Pressan - 09.09.1993, Síða 24
HAMINGJUDAGAR FRAMUNDAN
24 PRESSAN
Fimmtudagurinn 9. september 1993
Erlend rokkheimsókn
Hermann með hundsandlitið!
MlRIAM Söngkona og trompetleikari Dog Faced Hermans. Röddin er há og tær, trompetleikurinn sérstakur og textarnir
næmir og hápólitískir.
íslenska rokkskátafélagið
FIRE stendur fyrir skemmti-
legum rokkinnflutningi nú í
september. Strákarnir í hljóm-
sveitinni Stilluppsteypu hafa
um alllangt skeið átt í bréfa-
sambandi við hljómsveitina
Dog Faced Hermans og þegar
stungið var upp á að sveitin
kæmi hingað til tónleikahalds
var ekki lengi verið að slá til.
Hljómsveitin var stofnuð í
Edinborg í Skotlandi 1986 og
kallaði sig í fyrstu Voluntary
Slavery. Þá var sveitin 6-
manna og spilaði tónlist sem
var undir miklum áhrifum af
fyrstu kynnum meðlimanna af
frídjassi. Þegar hljómsveitin
hætti stofnaði kjarninn nýtt
band og kallaði sig nú Dog
Faced Hermans eftir gamalli
hryllingsmynd. Áherslur í tón-
list sveitarinnar breyttust, með
sterkari og meiri gítarleik fékk
bandið rokkaðra yfirbragð.
Þótt sveitin sé eflaust mótfallin
því að því sé haldið írarn, þá er
söngkonan og trompetleikar-
inn Marion (ættarnafn ekki
gefið upp) helsta vörumerki
sveitarinnar. Rödd hennar er
mjög tær og há, trompetleik-
urinn gefúr tónlistinni sérstakt
yfirbragð og textamir sem hún
syngur eru hápólitískir og
næmir. Aðrir meðlimir eru
trommarinn Wilf, bassaleikar-
inn Colin og gítar- og fiðlu-
leikarinn Andy. Eftir að hafa
gefið út tvær smáskífur, og
plöturnar „Humans Fly“ og
„Everyday Timebomb“ (þær
hafa síðan verið gefnar út sam-
an á geisladiski), tók sveitin sér
pásu 1990. Marion fór til Pól-
lands í listaskóla og Andy flutti
til Amsterdam og gekk til liðs
við anarkí-bandið The EX. Ári
síðar hittust meðlimirnir fjórir
þar og síðan hefúr sveitin verið
gerð út frá Amsterdam. Árið
1991 kom út platan „Mental
Blocks for All Áges“ og nýjasta
plata sveitarinnar er „Hum of
Life“, verulega áhugaverð plata
sem erfitt er að staðsetja í tíma
og rúmi. Þar ægir saman klass-
ískum gildum pönksins og
áhrifúm frá heimstónlist ýmis-
konar, en í vel útfærðum og
skemmtilegum búningi sem
kemur sífellt á óvart. Það er til
marks um fjölbreytni sveitar-
innar að innan um frum-
sömdu lögin eru lög eftir bæði
Ornette Coleman og „nei-
bylgju“-sveitina 8 Eyed Spy.
Á tónleikum lifnar verulega
yfir sveitinni. Allar æfingar
hennar ganga út á tónlei-
kaflutning enda segjast þau
starfa fyrst og fremst til að
halda góða tónleika, líflega og
eftirminnilega. Það er mikil-
vægt fyrir sveitina að hreinn
og góður hljómur sé á tónleik-
um, enda er hljóðmaðurinn
Gert Jan jafnan kallaður
fimmti meðlimurinn.
Islenskt rokkáhugafólk á
hamingjudaga ffamundan því
Dog Faced Hermans mun á
komandi viku koma víða við. I
kvöld verða fyrstu tónleikar
sveitarinnar á Tveimur vinum.
Annað kvöld verður sveitin í
Norðurkjallara MH, á laugar-
daginn á Húsavík, sunnudag-
inn á Akureyri, miðvikudag-
inn 15. í MS og síðustu tón-
leikar sveitarinnar verða í Ró-
senbergkjallaranum fimmtu-
daginn 16. Allar helstu mold-
vörpusveitír landsins hita upp,
t.d. Kolrassa krókríðandi,
SSSpan og Púff. Einnig munu
Stilluppsteypa og Curver flytja
efni sem sveitirnar hafa samið
í sameiningu. Það er nánast
gefins inn, aðeins 500 krónur á
hverja tónleika, og því engin
afsökun haldbær: það er
skyldumætíng, enda langt síð-
an jafn frumlega og skemmtí-
lega sveit hefur rekið hér upp á
land.
