Pressan - 09.09.1993, Síða 42
G B
42 PRESSAN
SJÓNVARPIÐ
Sjáið:
• Kvennagullið ★★★ Orpheus Descending á Stöð 2 á fimmtu-
dagskvöld. Kraftmikið drama byggt á sögu eftir Tennessee
WUliams.
'O Bakslag ★★ 1/2 Backlash á RÚV á laugardagskvöld. Ástralsk-
ur þriller sem hefur eitthvað við sig jafnvel þótt eitt og annað fái
að svífa um í tómarúmi.
9 Hollywood-læknirinn ★★ 1/2 Doc Holly-
I wood á Stöð 2 á laugardagskvöld. Gamansam-
I ur læknaróman með Michael J. Fox í i'or-
9p i grunni. Gulli Helga, einn með öllu, fylgist
I vafalaust vel með enda svipuð týpa og ætlar að
L; auki að reyna fyrir sér í Hollý Hú.
Ii ; #Mi 9 Ásdís Jenna á RÚV á sunnudagseftirmið-
dag. Endurtekinn þáttur um ákaflega hug-
rakka unga stúlku sem þrátt fyrir fötlun sína lætur ekki deigan
síga. Við hin getum margt af henni lært.
9 Drengimir á munaðarleysingjahælinu The Boys of St. Vin-
cent á Stöð 2 á sunnu- og mánudagskvöld. Nógu skelfileg dag-
skárkynning til að ná athygli manns.
Varist:
9 í skjóli nætur Midt om natten á RÚV á föstudagskvöld.
Dönsk mynd með Kim Larsen í burðarhlutverki. Þá mun vera
viðbúið að maður fái Jan Teigen á skjáinn!
■ 9 Ópið ★ Shoutá Stöð 2 á föstudagskvöld. Hörmu-
leg mynd með John Travolta í fararbroddi. Annars
hefur einkennilega oft sést til hans á kvölddagskrá
Stöðvar 2 undanfarið og spurt er: Fengu þeir Tra-
volta-magnafslátt?
9 Hryllingsnótt II ★★ Fright Night II á Stöð 2 á
föstudagskvöld. Fráleitt mynd íyrir alla íjölskylduna.
9 Lögregluskólinn VI ★ Police Academy VI á RÚV á laugar-
dagskvöld. Það er ekki langt síðan sýnd var myndin Lögreglu-
skólinn V, sem var með afbrigðum léleg. Ætli Sjónvarpið hafi
líka fengið magnafslátt?
9 Guð skóp konuna... ★ And God Created Woman á Stöð 2 á
laugardagskvöld. Sérstaklega vond mynd.
KVIKMYNDIR
Algjört möst:
9 Red Rock West ★★★ Red Rock West er vel gerð afþreying
og þykist ekki hafa neinn djúpan boðskap. Efni myndarinnar er
tóm vitleysa eins og oft er um spennumynd-
ir, en maður finnur að leikararnir hafa gam-
an af að fást við það. Regnboganum.
9 Júragarðurinn ★★★ Jurassic Park Þetta
er spennandi ævintýramynd sem ætlað er
nákvæmlega sama hlutverk og hinum
„raunverulega“ Jurassic Park; að græða pen-
inga. Hæstiréttur um gæði þessarar myndar
eru börnin. Þegar hasarinn fór að færast í
aukana í myndinni hættu strákar að stríða stelpum og stelpur
hættu að gjóa augum á stráka. Bíóhöllinni ogHóskólabíói.
9 Super Mario Bros ★★★ Frumleg saga sem gengur upp,
góðu kallarnir vinna og allt og allt. Myndin er skemmtileg,
fyndin og hentar flestum meðlimum fjölskyldunnar (þó ekki
heimilisdýrunum). Regnboganum.
9 Síðasta hasarmyndahetjan ★★★ Last Action Hero Þessi
mynd er ákaflega vönduð hvað snertir leik og alla gerð. Tækni-
leg afreksverk eru unnin í henni hvað eftir annað. Eiginlega er
***~hún ofhlaðin yfirgengilegum spennuatriðum og sprelli, og er
það helsti galli myndarinnar. Stjörnubíói.
9 Þríhyniingurinn ★★★★Ætla má að þar fari hálfklámmynd
um vændismenn og búksorgir þeirra, sem maður sér kl. 11,
einn. Fljótlega kemur f ljós að varlegt er að treysta auglýsingum
(og umsögnum kvikmyndagagnrýnenda), því hér getur að líta
sérstaklega skemmtilega og hjartahlýja mynd um ástina og vald
tilfinninganna yfir okkur. Regnboganum.
9 Á ystu nöf ★★★ Cliffhanger Frábærar tæknibrellur og bráð-
skemmtileg mynd. Það er bara galli að efnið sjálft er botnlaus
þvæla. Stjörnubíói og Háskólabíói.
