Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 19
E R L E N T
Fimmtudagurínn 9. september 1993
PRESSAN 19
Efnahagssprengingin í Kína:
Gengur erfiðlega
að aölagast
markaðskerfinu
KÍNVERJAR eru vitlausir í sjónvarps- og myndbandstæki.
Hagvöxtur í Kína var 12% á
síðasta ári. Búist er við að
hann verði jafnmikill í ár og
hefur Kína þá slegið öll met
þeirrar þróunar sem hófst á
sjötta áratugnum hjá Japön-
um og hélt áffam í Tævan og
Suður-Kóreu á þeim áttunda.
Þetta finnst mörgum merki-
legt á sama tíma og Vestur-
lönd eru í kreppu og það er
ekki laust við að þessi upp-
gangur í Kína valdi áhyggjum.
Það hefur hitnað vel undir
efnahagslífinu í landinu að
undanfömu, líkt og alltaf ger-
ist þegar þar verður spreng-
ing. Nú er svipað ástatt fyrir
efnahag landsins og unglingi
sem hefúr tekið vaxtarkipp og
uppgötvar að hann er vaxinn
upp úr öllum fötunum sín-
um.
Uppþot og verkföll í
sveitum
Síðastliðin fjögur ár hefur
útflutningur Kína aukist, en í
byrjun þessa árs hófst sam-
dráttarskeið sem nemur 3,45
milljónum dollara fyrir fyrstu
sex mánuði ársins. Vegna
mikillar eftirspumar eftir vör-
um á innanlandsmarkaði hef-
ur innflutningur aukist gífúr-
lega. Kínverjar, sem lifað hafa
meirdætalífi ámm saman, eru
nú á eyðslufylleríi. Þeir gleypa
við öllu, hvort sem það eru
sjónvörp, myndbandstæki eða
fatnaður, og iðnfyrirtæki eru
veik fyrir nýjum tækjum. Nið-
urstaðan er óhagstæður við-
skiptajöfúuður.
En það er ekki allt. Verð-
bólgan er komin upp í 16% í
borgum landsins. Þrátt fyrir
erlendar fjár-
festingar að
jafnvirði 11
milljarða doll-
ara árið 1992
hafa sjóðir
1 a n d s i n s
minnkað. Dag-
inn sem gengið
var gefið frjálst í
Peking, efíir að
hafa verið ffos-
ið í marga mán-
uði, féll jenið
um 25%..
Þá hefúr eng-
inn gleymt
ástandinu í
landinu árið
1988 sem kynti
undir uppreisn-
inni á Torgi fnðarins. Erlendir
fjárfestingaraðilar eru varir
um sig og það ekki að ástæðu-
lausu. Þjóðfélagið virðist geta
brostið hvenær sem er. Tugir
uppþota hafa orðið á lands-
byggðinni þar sem pósthús
hafa verið lögð í rúst og bílar í
eigu yfirvalda eyðilagðir til að
mótmæla því að ekki hefur
verið greitt fyrir uppskeruna
og að lagðir hafa verið á nýir
„skattar". Þá fóru verkamenn
japönsku verksmiðjunnar
Canon í Zuhai í verkfall í vor
til að krefjast launahækkunar.
Ástandið í borgunum er öllu
friðsamlegra. Þar hafa laun
hækkað og því ríkir ánægja
meðal launþega, þrátt fyrir að
verðhækkanir hafi gleypt
launahækkanirnar. En borg-
arbúar tæma þó að minnsta
kosti ekki allar verslanirnar
eins og þeir gerðu árið 1988 til
þess að losna við vita verðlaus
jenin sín.
Mánuö aö fá ávísun
skipt
í þetta skipti gæti fjárlaga-
kerfið þó hrunið. Fjárlagahall-
inn er 24 milljarðar jena og
seðlaprentun er óhófleg. Pen-
ingastreymið í landinu hefur
aukist um 36% á fimm mán-
uðum. Staða bankanna er
slæm því efnahagssprengjan
hefur tæmt peningageymsl-
umar. Þjónusta þeirra er held-
ur ekkert til að hrópa húrra
fýrir. Það tekur fimmtán daga
að fá peninga sem teknir eru
út með bankakorti í næsta
byggðarlagi við manns eigin
banka og að skipta ávísun tek-
ur einn og hálfan mánuð.
Breytingin úr kerfi kommún-
ista yfir í markaðskerfi hefur
reynst bönkunum ofviða.
Sama spurningin brennur
því á vörum allra þeirra sem
fylgjast með málefnum Kína:
Eru ráðamenn í Peking færir
um að stýra mjúkri lendingu
kínversks efnahags? Svarið er
nú í höndum Zhu Rongji, en
hann sá til þess að Li Guixan,
bankastjóri Kínverska alþýðu-
bankans, var rekinn og settist
sjálfur í sæti hans. Það veikir
stöðu íhaldsaflanna í flokkn-
um, sem tekist hafði að styrkja
sig í sessi eftir uppþotin árið
1998. Rongji, sem var áður
borgarstjóri í Shanghai, er nú
að koma vinum sínum fyrir í
valdamestu stöðum fjármála-
heimsins. Til að ná frekari
völdum hefúr hann lagt ffam
stefnuskrá, sem ætlað er að
knýja ffam aðgerðir sem fela í
sér minnkandi ríkisútgjöld,
hærri vexti, þyngri skatta og
minni seðlaprentun. Kreppan
hefúr því hrundið af stað nýrri
valdabaráttu í Kína.