Gunnar Hjálmarsson
POPP
Lent á tunglinu
„Hér gengur allt upp í heildarmyndina,
hvert lag nánast eins og raketta í glœsi-
legri flugeldasýningu. Ókei ókei, nú er
nógkomið af munnvatninu úr mér; Gi-
ant Steps er snilld, klassísk ogþú út í
búð.“
THE BOO RADLEYS
GIANT STEPS
★ ★★★
Þriðja plata Bretanna í The
Boo Radleys er ffábær, en þeir
eiga þó bágt. Bítlarnir eru
nefnilega löngu búnir að gefa
út „Sgt. Peppers“ og Beach
Boys „Pet Sounds". Giant
Steps lýtur svipuðum lögmál-
um; hún er fjölbreytt, vinnur
á með hverri hlustun og er
klassísk á stundinni. Þetta er
ein af þessum fáu plötum sem
hægt er að hlusta á aftur og
aftur og uppgötva eitthvað
nýtt í hvert skipti.
Sveitin grúskar í hinu ljóð-
ræna poppi sem hetjur sjö-
unda áratugayins rákust á um
það leyti er þær fóru fyrst að
droppa sýru. Hið dreymandi
popp sem Artliur Lee (í hinni
vanmetnu sveit Love), Brian
Wilson og Bítlarnir settu ffam
snýr hér aftur í nýtískulegu
formi sem tekur mið af þróun
rokksins síðustu tuttugu árin.
Þetta hefur svo sem oft verið
gert áður með góðum árangri
(Teenage Fan Club, Blur, Sa-
int Etienne) og platan er því
ekki stórt skref í tónlistarsög-
unni, en hún er rosaspor fýrir
Boo Radleys. Sveitin hefur
verið að í nokkur ár og hefur
fram að þessu ekki þótt ýkja
merkileg. Síðustu plötur
sýndu ágæta takta, fullar af
þokkalegu gítarpoppi fyrir
þunglyndan anorakksklædd-
an háskólalýð, en það er eins
og sveitin hafi orðið leið á að-
gerðarleysinu og einfaldlega
ákveðið að gera klassíska
plötu og það óvæntasta er að
það hefur tekist.
Platan er heilar 65 mínútur
að lengd, inniheldur sautján
lög og er því kjarakaup fyrir
sælkera á ómótstæðilega
popptónlist. Lögin eru velflest
skínandi vel samin og fundvís
á smáatriði sem snerta popp-
taugar hlustandans. Hér geng-
ur allt upp í heildarmyndina,
hvert lag nánast eins og ra-
ketta í glæsilegri flugeldasýn-
ingu. Okei ókei, nú er nóg
komið af munnvatninu úr
mér; Giant Steps er snilld,
klassísk og þú út í búð.
Billy Idiot
snýr aftur
BILLY IDOL
CYPERPUNK
★
Það er ennþá 1985 hjá Billy
Idol. Hann heldur ennþá að
Mad Max-serían sé í hátísku
og er enn sami leðurjakka-
mótorhjólatöffarinn með
eyðimerkurvegadelluna. Nú
hafa einhverjar heilasellur í
hausnum á honum vaknað til
lífsins (þótt læknavísindin segi
það ekki ffæðilega mögulegt)
og hr. Idiot dustar nú rykið af
„sæperpönkinu“ svokallaða,
tæknilegri framtíðarpælingu
með upplýsingalegu tölvu-
ívafi. Ég hef að vísu aldrei skil-
ið almennilega út á hvað þetta
sæperpönk gengur, og Billy
hefur greinilega ekki hug-
mynd um það þótt hann tfl-
einki og nefni heila plötu í
hausinn á fyrirbærinu.