9 Mýs og menn ★★★ Of mice and men Mestanpart laus við
væmni og John Malkovich fer á kostum. Háskólabíói.
í leiðindum:
9 Dauðasveitin ★ Extreme Justice Myndin er þokkalega unnin
og leikur sæmilegur. Aðaltema myndarinnar er vonska lög-
reglumanna og göfgi blaðamanna, sem minnir á blaðamanna-
fund sem Rannsóknarlögreglustjóri hélt nýlega til að kvarta
undan fordómum í garð löggæslunnar. Laugarásbíói.
9 Allt í kássu ★★ Splitting Heirs Myndin missir marks vegna
þess að húmorinn er of staðbundinn. Breski aðallinn og hans
bjástur höfðar ekki til íslendinga, okkur er alveg sama hvað
hendir svoleiðis fólk. Þar að auki er myndin einfaldlega ekki
nógu fýndin. Bíóborginni.
9 Við árbakkann ★★ A River Rutis Through It Líf þeirra er slétt
og fellt og höfúndurinn skrifar þessa sögu sjálfum sér og fortíð
sinni til dýrðar. Kvikmyndin ber botnlausri sjálfsánægju Ro-
berts Redford fagurt vitni. Háskólabíói.
9 Ósiðlegt tilboð ★★ Indecent Proposal Svo hæg að það er
varla að hún festist í minni. Demi Moore bjargar því sem bjarg-
að verður. Bíóhöllinni og Háskólabíói.
I
■m. *•**
Fimmtudagurinn 9. september 1993
Það verður svo sannarlega
að gefa gömlu gufunni, Rás 1,
hrós fyrir þá viðleitni að bjóða
upp á áhugavert dagskrárefni
endrum og eins, efni sem fær
hlustandann til að finnast
hann vera hugsandi mann-
vera en ekki grænmeti. Ein er
sú þáttaröð á dagskrá Rásar 1
næstu vikurnar sem að öllum
líkindum höfðar til margra og
nefnist Ástkonur Frakklands-
konunga. Um er að ræða sex
sjálfstæða þætti um ástir
kvenna og konunga, en það er
Ásdís Skúladóttir sem hefur
haft veg og vanda af gerð
þeirra.
„Áhugi minn kviknaði þeg-
ar ég leikstýrði leikriti Bjöms
Th. Björnssonar, Ljón í síð-
buxum, hjá Leikfélagi Reykja-
víkur,“ segir Ásdís. „Leikritið
gerist á átjándu öld á tímum
Friðriks V. Danakonungs, á
sama tíma og Frakkland var
mikið og ríkt stórveldi, en þá
reyndust franskir konungar
fyrirmynd annarra konunga
um allt líferni. Þeir voru fræg-
ir kvennamenn og áttu marg-
ar ástkonur sem oft voru ung-
ar að árum. í gegnum aldirnar
hefur verið talað illa um þess-
ar konur og þær uppnefndar
en þegar líf þeirra er skoðað
kemur í ljós að oft voru þama
á ferðinni mjög hæfar konur
sem höfðu metnað og sáu leið
til að hafa áhrif á þennan hátt.
Ósjaldan voru þetta líka fá-
tækar stúlkur sem fengið
höfðu hvatningu frá foreldr-
um sínum, vegna þess að með
því að þjóna konungi til sæng-
ur gátu þær boðið fjölskyldu
sinni upp á auð og velsæM
sem hún annars
hefði aldrei notið.
Sögur þessara
kvenna dreg ég
fram í dagsljósið og
byggjast þættirnir
fyrst á spennandi
frásögnum af
þeim. Þetta verður
því síst af öllu fé-
lagsfræðileg úttekt
á málinu.“
Ásdís er vel
þekkt úr leikhús-
heiminum og lék
mikið fýrir Leikfé-
lag Reykjavíkur hér
á árum áður, með-
al annars í Sauma-
stofunni og Spansk-
flugunni, en einnig
leikstýrði hún síð-
asta verkinu sem
sett var upp í Iðnó,
Ferðinni á heims-
enda eftir Olgu
Guðrúnu Árna-
dóttur. Leiksýn-
ingarnar Ljón í síð-
buxurn og Ronja
rœningjadóttir, sem
settar voru upp hjá
Borgarleikhúsinu á
síðasta ári, báru
handbragði hennar |andskonunga.
sem leikstjóra einnig gott
vitni. Hin síðari ár hefúr Ásdís
starfað með frístundaleik-
hópnum Hana nú.
Ástkonur Frakklandskon-
unga eru á dagskrá Rásar 1 á
miðvikudögum klukkan 14.30
og endurteknir á föstudags-
kvöldum klukkan 20.30.
Þarna virðast vera á ferð
óhemjuspennandi þættir.
TV SÓLEY
Grátið og
hlegið
Sóley Elíasdóttir leikkona
hefur meöal annars starf-
aö fyrir Leikfélag Akureyr-
ar og fór meö aðalhlut-
verk í kvikmyndinni Sód-
ómu Reykjavík.