Byggt á Le Nouvel Observateur.
í fótspor Tinna
JEAN-FABIEN OG LAIíRENT á ströndinni Bocca Chica, en útsýnið minnir
ískyggilega á einn rammann í bókinni „Fjársjóður Rögnvalds rauða“.
Tveir 25 ára Frakkar, Laurent
og Jean-Fabien, hafa undan-
farna sex mánuði ferðast um
Evrópu og Ameríku í þeim til-
gangi að leita að sögusviði
Tinnabókanna. Þeim hefúr ekki
gengið illa ffam að þessu, þótt
þeir ættu að baki 4.500 kíló-
metra þegar þeim loks tókst að
finna „Svörtu eyjuna“ í Skot-
landi í upphafi ferðalagsins.
Þegar hún var fúndin héldu þeir
til Bandaríkjanna, þar sem þeir
komu við hjá NASA-geim-
ferðastofúuninni, og þaðan til
Mexíkó og Saint-Dominigue.
Næsti áfangastaður þeirra er
Afríka og sögusvið bókarinnar
„Tinni í Kongó“. Þetta ferðalag
var gamall draumur þeirra fé-
laga, en til að fjármagna það
leituðu þeir til mörg hundruð
fyrirtækja, en ekkert þeirra
sýndi þeim áhuga. Það var ekki
fyrr en sjónvarpsstöðin France 3 frétti af þeim,
sem þeir fengu fjármagn, en hún endursýndi
einmitt Tinna-þættina núna í vetur. Það ætti
því enginn að vera hissa á að Laurent og Jean-
Fabien finnst þeir vera heppnustu menn í
heimi.
Claudia Schiffer
kærir Ijósmyndara
Þýska fyrirsætan Claudia Schiffer,
skrautfiö&ur tískukóngsins Karls Lager-
feld, nefur ekki ótt sjö dagana sæla í
kjölfar sögulegs sumarleyfis með fjöl-
skyldu sinni. Claudia hug&ist ey&a fríinu
í rólegheitum ó seglskútu undan Spónar-
ströncíum ósamt foreldrum sínum og syst-
ur en skyndilega var friðurinn úti. Claud-
ia ló ber a& ofan uppi ó þilfari og naut
sólarinnar með mó&ur sinni þegar hún
fékk allt í einu ó tilfinninguna að verið
væri að horfa ó sig. Skömmu síðar fékkst
grunur hennar staðfestur, þegar ber-
brjósta myndir af henni tóku að birtast í
þýskum slúðurblöðum. Mikið uppnóm
varð ó seglskútu Schiffer-fjölskyldunnar
þegar Ijóst varð að forhertir Ijósmyndar-
ar höfðu elt Ijósmyndafyrirsætuna uppi
oa sumarfríið fékk skjótan endi. Claudia
tólc myndirnar að sögn mjög nærri sér
og lýsti móðir hennar því yfir við frétta-
menn að sumarleyfið hefði ó auga-
bragði breyst í „skelfilega martröð". Þeg
a9( .
ar fyrirsætan hafði jafnað sig að mestu
ókvað hún að grípa til sinna róða. Hún
hefur nú lagt fram kæru ó hendur Ijós-
myndaranum og fer fram ó milljónir
þýskra marka í skaðabætur. Og er von-
góð um að vinna mólið.
ÍLAUDIA SCHIFFER. Sumarleyfið með fiölskyldunni
breyttist í martröð.
Listakona hneykslar
bandarlsku þjóðina
Listakonan Matuschka, sem búsett er í
Bandaríkjunum, er þekkt fýrir að fara ótroðn-
ar slóðir og kemur það bæði fram í verkum
hennar og ffamferði. Ekkert hefur þó vakið
eins mikla athygli og mynd af listakonunni
sem birtist nýverið á forsíðu helgarblaðs The
New York Times og varð til að hneyksla marg-
an Bandaríkjamanninn. Nokkuð er síðan
Matuschka greindist með krabbamein og varð
að fjarlægja hægra brjóst hennar. Á forsíðu-
mynd The New York Times Magazine var
listakonan klædd sérhönnuðum kjól, erma-
lausum hægra megin og flegnum niður fýrir
brjóst, svo ljótt örið blasti við. Ljósmyndina
tók listakonan sjálf með hjálp sjálfvirks tíma-
stillis og sendi inn á ritstjóm bandaríska stór-
blaðsins. Tilgangurinn var sá að vekja athygli á
krabbameini, en Matuschka tilheyrir hópi
fólks í Bandaríkjunum sem greinst hefúr með
fiinn skæða sjúkdóm og unnið ötullega að því
að safna fé til rannsókna á honum. EÍdd vom
allir lesendur blaðsins sáttir við myndina og
margir létu frá sér heyra sem var stórlega mis-
boðið. Listakonan lét óánægjuna þó ekkert á
sig fá og hélt ótrauð áffam að vekja athygli á
málstaðnum. Næsta skref hennar var að útbúa
FORSÍÐA THE NEW YORK TIMES MAGAZINE.
Mörgum siðavöndum lesendum var stórlega misboðið.
póstkort með höggmynd af líkama sínum, sem
hún vann sjálf eftir að bijóstið hafði verið fjar-
lægt. Ef að líkum lætur eiga póstkortin eftir að
vekja mikla athygli vestanhafs, en þau eru
væntanleg í verslanir á næstunni og mun
ágóðinn af sölu þeirra renna í sjóð laabba-
meinssjúklinga í Bandaríkjunum.