Þótt Billy sé, samkvæmt
viðtölum, heiladauður eftir-
legupönkhelmút er hann
óneitanlega nokkuð stór
stjarna í Bandaríkjunum. Það
er kannski ekki svo ótrúlegt,
Ronald Reagan varð jú forseti
þar. Stjarna Billí reis fyrst í
breska pönkinu með Gener-
ation X, hundleiðinlegri grað-
hestarokksveit, og svo aftur
um miðbik síðasta áratugar
með lögum eins og „White
Wedding" sem var svo sem
ágætt töffararokk. Hann hefur
ekki gert það mjög gott hin
seinni ár; ekki átt nein umtals-
verð hitt, lenti í veseni fyrir að
berja kærustuna og dópaði
óþyrmilega. Þrátt fyrir allt
þetta er hann enn á ffægafólk-
skortinu, kynnti á Grammy í
ár með Tinu Turner og sést
reglulega í gleðskap með vin-
um sínum og álíka útbrunn-
um stjörnum, Madonnu og
Mickey Rourke.
Hvað með það. Cyperpunk
er sjötta sólóplatan og var að
mestu unnin í heimahúsi á
tölvu. Hún er í alla staði
óspennandi, flöt, líflaus og
leiðinleg. Töffaraskapurinn
sýður í Billy þegar hann
gjammar út úr sér textunum,
yfirþyrmandi leirhnoði og ör-
þunnu „vitrænu“ yfirborði.
Lítið dæmi. Billy tjáir sig um
LA-óeirðirnar í laginu „Shock
to the System“: It was a night.
Hell of a night, LA, it really
was. Oh, what a riot. I said
yeah, come on. Djúpt, ekki
satt? Billy brunar í gegnum
mörg uppköst að lögum, öll
jafn hrútleiðinleg og þunn.
Það keyrir þó um þverbak
þegar hann sæperpönkar upp
Lou Reed- lagið „Heroin“.
Önnur eins hörmungarút-
setning hefúr ekki heyrst.
Aumingja karlgreyið, orð-
inn 37 og stendur enn í þess-
ari vitleysu. Forðist þetta
plötuhræ eins og heitan eld-
inn!
POPP
FIMMTU DAG U R I N N
9. SEPTRMBER
• Radíuskvöld á Berlín með
þeim félögum Steini Ármanni
og Davíð Þór. Nú hafa Rad-
íusbræður ákveðið svona
„golden oldies“-kvöld, eða
„best of‘ eða hvað sem menn
kalla það nú. Uppselt hefur
orðið eldsnemma kvölds í síð-
ustu tvö skipti vegna fádæma
vinsælda.
0 Lipstick Lovers verða á
kassanum á Café-Grand-
Rokk eins og gamli Nl-bar-
inn heitir nú. Þar eru miklar
unibyltingar á ferð, því í
framtíðinni verður þar hægt
að fa Tex Mex-mat auk ódjTa
rauðvínsins. Aðeins 150-kall
glasið.
• Vinir Dóra em nú komnir
heim í heiðardalinn og ætla
að fremja tónlist sína á Gauki
á Stöng.
• Haraldur Reynisson sem
fyrr á Fógetanum.
FOSTUDAGURINN
1 O. SEPTEMBER
• Tvennir tímar verða í orðs-
ins fyllstu á Feita dvergnum,
bæði hljómsveitin og fólkið
um og langt yfir þrítugu.
Einkabjórhátíð dvergsins. Lít-
iU á 250. Stór á 380.
0 Ammæli og diskótek. Tvær
ungar stúlkur, önnur úr
Hafnarfirði en hin úr Reykja-
vík, halda upp á afmælið sitt í
Firðinum í Hafnarfirði. Okk-
ur skilst að allir séu velkomn-
ir.
• Lipstick Lovers aftur á
Grand Rokk, sem enn gengur
í gegnum breytingaskeið.
Vonandi til góðs.
• Kúba líbra hitar upp Blús-
bapnn að aflokinni blúshátíð.
0 Rúnar Þór og hljómsveit
og opinn míkrófónn á Dans-
barnum. Þeim jaftihallæris-
legasta í bænum. Þó væna.
• Gal í Leó i hinsta sinn á
Gauki á Stöng um helgina. Þó
vitum við eigi hvort þeir
koma saman einhvern tíma
aftur.
0 Bláeygt sakleysi leikur co-
ver-tónlist á Tveimur vinum.
Frítt inn. Og þá er hægt að
drekka meira.