16:00 Dallas
17:00 Góður matur Framúr-
skarandi matreiðslu-
þáttur.
17:30 Stundin okkar Fyrir
börnin meöan eldaöur
er maturinn úr þættin-
um sem á undan fór.
18:30 Hlé
20:00 Fréttir
20:30 48 Hrs
21:30 Charlie Rose talar við
Robert de Niro (sem
veitir aldrei viötöl).
22:15 Chaplin Góð mynd eft-
ir meistarann.
23:45 Gott fjölskyldudrama
Mynd sem endar vel
og uppfyllir það skil-
yrði að gráta megi
mikiö og vel meðan á
sýningu hennar stend-
ur. Tryggt aö svefninn
veröur Ijúfur á eftir.
KVIKMYNDIR
Eftir gjaldþrotið
í SKOTLÍNU
(In the Line of Fire)
STJÖRNUBÍÓI
★ ★★1/2
Þær eru orðnar nokkuð
margar myndirnar sem
Bandaríkjamenn hafa gert
um tilræði við forseta sinn,
sem vonlegt er miðað við
hefðir þar í landi. Yfirleitt
hafa tilræðismennirnir verið
kommúnistar, dópistar, mafi-
ósar, geðsjúklingar, útlend-
ingar eða kynvillingar, ein-
hveijir þeir sem þótt hafa sér-
staklega tortryggilegir á hveij-
um tíma. Það sem er sér-
kennilegt og líklega trúverð-
ugt við þessa mynd er að
uppgjafa CIA-manni er treyst
fyrir ódæðinu í þetta skiptið.
Eldri lögreglumaður (Clint
Eastwood), sem verið hafði í
sveit öryggisvarða í Dallas hér
um árið, sakar sjálfan sig um
að hafa ekki brugðist rétt við
á hættunnar stund. Upp frá
því hefúr líf hans verið ömur-
legt. Hann kemst á slóð til-
ræðismannsins (John
Malkovich) fyrir tilviljun og
fær nú tækifæri til þess að
bæta fyrir fyrri mistök.
Myndin er afar vel gerð og vel
leikin. Flest atriði í myndinni
eru trúverðug og eykur það
vitaskuld spennuna, sögu-
þráðurinn er ekki tóm vit-
leysa eins og oftast er um
spennumyndir, þessi saga
gæti gerst. Að vísu má hafa
ýmsar skoðanir á sálarlífi til-
ræðismannsins og þörf hans
fýrir að ögra hinum aldna ör-
yggisverði, en það er ekki
höfúðatriðið miðað við upp-
byggingu myndarinnar.
Þegar Sovétríkin liðuðust í
sundur 1991 og kalda stríð-
inu lauk má segja að bú
kommúnismans hafi verið
tekið til gjaldþrotaskipta.
Sósíalistar og kommúnistar
eru nú einskonar pólitískir
þrotamenn, fyrirtæki þeirra
eru ekki lengur í rekstri og
þess vegna þarf ekki að hafa
miklar áhyggjur af þeim.
Öðru máli gegnir um þá sem
slógust við kommúnismann,
þeirra er framtíðin og heilindi
þeirra varða miklu. Margt ill-
virkið var réttlætt með barátt-
unni við kommúnismann,
meðal annars þjálfun laun-
morðingja á vegum CIA, svo-
nefndra blautbolunga. Það er
þessi staðreynd sem kvik-
myndin í skotlínunni fjallar
um, hinar afskræmdu mann-
verur sem ekki er lengur þörf
og ekki er lengur hægt að
réttlæta. í myndinni verður
tilræðismaðurinn smátt og
smátt skýrari og um það er
lýkur skilur maður að hann
átti ef til vill ekki margra
kosta völ til þess að losna úr
því helvíti sem stjórnmála-
mennimir og CIA höfðu bú-
ið honum. Þess vegna er CLA-
maðurinn hinn rökrétti til-
ræðismaður í dag.
I þessu samhengi er athygl-
isvert að þeir, sem á ámm áð-
ur voru alltaf að gapa um
frjálsa samkeppni og frjálsa
verslun hér uppi á litla ís-
landi, em nú orðnir hörðustu
gæslumenn sérhagsmuna og
verslunaránauðar.
„í myndinni verður tilrœðismaðurinn
smátt og smátt skýrari ogum það er lýkur
skilur maður að hann átti eftil vill ekki
margra kosta völ tilþess að losna úrþví hel-
víti sem stjórnmálamennirnir og CIA höfðu
búið honum. Þess vegna er CIA-maðurinn
hinn rökrétti tilrceðismaður í dag. íþessu
samhengi er athyglisvert að þeir, sem á ár-
um áðurvoru alltafað gapa umfrjálsa
samkeppni ogfrjálsa verslun hér uppi á litla
íslandi, eru nú orðnir hörðustu gœslumenn
sérhagsmuna og verslunaránauðar. “