- mönnum takmarkaða sjálfstjórn á Gazasvæðinu og í Jer- íkóborg vekur mikinn ugg, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þegar ýmsir frammámenn í fsrael draga sjálfir stórlega í efa hyggindin á bak við þá ákvörðun að setjast að samningaborði með fulltrúum Frelsissamtaka Palestínu er þá hægt að álasa vinum Ísraelsríkis meðal annarra þjóða heims sem gera slíkt hið sama? Enginn vafi leikur á því, að sú ákvörðun fsraels- manna að bjóða Palestínumönnum takmarkaða sjálfstjóm á hernumdu svæðunum er ákaflega hættuleg.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.