• Rokkabilliband Reykjavík-
ur hið léttskondna sleppir
fram af sér axlaböndunum í
kvöld á Ömmu Lú.
• Gleðigjafarnir ásamt
André Bachmann og Ellý Vil-
hjálms á stórskemmtikvöldi í
tilefni árs aldraðra á Hótel
Sögu í kvöld.
• Bara tveir ifá Keflavík hefja
upp raust sína á Fógetanum.
LAUGARDAG U R I N N
11.SEPTEMBER
• Tvennir tímar, Oranjebo-
om og Löwenbráu í einum
hnapp á Feita dvergnum
vegna bjórhátiðar.
• Upplyfting sú gamla og
kannski góða á réttarballi í
Firðinum í tilefni þess að nú
ætla Hafnfirðingar að hafa
réttír á Víðistaðatúni með öllu
tilheyrandi; hestum, kindum
og hundum. Stutt verður í
brennivínið og vodkað.
• Kúba líbra er trió sem treð-
ur upp á Blúsbamum.
• Gal í Leó aftur og nýbúnir
og nú í allra síðasta sinn á
Gauki á Stöng.
• Hljómar leika fyrir dansi
þegar ffamið hefúr verið Rokk
’93 á Hótel íslandi.
• Bláeygt sakleysi hefur
væntanlega spillst eitthvað á
Tveimur yinum í gærkveldi.
Þeir verða áffam í spillingunni
í kvöld.
0 Gleðigjafarrtir Ellý Vil-
hjálms, Bjarni Ara, Ándré
Bachmann og Móeiður Júní-
usdóttir á Hótel Sögu fyrir
alla aldurshópa. Tískusýning
og Rósa Ingólfsdóttir.
• Bara tveir er heldur ein-
manalegt nafn á hljómsveit.
Þeir verða í sveita síns andlitís
á Fógetanum.
0 Rúnar Þór og sveitin hans á
Dansbamum.
SUNNUDAGURINN
1 2. SEPTEMBER
0 Magnús Einarsson fáni á Feita dvergnum. 0 Róm brennur hvorki meira né minna. Þeir flytja frum- samið kindarokk á Grand Rokk. 0 Svartur pipar og hitt sukk-
liðið á besta kvöldi Gauks á Stöng, sem eru óneitanlega sunnudagskvöldin. 0 Rúnar Þór, með Jón Ólafs- son bassa á bak við sig, á Fóg- etanum. E La L
FÖSTU DAGU R I N N |
1 O. SEPTEMBER
0 Kaplakriki, Hafnarfirði sveitaball haustsins með SSSól, Todmobile, Bone China, Jet Black Joe og Pís of Keik. Tólfhundruðkall kostar inn á svæðið. 0 Vagninn, Flateyri Hljóm- sveitin Paparnir frá Eyjum heldur grímuball á einhverj- um besta bar landsins. 0 Kam-bar, Hveragerði Hver gerði Gerði?... örkin hans Nóa gerir út frá HveraGerði í lcvöld. 0 Sjallinn, Akureyri Hið bráðskondna Rokkaband og diskótek í Mánasalnum. 0 Þotan, Keflavík SSSól, ótrúlegt en satt. Sólin ætlar af Kaplakrikatónleikunum og halda áffam í Keflavík.
LAUGAR DAG U R 1 N N
11.SEPTEMBER
0 Vagninn, Flateyri Nú ætla Paparnir að taka niður grím- una og sýna sitt rétta andlit.
0 Hótel Selfoss Todmobile fer úr Hafnarfirðinum austur fyrir fjall. Með í för verður Sigtryggur dyravörður, enda veitir ekki af. 0 Tjald, Kjalarnesi þ.e.a.s. risastjórt tjald og hljómsveitin Örkin hans Nóa og Lipstick Lovers á fjölskylduhátíðinni Sumartöfrum ’93, hjá Bene- diktu. 0 Sjallinn, Akureyri Karma ffá Selfossi skemmtir. Fullt af nýjum karaoke-lögum á Sjallakránni. 0 Höfðinn, Vestmannaeyj- um Nú fá Eyjamenn SSSól í tieimsókn eftir verslunar- mannahelgarfjörið.
SUNNUDAGURINN I
1 2. SEPTEMBER
• Ásbyrgi, Laugabrekku
Papamir eina ferðina enn. Og
nú á réttarbaUi.
I